Morgunblaðið - 30.10.1963, Side 8

Morgunblaðið - 30.10.1963, Side 8
8 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 30. okt. 1963 Sjötugur í dag: Vagn Guðmundsson Alþingi: Nafnskírteini fyrir unglinga í undirbúningi Á FUNDI í Ncðri deild Alþingis í gær fylgdi Bjarni Benediktsson, dómsmálaráðherra, úr hlaði frum varpi um breyting á áfengislög- um. Er gert ráð fyrir ýmsum nýmælum í frumvarpinu, m.a. áð unglingum 18 ára og yngri verði óheimilt að sækja vínveitinga- staði nema í fylgd með forráða- mönnum sínum. Bjarni Benediktsson, dóms- málaráðherra, kvað frumvarpið samið á grundvelli skýrslu, sem nefnd, er skipuð var vegna at- burða í Þjórsárdal um hvíta- sunnuhelgina í sumar, hefði sam- ið. Gerði ráð- herrann síðan grein fyrir skýrslunni en hún var birt fyr ir nokkrum dög- um. Meðal atriða sem nefndin gerði tillögur um og síðan hafa verið tekin Þing- fréttir ■ stuttu mali ★ Sveinn Guðmundsson (S) vélfræðingur hefur tekið sætið á Alþingi í fjarveru Jóhanns Haf- steins bankastjóra. ★ Emil Jónsson félagsmála- ráðherra gerði £ gær grein fyr- ir frumvarpi um breyting á lög- um innlenda endurtryggingu, stríðsslysatryggingu skipsihafna o.fl. Frv. var flutt á síðasta þingi en náði þá ekki fram að ganga. Breyting á frv. fjallar um arð- greiðslu, og er lagt til í frv. að heimilað verði að arðgreiðsla megi vera 2% hærri en innláns- vextir þegar sparisjóðsvextir eru yfir 4% p.a. ★ Einar Olgeirsson (K) fylgdi í gær úr hlaði í Neðri déild frumvarpi urn áætlunarráð ríkisins. Áður en E.O. skýrði efni frumvarpsins, gerði nann út- tekt á efnahagsmálum þjóðarinn- ar eins og þau væru í dag og var mjög stóryrtur. Að lokinni ræðu Einars var frv. vísað til 2. um- ræðu en ekki til nefndar eins og venja er. Var það gert að beiðni flutningsm. Á Ingvar GíslaSon (F) o. fl flytja þingsályktunartillögu um að Alþingi skipi milliþinganefnd er kanni aðstæður unglinga í sveitum og þorpum til gagn- fræða- eða miðskólanáms og einkum hver þörf einstakra sýfclna eða landshluta er fyrir nýja éða stærri'héraðsskóla eða aðra gagnfræðaskóla. Fjárhagsnefnd Efri deild- ar hefur skilað áliti um frv. til laga um bráðabirgðabreytingu og framlengingu nokkurra laga, og mælir einróma með sam- þykkt þess. ■ár Landbúnaðamefnd Efn deildar hefur kjörið Bjartmar Guðmundssen (S) 8. landskj. þm. sem formann en landbúnað- arnefnd Neðri deildar Gunnar Gíslason (S) 2» þm. Norðurl. vestra. Þingfararkaupsnefnd hef ur valið sér formann Eggert G. Þorsteinsson (A) 12. þ.m. Rvík. Jón Þorsteinsson (A) 9. lands- kj. þm. hefur verið kjörinn for- maður allsherjarnefndar Sam- einaðs þings. upp í þessu frumvarpi, nefndi ráðherrann, að unglingum innan 18 ára aldurs verði óheimilt að sækja vínv.eitingastaði nema í fylgd með forráðamönnum sín- um. Heimilt væri að gera upp- tækt áfengi, sem unglingar hafa undir höndum. Ennfremurv væri algjörlega óheimilt að afhenda unglingum innan 21 árs áfengi og brot gegn ‘því og öðrum ákvæð- um áfengislaganna varða þung- um sektum. f frumvarpinu væri einnig gert ráð fyrir að banna