Morgunblaðið - 27.09.1963, Side 23

Morgunblaðið - 27.09.1963, Side 23
1 Fostu&agur 27. sept. 1963 MORCUNBLAÐIÐ 23 mmr ............ - 1 " 1 ul- """ Kellavíkurveguirinra opiaaður smám saman NÝI steypti Keflavíkurvegurinn er að smákoma í not, en veðrið tefur nokkuð, þar sem verið er að fylla upp í raufarnar með mal- biki og erfitt að athafna sig við það í þessari bleytu. Nýlega var opnaður 2 km kafli af veginum frá Hvaleyrarholti og suður í Kapelluhraun og um helgina verður opnaður til um- Aflaskipið Sigurður Sigurður með 275 lestir af Nýfundnalandsmiðum Aflahæstur að verðmæti a magni sl. ári og TOGARXNN Sigurður mun nú vera aflahæsti íslenzki togar- inn, hvort heldur er miðað við magn eða verðmaeti aflans. Hann kom núna inn í vikunni með 275 lestir af fiski, sem p|| hann fékk á Nýfundnalands- miðum, þar sem hann hafði ; verið einn íslenzkra togara að veiðum, en á heimamiðum hef * ur aflinn verið mjög lélegur. |||i Var þá liðið nákvæmle.ga eitt ár frá því núverandi skip- stjöri, Auðunn Auðunsson, tók við skipinu (22. sept.). Á þessu eina ári hefur skip- ið aflað 4260 lestir af fiski. Auk þess voru keyptar 250 lestir af síld, sem skipið sigldi með og seldi ásamt eig- in afla á erlendum markaði. Af þessu aflamagni var 2800 lestum landað hér heima Auðunn Auðunsson, að yerðmæti upp ur sjo 8,3 skipstjóri á Sigurði. millj. krona. 1460 lestir af fiski og 250 lestir af síld voru fyrir 10,8 millj. króna að frá seldar á erlendum markaði dregnum tollum og löndunar- kostnaði erlendis, samtals 19,1 millj. króna. Þegar sá afli,. sem togarinn landaði hér heima, hefur ver- ið flakaður og fullunninn, en hann tvöfaldaðist við það að verðmæti, nemur heildar gjald eyrisverðmæti þess afla, sem fengizt hefur á Sigurð þetta eina ár samtals 27,4 millj. kr. Almennt mjög léleg aflabrögð Aflabrögð togaranna al- mennt eru samt mjög lítil, þó komi ein og ein sæmileg ferð. Er afli Sigurðar eina veru- lega aflamagnið sem landað hefur verið í Reykjavík lengi, að því er Hallgrímur í Togara afgreiðslunni tjáði blaðinu. Jón forseti landaði í gær 100 lestum af heimamiðum og hafa aðrir yfirleitt haft svipað magn eftir túrinn að undan- förnu. Skipin sem siglt hafa, hafa einnig farið með lítinn afla. T. d. seldu 8 togarar erlendis í vikunni frá mánudegi til fimmtudags, og höfðu frá 65,5 lestum upp í 150 lestir hver. • Rusk og Home ræðast við New York, 26. sept. (NTB). UTANRÍKISRÁÐHERRAR Breta og Bandaríkjanna, Home og Dean Rusk, ræddu ástandið í alþjóðamálum, er þeir komu saman til fundar í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. Haft var eftir áreiðanlegum heimildum, að ráðherrarnir hefðu rætt væntanlega aðild Breta að sameiginlegum kjarnorkuflota Atlantshafs- bandalagsins og ágreinings- efni Austurs og Vesturs. • Kosningar í Grikklandi Aþenu, 26. sept. (NTB). í DAG gaf Páll Grikkjakon-. ungur út tilskipun um, að þing landsins skyldi rofið og efnt til kosninga 3. nóv. n.k. í gær baðst Pipinelis for- sætisráðherra lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, en talið er að stjórn hans muni sitja þar til kosningarnar hafa farið fram. — Níðbréf Framh. af bls. 1 Sænski sérfræðingurinn, sem ákærandinn kallaði fyrir i dag, reyndi að mótmæla kenningu Norðmannsins, en er yfirheyrzlum lauk í dag, var ákveðið að láta fara fram nánari rannsókn á ritvélum þeim, y a til greina geta komið. — Gangnamenn Framh. af bls. 24 ur að Fossum í Svartárdal kl. 10.30 um kvöldið. Mjög mikill snjór var á allri heiðinni. Á framleiðinni hafði skafið í þykka skafla, en á norðurheiðinni var snjór jafnari og færi verra. Allir gangnamenn voru vel út hún- ir og leið vel, þrátt fyrir ill- viðrið. í framhluta Svartárdals er mjög mikill snjór, en minni norð ar. Er alveg óráðið hvað gert verður eða hvenær