Morgunblaðið - 27.09.1963, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.09.1963, Blaðsíða 22
1. deildar krýnt í Njarðvík! ÚRSLITALEIKUR 2. deildar, hin örlagaríka barátta sem ræð- ur því hvaða lið kemst í 1. deild ísl. knattspyrnu næsta sumar, verður n.k. laugardag kl. 5 síð- degis. Þar mætast Breiðablik í Kópavogi og Þróttur, en þau báru sigur úr býtum í riðlum 2. deildarliðanna. ★ ÞAR OG HÉR í öllum löndum Evrópu er það með stærstu leikjum hvers árs þegar barátta um sæti í 1. deild er háð. Allt er fínt og fágað í kringum þá og spenningurinn oftast gífurlegur. En hér gerizt það að ekki er hægt að hafa leikinn í höfuðborg inni. Þess í stað er það lítið bæj arfélag suður með sjó sem legg- ur til grasvöllinn, leikvanginn í Ytri-Njarðvíkum. Þar er að von um slæm aðstaða fyrir áhorf- endur og leikmenn, en ekki' völ á öðru betra. ★ BÚIÐ AÐ LOKA — Það er búið að loka Laugardalsvellinum og við fáum þvert nei við að hafa Houstmót í knottspyrnu HAFNARFIRÐI — Haustmót í knattspyrnu milli FH og Hauka hefst á íþróttavellinum á morg- un kl. 4. Þá keppa 2. og 4. flokk- ur og kl. 2 á sunnudag meistara- flokkur, 3. og 5. flokkur. Félögin tóku að keppa aftur saman í fyrra eftir nokkurra ára hlé, en höfðu leikið um nokkurra ára skeið sameiginlega. Ensko knnttspyrnnn Markhæstu leikmennirnir í Englandi eru dú pessir: 1. deild: mörk: GREAVES (Tottenham) 11 BAKER (Arsenal) 8 LAW (Manchester U.) 8 McEVOY (Blackbum) 7 HUNT (Liverpool) 6 PACE (Sheííield U.) 6 2. deild: DAWSON (Preston) 13 GIBSON (Middlesbrough) 9 KIRBY (Southampton) 7 O’BRIEN (Southampton) 7 CALDER (BURY) 6 WHITE (Huddersfield) 6 3. deild: LISTER (Oidham) 9 LEIGHTON (Bdfnsley) 8 ATYEO (Bristol City) 7 DOUGAN (Peterborough) 7 HUDSON (Coventry) 7 LIVESEY (Watford) 7 4. deild: McILMOYLE (Carlisle) 9 DYSON (Tranmere) 8 SMITH (Darlington) 7 SPENCE (Southport) 7 TOWERS (Aldershot) 7 leikinn þar, sögðu stjórnar- menn í KSÍ. Annar grasvöll- ur er ekki í Reykjavík. Mela völlurinn mun ásetinn og erf- itt að finna hentugan tíma fyrir leikinn, auk þess sem malarvellir ættu að heyra til liðinni tíð, þó svo sé ekki í Reykjavík. ★ Sem sagt þeir vilja sjá 22 kandidata í 1. deild berjast um hnossið verða að finna ráð og leiðir til að komast 40 km leið fram og til baka. Er þetta fyrsta flokks aðstaða fyrir knattspyrnu íþróttina? í ........... Puskas hélt uppi heiðri Real en Everton er úr keppninni Arsenal burstaði urvalslið tfafnar með 7—1 TVEIR leikir Evrópubikar- keppninnar sem sérstaka athygli vöktu fóru fram í fyrrakvöld, ann ar í Milano og hinn í Glasgow. Á báðum stöðum voru þéttsetn- ir vellir af áhugasömum knatt- spyrnuunnendum og það svo í Glasgow að ÖII met voru slegin. Á f Glasgow í Glasgow mættust lið Real Madrid og Glasgow Rangers. Leikurinn var mjög jafn og skemmtilegur og voru Rangers- menn meira í sókn. í hálfleik stóð 0-0. í síðari hálfleik var sama sag- án, Rangersmenn sóttu meir, en fengu ekki skorað. Real Madrid tókst hins vegar að tryggja sér sigurinn með marki er Puskas skoraði. ★ í Milano í Milano mættust Milan og enska liðið Everton í síðari leik sínum í keppninni. Fyrri leik- urinn fyrir viku á velli Ever- ton lauk með 0-0. Og nú tókst Milan mönnum að skora einu sinni. Það nægði, þeir halda á- fram í keppninni um bikarinn en Everton er úr sögunni. ic Aðrir Evrópubikarsleikir Ýmsir aðrir leikir fóru fram í keppninni um Evrópubikarinn. Hollenzku meistararnir Eind- hoven kepptu við Danmerkur- meistarana Esbjerg. Hollending- arnir sóttu Dani heim til Esbjerg en unnu samt með 4-3 eftir að staðan í hálfleik var 2-1 Dönum í vil. Finnska liðið Haka, sem hér var í sumar mætti Luxemborg- arliðinu