Morgunblaðið - 12.10.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.10.1963, Blaðsíða 3
Laugardagur 12. oítt. 1963 MORC U N B LAÐIÐ MHhÍÍ einbúinn, Sigurður Sverris- í SUMAR hefur veðurathug- unarmaður dvalið í Jökul- heimum í Tungnaárbotnum og sent þaðan veðurfreyir. Um mánaðamótin gerði Jökla- rannsóknarfélagið út leiðang- ur til að brjótast þarna inn undir vesturbrún Vatnajökuls og sækja ungan pilt, Sigurð Sverrisson, en hann hafði þetta starf á hendi síðasta mánuðinn í haust. Ekki var í upphafi ferðar vitað hvort tækist að brjótast inn eftir vegna ófærðar. Gangnamenn af Landi og úr Holtum höfðu lent þar í harðræði og töldu ófært. En Menntaskólinn er að byrja og ekki dugir að nemandi úr 6. bekk sitji á fjöllum, langt fjarri manna- byggð. Því var gert út lið með Jpn Eyþórsson, veöurfræðing og formann Jöklafélagsins, í broddi fylkingar og Guð- mundur Jónasson sjálfur feng- inn með einn af sínum góðu fjallabílum. Var fréttamaður Mbl. með í ferðinni. En snjó hafði þá svo tekið upp, að bíllinn rann nær viöstöðu- laust í Jökulheima og hafði Þegar flogiá var yfir Jökulheima efiir óveðrið um daginn, stóð veifaði. einbúinn“ í dyrunum Veðurathugunarmaiur scttur í Jökulheima Undi vel einn inn undir Vatnajökli son, dregið fána á stöng til að fagna komumönnum. \ Veðurathuganir hófust 10. júní í sumar. Nokkrir erfið- leikar urðu, þar eð Helgi Björnsson, stúdent, sem var frá 'júnílokum og fram í miðjan ágúst, gat af náms- ástæðum ekki verið eins lengi og upphaflega var gert ráð fyrir. En málinu var bjargað með því að Jónas Jakobsson, veðurfræðingur og Geir Ól- •fsson loftskeytamaður dvöldu innfrá fyrstu 10 dagana, þá tók Jón Eyþórsson við í viku, og eftir að Helgi hætti, var Pétur Sumarliðason, kennari 1 % mánuð og loks, eftir að fór að dimma og hríða, var Sigurður Sverrisson þar einn. Hann lætur vel af dvöl- inni, eins og reyndar allir hinir líka, segir að þrátt fyrir hríðarveðrið hafi sér lið- ið vel í skálanum. Ekki virðist skortur á mönnum, sem vilja Jón Eyrþórsson, veðurfræðingur og Sigurður SverrLsson, loka mælahúsinu fyrir veturinn eftir fyrstu veðurathuganir sum- arlangt i Jökuiheimum. taka að sér að vera einir á fjöllum, því er starfið síðasta mánuðinn var auglýst laust, sótti fjöldi manns um það. Sigiirður hefur í sumar starfað hjá Vatnámælingum Raforkumálaskrifstofunnar og því verið talsvert á fjöllum og hreþpti hnossið. Þetta er líka sérlega hentugur staður fyrir hann, því hann er að læra að leika á horn hjá Birni R. Einarssyni og gat æft sig þindarlaust, ekki n o k k u r byggð nær en 5—6 klst. akst- ur«. frá. Ekki v'rðist slíkt þó trufla ferðamenn, því 60—70 manns komu og settust upp hjá Sigurði um nætursakir í eina eða fleiri nætur, enda þótt þetta sé ekki sæluhús fyrir almenning. Hann segir að sér hafi komið til hugar að spila á hornið, einkum í eyru erlendra bakpokamanna, en aldrei látið verða af. Sigurður aftók að hann hefði nokkurn tíma orðið myrkfælinn eða hlustað eftir hverju hljóði. Það erú hér engin hljóð til að hlusta eftir, segir hann. Og þegar blaða- manni leikur hugur á að vita hvort rétt sé að maður, sem er aleinn og útilokaður frá mannlegu samneyti, verði svo eirðarlaus að hann geti ekki