Morgunblaðið - 30.10.1963, Side 13
MíðvíKuaagur 30. okt. 1963
MORGUNBLADID
13
Efnahagsmálin ein þýðingarmestu
viðfangsefni 18 allsherjarþingsins
IJtvarpsræða Thors Thors sendsherra 14. okt. s.I
Góðir íslendingar!
Eins og kunnugt er, hófst 18.
allsherjarþing Saméinuðu þjóð-
anna hér í NV hinn 17. septem-
ber, og hefur það því nú staðið í
nærfelt fjórar vikur, þegar þetta
er talað. Á þinginu voru mætt-
ir fulltrúar frá 11 ríkjum, þar
á meðal forsætisráðherrar frá
mokkrum löndum og utanríkis-
ráðherrar frá um 60 ríkjum.
Hið árlega allsherjarþing kem
tir jafnan sam.an að haustlagi, og
hefur mér oft fundizt, að hinir
virðulegu fundarmenn með
töskur sínar í hendi, líktust litl-
um skóladrengjum, sem á hverju
tiausti kæmu í þennan lífsins
skóla á sviði alþjóðamála. Þeir
sem koma í fyrsta sinn, koma
fullir tilhlökkunar og eftirvænt-
ingar, Hinir, sem setið hafa
mörg þing, gera sér síður glæst-
ar vonir um árangur, og eru
margir haldnir kvíða fyrir 3ja
mánaða daglegum fundarsetum,
sem einkennast af demb'ings-
ræðuhöldum, þar sem stundum
lítið nýtt kemur fram. En hér
eins og á öllum mannanna þing-
um, kemur orðið fyrst og síðan
ályktanir, sem oft geta. leitt til
farsælla athafna, en telja má
víst, að allir komi fundarmenn
með góðan ásetning í huga og í
von um að eitthvað gott kunni
að leiða-af hugleiðingum, viðtöl-
um og viðrjsðum svo margra
af ráðamönnum heimsins frá nær
öllum löndum veraldarinnar.
Þessvegna er talið ákjósanlegt,
að fyrstu mínútu þingsins sé
varið í kyrrlátri bæn alls þing-
Iheims, er risið hefur úr sætum
sínum og hneigt höfuð sín. Bæn-
irnar og óskir þingmanna eru
þeirra einkamál.
Að lokinni þessari hátíðlegu
athöfn hefjast störfin með k®sn
ingu forseta allsherjarþingsins.
Nú skyldi hann valinn úr hópi
latnesku Ameríkuríkjanna, og
var fulltrúi Venezuela, dr. Sosa
Kodriguez, kosinn einróma. For-
setinn er lögfræðingur, á bezta
aldri, sem verið hefur fulltrúi
á þingum hjá Sameinuðu þjóð-
anna mörg undanfarin ár, og nýt-
ur almennra vinsælda fyrir al-
úðlega framkomu sína, jafnframt
því sem hann er einarður og
snjall ræðumaður, og hefur mik-
ið látið til sín taka á undanförn-
um þingum. Þ^ð sem liðið er af
þessu þingi hefur forsetinn sýnt,
að hann verðskuldar það traust,
sem honunr hefur verið sýnt.
Þá voru kosnir 13 varaforset-
ar, þar á meðal aðalmenn allra
hinna fimm ríkja, sem fast
sæti eiga í öryggisráðinu, en
það eru Bandaríkin, Bretland,
Frakkland, Kína og Sovétríkin.
Tveir af varaforsetunum mega
veljast frá Evrópu eða brezku
samveldislöndunum, og höfðu
ýmis ríki haft hug á þvL En
svo fór að lokum, að fulltrúi ís-
lands var kosinn með 98 atkvæð-
um og fulltrúi Tyrklands með
89 atkvæðum. Nokkur önnur
Evrópuríki fengu örfá atkvæði.
Þetta má telja heiður fyrir okk-
•r litla land, ekki sízt vegna
þess, að varaforsetarnir eiga all-
ir sæti í st^rnarnefnd þingsins
ásamt formönnum fastanefnda,
og er þeirri nefnd stjórnað af
forseta allsherjarþingsins. Nefnd
þessi ræður m.a. dagskrá þings-
ins.
Fyrir þessu allsherjarþingi
liggja nú þegar 83 mál, og eru
mörg þeirra mjög yfirgripsmikil
og erfið úrlausnar. Samt sem
áður mun verða leitazt við til
hins ítrasta að ljúka þinginu
fyrir jól, og virðist enn sem kom
ið er óvenju miklar líkur til að
þetta megi takast nú í ár. Ástæð
an til þessarar bjartsýni er sú,
að nýtt og betra andrúmsloft
ríkir á þessu þingi en ef til vill
nokkru sinni fyrr í byrjun þings.
