Morgunblaðið - 10.01.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.01.1964, Blaðsíða 3
Föstudagur 10. jan. 1964 MOHGUNBLAÐID MMWMnai in mölbrotin og leiðslur brunn ar. Kristinn bóndi var í þvottahúsinu að draga af sér vosklæði, þegar undrin skeðu. Sagði hann, að heimilishuind- urinn hefði legið þar á góltf- inu og sofið, en þegar hvellur inn kvað við, hefði hann henzt hátt í loft upp og síðan skrið- ið spangólandi al hræðslu uim öll góltf. Fólkið hafði um hríð bollalagt að flýja bæinn. Verksummerkin á síma- staurnunum neðan við Hlíðar- tún á leið til Stekkholts blasa enn við, þótt símamenn hafi gert við þá til bráðabirgða. Sagði Hárlaugur, að hægt hefði verið að stinga hendinni í gegnum þá miðja, sem verst höfðu orðið úti. Óskar Jóhannesson, bóndi á Brekku, sagðist hafa séð hvem bjarmann eftir annan á himni og að minnsta kositd eins greinilega Z-laga eld- ingu, er hann var á heimleið Framh. á bls. 23 kippzt út úr veggnum og fall- ið til jarðar. í sama mund hafði kveðið við hljóð úr sím tækinu, eins og skotið væri úr haglabyssu. Lítill drengur, Jóhann, sonur Kriistins, stóð fyrir framan símann, í á að gizka 2 metra fjarlægð. „Ég fékk straum í hausinn", sagði Jóhann. „Mér brá ekkert mik ið“. Eldri bróðir hans, Magnús kvaðst einnig hafa fengið straum í sig úr rafmagnsinn- stungu, sem gneistaði út úr. Heimilisrafstöð er í Austur- hlíð, en allar perur í húsinu sprungu í sama svip og skotið reið af ur simanum. Þegar betur var að gáð, vom örygg- Hárlaugur Ingvarsson, bóndi í Hlíðartúni, stendur við einn símastauranna, sem verst urðu úti. Garðar Hannesson, simstöðvarstjóri í Aratungu, og Hrefna Kristinsdóttir, símamæi, við skiptiborðið, sem heldur er tekið að stillast. FRÉTTA MAÐUR og ljósmynd ari Morgunblaðsins lögðu í gær Ieið sína um Biskupstung ur og áttu tal við nokkuð af fólki því, sem orðið hafði fyrir barðinu á þrumuguðinum á þriðjudag. Eldinganna gætti einkum á efri bæjum sveitar- innar. Skemmdir urðu á síma línu milli Hlíðartúns og Stekk holts. Klofnuðu símastaurar, línur slitnuðu og símtæki á bæjum í kring eyðilögðust. Á símstöðinni í Aratungu stóðu blossar út úr götum skipti- borðsins. Þrumur og eldingar léku lausum hala um hálfrar klukkustundar skeið rétt fyr- ir hádegi á þriðjudag. Hárlaugur Ingvarsson, bóndi í Hlíðartúni, hafði ver- ið að hjálpa símamönnum við að tylla upp staurum og koma aftur á símasambandi, þegar við komum til hans. Var því verki lokið, en víða var enn ólag á símtækjum, þannig að Bræðurnir, Jóhann og Magnús Kristinssynir, standa undir sím- tækinu sem gaf frá sér iiaglabyssuhvelL allt heyrðist í tólunum, sem tal að var á viðkomandi línu. — Varð einnig að gæta þess að hafa ekki hátt í húsum inni í Hlíðartúni og Úthlíð, þvi allt heyrðist á línunni, sem annar 10 bæjum. Hárlaugur kvað öllum hafa brugðið mjög í brún, er nátt- úruhamfarirnar hófust. Var hann heima ásamt konu sinni og 2 börnum, en önnur tvo börn hans voru stödd í Aust- urhlíð. Sagði Hárlaugur, að hávaðinn úti fyrir, hefði ver- ið einna líkastur því, að þota hefði setzt á húsþakið. Úr sím tækinu stóðu blossar. Fyrsta viðbragð Hárlaugs var það, að hann þaut inn í svefnherbergi, þar sem 2 ára dóttir hans svaf, þreif hana upp og hugð- ist flýja bæinn. „En brátt sá- um við að hættan mundi liðin hjá,“ sagði Hárlaugur, „það er bara gaman að fá svolitla tilbreytingu í skammdeginu." Örskammt er á milli Hlíðar túhs og Austurhlíðar, þar sem bróðir Hárlaugs, Kristinn, býr ásamt konu sinni, Sigríði, og foreldrum hennar, Guðmundi Magnússyni og konu hans, Guðrúmu. í Austurhlíð hafði heldur en ekki dregið til tíð- inda, er eldingunni laust niður í símalínuna. Símainntakið er um kúlu, sem steypt er í vegig hússins á jámstöog. Hafði steypan molnað, stöngin Kristinn Ingvarsson, bóndi í Austurhlíð, vi» símainntakið. Stönginni hefur verið komið fyrir aftur, sjá má, hvernig brotn- að hefur úr veggnum. Þrumur ocj eldingar í Biskupstungum i ! 