Morgunblaðið - 20.10.1963, Síða 2

Morgunblaðið - 20.10.1963, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 20. okt. 1963 Ólafur Bjamason dósent og yfirlæknir varði í gær dokt- orsritgerð sína um legkrabba mein. Athöfnin fór fram í hátíðasal Háskólans og hófst kl. 2. Próf. Davíð Davíðsson, forseti læknadeildar, stýrði athöfninni og andmælendur voru dr. med. próf Júlíus Sigurjónsson og Pétur H.J. Jakobsson, dósent. Var mik- ill fjöldi lækna og annarra áheyrenda viðstaddur vörn- ina. Doktorsefnið lýsti í upphafi tildrögum og efni ritgerðar- sinnar um krabbamein í legi, g&j íir hátiðasalinn meðan á doktorsvöminni stóð. stóff. Fremst til hægri sitja andmælendur: sem hann hafði lagt fram til doktorsvarnar. í fyrsta kaflat*r> me^- próf. Júlíus Sigurjónsson og Pétur H.J. Jakobsson, dósent. Andmælendur. Að ræðu doktorsefnis lok- inni gaf stjórnandi fyrri and- mælanda, dr. med. próf. Júlí- usi Sigurjónssyni orðið. Fjall- aði hann einkum uim tölur og skýrslur, sem birtar eru í rit- gerðinni. Síðari andmælandi Pétur H. J. Jakobsson dósent fjailaði einkum um sjúkdóm- inn og flokkun hans í ritgerð inni. Gerðu þeir athugasemd- ir, en luku lofsorði á doktors- ritgerðma, sem þeir töldu merka, ekki sízt þar sem ekki hefur áður verið hér á landi gert tilraun til að flokka þennan sjúkdóm og hvernig hann hagar sér. Hinn nýi doktor Hinn nýi doktor, Ólafur Bjarnason, er fæddur á Akra- nesi 2. marz 1914, sonur Bjarna skipstjóra og útgerðar- manns Ólafssonar, og konu hans, Elínar Ásmundsdóttur. Nýr doktor í Háskólanum í gær -r > ~ Olafur Bjarnason varði ritgerð um legkrabbamein er gefið stutt yfirlit yfir breyt ingar á fólksfjöldanum á ís- landi á því athugunartíma- bili, sem ritgerðin fjallar um. í öðrum kafla er rakið hvern ig efmviðar til þessara athug- ana var safnað og á hvaða frumgögnum þær byggjast, þ.e.a.s. sjúkraskrám sjúkra- húsa, vefjagreiningum og krufningsskýrslum Rann- sóknarstofu Háskólans og dán arvottorðum geymdum í Hag stofu íslands. 1 þriðja kafla er fjallað um þá, sem látizt hafa úr leg- krabba á íslandi á athugunar- tímabilinu. >ar kemur frsnn, að legkrabbamein sem dánar orsök fannst ekki skráð á dánarvottorði fyrr en eftir 1915 og nær því dánarvott- orðaathugunin aðeins yfir tímabilið 1916-1955. Við at- hugun á þessum tölum kvað doktorsefnið koma í ljós veru lega aukningu þeirra sem lát- izt hafa úr legkrabbameini á tímabilinu og segir að aukn ingin sé einnig greinileg þótt tillit sé tekið til fólksfjölg- unar. Sé dánartíðni úr leg- krabbameini á íslandi borin saman við dánartíðni úr þeim sjúkdómi í öðrum löndum sjá ist að dánartíðnin sé svipuð á íslandi og hinum Norður- löndum, nema í Danmörku, sem hefur greinilega hæsta dánartíðni af þessum löndum. Af öðrum löndum, sem tekin eru til samanburðar, sker ísrael sig algjörlega úr með mjög lága dánartíðni úr leg- krabbameini. f fjcrða kafla er á það bent, að dánarmeinaskráningin gefi ekki alltaf rétta mynd af tíðni illkynjaðra æxla. Eigi þetta ekki sízt við um krabbamein í legi, þar eð mikill hluti þeirra sjúklinga læknast. í þeim kafla er frá því skýrt að fyrsti sjúklingurinn var lagð ui í St. Jósefsspítalann í Landakoti þann 16. febr. 1995 og var þar um að ræða rúm- lega sextuga konu austan úr Árnessýslu, sem flutt hafði verið á kviktrjám í blindhríð vestur yfir Hellisheiði til Reykjavíkur og kvað doktors efni fróðlegt að bera saman þær aðstæður, sem þá voru til sjúkraflutninga milli lands- hluta við það sem tíðkast í dag. í þessum kafla kemur fram að á árunum 1901—1905 var talið að einn sjúklingur hefði sýkzt á landinu af leg- krabba en á árunum IS'51— 1955 voru þeir 80. Segir dokt- orsefni að þessar tölur gefi ekki rétta mynd af aukning- unni, en sé tekið tiliit til fólksfjölgunar og borin sam- an tímabilin 1906—1915 og 1946—1955 komi í ljós að um tíföld aukning á tíðni þessa sjúkdóms hafi átt sér stað á þessu tímabili. En ekki beri að treysta því að aukningin sé svo mikil. í kaflanum er einnig gerður samanburður á tíðni legkrabbameins í Reykjavík og annars staðar á landinu. Þær tölur sýna, að tíðni er mun meiri í Reykja- vík en utan höfuðborgarinn- ar og kemur það heim við reynslu annars staðar frá með al annars frá Norðurlöndum þar sem tiðni legkrabbameins er hæst í .hinum stærri borg- um, en lægst í dreifbýlinu. Einnig er gerður samanburð- ur á tiðni legkrabbameins á íslandi og hinum Norðurlönd- um og kemur í ljós að ísland er með lægsta tíðni en Dan- mörk hæsta. í fimmta