Þessar fyrstu vikur þingsins
hafa, samkvæmt venju, að mestu
farið í hinar almennu umræður
um alheimsmál, þar sem full-
trúi hvers lands á þess kost að
láta í ljós skoðanir sínar á heims
málunum eða skýra sérstök á-
hugamál lands síns, og það jafn
vel klögumál á hbndur annarra
ríkja. Nær allir ræðumenn, hafa
verið sammála um það, að grund
völlurinn ^fyrir hinni auknu
bjartsýni um heillavænleg áhrif
þessa þings og friðsamlega lausn
vandamálanna sé sá, að stór-
veldin þrjú, Bandaríkin, Bret-
land og Sovétríkin, náðu loks
samkomulagi í Moskva hinn 5.
ágúst s.l. um að banna kjarn-
orkusprengingar í lofti og legi
og ofanjarðar. Tilraunir til að-
ná slíku samkomulagi hafa verið
gerðar í fjölda mörg ár, og mál-
ið rætt á mörgum allsherjarþing-
um og fundum margvíslegra af-
vopnunarnefnda, en árangur
aldrei náðst fyrr en nú s.l. sum-
ar. Allir ræðumenn hafa fagn-
að þessu og talið það fyrsta spor
ið í áttina til varanlegrar og frið
samlegrar lausnar vandamál-
anna. Allir nema tveir, sem sé,
fulltrúi Albaníu, sem talinn el
túlka sjónarmið kommúnista-
stjórnar Kína, sem eins og kunn-
ugt er, á ekkl- sæti á allsherjar-
þinginu. Þessi fulltrúi taldi sam-
komulagið blekkingu eina, sem
gjörð væri vísvitandi til að villa
heiminum sýn, en sú skoðun á
'engan annan talsmarin á þing-
inu, nema fulltrúa Kúba, sem
lýsti því yfir, að ríkisstjórn
Castro mundi ekki undirrita sátt
málarin, enda ætti Kúba í stríði
við Bandaríkin, og jós hann yfir
stjórn Bandaríkjanna mörgum ó-
fögrum orðum, sem aðalfulltrúi
Bandaríkjanna svaraði þegar á
f^ndinum.
Utanríkisráðherra Sovétríkj-
anna, Gromyko, hélt í byrjun
þingsins ítarlega og að mestu
friðsamlega ræðu. Hann talaði
mjög mikið um afvopnunarmál-
in og fagnaði samkomulaginu,
sem náðst hefði í Moskva. Enn-
fremur boðaði hann nQkkur frá-
vik frá stefnu Sovétríkjanna í
þessum málum til samkomulags
og til móts við óskir Bandaríkj-
anna. Hann lauk ræðu sinni með
því að tala um hina þýðu vinda,
sem nú færðust yfir á sviði al-
þjóðamála, og þessvegna hefði
dregið úr spennunni, sem ríkt
hefði undanfarið.
Hinn nýi forsætisráðherra
Kanada, Lester B. Pearson, sem
áður fyrr var mjög mikill áhrifa
maður- á vettvangi Sameinuðu
þjóðanna, og > hlaut friðarverð-
laun Nobels fyrir heillavænleg
.áhrif til að tryggja friðinn í
heiminum, hvatti kröftuglega
þjóðirnar til að efla samtök Sam
einuðu þjóðanna. Hann taldi
nauðsynlegt að samtökin ættu
sér að baki herafla, sem væri
tiltækilegur hVenær sem á þyrfti
að halda til þess að halda uppi
lögum og reglu í heiminum og
skerast í leikinn, þar sem hætta
væri á ferðum og þess vaéri ósk
að. Hann kvað Kanada hafa gjört
ráðstafanir til að sérstök her-
deild væri æfinlega reiðuhúin
hvenær sem forstjóri Sameinuðu
þjóðanna óskaði þess, og héfði
Kanada þar farið að dæmi Norð-
urlandanna, sem einnig hefðu
hersveitir til tryggingar friði og
lögum I samskiptum þjóðanna.
