Morgunblaðið - 20.10.1963, Blaðsíða 3
Sunnudagur 20 okt. 1963
MORGUNBLAÐIÐ
3
Frú Bjarnveig og maður hennar, Snorri Sigfússon, fyrrv. námsstjóri, standa milli tveggja verka
íóns Engilberts. Til vinstri er „Gull og silfur“, sem Iistamaðurinn lauk við á þessu ári, en til
hægri er eldri mynd, „Súlur á Þingvöllum". Auðsætt er að Bjarnveig hefur valið myndir frá
mismunandi æviskeiðum listamaunanna, og gefur það gjöfinni meiri safnsvip.
Frú Bjarnveig
kveöur góöa vini
gefur Arnesingum málverkasafn sitl
— Mér hafa aildrei fundizt
myndirnar jafnfaliegar og nú
þar sem þær hanga í Boga-
salnum, sagði Bjarnveig bvort
sem ástæðan er sú, að hér er
húsrýmið gott og Hjörleifur
Sigurðsson, lisbmálari, hefur
komið þeim fyrir á einstak-
lega smekklega hiátt, eða þá
að ég finn að skilnaðarstundin
er ekki langt undan. Þessar
myndir eru góðvinir minir.
Ég 'hef eignazt þær á 30 til 40
áruim.
í gær aflhenti Bjarnveig
Bjarnadóbtir Árnessýslu að
gjöf frá sér og sonum sinum
Lofti og Bjarna M. Jóhanns-
sonum 41 listaverk, sem
mynda munu heildarsafn í
nýja safnhúsinu á Selfossi.
Verður þebta fyrsta málverka-
safn utan Reykjavíkur.
Myndirnar eru eftir 17 mál-
ara, flestar eftir Ásgrím Jóns-
son, frænda Bjarnveigar, eða
17 talsins. Ber þar hæst olíu-
miálverkin „Tré í Húsafells-
skógi” og „Hví'tá og Eiríks-
jöikuill” og tvær sbórar vatns-
litamyndir, „Eiríksjökull og
Hv.'/tá” og Haust á ÞingvöU-
um”.
Eftir Gunnilaug Ó. Sohving
eru 5 oliumálverk og 1 vatns-
litamynd. Eftir Þorvald Skúla-
son eru 3 olíumálverk. Tvö
olíumáilverk eru eftir Jón
Engiiberts, annað nýfuligert,
en hitt frá fyrri árum. Hinar
myndirnar .eru eftir Eirík
Smiitlh, Finn Jónsson, Gunn-
laug Blöndal, Gunnar S.
Magnússon, Hörð Ágústsson,
Jóhann Briem, Jóhannes S.-
Kjarval, Jón Jónsson, Jón
Stefánsson, Jón Þorleifsson,
Snorra " Arinibjarnar, Sverri
Haraldsson og Veturliða Gunn
arsson.
Hér fer á eftir ávarp það,
sem frú Bjarnveig flutti við
aflhendinguna:
Herra forseti fslands, sýsiu-
maður Árnessýslu, og aðrir
virðulegir gestir.
Ég leyfi mér að bjóða yður
öll velkomin hingað í dag til
þess að litast hér um veggi
og sjá með eigin augum þessi
listaverk, sem ég hefi verið
svo djörf að bjóða Árnessýslu
til eignar.
Ég hefi alla ævi haft mikið
yndi af góðri myndlist, og
smábt og smátt á 30 — 40
árum eignast það safn mál-
verka sem bér er. Hefur það
gerzit með ýmsu móti, eins og
t.d. með þeirri venju um ára-
bil, að leggja mánaðarlega
smáupphæðir til hliðar í sér-
stakan máilverkasjóð, sem var
svo við og við notaður þegar
taekifæri bauðst. Voru þá líka
ýmsir af málurunum mér hlið
hollir þegar um kaup var að
ræða. En um málverk Ásgrims
Jónssonar, frænda mins, sem
hér eru, er það að segja, að
sum þeirra færði hann mér að
gjöf á hátíðum og tyllidögum,
og mun hafa með því viljað
votta mér þakklæti sitt fyrir
margskonar 'hjá'lp, er ég veitti
honum á efri árum hans, er
heilsa hans og þrek tók að
bila. Og þó réði kannski einna
mestiu um þebta örlæti hans,
að hann þóttist viss um þá
fyrirætlun mína, að mynda-
safn mitt yrði á sínum bíma
aLmenningselgn. Og nú mun
það fara heim á æskuslóðir
hans. Þannig má segja að
þetta máliverkasafn mitt hafi
orðið til.
