Morgunblaðið - 27.09.1963, Side 20
20 MORGUN BLADIÐ Fostudagur 27. sept. 1963
BRJÁLADA H , • 0» - . ' ■ ' . rrT7BnPTW rmnnnc ÚSIÐ • i í
UUXOiiUlJ X 11 JL UlllliJLllU
— Skrúfjárn, gaffall o" penni. Hvað í ósköpunum hef ég þá gert '
við tappatogarann?
Sjálfur hef ég mjög litla bekk-
ingu á því, og það lítið er, er
mest fyrir tilviljun. En þó yeit
é*. að það hefur mjög svipuð
áhrif og stryknín, enda hélt ég,
að það væri það. >að er unnið
úr sömu jurt.......
— Strychnos — nux vomica,
greip Fry fram í með ákafa. —
í»að veldur þvi, að maður stend-
ur á öndinni með krampakennd-
um flogum, svo tekur við mátt-
leysi og ákafur skjálfti. Síðar
verður lömunin enn meiri og
vöðvarnir stirðna. Fæturnir
teygjast út, hryggurinn svignar
aftur á bak. . . . Hann þagnaði
skyndilega. Já, sagði hann, eins
og hann hefði hlaupið á sig, og
hóstaði. — Já, Charlie, en þetta
brúsín. Haltu áfram.
Charlie var eins og hinir að
horfa á gamla manninn, með ein
kennilegu augnaráði.
— Já, sagði Charlie, — en mér
íinnst nú allra merkilegast, að
venjulegur undirmaður í lögregl
unni.skuli þekkja til þess.
— Eigið þér við, sagði Toby,
og stóð upp og gekk að hópr.um.
•— Eigið þér við, að Gurr hafi
sagzt halda, að hún hefði tekið
brúsín?
— Hann gaf í skyn, að það
gæti verið brúsín, sagði Charlie.
I>ér skiljið, ég var þarna uppi
hjá lögreglumönnunum og sagði
þeim frá, hvernig ég hefði fund-
ið hana og fór að geta mér þess
til, að hún hefði tekið stryknín.
Og þá var það, að Gurr, sem
virðist nú ekki vera neitt yfir
sig menntaður — hefur að
minnsta kosti aldrei komið í efna
rannsóknarstofu — sagði: —
Gæti ekki hugsazt, að það væri
brúsín? Mér finnst þetta dálítið
enikennilegt.
Toby kinkaði kolli. — Jú, hér
um bil það einkennilegasta sem
. . . En einmitt í þessu bili kom
þessi snögga hreyfing, sem hlaut
fyrr eða síðar að verða á Evu
Clare.
í rauninni var það glasið sem
brotnaði, sem fékk Toby til að
hrökkva við. Eva hafði bölvað
hressilega og fleygt um leið
glasinu, sem hún hélt á, á stein-
stéttina úti fyrir gluggadyrun-
um.
— Æ, ég vildi að fólk væri
ekki að sleppa sér svona, sagði
Toby og færði sig frá en greip
um leið um hnakkann á sér, rétt
eins og hljóðið hefði lent þar
og meitt hann.
Eva snarsneri sér við. — Hve
nær á þetta að verða búið? æpti
hún. — Hvenær á allt að komast
í samt lag hér? Hvenær eigum
við að losna við þessa lögreglu
héðan? Æ, glápið þið ekki öll
á mig eins og einhverjir blábján-
ari
— Góða Eva, sagði Lisbeth
Gask, þurrlega, — þú ættir ekki
að drekka svona mikið, en úr
því að þú ert að því, hvort sem
er, þá fáðu þér einn til.
— En hvenær? segi ég. Hve
nær á okkur að hætta að líða
eins og veggjalús undir smásjá?
— Hjálpi mér, sagði litli mað-
urinn í stuttbuxunum, — þú
þarft enga smásjá til að sjá
veggjalýs. Þessar líka rokna
hlussur- I íbúðinni minni í Reg-
entstræti. . . .