Kennedy, forseti Bandaríkj-
anna, mætti einnig á öndverðu
þinginu, og flutti mjög athyglis-
verða ræðu, sem var þrungin af
mælsku og vakti almenna hrifn-
ingu fundarmanna. Eitt hið mark
verðasta í ræðunni var það, að
forsetinn bauð Sovétríkjunum
samvinnu um undirbúning að
leiðangri til tunglsins, og taldi
hann það sóun á fjármunum og
vísindalegri þekkingu, manna, að
Bandaríkin og Rússland væru
hvort í sínu lagi að keppa að
þessu marki, í stað þess að leggja
fram sameiginlega vísindalega
þekkingu og fjármuni. Ræðan
boðaði í heild frið og samvinnu
þjóða, en þé mikla aðgæzlu í
varnarmálum.
Nýlega hefur einnig utanríkij-
ráðherra Bretlands, Home lávarð
ur, flutt mjög merka ræðu, sem
líka var vel fagnað. Ráðherr-
ann fór viðurkenningarorðum
um þá djörfung, sem forsætis-
ráðherra Sovéíríkjanna, Khrushc
hev, hefði sýnt með því að boða
friðsamlega lausn allra deilu-
mála, en hafna kenningunni um
að til styrjaldar hlyti að koma.
Þetta hefði forsætisráðherra So-
vétríkjanna tekið ákveðnum tök-
um, og jafnvel þótt til klofnings
hefði leitt meðal hinna komm-
únistisku ríkja í heiminum.
Home lávarður sagði: „Við vit-
um allir, að ofbeldi og styrjöld
leysa aldrei til lengdar nein
vandamál. HSnn lauk máli sínu
með því að segja: „Við verðum
að hverfa frá valdbeitingarkenn-
ihgu fyrri tíma og viðurkenna
þann sannleika, að mannkynið
á einskis annars úrkostar en
að lifa saman í friði.“
Það hefur vakið' athygli að
fulltrúi Frakklands hefir ekki
talað í þessum almennu umræð-
um, enda hefur de Gaulle xor-
seti ekki viljað fallast á bannið
gegn atómsprengingum. Segist
hann muni fara sínu fram. Mun
ætlun hans að gera Frakkland
3ja stórveldi heimsins með sjálf-
stæða stefnu í varnarmálum og
efnahagsmálum. Þetta hefur kom
ið fram í viðtölum, sem utan-
ríkisráðherra Frakklands hefur
átt við utanríkisráðherra Banda
rfkjanna, Dean Rusk, og Kennedy
forseta, undanfarna daga í Was-
hington. Þykir mér ekki hlýða
að fara neitt út í þau mál að
þessu sinni, en augljóst er, að
stefna de Gaulle getur haft marg
vísleg áhrif á samstarf vestur-
veldanna og framtíð Evrópu .
Utanríkisráðherrar Danmerk-
ur, Finnlands, Noregs og Svíþjóð
ar, höfðu allir komið til nokk-
urra daga dvalar hér í New York
og hafa þeir -flutt ræður í alls-
herjarþinginu. Per Hækkerup,
utanríkisráðherra Dana, varð
fyrstur til að'taka til máls af
hendi fulltrúa Norðurlandanna,
og hefur ræða hans vakið mesta
athygli af þessum ræðum, bæði
vegna þess að hann talaði fyrst-
ur, og eins fyrir þær sakir, að
hann tók kynþáttamálin í Suður
Afríku mjög föstum tökum, eða
þá stefnu stjórnar og löggjafar,
sem kölluð er apartheid. Ráð-
herrann sagði að vitað væri að
allur þorri hinna Sameinuðu
þjóða 'vildi afnema apartheid í
löggjöf og fiamkvæmd, þar sem
þetta bryti í bága við almenn
mannréttindi, sem sáttmáli Sam
einuðu þjóðanna byggðist á. Nú
væri tími til kominn að láta ekki
sitja við orðin tóm, heldur gjöra
einhverjar ráðstafanir, sem gætu
haft áhrif á stjórn Suður-Afríku.
Þó sagði ráðherrann, að refsi-
aðgerðir einar gætu ekki leyst
málið, heldur haft gagnstæð á-
hrif og hindrað sanngjarna og
skynsamlega lausn þessa vanda-
máls. Hækkerup ráðherra beitti
sér fyrir viðræðum við fjölda
mörg ríki innan Sameinuðu þjóð
anna um hvað gjöra skyldi í
málinu, þar á meðal við öll
Afríkuríkin. Allir aðalfulltrúar
Norðurlandanna hér á allsherj-
arþinginu hafa náin samráð um
starfsaðferðir í þessu máli, og
sömdu þeir m.a. samhljóða af-
svar við heimboði Suður-Afríku
til utanríkisráðherra allra Norð-
urlandanna á þeim grundvelli,
að slík heimsókn væri ekki tima
bær vegna þess, að ekki væri
sjáanlegt að stjórn Suður-Afríku
væri til viðtals um lausn vanda-
málsins á grundvelli sáttamála
Sameinuðu þjóðanna um al-
menn mannréttindi.