Þessi listaverk hafa prýtt
heimili mitt lengur eða skem-
ur, og eru orðin mér mjög
kær og samgróin sem ein
órjúfanleg 'heild. Hefi ég leit-
ast við að veita þeim öllum
þann umibúnað, sem slífcum
dýrgripum hæfir. Þess vegna
hefi ég t.d. sent flestar vatns-
litamyndirnar og teikningarn-
ar til erlendra kunnáttumanna
til þess að fá þeiim þann um-
búnað sem beztur er og varan
legastur.
Aiflar myndirnar sem hér
eru á veggjum gef ég Árnes-
sýslu, og vonast til að hinn
nýi málverkasal'Ur á Seltfossi
og fordyri hans rúmi þar all-
ar, en á Selfossi skal safnið
staðsett.
Málverkasafn þebta er gefið
rf mér og sonum minum,
Lofti og Bjarna Markúsi
Jóhannessonum, flugmönnum,
í heiðursskyni við móður mína
Guðlaugu Hannesdóttur, en
hún er Árnesingur, fædd og
uppalin á Skipum í Stokiks-
eyrarhreppi, er listlhneigð sjálf
og á tM sliikra að telja, voru
þau Ásgrímur Jónsson systra-
börn.
Ég lít svo á, að það sé mikils
vert fyrir listmenningu þjóð-
arinnar, að listasöfn séu stað-
sebt sem víðast, og vænti ég
þess, að íbúurn hinna fögru
sveita og þorpa austanfjalls
verði það menningarauki að
eignast þetta safn málverka,
sem er hið fyrsta, staðsett
utan Reykjavíkur. Og ekki
sízt vænti ég þess, að skólar
Sr. Eiríkur Eiríksson:
Veggurinn - dyrnar
^ 19. sd. eftir trinitatis.
Guðspjallið Mt. 9, 1-—8.
GUÐSPJALL dagsins er um
lækningu lamaða mannsins: „Og
sjá, menn færðu til hans lama
mann, sem lá í rekkju; og er
Jesús sá trú þeirra, sagði hann
við lama manninn: „Vertu hug-
hraustur, barnið mitt, syndir þín-
ar eru fyrirgefnar“.“
Ein tízkan var að strika yfir
allar kraftaverkasögur Nýja-
Testamentisins.
Nú viðurkenna fleiri en áður
staðreynd þeirra. Aðeins greinir
menn á um uppsprettu þessara
máttarverka, en kristnir menn
telja hana vera almáttugan Guð.
Það er athyglisvert, hvernig
Jesús byrjar lækningu sína.
Hann segir: „Vertu hughraust-
ur------“.
Það er eins og hann telji víst,
að sjúklingurinn sé fyrst og
fremst hugveikur eða, að sú sé
rótin vanheilsu hans.
Og við ályktum að við orð
Jesú verði maðurinn hugsterkur
og afleiðing þess sé hinn líkam-
legi bati.
Við segjum: „Hraust sál í
hraustum líkama“. Meiningin er
þá oftast, að líkamsrækt leiði til
andlegrar heilbrigði.
Vafalaust er það rétt, en hinu
megum við sízt gleyma, að sálar-
hreystin viðheldur oft líkams-
kröftunum.
Maður með banvænan sjúkdóm
stjórnaði stóru fyrirtæki langa
hríð.
Stundum þurfti hann að gera
margar atrennur til þess að kom-
ast stuttan spöl milli heimilis og
skrifstofu sinnar.
Við hverja nýja tilraun komst
hann nokkrum skrefum lengra
og loks alla leið!
Hugarhreystin ein heldur líf-
inu í mörgum manni og gerir það
áhrifaríkara og til meiri bless-
unar en hugsanlegt væri ella.
Það skiptir því miklu máli, hvað
það er, sem fær hughreyst ‘okkur
í ríkustum mæli.
Það er sagt, að Jónas Hall-
grímsson hafi verið heilan dag
að þýða upphafsorð Mynsters-
hugleiðinga: „Önd mín er þreytt,
hvar má hún finna hvíld?“
í rauninni er það ekki dags-
verk, heldur hið mesta ævistarf
að þýða hugsun þessára orða,
að lífsbók hvers og eins geymi
hana óafmáanlega.
Ef til vill finnurðu ekki til
neinnar þreytu sálar þinnar, ó-
fullnægjukenndar. Þú er ungur
og hamingjusamur.
Skáldið lætur jafnvel ungan
mann segja:
héraðsins kynni nemendum
sínum verk þessara 17 lista-
manna.