leigubílstjórum að flytja ölvuð ungmenni eða leyfa þeim að neyta áfengis í leigubifreiðum. Persónuskilríki Dómsmálaráðherra kvað þó veigumestu ráðstafanirnar, sem nefndin gerir tillögu um, vera, útgáfa á persónuskilríkjum til unglinga. Sagði raðherrann, að slík útgáfa væri í undirbúningi hjá dómsmálaráðuneytinu, ásamt athugun hvort ekki væri þörf á að gefa út nafnskírteini til handa öllum landsmönnum, ekki þó sérstaklega í sambandi við áfengislöggjöfina, heldur gætu slík skírteini orðið hagkvæm í ýmsum* öðrum samböndum. Mesta vandamálið taldi ráð- herrann aldursmarkið. í fru^n- varpinu væri lögð á það áherzla, að hindra áfengisveitingar til ungmenna og þá yfirleitt miðað við 21 árs aldur. Þó væri í 3. gr. frumvarpsins, 18 ára unglingum heimilt að sækja vínveitinga- staði með forráðamönnum sín- um. Núvgrandi áfengislöggjöf væri miðuð við 21 ár og það væri mjög æskilegt að miða við að- eins eitt aldursmark. Hér væri um matsatriði að ræða, þar sem annars vegar yrði að hafa í huga, að vitanlega væri öllum innan við 21 árs aldur óhollt að drekka vín og hins vegar yrði einnig, að líta á hvað væri framkvæman- legt eins og þjóðfélagsháttum okkar væri hagað. Að lokum taldi ráðherrann ekki hafa verið fært að setja refsiákvæði gagnvart unglingum, sem hefðu áfengi undir höndum eins og Þjórsárdalsnefndin hefði lagt til. Ef einhverjum bæri að refsa, þá væri það þeim aðila er léti unglingunum í té áfengi. Þórarinn Þórarinsson (FÍ 5. þm. Reykjavíkur, kvaðst vilja vekja athygli á tveim atriðum, sem hann vonaðist eftir að tek- in yrðu til greina. Það fyrsta væri, að tekið yrði upp ákvæði um áfengisvarnasjóð, sem fellt hefði verið niður í frv. um áfeng- islög er lagt var fram árið 1953. Þessi sjóður ætti að njóta árlega framlags er næmi 3% af ágóða Áfengisverzlunar ríkisins og stuðla að bindindisstarfsemi með al æskufólks. Hitt atriðið væri að afnema þann afslátt, sem sum- ir af æðstu embættismönnum þjóðarinnar nytu góðs af. Geir Gunnarsson./(K) 10. lands' kjörinn þm. kvað frv. ekki ganga nógu langt. Lagði G. G. til að ef unglingur yrði tekinn fyrir ölvun, þá fari fram sérstök rann- sókn, til að komast að því, hver væri hinn raunverulegi söku- dólgur, þ.e.a.s. sefjandinn eða sá sem afhenti unglingnum áfengið. Sigurvin Einarsson (F) 3. þm. Vestfjarða, kvað frumvarp þetta vera til bóta svo langt sem það næði. En ekkki væri nóg að semja boð og bönn og gera þyrfti aðrar ráðstafanir til að koma í veg fyrir áfengisneyzlu unglinga. Vakti S. E. athygli á því ákvæði er heimilar unglingum .yngri en 18 ára aðgang að vínveitinga- stöðum í fylgd með forráðamönn um sínum. Taldi S. E. það ótækt að Alþingi heimilaði foreldrum að taka börn sín inn á drykkju- staði. Að lokinni umræðu var frum- varpinu vísað til 2. umræðu og allsherjarnefndar. VAGN Guðmundsson frá Furu- firði í Grunnavíkurhreppi á í dag sjötugsafmæli. Hann fæddist að Höfða í Grunnavíkurhreppi og voru-foreldrar hans hjónin Elín Jónsdóttir og Guðmundur Bene- diktsson. Faðir Vagns' drukknaði 17. marz 1900 er bátur sá, sem hann var