kafla er fjallað umn krabbamein í leghálsi. >ar kemur m. a. fram að aldurs- skipting sjúklinganna sýnir að tíðni þessarar tegundar leg- krabbameins er hæst á aldrin- um milli fertugs og fimmtugs. í þessum kafla er einnig gerð grein fyrir því hve sjúkdóm- urinn var langt genginn þeg- ar sjúklingar komu til með- ferðar. Kemur þar fram að tveir þriðju sjúklinganna höfðu haft einkenni lengur en hálft ár áður en læknis var leitað. Til samanburðar er þess getið að í stór- um sjúklingahópi, sem Truel- sen athugaði í Danmörku höfðu aðeins tæpur þriðjung- ur haft einkenni svo lengi áð- ur en meðferð hófst. Að lok- um er svo meðferð lýst stutt- lega og gerð tilraun til að meta árangur hennar. f sjötta kafla er fjallað um krabbamein í legbol, aldurs- dreifing rakin og smásjárat- hugunum, sjúkdómseinkenn- um og meðferð lýst. í sjöunda kafla er stuttlega minnzt á átta sjúklinga, sem höfðu sam tímis krabbamein í legi og eggjakerfum og í áttunda og síðasta kafla ritgerðarinnar er farið nokkrum orðugi um þau sjúkdómstilfelli, sem ekki var unnt að skipa í ákveðinn flokk. Slíkum tilfellum hefur farið hlutfallslega mjög fækk- andi á síðari hluta athugunar- tímabilsins eða úr 37,9% á ár- unum 1916—25 niður í 13,5% á árunum 1946—55. Hann er stúdent frá MR 1935 og lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla ís- lands 1940. Hann stundaði framhaldsnám í meinafræði í Stokkhólmi 1945—47 og í Lon- don 1949—50 og hefur síðan farið námsferðir til Bandaríkj anna, Bretlands og Norður- landa. Hann var viðurkennd- ur sérfræðingur í meinafræði 1953, aukakennari við lækna- deild Háskólans frá 1953, skip aður dósent í meinafræði 1959, aðstoðarlæknir í Rannsóknar- stofu Háskólans frá 1940 og skipaður yfirlæknir þar 1963. Kona Ólafs er Margrét Jó- hannesdóttir, og eiga þau þrjár dætur. Ólafur Bjarnason ver doktorsritgerff sina. 4. starfsár IViusica IMova: Fyrstu tónteikarnir í dag ÞANN 8. nóvember n.k. verð- ur dregið um hina glæsilegu Mercedes Benz bifreið, sem vinn ingur er í skyndihappdrætti Sjálfstæðisflokksins. Verðmæti bifreiðarinnar er 320 þúsund kr. og í nóvembermánuði hreppir einhver hana fyrir aðeins 100 kr. >egar á fyrsta degi var mikil sala í miðum, en betur má ef duga skal. Með því að kaupa happdrættismiða stuðla menn að eflingu Sjálfstæðisflokksins og eignast um leið möguleika að eflingu Sjálfstæðisflokksins og eignast um leið möguleika á hin- um mikla ávinning, glæsilegri einkabifreið fyrir aðeins 100 kr. KAUPIf) MIÐA STRAX í DAG. Skyndihappdrætti Sjálfstaeðis- ftokksins ^ í dag, sunnudag, hefst fjórða starfsár Musica Nova með hljómleikum í Þjóðleik- húskjallaranum kl. 3 síðdegis. Félagið hefur jafnframt á- kveðið efnisskrá þriggja ann- arra hljómleika í vetur, en auk þeirra verða væntanlega aukahljómleikar með erlend- um géstum. Þá verður sú nýhreytni tekin upp að selja áskriftir að föstum hljómleikum og kost- ar ársmiði þannig 150 krónur. Veitir hann jafnframt rétt- indi til afsláttar af öllum aukatónleikum félagsins. Á hljómleikunum í dag verða leikin verk eftir fjóra höfunda, Divertimento eftir M. Seiber, Twee Stukken eftir P. Schat og Adagio eftir Alban Berg, en ekk- ert þessara verka hefur verið flutt hér áður. Ennfremur verður flutt tónverkið „Haustlitir“ eftir >orkel Sigurbjörnsson, en það var áður flutt á tónleikum fé- lagsins árið 1960. Með einsöngs- hlutverkið fer Sigurveig Hjalte- sted. Meðal hljóðfæraleikaranna eru að þessu sinni tveir, sem aldrei fyrr hafa leikið á tónleikum Musica Nova, þau Rut Ingólfs- dóttir, fiðluleikari, og Hafliði Hallgrímsson, cellóleikarL Eingöngu íslenzk tónverk á apríl-tónlcikunum Næstu tónleikar Musica Nova verða í nóvember. >á verða flutt verk eftir Honegger, Webern, Stravinsky og Leif Þórarinsson. Á þriðju hljómleikunum, í febrú- ar, verða leikin verk eftir Boulez, Webern og Schönberg. Ekkert þessara verka hefur fyrr hevrzt á tónleikum hérlendis. f aprfl verffa svo hljómleflcar, væntanlega einkar forvitnilegir, því að þá verða eingöngu leiknar íslenzkar tónsmíðar, samdar sér- staklega fyrir hljóðfæraleikara Musica Nova. Fyiiilestnr am notkun leiknivéln HR. MOGENS HANSEN verk- fræðingur frá Danmörku flytur fyrirlestur um notkun reiknivéla í tækni og stjórnun (Elektron- iske regnemaskiners andvendelsa indenfor teknik og administral ion) n.k. miðvikudag 23. okt kL 17,30 í L kennslustofu háskólan3, Öllum er hemiill aðgangur. (Frétt frá Háskólanum).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.