8TAKSTEIIVAR Leitað með loganda Ijósi Einkennileg leit hefur verið gerð undanfarna daga í forystu- greinum „Tímans“. Það er verið að leita að undirstöðu, sem rétt- læti tilveru Framsóknarflokks- ins. Það er svo sem ekkert undar- legt, þótt það vilji vefjast fyrir Framsóknarmönnum, hver raun- veruleg stefna flokksins er, því að svo oft hefur flokkurinn snú- izt í veigamiklum málum — allt eftir því, hvort Framsókn hefur verið innan stjórnar eða utan. Eina stefna Framsóknarflokks- ins er hentistefnan. „Þjóðlegastur“ allra Hitt þykir mönnum undarlegra, hve „Tíminn" hefur haldið tveim ur gerólíkum kenningum fram um réttlætingu á tilvist sinni. 1 öðru orðinu er flokkurinn „þjóðlegastur og islenzkastur" allra flokka. Hann fylgir „ís- lenzkri stefnu" og þykist hafa einkarétt á því, eins og nazistar höfðu á sinum tíma einkarétt á „þýzkri stefnu" (deutsche Reg- ung). T.d. segir svo í leiðara „Tímans" á þriðjudag: „Þegar skyggnzt er um garða í íslenzk- uin stjórnmálum, og stefnur og starf flokka á löngu timabili bor- ið saman, kemur glöggt i ljós, að Framsóknarflokkurinn einn bygg ir starf sitt á frjálslyndri, þjóð- legri umbótastefnu, sem á allar rætur sínar í þjóðarreynslu ís- lendinga". Síðan er sagt, að Sjálf stæðisflokkurinn byggi „að veru- Iegu leyti á erlendri kenningu stór-kapítalismans“, kommúnist- ar á „rússneskri einræðisstefnu með sameignarhugsjón að yfir- skini“ og Alþýðuflokkurinn „á al þjóðlegri jafnaðarstefnu eins og aðrir erlendir bræðraflokkar hans“. Skandínaviskur sósíaldemókratismi í hinu orðinu þykist svo Fram- sóknarflokkurinn vera hinn eini sanni jafnaðarmannaflokkur á ís landi, Alþýðuflokkurinn hafi svikið hugsjón sína og fjarlægzt bræðraflokkana í nágrannalönd- unum, en á sama tíma hafi Fram- sóknarflokkurinn hafið fallandi merki sósíaldemókrata á loft hér á íslandi. Hefur þetta gengið svo langt, að „Alþýðublaðið“ hefur orðið að verja talsverðu rúmi til þess að Alþýðuflokkurinn fái að sitja einn í friði með sína krata- hugsjón. Þannig gleymir Framsóknar- blaðið því stundum að fylgja hinni „miklu, þjóðlegu umbóta- stefnu, sem byggir á innlendri samvinnuhugsjón" og er ótengd „erlendum stefnum", öfugt við stefnur hinna flokkanna, heldur stritast við að sannfæra lands- menn um, að hann sé í raun réttri afsprengur sósíaldemó- krata á Norðurlöndum, rétt bor- inn og löglegur erfingi sósíaldemó kratismans! Hvar endar leit Framsóknar? En ekki er nóg með það, að Framsóknarmenn segist vera skyldastir sósíaldemókrötum á Norðurlöndum („bræðraflokkun- um“), heldur reyna þeir líka að telja til skyldleika við demó- krata í Bandarikjunum! Það er mikið lán fyrir forystumenn demókrata í Bandaríkjunum og sósíaldemókrata á Norðurlönd- um, að hvorugir lesa „Tímann“. Nú síðustu daga er „Tíminn" svo farinn að nudda sér upp við líberölu flokkana í Evrópu. Hvar endar þessi ofboðslega leit að hugsjóninni? t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.