Morgunblaðið - 29.10.1963, Síða 10

Morgunblaðið - 29.10.1963, Síða 10
10 MOKGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 29. okt. 1963 Á SUNNUDAGINN var sögn- Iegur merkisatburður í Skál holtskirkju. Tveir guðfræði- kandidatar voru vígðir til prests, og hafði þá ekki verið vígður prestur í Skálholti í 167 ár. Þeir, sem hlutu vígslu, eru séra Hreinn Hjartarson til Ólafsvíkur í Snæfellsnes- prófastsdæmi og séra Lárus Þ. Guðmundsson til Holts í Önundarfirði. Margt gesta var í Skálholti þennan dag, hvert sæti skip- að, en gangur einnig krökk- ur af fólki, ungu og gömlu. Kirkjufundarfólk fór hópferð til Skálholts. Veður Var gott um daginn. Séra Magnús Guðmundsson, prófastur frá Ólafsvík, lýsti vígslu, en auk hans voru vígsluvöttar séra Guðmund- ur Óli Ólafsson á Torfastöð- um, séra Gunnar Jóhannes- son, prófastur í Árnesþingi, og séra Þorgrímur Sigurðs- son, prófastur á Staðarstað. Kennimenn í Skálholtskirkj u á sunnudag. Frá vinstri: Séra Þorgrímur Sigurðsson, prófast- ur á Staðastað, séra Gunnar Jóhannesson, prófastur í Árnesþingi, séra Lárus Þ. Guðmunds- son, hinn nývígði prestur til Holts í Önundarfirði, herra biskupinn yfir íslandi, Sigurbjörn Einarsson, séra Hreinn Hjartarson, hinn nývígði prestur til Ólafsvíkur, séra Magnús Guð- mundsson, past. emerit. frá Ólafsvík, og séra Guðmundur Óli Ólafsson á Torfastöðum. Fyrsta prestsvígsla í Skálholti 1167 ár (Ljósm. Matthías Frímannsson). sonar, að hann hafi verið „góður kennimaður og ágæt- ur barnafræðari, en mjög þótti hann strangur og siða- vandur . . . búmaður ágaetur". Séra Bjarni lét talsvert eftir sig í ritstörfum, svo sem spurningakver, tvö kver um garðyrkju (og fékk hann heið urspening úr gulli frá danska landbúnaðarfélaginu fyrir ann að), bænakver, Nýtilegt barna gull, og Sálarfræði þýddi hann á íslenzku. Biskup: sérstakt ánægjuefni Mbl. spurði biskup, herra Sigurbjörn Einarsson, að því í gær, hvort ætlunin væri að vígja fleiri presta í Skálholts kirkju í næstu framtíð. Biskup kvað ekkert ákveðið um það, en hins vegar hefði sér þótt mjög vænt um þetta tæki- færi. Vígsluathöfnin hefði öll verið hin ánægjulegasta. -Þá kvað hann sér það hafa verið sérstakt gleðiefni að vígja prest að Holti í Önund- arfirði, en þaðan var Brynjólf ur biskup Sveinsson. Séra Hreinn Hjartarson ásamt móóur sinni, Jóhönnu Vig- fúsdóttur (t.v.) og eiginkonu, Sigrúnu Halldórsdóttur. Að vígslu lokinni steig séra Lárus Þ. Guðmundsson í stólinn. Athöfninni lauk með altarisgöngu presta og ann- arra kirkjugesta. Biskupinn yfir íslandi, herra Sigurbjörn Einarsson, og séra Guðmund- ur Óli Ólafsson veittu altaris- • þjónustu. Dr. Páll ísólfsson lék á ; orgelið, en dómkórinn söng. | Athöfnin þótti öll virðuleg og tilkomumikil. Flestir prestar á íslandi vígðust í Skálholti Fleiri prestar hafa vígzt í Skálholti en ^ð annarri kirkjú íslenzkri. Prestsvígsl- an á sunnudag var sú fyrsta, sem þar hefur farið fram síð- an 5. júní 1796. Þá var séra Bjarni Arngrímsson vígður til Mela. Hann fær þann dóm í Æviskrá Páls Eggerts Óla- Hinir nývígðu prestar stað festa biskupi vígsluheit sitt fyrir altari Skálholtskirkju. Brúin á Drinu komin úí Bókin skapaði Ivo Andric heimsfrægð og Nóbelsverðlaun Ú T E R komin í ísl. þýðingu „Brúin á Drinu“ eftir Nóbelsverð launaskáldið Ivo Andric. Séra Sevinn Víkingur hefur islenzkað bókina og skrifar formála um Nóbelsverðlaunaskáldið. • Kynlegir atburðir „Brúin á Drinu“ er stórbrot- in þjóðlífslýsing og fjallar um sérkennilega einstaklinga 'og mik ilfengleg örlög. Hún gerist í fjallaborg, sem stendur við brú á stórfljóti. Þar gerast kynlegir atburðir, m.a. er ein söguhetjan, Fatima hin fagra, steypir sér í fljótið á brúðkaupsdegi sínum vegna þess að hún kýs heldur dauðann en ástlaust hjónaband. Þar lætur hinn saklausi'Fedun tælast af fegurð framandi konu og glatar fyrir það gæfu sinni og lífi. • Skapaði höf. heimsfrægð Ivo Andric aldist upp föður- laus í fjallaborginni Visjegrad við Drinu í Júgóslavíu, segir í formála bókarinnar. Þar hlýddi Framhald á bls. 23. STEPHAN THOMAS fSytur eriiMfi í dag í húsakynnum Háskóla íslands kl. 5,30. Sem kunnugt er af fréttum blað anna er Thomas framkvæmdastjóri V-þýzka Social Demokrataflokksins og einn af aðalré^^jöfum Bonn- stjórnarinnar í málefnum aust- an járntjak -udanna. Erindið nefnist „Germany between east and west“ og verður flutt á ensku. — Öllum heimill aðgangtir. Varðberg.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.