Morgunblaðið - 12.10.1963, Blaðsíða 1
24 slðeir og lesbók
Að loknum dtildafundum á Alþingi í gær, um kl. 3 síðdegis, hófst íundur í þingflokki Sjalfstæðisflokksins. Voru allir Jiingmenn flokksins mættir og var myndin af
l>eim hér að ofan tekin í Alþingishússgarðinum í fundarhléi. Á myndinni eru (Talið frá vistri): Jónas G. Rafnar, Matthias A. Mathiesen, Ingólfur Jónsson, Davíð
Ólafsson, Magnús Jónsson, séra Gunnar Gíslason, Sigurður Bjarnason, Ólafur Björnsson, frú Auður Auðuns, Guðlaugur Gíslason, Bjarni Benediktsson, Bjartmar Guð-
mundsson, Ólafur Thors, Þorvaldur Garðar, Kristjánsson, Gunnar Thoroddsen, Pétur Sigurðsson, Sigurður ó. Ólafsson, Sigurður Ágústsson, Einar Ingimundarson,
Jón Árnason, Jóitas Pétursson, Jóhann Hafstein, Sverrir Júliusson, og Matthías Bjarnason. — Ljósm. Mibl. Sv. Þ.).
MW
Um 2 þús. lík fundin
í Piave-dalnum
Blöð kommúnista segja, að hættunni hafi
v.erið boðið heim, er stíflan var byggð
Belluno, Jl. okt. (NTB-AP)
I D A G unnu um 10 þúsund
menn björgunarstörf í Piave-
dalnum á Ítalíu. Enn hafa
engar fregnir borizt um, hve
margir komust lífs af í nátt-
úruhamförunum miklu í gær,
en fundizt hafa um 2000 lik.
Hjálpartilboð hafa borizt til
ltalíu hvaðanæva úr heimin-
um og þegar hafa verið send
þangað klæði, lyf og pening-
ar. —
Blöð kommúnista á ftalíu
halda því fram í dag, að bygg-
ing Vaións-stiflunnar hafi ver
ið glæfrafyrirtæki, því að vit-
að hafi verið um hættuna, sem
stafaði af skriðuföllum úr
hliðum Toc-fjalls.
Forseti fyrirtækisins, sem
rekur stifluna fyrir hönd ríkis
ins, Vito Antonio de Cago,
sagði í dag, að vitað hefði
verið, að hætta væri á smá-
skriðum úr Toc-fjalli, en eng-
inn hefði getað séð fyrir hinar
hræðilegu náttúruhamfarir,
sem urðu i gær.
★
Þúsundir manna vinna nú
Framhald á bls. 23
Rússar hefta
hermanna til
för bandarískra
Vestur-Berlínar
Alvarlegt ástand við varðstöðina Babelsberg
Washington 11. okt. (NTB-AP)
SOVÉZKIR og austur-þýzkir her
menn stöðvuðu í gær banda-
rískar herflutningabifreiðir, sem
voru á leið frá Vestur-Þýzka-
landi til Vestur-Berlínar. Fyrst
var bifreiðalestin stöðvuð við
varðstöðina Marienbom og hald-
ið þar í 16 klukkustundir, en
síðan leyft að halda áfram til
Babelsberg skammt fyrir utan
V.-Berlín. Þegar siðast fréttist
í kvöld, hafði bifreiðunum ekki
verið leyfti að halda frá Bab-
elsberg.
Bandaríkjastjóra hefur sent
Sovétstjórninni harðorð mót-
mæli og krafizt þess, að bifreið-
unum verði sleppt.
Utanríkisráðherra Sovétríkj-
anna. Andrei Gromyko, sem
Óeirðir í Kabilýu í gær
Ait-Ahmed skipar mönnum sínum að
grípa til vopna
Ó f DAG skýrði Ait-Ahmed,
leiðtogi andsrpyrnuhreyfingar-
innar gegn stiórn Alsír- (F.F.S.),
frá því, að hann hefði gefið
fylgismönnum sinum skipun um
að grípa til vopna í baráttunni
gegn stjórninnL
• Til átaka kom á þjóð-
vegi í Kabilýu í dag, er her-
menn stjórnarinnar ætluðu að
balda innreið sína í borgina
Ouades, sem andspyrnuhreyf-
ingin hefur á valdi sínu. Fregn
ir herma, að hermenn andspyrnu
hreyfingarinnar hafi ætlað að
verja borgina, en látið undan
síga, er skriðdrekum var beint
að þeim.
Þrír hermenn úr liði stjórn-
arinnar féllu í átökunum.