— Eva, sagði Lisbeth valds-
mannlega. — Hversvegna hring-
irðu ekki í hann Max og biður
hann að koma hingað?
— í íbúðinni, sem ég var að
nefna, sagði Reginald Sand, —
var ég að æfa mig að skjóta
gaflokum á þær. Milli klukkan
þrjú og fimm á morgnana á sumr
in, var oftast hægt að sjá nokkr-
ar. Ég var vanur að hafa mörg
gaflok tilbúin hjá rúminu mínu,
og af ég vaknaði, þá. . . .
— Það þýðir ekkert að vera
að hringja hann upp, sagði Eva.
Hann á að hafa fyrirlestra .mið-
vikudaga og laugardaga næsta
mánuð allan. Hún gekk að skápn
um og fékk sér aftur í glas. Vilja
einhverjir fleiri? Hún gekk aft-
ur að glugganum. — Nei, þetta
er eitthvað það bölvaðasta, sem
fyrir gat komið.
Lisbeth horfði á Evu og svip-
urinn var óvenju háðslegur. Hún
sagði: — Druna var rétt að segja
okkur frá einkennilegum hlut,
sem hún tók eftir. Það var ein-
kennilegt og ég tók eftir því líka,
en áttaði mig bara ekki á sam-
bandinu.......Halló, Roger. Hún
brosti til Rogers Clare, sem var
í þessu að koma inn.
— Gillett, sagði hann. — Þeir
vilja talá við Gillett næst. Hvar
er hann.
Allir litu kring um sig.
— Nú, hann er ekki hér, sagði
hann. — En hann var hérna fyrir
rétt svo sem augnabliki.
— Hvert hefur hann farið?
spurði Roger, með óþreyju.
— Hvernig ættum við að vita
það? sagði Lisbeth.
— En lögreglustjórinn þarf að
tala við hann.
— Segðu honum þá bara að
finna hann.
Roger fór út.
Toby sagði lágt við Drunu: —
Gillett, er það ungi maðurinn
í rifnu skyrtunni?
— Já.
— Þetta vissi ég, að það vant-
aði einhvern.
— Það vantar líka litla kubb
inn hann vin yðar.
— Hann vantar nú svo oft og
enginn saknar hans.
Vanner kom inn. Hann var
ennþá fyrtnari en hann var van-
ur. — Ég sagði, að enginn mætti
fara héðan ennþá, sagði hann.
— Það þýðir lítið að jagast i
okkur fyrir það, sagði Lisbeth.
— Við höfum ekkert farið.
— Hvar er hr. Gillett.
— Hann er ekki falinn hérna
inni.
— Hvenær sáuð þið hann sið-
ast?
Charlie svaraði: — Frammi í
ganginum, þegar krakkinn var
að . . . halda þessa sýningu. Ég
stóð næstur honum. En ég hélt
að hann hefði farið hingað inn.
Hann var svo þögull nema . . .
þegar hann er ekki . . . þið vitið,
hvað ég á við.
— Það veit ég ekki, sagði
Vanner.
— Hann á við, sagði Lisbeth,
að því undanteknu, þegar hr.
Gilet er að lesa lygagreinar í
blöðunum, einkum um vísindi . .
og tónlist er annað, sem fer í
taugarnar á honum, og erlend
stjórnmál . . . sem sagt, ef ekkert
af þessu er efst á baugi, þá situr
hann bara og hugsar, og enginn
tekur eftir, hvort hann er nær-
staddur eða ekki.
— Kannski hann sé bara far-
inn heim til sín, sagði Adolphus
Fry.
— Ég skipaði svo fyrir . . .
En Fry setti upp háðsglott og
sagði: — Skipa Colin Gillet fyr-
ir! Hann mundi taka það sem
persónulega móðgun.
— Hvar á hann heima? spurði
Vanner. — í þessum kofa við
Grænastíg, er það ekki?
— Það er ekki fimm mínútna
gangur, ef farið er gegn um skóg
inn, sagði Fry.