formaður á steitti á steini í blæjalogni undir Snæ- fjallaströnd. Fórst þar öll skips- höfn hans. Var það einstakt slys og hörmulegt. Elín, móðir Vagns, giftist nokkr um árum síðar Árna Jónssyni, síð ar bónda í Furufirði. Fluttist Vagn þangað með þeim árið 1909 og átti þar síðan heima í rúm 40 ár. Hóf hann búskap á hluta úr Furufirði árið 1928 og bjó þar góðu búi fram til ársins 1950. Þá fluttist hann vestur í Búð í Hnífs- dal og hefur búið þar síðan. Meðan Vagn bjó í Furufirði reri hann á árabátum og síðar vélbátum vestur í Hnífsdal og Bolungarvík, eins og fleiri Strandamenn gerðu á þeim tím- um. Hann átti sinn eigin vélbát ,og var formaður á honum. Farn- aðist honum sjómennskan vel, enda duglegur og ráðdeildarsam- ur. — Vagn kvæntist Hjálmfríði Jóna tansdóttur árjð 1933. Ólu þau upp eina fósturdóttur, Margréti Þor- valdsdóttur, sem gift er Eysteini Péturssyni flugvirkja. Eru þau búsett í Kópavogskaupstað. Tvö börn Hjálmfriðar af fyrra hjóna- bandi hennar, Júlíana Stefáns- dóttir og Jósep Stefánsson, ólust einnig að miklu leyti upp á heim- ili hennar og Vagns og eru enn heimilisföst á heimili hans. Hjálm fríður andaðist á sl. ári. Heimili Vagns og Hjálmfríðar í Furufirði er mér í fersku minni frá fyrstu ferðum mínum fyrir rúmum 20 árum norður um Grunnavíkurhrepp og Strendur. Þar, eins og annarsstaðar í hinum fögru og afskekktu norðurbyggð- um, ríkti einstæð gestrisni og höfðingsskapur. Þreyttum ferða- lang, sem kominn var ríðandi eða gangandi yfir Skorarheiði var þar gott að koma. Mikill og sunnudag, því konur hafa þar ekki kosningarétt. Alls fengu Jafnaðarmenn 53 menn kjörna, eins og að framan greinir, en aðrir flokkar sem hér segir: Frjálslyndir-róttækir 51, Kristilegir demókratar 48, Bændaflokkurinn 22 og fjórir aðrir flokkar samtals 26. Komm- únistar fengu fjóra menn kjörna, og eru þeir allir frá frönskumælandi héruðum í Sviss. Allir flokkar landsins hafa svo til sömu innanríkisstefnu að því er varðar velferðar-, mennta- og varnarmál, og kosningabaráttan ganga úr stjúrn, en hann var end urkjörinn. Vegna breytinga á lögurn Landssairubandsins voru bveir menn að auki kosnir í stjórnina, þeir Þorbergur Frið- riksson, málarameistari, Kefla- vík og Þórir Jónsson, framkv. stjóri, Reykjavík. Þá var kosið í stjórn Lífeyris- sjóðs iðnaðarmanna, en á Iðn- þinginu var endanlega gengið frá stofnun sjóðsins. Stjórn sjóðs ins er þánnig kipuð: Þórir Jóns- son, Þorgeir Jósefsson, Óskar Hallgrímsson og Sigurgestur Guðjónsson. Ennfremur var kosin nefnd 12 manna, sem búsettir eru utan Reykjavíkur, sem skulu vera reiddur, klæði þurrkuð og góð hvíla upp búin. Farartæki, bátar eða hestar voru til reiðu, hvort heldur skyldi haldið norður í vík ur eða austur í Þaralátursfjörð og Reykjarfjörð. Þannig var einnig heimili þeirra Árna Jóns- sonar og Ólafs Samúelssonar I Furufirði. Ég minnist með þakk- læti og hlýju þessara gömlu vina, sem nú eru margir horfnir. En Vagn stendur eftir, hress og reif- ur, drengur góður, traustur og tryggur. Heimili hans og fólka hans í Búð í Hnífsdal