Jeunesse dcescx. Leik- urinn fór fram í Helsingfors og unnu Haka-menn með 4-1 (2-1 í hálfleik). Þetta var líka leikur í Evrópubikarskeppninni.. Þá mættust spánska liðið Bene fica og meistaralið N-Irlands. Leikurinn var í írlandi og lauk með jafntefli 3-3. ic Danir burstaðir rækilega Fyrir utan Evrópubikars- keppnina er önnur keppni Evrópuliða í gangi svokölluð „borgarkeppni“. í þeirri keppni mættust Arsenal (sem keppir f. Lundúni) og úrvals- lið Kaupmannahafnar í fyrra kvöld. Leikurinn var í Dan- mörku. Arsenal vann með 7- 1, stóð 5-0 í hálfleik. Úr leik Vestmannaeyinga og Vals. Björgvin markvörður var oft síðastur Valsihanna til varnar. Svo var hér og átti hann því ekki minnsta þátt í sigri Vals 2-0. Ljósm. Bjarnl. Bjarnl. IMýtt Evrópumet SEXTÁN ára gamall rússnesk ur sundmaður Viktor Masanov setti á sunnudag nýtt Evrópu- met í 100 m baksundi á móti sem fram fór í Múnchen. Tími hans var 1.01.5 mín. Gamla Evrópumetið átti C. Rora ítalíu 1.01.9. Þorsteinn Hallgrimsson skrifar frá París: Isl. liðið á flestum svið- um betra liði Englands SÍÐASTI leikur fslands í keppninni var gegn Englandi og var þetta jafnframt leikur um 3-—4 sæti í mótinu. ísland vann verðskuldaðan sigur með 63 stígum gegn 53 og náði þar með 3 sæti í mótinu. Meg- um við vera mjög ánægðir með þann árangur, sem er miklu betri, en búist var. við. Leikurinn var mjög skemmtilegur vel leikinn og spennandi einkum þó síðari hálfleikurinn. íslendingarnir byrjuðu mjög vel og náðu fljótt nokkurra stiga forustu. Um miðjan hálfleik voru þeir 6 stigum vfir Í7—11, en þá tóku Englendingar sig mjög á, og skoruðu nokkrar körfur í röð og komust yfix 18—17. Bættu þeir enn við forskotið og unnu hálfleikinn með 29 stigum gegn 22. Á þessu tíma- bili léku Englendingar mjög vel bæði í sókn og vörn. Eink- um var miðherji þeirra 1,95 m. á hæð, hættulegur, en hann skoraði langflest stig af þeirra hálfu. í seinni hálfleik héldu Eng- lendingar - áfram með sama hætti og hættu enn við for- skotið og komust 11 stig yfir 35—24. Var manni þá hætt að lítast á blikuna og orðinn von lítill sigur. En íslenzka liðið tók sig mjög á og næstu mín- útum skoruðu þeir hverja körfuna á fætur annarri marg ar mjög fallegar. Tókst þeim að ná yfirhöndinni 38—37 og það sem eftir var hálfleiksins stækkaði bilið smám saman og leiknum lauk með sigri ís- lands 63 stig gegn 53. Óhætt er að fullyrða að þetta hafi verið bezti leikur íslands í keppninni. Þeir höfðu á flestum sviðum yfir- burði yfir Englendinga, sér- staklega hvað hraða og leik- aðferðir snertir. Það sem ég var ánægðastur með í leikn um var það hvað íslending- unum tókst nú fyrst að út- færa þær leikaðferðir er þeir höfðu æft fyrir keppnina. Gáfu þær góða raun einkum í síðari hálfleik. Þá náði liðið oft góðum leiftursóknum og oft komust þeir mjög laglega í gegnum ensku vörnina, eink um Gunnar og Anton. Hitinn í skotunum og vítum var einnig miklu betri en í fyrri leikjum liðsins. Beztu menn í liðinu voru Anton og Gunn- ar en Tómas og Kristinn áttu einnig góðan leik. Stighæstir voru Anton með 17 stig Gunn- ar með 13 Kristinn með 14 og Agnar með 8 stig. í síðasta leik mótsins, sem jafnframt var úrslitaleikur mótsins áttust við Frakkar og Svíar. Frakkar sigruðu auð- veldlega með 68 stigum gegn 34. Áttu Frakkar mjög glæsi- legan leik og sýndu svo ekki varð um villzt að þeir voru í sérflokki í keppninni. Að- eins eitt lið heldur áfram úr þessum riðli. Það verða Frakk ar og munu þeir taka þátt í úrslitakeppninni sem háð verður á Ítalíu í apríl næst- komandi. Verður fróðlegt að fylgjast með árangri þeirra þar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.