farið í göng- urnar. Mikill snjór í A-Hún. Veður í Austur-Húnavatns- sýslu fór í gær batnandi en var þó hvergi nærri gott. Mikill snjór er um allt héraðið og sam- göngutruflanir miklar. Ganga mjólkurflutningar þar erfiðlega. Sláturflutningar til Blönduóss stóðu yfir langt fram eftir nóttu. En þó tókst ekki að ná fullri fjártölu í gær. Af þeim sökum varð að hætta slátrun fyrr en venjulega. Hins vegar var búizt við að slátrun hefjist aftur kl. 8 í gærkvöldi, en þá var von á fé úr Vatnsdal. Óttast er að fé hafi fennt víða og margir hafa þegar fundið fé í fönn. Hins vegar hafa ekki verið tök á að fylgjast vel með fénu. Og víða hefur það lít- inn haga og stendur sums stað- ar í svelti. — Bj. B. Frá Vestfjörðum bárust þær fréttir í gær til viðbótar fyrri fjárskaðafréttum, að 9 kindur hefði hrakið í djúpa framræslu- skurði á Kirkjubóli í Valþjófs- dal og fundist þar dauðar. Hefur veðráttan þar um slóðir tafið mjög fjárrekstra og slátrun og víða þurft að grafa fé úr fönn undanfarna sólarhringa. ferðar 5 km. kafli til viðbótar eða suður undir Hvassahraun. Og seinasti kaflinn, sem nær suður í Kúagerði verður vænt- anlega opnaður fljótlega upp úr mánaðamótum, að því er vega- málastjóri upplýsti í gær. ' * Ohagslæður vöruskipta- jöfnuður í ágústmánuði var vöruskipta- jöfnuðurinn óhagstæður um 47,5 millj. kr. og á tíma-bilinu frá janúar til ágústloka um 596,9 millj. Var flutt út fyrir 2351,3 millj., en inn fyrir 2.948,2 millj., þar af skip og flugvélar fyrir 133.1 millj. kr; í ágústmánuði var útflutningurinn fyrir 274,7 millj. kr. en innflutningur fyrir 322.2 millj. Arið 1962 var vöruskiptajöfn- uðurinn janúar til ágúst óhag- stæður um 57,5 millj. kr. og í ágúst hagstæður um 6.1 millj. Þrjúr nýjur brýr og tvö ræsi AKRANBSI, 26. sept. — Geysi- miklar samgöngubætur eru að brúnum, sem steyptar hafa ver- ið í Dalasýslu. Kristleifur Jó- hannesson, brúarsmiður að Sturlureykjum hefur í sumar unnið með 22ja manna flokki og byggt þrjár brýr yfir ár og brúað tvö ræsi, 20 m langa brú yfir Tunguá í Dölum, 20 m brú yfir Laxá í Laxárdal, 8 m langa brú yfir Hólkotsá í Dölum. Ræs- in sem brúuð voru eru bæði í Dalasýslu. Nú eru þeir að byrja á að byggja 4 m langa brú yfir Núpó í Eyiahreppi í Snæfells- nessýslu. — Oddur. — Forsætisráð- herrafundur Framh. af bls. 1 sagði Ólafur Thors, „að ánægju legur samhugur ríkir með for- sætisráðherrunum og stjórnar- nefnd Norðurlandaráðsins, fyrst og fremst um vandamálið varð- andi endurskipulagningu starf- semi ráðsins. Aðalatriðið er stofn un fleiri fastanefnda, sem geta undirbúið og fjallað um mörg mál þannig, að fundir Norður- landaráðsins geti einbeitt sér að fáum mikilvægum málefnum. Þá verður hægt að hafa fundina styttri og vekja almennari áhuga á þeim, en nú þegar má með nokkrum rétti kalla ráðið papp- írsmyllu, eins og Kaupmanna- hafnarblað eitt gerði í dag“, sagði forsætisráðherrann og bætti við: „En það er einnig bakhlið á heið- ursmerkinu, því að óttazt er, að með hinni nýju skipan fjarlægist ríkisstjórnirnar starfsemi ráðs- ins, en þegar á heildina er litið, eru kostir styttri og virkari funda meiri en gallarnir“. Ólafur Thors bauð ráðherrun- um, að næsti fundur þeirra yrði haldinn í Reykjavík og verður hann sennilega næsta haust. — Rytgaard. Kaupmannahöfn, 26. sept. — NTB — Forsætisráðherrar Norðurlanda og stjórnarnefnd Norðurlanda- ráðs ræddu á fundi sínum í Kaupmannahöfn, tillögur um mál, sem tekin verða til með- ferðar á 12. fundi Norðurlanda ráðsins, sem hefst í Stokkhólmi í febrúar nk. Helztu málin, sem þar verða rædd, eru samvinna Norðurlandanna með tilliti til ástandsins í markaðsmálum Ev- rópu og þróunar alheimsvið- skipta og raunhæfar aðgerðir til eflingar samvinnu Norðurlanda á sviði menningarmála. Meðal annarra