En þau höfiuðskilyrði eru
sett af minni hálifu fyrir þess-
ari gjöf, að safnið verði jafn-
an ein heild, en ekki sett á
tvístring, og að það sé opið
Eramh. á bls. 19
„Min gleði hún varð eii.s og
visnað blað,
eins og veggur hlæðist um það,
sem eg unni“.
Veggurinn er fortíð hins unga
manns — synd hans. Ef til vill
hrópar hér samvizka skáldsins
sjálfs, endurminning frá gálausu
nautnalífi æskuáranna.
Veggurinn er syndin, að vera
sekur við Guð, frammi fyrir dóm
stóli hans, samvizkunnar.
Sá er sjúkdómur margs lama
mannsins, ungs sem aldins.
„Syndir þínar eru fyrirgefnar".
í þessum orðum er lækningin
fólgin. Svarið er og þar við
spurningunni mikilvægu, hvar
þreytt önd mannsins megi finna
hvíld. Að vera sáttur við Guð og
samvizku sína er hin mikla lífs-
hamingja.
Norskt skáld bregður upp
mynd af mesta dyggðahjúi:
Leiguliði nokkur deyr á árs-
tíma, sem er annasamur á óðals-
setrinu.
Hjáleigubónda þessum finnst
það skortur á húsbóndahollustu
að bregðast svona, er verst gegn-
ir, og sendir eftir óðalsbóndan-
um, að hann komi að banabeði
hans, svo að hann geti beðið hann
afsökunar á þessum forföllum.og
megi kveðja hann þannig, að þeir
séu hjartanlega sáttir.
Vinnuhjúaverðlaun kannast
menn varla lengur. við, og flest-
um mundi þykja trúmennska
sem þessi um of og varla trúleg
raunar, en hana má til sanns veg
ar færa í sambandi við Guðssam-
félag okkar, að við leitum þess af
allri sáttfýsi og þrá að öðlast vel-
þóknun Guðs í lífi og dauða.
Syndin er ófriður gegn Guði,
hauststormurinn, kaldur og hrá-
slagalegur, er fellir blöðin af
meiði lífshamingjunnar og skilur
þau eftir, visin og dauð á vegum
vetrar og myrkurs.
Leitastu við að lægja þenna
storm, bægðu frá sál þinni árstíð
skammdegisins, reyndu að láta
huga þinn horfa við sól, Guðs-
samfélagsins, að óveðrin lægi
syndugs og sundraðs hjarta, svo
að líf þitt verði undir merkjum
góðu baráttunnar til friðar og
farsældar.
Er annars um nokkra baráttu
að ræða? Fyrst Guð fyrirgefur,
til hvers þá mannlega baráttan
og viðleitnin til hins góða? Hver
fær frelsazt án eigin verðskuld-
unar og verðleika?
Áttu ekki einhvern, sem þér
þykir vænt um? Viltu bregðast
honum? Ef til vill gerirðu það.
En til þess kemur, að vegna þess
að hann er þér betri en þú finnur,
að þú átt skilið, muntu að lok-
um reynast vináttu hans verður.
Sá sem mestu miðlar öðrum
finnst, að hann sjálfur sé í mestri
þakkarskuld.
Minnstu þess umfram allt, að
baráttan er ekki þín einungis.
Fætur þínir einir bera þig ekki
yfir heiðina, þegar ófærð er þar.
Hugur þinn sér hönd kveikja
ljós í glugga handan heiðarinn-
Þrjú málverkanna, Frá vinstri: „Höfnin i Reykjavík“, eftir Jón Þorleifsson, „Esjan og Laugarnestanginn", eftir Jón Stefánsson og
„Við ströndina", eftir Jóhann Briem.
ar.
Hugur og hönd að baki því
ljósi, er þér uppörvun að herða
gönguna.
Veggur erfiðleika og syndar
fellur aðeins fyrir Ijósi máttar-
orða frelsarans: „Vertu hug-
hraustur barnið mitt, syndir þín-
ar eru fyrirgefnar”.
Og að endingu þetta: Blekktu
ekki sjálfan þig með því að
segia:
»Ég viðurkenni ekki syndina.
Veggurinn er hugarburður".
Hins skaltu gæta: Veggurinn er
óbein forsenda dyranna.
Megi okkur auðnast að knýja
dyr Guðs náðar í viðleitni og
bæn, svo að við öðlumst hlut-
deild í Guðssdýrð og mætti og
hliótum lækningu og eilífan bata.
Amen.