tekið sér fyrir hendur að nema eða vinna önnur reglu- leg hugstörf, svarar hann því til að hann hafi nú ekki af neinum dugnaði til slíks að státa. En kunnugur sagði að fyrirrennari hans, Helgi, hafi ætlað að lésa en þótzt sann- reyna að þetta er rétt. Það er heldur ekki njikill friður, 6 sinnum á dag frá kl. 9 til 12 á miðnætti eða á nærri þriggja tíma fresti þarf að senda veðurskeyti. Veðurat- hugunarmaðurinn hefur tal- stöð, en í því er auðvitað mikið öryggi, ef eitthvað verður að honum. Fyrsta regluleg veður- athugunarstöð á hálendinu í sumar er fyrsta tilraun til að koma á reglulegri 'veður- athugun á hálendinu. Við spyrjum Jón Eyþórsson um tildrög þess að veðurathugun- armaður var staðsettur í Jök- ulheimum í sumar. — Við leggjum mikla á- herzlu á veðurathugun á Mið- hálendinu, segir hann. Eins og er vitum við ekkert um veður á heiðunum Norðanlands og Sunnanlands, sem eru allar í um 600 m hæð. Sumar þeirra eru allgrónar, eins og Auð- kúluheiði, Víðidalstunguheiði, Tvídægra og eyðimerkur, eins og Sprengisandur og öræfin inn að vestanverðum Vatna- jökli. Á þessu hálendi eru menn að taka sér ýmislegt fyrir hendur umfram það að snöp séu þar fyrir kindur. T. d. hafa verið skipulagðar gróðurrannsóknir og jarðvegs- rannsóknir, talað er um of- beit og rannsakað er beitar- þol, dr. Sturla Friðriksson sér um nokkuð víðtækar ræktun- artilraunir á hálendinu, en slíkir reitir eru á Jökulheim- um og hafa sþrottið allvel, þrátt fyrir mjög lélegan jaríð- veg. Flest fallvötn, sem til greina koma fyrir virkjanir hafa uþptök sín á hálendinu, og umfangsmiklar vatnsrennsl ismælingar eru framkvæmdar, Jafnvel talað um orkuver í Þóristungum eða við Tungnaá og Þjórsá. Það er sem sagt margt sem útheimtir veðurat- hugun á hálendinu. Stjórn Raunvísindasjóðs hefur viðurkennt þetta sjónar- mið og veitt Jöklarannsóknar- félaginu um 30 þús. kr. styrk til að koma þeim af stað, án þess að það geti þó verið í’ þess verkahring til frambúð- ar. Og Jöklarannsóknarfélagið hefur ekki fé til þess að halda þeim uppi. Væri æskilegt að Veðurstofan fengi fé til að taka þetta að sér, en hún lán- aði í sumar tæki til athugan- anna. Jöklarannsókn^rfélagið hefur lagt talsvert af mörkum í sumar umfram styrkihn, enda dýrt flytja menn og vistir svo langt, en mikið hef- ur fengizt í sjálfboðavinnu, eins og flest það sem félagið gerir. — Stendur til að halda á- fram veðurathugunum að vetr inum? — Svissneskur jarðfræðing- ur hefur nú boðizt til að vera þar í vetur einn. En við telj- um ekki húsin þessleg að það sé hægt og kostnaðui yrði líka of mikill. En *við vonum að einhvern tíma getum við komið upp rannsóknarstöð fyrir Vatnajökul í Jökulheim- um. Jón segir, að nú sé verið að vinna úr veðurathugunum í sumar í Jökulheimum. Þar varð oft býsna hlýtt, senni- lega oftar 15 stiga hiti þar en í Rvík í júlí. Þetta er í 660 m hæð í sjávarmáli. Þar hefur heitast mælzt á sjálfritandi mæla a. m. k. 20 stig og kald- ast 27 stlg að vetri til. Að lokum sagði Jón, að ef haldið yrði áfram að hafa veðurathuganamann þarna. — mætti fá honum fleiri verk- efni. Og ef tveir yrðu í Jökulheimum, þá gætu þeir stundað rannsóknir á Vatna- iökli jafnframt. Annars hef- ur Jón haft á orði að