Vanner sendi lögregluþjón út
af örkinni til að finna Gillet í
kofanum hans. Toby sá lögreglu-
þjóninn leggja af stað yfir gras-
völlinn í áttina að skógarjaðr-
inum og sá hann hverfa milli
trjánna. Hann heyrði Vanner
kalla á Fry yfir í hina stofuna . .
Toby fór líka út í garðinn. Brot-
in úr glasinu, sem Eva hafði
mölvað brökuðu undir fæti
hans. Hann gekk út á grasvöll-
inn. Þetta var tennisvöllur, vand
lega hirtur með hvítum strikum,
sem voru greinileg í rökkrinu.
Hann sneri sér við og horfði á
húsið stundarkorn. Þetta var
snoturt hús og garðurinn vel
hirtur.
Toby stakk upp í sig vindlingi,
og eldspýtan blossaði upp í
myrkrinu. Hann gat séð inn um
upplýstar húsdyrnar, hvar
Druna Merton klúkti á stólbrík-
inni hjá Carlie Widdison, og
hann gat séð Lisbeth Gask ham-
ast að prjóna og Fry koma inn
og setjast hjá Evu, sem hafði
lagzt endilöng á legubekk, og
þau töluðu saman, alvarleg í
bragði. Annar upplýstur gluggi
gaf til kynna, hvar hann hafði
venð að tala við Vanner.
Toby var enn að horfa á þenn-
an glugga og smábölva með sjáif
um sér. En þá snerti eitthvað
handlegginn á honum og hann
hrökk ósjálfrátt við.
— Nú! sagði hann þégar hann
sá hver maðurinn var. — Hvar
hefur þú alið manninn, Georg?
— Hvað var þetta, sem þú
varst að segja? sagði Georg,
— Ég var ekki neitt að segja,
svaraði Toby.
— Víst varstu það. Þú varst
að tala við sjálfan þig.
— Var það? Þá hef ég líklega
verið að segja: „Fimmtán pund í
seðlum og fimmtán í ávísun“,
því um það var ég að hugsa.
Hann gekk nokkur skref og
Georg við hlið hans. Toby sagði
frá viðtalinu við Vanner og því,
sem þar kom á eftir. Síðan end-
urtók hann: — Og hvar hefur þú
alið manninn, Georg?
— O, ég var bara að líta kring
um mig. Georg lækkaði röddina
enn meir. — Tobbi, þegar þú
varst strákur, varstu þá hrædd-
ur við zeppelína?
— Nei, Georg . . . sjáðu nú
til . . .
— Varstu það, Tobbi?
— Ekki svo að ég muni.
— Það var ég heldur ekki.
Krakkar eru svo vitlausir. En ég
sagði alltaf, að ég væri það.
— Georg, ef einhver hefur
verið að telja þér trú um, að þú
ættir að láta sálgreina þig, þá get
ég vísað þér á ágætan mann.
sem tekur ekki nema þrjú pund
fyrir hvert viðtal og gefur .þér
þrjú viðtöl á viku í hálft ár,
og telur þér trú um, að eina
ástæðan til þess að þú vilt ekkj
borga reikninginn hans sé sú, að
þú ruglir í honum huga þinum
saman við hann pabba þinn. Það
gæti orðið gaman fyrir þig. En
við skulum heldur tala um það
seinna. í bili er meir áríðandi að
vita; hvort bankar opna klukk-
an tíu eða fyrr.
— Enginn banki, sem ég þekki
opnar fyrr en tíu, sagði Georg.
En það var þetta með zeppelín-
ana, Tobbi. Ég var ekkert hrædd
ur við þá . . en ég var hræddur
við djöfulinn. En þegar einhver
spurði, hversvegna ég væri að
öskra, þá fannst mér svo bjána-
legt að segja, að ég væri hrædd-
ur við gamla manninn, svo að
ég sagðist alltaf vera hræddur
við zeppelínana. Jæja, í kvöld
þegar . . .
— Fyrirgefðu, Georg, sagði
Toby. Ég hefði átt að þekkja
þessar djúpviturlegu athuganir
þínar og ekki gera gys að þeim.