er hlýtt og notalegt eins og það var fyrir norðan. Þar ríkir gestrisni, og þar er gestum fagnað eins og þeir séu að koma norður yfir Skorar- heiði eða vestur yfir þá ljótu og grýttu Svartskarðsheiði. Ég óska Vagni vini mínura allra heilla sjötugum, góðr- ar heilsu og langra líf- daga. Enda þótt bú hans standi nú í alfaraleið, veit ég að hugur hans muni oft reika norður I Furuf jörð, þar sem vaða má gras- ið í hné, þar sem miðnætursól roðar fjöll og haf, og selur < og fiskur vakir uppi í landsteinum. ★ Vagn dvelur á sjötugsafmælinu hjá fósturdóttur sinni og tengda- syni að Hraunbraut 36 í Kópa- vogi. S. Bj. fór mjög friðsamléga fram. Land- ið er mjög auðugt, atvjnnuleysi fyflrfinnst ekki og utanríkis- stefnan snýst fyrst og fremst ura að varðveita hlutleysi landsins. Handtökur. Seoul, 29. okt. NTB. í DAG voru handteknir I Seoul fimm menn, sem grun- aðir eru um að hafa ætlaS að myrða Park hershöfðingja daginn sem hann var kjörina forseti í S-Kóreu. stjórn Landssamibandsins til ráðuneytis um útbreiðslu- og skipulagsmól Landssamibandsina. Að loknum kosninguim ávarp- aði Guðmundur Halldórsson þingið. Síðan sleit Grímur Bjarnason, þingforseti, Iðnþing- inu og árnaði fulltrúum góðrar heimferðar. Eftir þingglitin bauð Bjarni Benediktsson, iðnaðarmálaráð- herra, iðnþingsifulitrúum til síð- degisdrykkju í Ráðherrabústaða um en Landssamband iðnaðar- manna bauð þingfuLltrúum að lokum til kvöldverðar í húsi Slysavarnafélagsins við Granda- garð. Kostningar í Sviss Joinaðarmenn unnn á Karlmenn einir greiddu at- kvæði að vanda Genf, 28. okt. — (NTB) — ÞINGKOSNINGAR fóru fram í Sviss á sunnudag. — Kosnir voiju 200 þingmenn Neðri deildar þingsins og % fulltrúa Efri deildar og er það nokkuð hærri tala en áð- ur, en stafar af fólksfjölgun í landinu.Það vakti mesta at- hygli í sambandi við kosn- ingarnar að jafnaðarmenn bættu við sig þremur þing- sætum og eru nú stærsti flokkur landsins með 53 þing- sæti í Neðri deild. Þykja þetta mikil tíðindi í Sviss, sérstak- lega með tilliti til þess að þar eru breytingar á hlutföllum flokkanna sjaldgæfar og lítill ofsi í kosningabaráttunni. Ekki verða þessi úrslit þó til þess að breytingar verði gerðar á stjórninni, sem er samsteypu- stjórn Jafnaðarmanna, Frjáls- lyndra-róttækra, Kristilegra demókrata og Bændaflokksins. Það voru aðeins karlmennirnir í Sviss, sem gengu til atkvæða á Cuömundur Halldórsson endurkjörinn forseti LÍ 25. Iðnþingi fslendinga lauk síð- astliðinn laugardag. Fundur hófst í Iðnaðarbankahúsinu^kl. 10 um morguninn Urðu nokkrar umræð ur um Iðnaðarbankann og var samþykkt að beina þeim tilmæl- um til bankaráðs, að það athugi möguleika á því, að bankinn opni útibú utan Reykjavíkur, þar sem. bankaráð telur þörf vera á. Síðdegis var fundi haldið áfram og fóru þá fram kosningar í stjórn Landssambands iðnaðar- manna o .fl. Guðmundur Halldórs son, húsasm.meistari, var endur- kjörinn forseti Landssambands- ins til næstu þriggja ára. Enn- fremur átti Tómas .Vigfússon að

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.