mála, sem rædd verða í Stokkhólmi, er tillaga dönsku stjórnarinnar um stofn- un norræns menningarsjóðs og tillaga sænsku stjórnarinnar um fastar liðssveitir Norðurlanda hjá Sameinuðu þjóðunum. Forsætisráðherrar Norðurland- anna og stjórnarnefnd Norður- landaráðs ræddu einnig tillögu stjórnarnefndarinnar um endur- skipulagningu starfsemi ráðsins og var hún samþykkt. Tillagan felur fyrst og fremst í sér, að settar verði á fót fastanefndir, sem starfi milli funda Norður- landaráðs, og nefndarálit um hin mikilvægari mál liggi fyrir, er fundir ráðsins hefjist. Forsætis- ráðherrarnir létu þó í ljós áhyggj ur yfir því, að þetta nýja skipu- lag veikti sambandið milli Norð- urlandaráðsins og ríkisstjórna Norðurlanda. Samkomulag varð um, að til- lögur, sem hingað til hefði ekki verið hægt að taka til meðferðar fyrr en þær hefðu verið lagðar fyrir Norðurlandaráðsfund mætti nú leggja fyrir fastanefndirnar. Fundurinn samþykkti, að ríkis stjórnir Norðurlandanna reyndu eftir megni, að leggja frumvörp, sem varða samnorræn málefni, fyrir þing landanna á líkum tíma. Á fundinum var enn fremur rætt um kynningu á Norðurlönd- unum erlendis og samþykkt að gefa út tvö rit á erlendum mál- um, í þeim tilgangi. Munu þau fjalla um samvínnu Norðurland anna. Nokkrir ljull- vegir enn lokuðir í GÆR voru Möðrudalsöræfin enn ófær bílum og einnig Siglu- fjarðarskarð. Fjallavegir um Austfjarðaheiðarnar voru flestir orðnir nokkuð færir. En á Vest- fjarðaleið var Þingmannaheiði fær stórum bílum, en Botnsheiði, Breiðadalsheiði, Gemlufallsheiði og Hrafnseyrarheiði lokaðar. Lágheiði, til Ólafsfjarðar, lok- aðist í fyrradag. Voru þá bílar uppi á heiðinni og báðum megin við hana. Ekki var mjög mikill snjór Ólafsfjarðarmegin, en mikið snjóaði Fljótamegin. Á heiðinni voru m. a. stórir bílar, sem ætluðu þá leiðina til Siglu- fjarðar. Heiðin var rudd, og var í gær aftur fær bílum. Hljóta lof Framh. af bls. 6 málar kuldalegt landslag eða andlit“. STUART PRESTON, gagnrýn andi „The New York Times“, segir í fyrri viku: „Fimm bandarískir samtíðarmálarar sýna hjá Knoedlers . . . þeir sanna, að bilið milli abstrakt expressionisma og hægfara realisma er ekki eins breitt og æbla mætti, og ekki svo, að krefjist baráttu . . þeir fást allir við tjáningarbæra reynslu. í stuttu máli, þá mála þeir það, sem þeir sjá. Andlits- og landslagsmynd- ir Louisu Matthiasdóttur eru svo aðgengilegar, aðferð henn ar svo hrein, að myndirnar gætu verið skornar úr litum, í stað þess að vera málaðar með þeim. Leland Bell má líkja við ofantalda þrjá (Hyde Solo- mon, Nell Blaine og Louisa) í því, að hann viðurkennir mikilvægi hversdagsins og þess venjulega, þótt túlkun til finninga hans verki frekar eins og leynilegar bendingar. Þær geta verið vægar, ein3 og í hópmyndinni, sem virðist vera gerð eftir gamalli ljós- mynd. Þó vex tilfinningaþung inn í tveimur sjálfsmyndum, sem eru frábær verk, og ná þar hámarki". — Myndlista- skólinn Framh. af bls. 3 tónlist á undanförnum árum við kennslu, og hefur gefið góða raun. Hafa komið lofsamlegar greinar og myndir um þessa kennsluaðferð Jóns í bandaríska tímaritinu School art. Forráðamönnum Myndlistaskól ans hefur verið það ljóst að ung- lingar sem komið hafa í skólann og ætlað að stunda nám í full- orðinsdeildum gefast upp eftir nokkurn tíma. Það er því ætlun- in að þeir unglingar sem fara I þessa deild geti fengið fræðslu í sem flestum greinum myndlist- arinnar við sitt hæfi og þarmeð er brúað bilið sem var á milli barnadeilda og fullorðinsdeilda. Ráðin hefur verið skólastjóri við skólann Páll J. Pálsson. Kenn arar í vetur verða Ásmundur Sveinsson, Hringur Jóhannesson, Hafsteinn Austmann Jóhannes Jóhannesson, Kjartan Guðjóns- son og Jón E. Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.