Morgunblaðið - 27.09.1963, Síða 17

Morgunblaðið - 27.09.1963, Síða 17
rf Föstudagur 27. sept. 1963 MORGUNBLADIÐ 17 i María Þ. Cjarnadóttir - Kveðja í D A G er til moldar borin frá I Dómkirkjunni í Reykjavík hús- freyjan María Þuríður Bjarna- i dóttir, eiginkona Eiríks Jónsson- ar járnsmiðs að Starhaga 14, en j hún andaðist að Heilsuverndar- j stöðinni í Reykjavík mánudag- i inn 16. þ. m. eftir nokkurra daga legu þar. María sáluga er 75 ára að aldri, er hún hnígur nú að foldu. Hún fæddist að Mosum á Síðu 27. apríl 1888. Foreldrar hennar voru þar búandi hjón, Bjarni Jónsson frá Mörk á Síðu og Sig- ríður Þarvarðardóttir prests Jónssonar á Prestbakka. Hún ólst upp í foreldrahúsum á Mosum og dvaldi þar með þeim til tví- tugs aldurs, en þá fór hún til Reykjavíkur til atvinnu í visf- um. Foreldrar hennar munu hafa haft við fremur erfiðan fjárhag að búa, bújörð ekki kostamikil, en barnahópur stór. Þeim hjón- um varð fimmtán barna auðið, einhver létust í bernsku, en flest komust þau til þroskaaldurs. Nú eru aðeins fimm á lífi þeirra systkina, þrjár systur og tveir bræður. Fám árum eftir að María fór úr föðurhúsum, andaðist faðir hennar. Brá móðir hennar þá búi og flutti til Maríu dóttur sinnar, og héldu þær saman heim ili, þar til María giftist, og eftir það var hún lengstum á hennar vegum og yngri dætur hennar um sinn. María giftist 21. nóv. 1914 Eiríki Jónssyni járnsmið frá Keldunúpi á Síðu. Hann hefur nú nærri tvö ár yfir áttrætt, er hann sér á bak konu sinni eftir nærri fimmtiu ára sambúð. Þeim varð þriggja barna auðið. Dóttur sína misstu þau á öðru aldursári í spönsku veikinni 1918, en son- ur og dóttir eru á lífi og þrjár barnadætur. María heitin var mesta merk- iskona. Bóklegs lærdóms naut hún lítið, svo sem títt var um börn fátækra foreldra hér á landi um og fyrir aldamótin. En hún hafði ánægju af góðum bókum og hvers konar fróðleik, enda átti hún til þeirra að telja. Móð- ir hennar var mjög greind kona, og systir hennar, María Þorvarð- ardóttir skáldkona, var orðlögð gáfukona, og með þeim Maríu voru hin nánustu kynni. Hús- móðir var María sáluga í fremstu röð. Fyrstu hjúskaparárin voru húsakynni ekki ætíð sem full- komnust, en það hygg ég, að fleir um heimilisvinum þeirra hjóna en mér verði í minni, hve þar var allt snyrtilegt og fágað og smekklega fyrir komið því, sem til var að tjalda, enda leit hún á það sem lífshlutverk sitt að búa manni sínum og börnum ánægjulegt heimili, þar sem margir frændur og vinir nutu einnig margra ánægjulegra stunda. Alltaf var veitt stór- mannlega, þegar gesti bar að garði, þótt stundum hafi ekki verið af miklu að taka fyrstu hj úskaparárin. María heitin var stórbrotin kona, gerði mikinn mun þess, sem henni var að skapi, og hins, sem hún var móthverf, viðkvæm í lund, en ekki gjörn á að flíka tilfinningum sínum. Sá, sem átti Maríu að vin, átti einlægan vin. Mörg síðari æviárin átti María við mikil og þrálát vanheilindi að stríða. Þá var henni það mikil blessun, að leiðir þeirra hjónanna og dóttur þeirra hafði aldrei skilið. Þau hjónin áttu alla tíð sameiginlegt heimili með henni, og manni hennar, eftir að hún giftist. Nutu þau gömlu hjón in þar hvors tveggja í senn: dótt- urástríkis og sonarumhyggju af hendi tengdasonarins í þeim mæli, sém bezt verður á kosið, enda þegið og metið að verðleik- um. Sem ein heild nutu þrír ætt- liðir þeirra farsælu samvista for- eldra, barna og barnabarna, sem truflazt hafa um of í umbylting- um síðari tíma. Þegar ég nú sendi Maríu síð- ustu kveðjuna og manni hennar samúðarkveðju vegna fráfalls hennar, er mér efst í sinni einlæg þakklætistilfinning fyrir nær hálfrar aldar kynni, þar sem aldrei hefur fallið skuggi á ein- lægni vináttunnar. Og Maríu minnist ég sem mikils persónu- leika, sem sérhver vinur hennar mun telja sér mikinn ávinning að hafa kynnzt. Gunnar Benediktsson. LÖGMANNAFÉLAG ÍSLANDS Framholdsaðalfundi félagsins sem halda átti 27. þ. m. er frestað til 11. okt. n.k. STJÓRNIN. Amerískar og japanskar SKÁPHÖLDUR í mjög fjölbreyttu úrvali. NYTT - IMÝTT PRIMAVERA þurrkhengin í baðherbergi á svalir. Sendum heim og setjum upp ef óskað er. Sendum í póstkröfu um allt land. BJÖRN G. BJÖRNSSON heildsala — smásala Freyjugötu 43 sími 17685. HLJÓMLEIKAR í Austurbæjarbíói. Forsala aðgöngumiða hefst kl. 3 í dag. — Sími 11384. Tilboð óskast í Chevrolet 1954 í því ástandi, sem bifreiðin nú er í eftir veltu. Bifreiðin verður til sýnis við Bifreiðaverkstæði Árna Gíslasonar, Súðavogi, Reykjavík, föstudaginn 27. sept. n.k. milSli ksl. 13-—18 e.h. Tilboð merkt: „Chevrolet“ óskast send skrifstofu Samvinnutrygg- inga, herbergi 214 fyrir kl. 12, mánudaginn 30. sept. n.k. Sendisveinn Okkur vantar röskan og ábyggilegan sendisvein strax. Þarf helzt að geta unnið allan daginn. Upplýsingar daglega frá kl. 4—6 e.h. OTTO A. MICHELSEN, H.F. ÍBM á íslandi Klapparstíg 25 — 27, Sími 20560 (2 línur). Organista vantar að Landakirkju í Vestmannaeyjum. Æski- legt væri að organistinn gæti tekið að sér forstöðu Tónlistarskóla og önnur skyld störf. — Allar nánari uppl. veitir Söngmálastjórn Þjóðkirkjunnar og for- maður sóknarnefndar Friðfinnur Finnsson sími 166 Vestmannacyj um. SÓKNARNEFNDIN. 73orden's vorur Kartöflumús — Kakómalt Kaffi — Kakó Teigabúðin, Kirkjuteig

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.