hon- um líki svo vel í Jökul- heimum, að þar ætli hann að ganga aftur þegar þar að kem- ur. Það verða þá líklega ekki vandræði með veðurathuganir á þessum slóðum. Skiljanlegur fögnuður í gær birtist íagnaðarrík ókeypis auglýsing í málgagnl Sovétríkjanna á íslandi, „Þjóð- viljanum“. Að þessu sinni var ekki verið að auglýsa sovézk sjónvarpstæki, heldur vikublað eitt hér í borg, sem er nú að birta eins konar ’dagbókarbrot ungs manns, er fór til náms í Moskvu, þegar hann hann gat ekki lært meira á íslandi. Gef- ur kommúnistablaðið í skyn, að ólíkt meira sé að marka það, sem í dagbókarslitrunum standi, en annað, sem hér hefur birzt um Sovétríkin. Það, sem hingað til hefur sézt af slitrum þessum, er óumræð- anlega langt og hlutlaust rabb um líf í stórborg, og gæti þess vegna alveg eins verið skrifað frá Buenos Aires eða Melbourne. Engin tilraun er gerð til þess að skilgreina ástandið, enda seg- ir dagbókarhöfundur: „ . . skrif- aði ég lítið hjá mér um „ástand- ið í Sovétt“ “. Síar segir: „Hvern ig er ástandið þar? Þá hrekk ég upp við þá staðreynd, að ég veit ekki einu sinni hvað kiló- ið af magaríninu kostar, sem þó mun vera ákaflega mikilvægt. Moskva? Já, Moskva. Hvað skal segja um hana?“ Staðreyndin er sú, að „Þjóð- viljinn" er barnslega glaður og hrifinn yfir því, að íslenzkt viku rit skyldi birta minningarglefs- ur frá annarri páfaborg komm- únismans, sjálfri Moskvu, en ekki einhverri annarri borg. Ekki dregur það úr ánægjunni, að í slitrum þessum er vanð- lega forðazt að minnast á „við kvæma hluti“. ' , Jæja ! „fslenzkur verkamaður þarf að vinna fleiri klukkustundir dag hvern, til að hafa í sig og á, en lífstíðarföngum Ráðstjórn- arríkjanna var ætlað í Síberíu á dögum Stalíns". („Dagur“, málgagn Framsókn- armanna á Akureyri, 9. okt. 1963). Skálholt bíður biskups síns f nýútkomnu Kirkjuriti skrif- ar séra Gunnar Árnason pistil undir ofangreindri fyrirsögn. Þar segir m.a.: „Vígsla Skálhoitskirkju var mikill viðburður. Afhending stað arins í hendur kirkjunni merki- legt spor. Enginn getnr neitað því að hið fornfræga höfuðsetur hefur að nokkru risið úr rústum. For- | göngumenn þess allir eiga mikið hrós skilið. Hefur þeim orðið furðu mikið ágengt, enda kom- ið í ljós að þjóðin öll stendur að baki þeim, skilur skuld sina við fortíðina og vill endurvekja það líf, sem legið hefur undir felhellu um langa hríð. En nú má ekki gera hlé á að blása að glæðunum. Nýir skólar og aðrar ámóta framkvæmdir geta lyft þessum stöðum til nokkurrar virðingar ef vel tekst til. En ekki endur- reist þá, eins og sannast hefur á Hólum. Til þess er engin leið önnur en gera þá að biskups- setrum. Andlegir leiðtogar vekja j allt nýtt líf og hefja hvern stað í vitund almennings. Þjóðin er þegar nógu stór og efnuð til að hafa þrjá biskupa. Vígslubiskuparnir hvera þá að sjálfsögðu úr sögunni og pró- föstum má fækka um helming eða meira. Biskupsklæðin eru þegar snið- in og saumuð í Skálholti ea ganga fljótlega úr sér og verða til hörmungar, ef þau eru ekkl notuð. Svo má ekki fara hér. Skálholtsdómkirkja má ekki j bíða brúðguma síns lengi úr þessu. Og staðurinn krefst þegar húsbónda síns.“ SIAkSTEINAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.