Utanríkisráðherra Svíþjóðar,
Torsten Nilsson, minntist einnig
á þessi mál á svipaðan hátt og
fulltrúi Danmerkur hafði gert,
en talaði annars aðallega um
afvopnunarmálin, enda á Svíþjóð
sæti í nefnd hinna 18 ríkja, sem
sérstaklega hefur verið. falið að
fjalla um afvopnunarmálin.
Utanríkisráðherra Finnlands,
Veli Merikoski, talaði mest um
afvopnunarmálin, einkum um
bannið gegn atómsprengingum
og bann staðsetningar atómvopna
á Norðurlöndum, jafnframt því,
sem hann vakti athygli á hlut-
leysi Finnlands.
Halvard Lange, utanríkisráð-
herra Noregs, vék einnig að apart
heid-málinu, en lagði ríka á-
herzlu á það, að refsiaðgerðir
kæmu ekki til greina nema fyrir
frumkvæði og ákvörðun öryggis-
ráðsins, en þar á Noregur sæti.
Hins vegar sagði Lange utan-
ríkisráðherra, að það yrðu mikil
vonbrigði ög sár, ef öryggisráðið
brygðist í þessum efnum. Það
er vert að geta þess hér, að ís-
land hefur allt frá því að kyn-
þáttamálið kom fyrst á dagskrá
Sameinuðu þjóðanna árið 1947,
tekið mjög ákveðna afstöðu í
ræðum gegn framferði stjórnar
Suður-Afríku í þessu máli, og
var það áréttað í ræðu fulltrúa
íslands um nýlendumálin á þing
inu 1960. Þá tókum við fram,
„að ísland hefði á hverju ári
greitt atkvæði með tillögum, þar
sem skorað hefði verið á stjórn
Suður-Afríku að endurskoða
stefnu sína á þann hátt, að veita
öllum kynþáttum í landi sínu
fullt frelsi og öll mannréttindi“.
Ennfremur tókum við fram „að
öllum þjóðum heims bæri að
yeita þegnum sínum sömu mögu-
leika og sömu réttind; og að
mannúð og lýðræði skyldi ríkja.“
Ennfremur kröfðumst við þess
„að hvar sem er minnsti skuggi
af efa um að fullrar mannúðar
sé gætt, þá verður sá skuggi
að hverfa.
Það má búast við að til ein-
hverra ákvarðanna komi í þessu
málL og að það komi til kasta
öryggisráðsins fljótlega eftir að
forstjóri S.Þ. hefur lagt fram
skýrslu þá, sem öryggisráðið
hefur falið honum að láta gjöra
um málið, en hún er væntanleg
bráðlega. Málið er nú til um-
ræðu í hinni sérstöku pólitísku
aefnd, og sækja Afríkuríkin þar
mál sitt af kappi. Fulltrúi ís-
lands mun sennilega taka til
máls í þeirri nefnd síðar, þeg-
ar unnt er að sjá hvaða leið er
helzt líklegust til skynsamlegr-
ar og farsællar lausi]ar í mál-
inu, er leitt gæti tíl friðsam-
legrar sambúðar bæði hvítra
manna og dökkra á grundvelli
jafnréttis og lýðræðis, og til
verndar lögum og rétti
Hinn 8. þm. flutti utanríkis-
ráðherra Belgíu, M. Spaak, mikla
ræðu, sem var þrungin af hans
alkunnu mælsku og hreif allan
þingheim. Hann gat þess, að sam
skipti Belgíu og ríkisstjórnar
Kongó hefðu mjög batnað á s.l.
ári, og hefði forstjóri Sameinuðu
þjóðanna, U Thant, átt mikinn
þátt í því að greiða úr öllum
deilumálum. Belgía hefði enn
mikið hlutverk að inna af hendi
í Kongó, og þeir mundu fúslega
gera það samkvæmt óskum ríkis
stjórnar landsins. Belgía væri
því sammála, að varnarlið S.Þ. í
Kongó héldi áfram gæzlu sinni
til 30. júní 1964, og mundi Belgía
því greiða fullan hluta sinn af
áður hafa Belgíumenn neitað að
taka þátt í rekstri þessa varnar-
liðs. Ennfremur hét Spaak því,
Framhald á bls. 17.
Thor Thors í forsetastóli Allsherjarþingsins. Til vinstri er U Thant, framkvstj. SÞ, en til hægri
Protitch, aðstoðarframkvæmda rstjóri.