• í dag átti að hefjast fund
ur um landamæradeilur Alsír
og Marokko, en stjórn Marokko
hætti við að senda fulltrúa til
fundarins.
í ræðu, sem leiðtogi F.F.S.,
Ait-Ahmed, hélt í Miehelet í
dag, skýrði hann fná þ<ví, að
hann hefði gefið stuðningsmönn
um sínum um allt landið skip-
un um að hefja skæruhernað
gegn her stjórnarinnar. Hvatti
hann menn sína og bað þá um
að æðrast ekki þó stjórnanher-
inn beitti skriðdrekum og þung
um byssum.
Ben Bella sendi í dag her til
nokkurra borga og bæja í Kab-
ilýu, sem hafa verið aðseturs-
staðir manna Ait-Ahmeds. Ekki
hafa borizt fregnir af óeirðum
nema á einum stað, en þar ætl-
uðu andspyrnumenn að verja
borgina Ouades." Skothríð varð
á þjóðvegi í námd við borgina,
Framh. á bls. 23.
staddur er i Bandaríkjunum
skýrði frá því í dag, að honum
hefðu engar fregnir borizt af
atferli 'sovézka henjianna við
Babelsberg.
Ekki hefur verið skýrt frá
ástæðunni til þess, að
herflutningabifreiðirnar voru
stöðvaðar við Marienborn. Er
til Babelsberg kom, kröfðust
sovézkir hermenn, að fá að telja
bandarisku hermennina, sem í
bifreiðunum eru. Neituðu þeir að
verða við kröfunni, því að þeir
eru ekki nema sextíu og samn-
ingur milli Bandaríkjamanna og
Rússa kveður á um, að ekki skuli
telja. hermenn, sem fara milli
V.-Þýzkalands og Berlínar nema
uppgefin tala þeirra sé hærri en
70.
Bandarísku herflutningabif-
reiðirnar, átján að tölu, voru enn
við Babelsberg, er síðast fréttist
umkringdar sovézkum skrið-
drekum. Bandarísku hermennirn
ir höfðu búið um sig í svefnpok-
um, en nokkrir voru á verði með
byssur á lofti.
í gær stöðvuðu sovézkir her-
menn fjórar aðrar bandarískar
herflutningalestir, sem voru á
leið til Vestur-Berlínar. Þremur
var aðeins haldið um háifa
klukkustund, en einni í 15
klukkustundir.
Bandaríkjastjórn mótmælti í
dag harðlega atferli sovézku her
mannanna og krafðist þess af
Sovétstjórninni, að hún leyfði
bifreiðunum að halda áffram.
Sagði Bandaríkjastjórn, að ekki
væri hægt að una við það, að
Sovétstjórnin gæfi ekki fullnægj
andi skýringu á hegðun sovézku
hérmannanna við Berlín.
Talsmaður utanríkisráðuneyt-
is Bandaríkjanne skýrði frá þvi
í dag, að Bandaríkjastjórn hefði
rætt við fulltrúa Breta og Frakka
um ástandið við Berlín. Og 1
dag ræddi Kennedy Bandaríkja-
forseti málið við Dean Rusk,
utanríkisráðhera, MacNamara,
varnarmálaráðherra og ráðu-
nauta sína á sviði utanríkis-
mála.
•
Þjóðverjar, sem áttu leið um
Babelsberg til Vestur Berlínar i
dag fengu að halda áfram ferð-
inni hindrunarlaust.
efni^
2
3
fylgir blaðinu 1 dag og er
hennar sem hér segir:
Bls.
1 í ýfirgefnum dal er alltaf ver
ið að byggja. — Eftir séra
Gísla Brynjólfsson.
Svipmynd: Sukarno. *
Martha, smásaga eftir J. K.,
Huysmans.
Vorsól, Ijóð eftir Þorbjörgu
Árnadóttur.
íslenzk ijóðagerð f Kanada
1922-1963, eftir Watson Kirk-
connell. — Fyrsta grein.
Rabb, eftir M.
Hlý kveðja til Þórarins. —
Gamall háseti ávarpar átt-
ræðan skipstjóra.
Lesbók Æskunnar: Árið 2013,
verðlaunaritgerð eftir Jón
Axel Egilsson.
Mauriee Chevalier, einn á
sviðinu — hálfáttræður, eftir
P. E. Schneider.
Tjaldað til einnar nætur,
eftir H J II.
Fjaðrafok.
Krossgáta.
Reikað um götur Pompei,1
eftir Helga S. Jónsson.
10
15
16