Þú átt við, að það voru alls ekki
neinir lögregluþjónar, sem
krakkinn var hræddur við.
aflíltvarpiö
Föstudagur 27. september.
8:00 Morgunútvarp.
12:00 Hádegisútvarp.
13:15 Lesin dagskrá næstu viku.
13:25 „Við vinnuna": Tónleikar.
15:00 Síðdegisútvarp.
18:30 Harmonikulög. — 18:50 Tilkynn-
ingar. — 19:20 Veðurfregnir.
19:30 Fréttir.
20:00 Efst á baugi (Björgvin Guð-
mundsson og Tómas Karlsson).
20:30 Einsöngur: Victoria de los Ang-
eles syngur lög eftir Duparc og
Debussy.
20:45 Erindi: Skapgerðarlist (Grétar
Fells rithöfundur).
21:10 Tónleikar: Partíta 1 B-dúr eftir
Bach (Laurindo Almeida leikur
á gítar, Virginia Majewski á
víólu og Vincent De Rosa á
franskt horn).
21:30 Útvarpssagan: „Herfjötur" eftir
Dagmar Edquist; XVI. (Guðjón
Guðjónsson).
22:00 Fréttir og veðurfregnir.
22:10 Kvöldsagan: „Báturinn" eftir
Walter Gibson; VI. (Jónas St.
Lúðvíksson).
22:30 Á síðkvöldi: Söngleikurinn „Oli-
ver" eftir Lionel Bart, gerður
eftir sögunni „Oliver Twist“ eft-
ir. Dickens (Ron Moody, Georgia
Brown, Paul Whitsun-Jones,
Keith Hamshere o.fl. syngja með
kór og hljómsveit. Stjórnandi:
Marcus Dods. — Kynnir: Magnús
Bjarnfreðsson).
23:45 Dagskrárlok.
Laugardagur 28. september.
8:00 Morgunútvarp.
12:00 Hádegisútvarp.
13:00 Óskalög sjúklinga (Kristín Ann»
í>órarinsdóttir).
14:30 Laugardagslögin. #
15:00 Fréttir.
16:30 Veðurfregnir.
Fjör í kringum fóninn: Úlfar
Sveinbjörnsson kynnir nýjustu
dans- og dægurlögin.
17:00 Fréttir. — Þetta vil ég heyraj
Teresia Guðmundsson fyrrver-
andi veðurstofustjóri velur sér
hijómplötur.
18:00 Söngvar í léttum tón.
18:30 Tómstundaþáttur barna og ung-
linga (Jón Pálsson).
18:55 Tilkynningar. 19:20 Veðurfregnir.
19:30 Fréttir.
20:00 „Haust í New York": Percy
Faith og hljómsveit hans leika
bandarísk lög af léttara tagi.
20:25 Leikrit: „Donadieu" eftir Fritai
Hochwalder, í þýðingu þorsteins
Ö. Stephensen (Áður útv. i
marz 1959). — Leikstjóri: Láruj
Pálsson. Leikendur: Þorsteinn
Ö. Stephensen, Helga Vaítýs*
dóttir, Jón Aðils, Haraldur
Björnsson, Lárus Pálsson, Ind«
riði Waage, Róbert Arnfinnsson,
Arndís Björnsdóttir og Gestur
Pálsson.
22:00 Fréttir og veðunfregni*.
22:10 Danslög.
24:00 Dagskrárlok.
KALLI KUREKI
Teiknari; FRED HARMAN
— Hvers vegna er allt þetta múð-
ur? Sá gamli í felum einhvers staðar
í runnum. Ég berjandi að dyrum.
— Þegar Miggs fór, opnaði ég fyr-
ir þér. Ég lét þann gar^a fá +öskuna
með peningunum.
Þú heldur þó ekki að Miggs
hjálpi ræningjunum?
— Nei, en einhver fréttir alltaf
af því, þegar Miggs borgar bændun-
um. Einhver hlýtur að bafa auga
með skrifstofunni hans.
En ég þekki í rauninni engan,
sem orðið hefur fyrir '-""ás. Kannske
er betts> bara slúður.