Morgunblaðið - 10.01.1964, Side 20

Morgunblaðið - 10.01.1964, Side 20
20 MORCUNBLAÐIÐ r Fostudagur 10. Jan. 1984 GAVIN HQLT: IZKUSYNI 27 NG framan í hann. Eg heyrði það alla leið inn í salinn, þar sem ég var að undirbúa sýninguna. Hún öskraði, að hún skyldi gera hann að betlara — hún vildi ekkert framar hafa með hann að gera. En nú hefur hún verið myrt og framhjá því verður ekki kom- izt. Og lögreglan getur heldur ekki gengið fram hjá því. Það var hægðarleikur fyrir hann að koma niður og ganga beint inn í skrifstofuna til Linu. Og hve- nær sem vera vildi. Stúlkan var í uppnámi, svo að það gekk næst æði. Eg gekk beint að henni: — Haldið þér þá, að hann hafi myrt hana frænku sína? — Það er ekki mitt að segja um það, sagði hún og fór undan í flæmingi. — Það er hlutverk lögreglunnar. — Gott og vel. Segjum, að hún haldi því fram. En hversvegna lét hann Sally halda áfram með þetta uppátæki með kjólinn, ef hann vissi, hvað í skápnum var? Hversvegna lét hann hana renna beint á líkið? — Hann kom niður rétt eftir fjögur, var ekki svo? Ef til vill hefur hann ætlað að vara hana við. Frú Firnes segist hafa séð hefur hann verið að sitja um tækifæri til að tala við stúlk- una, en hún gat ekki hitt hann, vegna sýningarinnar, svo að hann varð að hætta við það. Hann hefur verið hræddur við að stanza þarna of lengi. — Hefði hann ekki getað feng ið frú Firnes orðsendingu? Gussie varð ekki svarafátt við þessu. — Frú Firnes hefði getað orðið að segja lögreglunni frá því. Hann gat ekki beðið hana fyrir orðsendingu. Það var allt- of hættulegt. — Eg veit ekki, tók Clibaud fram í. — Lina getur hafa verið enn á lifi þá. Eg reyndi að koma honum á óvart. — Þér eigið 'við, að Thel- by hafi farið inn í verkstæðið til að ná í snúruna? Hann fór ekkert undan í flæm- ingi. •— Já. — Svo hann lét þá stúlkuna halda áfram með þetta með kjól inn, til þess að gera sér upp fjar verusönnun? — Já. Einmitt það hefur hann verið að gera. Hann hefur ver- ið að spyrja lögregluna sömu spurningarinnar og þér núna. Hversvegna hefði hann átt að láta stúlkuna halda áfram með að stela kjólnum? Þetta var spurning um efnið, en mögur fjarverusönnun. Eg sagði: — Mig langar að fræð ast meira um ungfrú Dutton. Hve lengi hefur hún verið hjá ykk- ur? — Um það bil hálft annað ár. — Og hvað gerði hún áður? Clibaud hristi höfuðið. Hún byrjaði sem búðarstúlka í fjölverzlun ,sagði Gussie. — Að ganga frá bögglum og þessháttar? spurði ég eins og það kæmi annars ekki málinu við. — Já, auðvitað hefur gengið frá bögglum. Þér eigið við, að Eg greip fram í. Eg á ekki við neitt. Eg vil bara fræðast um hana. — Hún var kölluð í herinn. Hún var í kvennahersveitinni. Þér getið sjálfsagt fengið að vita, hvort hún hefur lært að hnýta hnúta. Svo komst hún í ein- hverja áróðurskvikmynd, og þar fékk hún hinar og þessar hug- myndir. Það var ekki lengur nógu fínt fyrir hana að vera búð arstúlka. Undir eins og hún var laus, lét hún innrita sig í ráðn ingarstofur fyrir sýningarstúlk- ur og fyrirsætur. Svo var hún í kvikmyndum sem aukaleikari, þangað til einhver vinur henn- ar benti henni á, að hún væri að fyrirgera framtíð sinni. Framtíð, þó, þó! Eftir það hélt hún sig að sýningastúlkuskrifstofunum. Hún vildi ekki vera uppfylling í kvik myndum. Hún vildi verða stjarna svo að þá var betra að sýna kjóla, þangað til einhver rækist á hana. Fyrst kom hún hingað sem varaskeifa, en svo heimtaði hr. Clibaud að láta hana fá fasta vinnu. Gussie sneri sér að Clibaud, og mælti á frönsku: — Eg sagði yður það alltaf, að hún væri vafa söm. Enda er hún bara dræsa! — Haltu þér saman! hvæsti Clibaud. Eg leit á þau á víxl. Mér fannst þarna vera eitthvað meira en bara kjólateiknari og sölustúlka, en það varðaði mig ekkert um. Gussie vildi ekki láta stinga upp í sig. Hún sagði eitthvað fleira um Sally, og ekki sem allra kurteislegast. Og í staðinn fyrir „dræsa“ kom nú annað orð, sem helzt ekki er notað nema í fá menni. Eg sagði á frönsku: — Þér eruð ekkert hrifin af stúlkunni? Hún snarsneri sér að mér og sagði: — Þér talið frönsku? Rétt eins og henni yrði hverft við þá uppgötvun. — Jæja, ég bjarga mér, sagði ég, — og það minnir mig á ann að. Eg heyrði yður segja nokk- ur orð við hr. Clibaud í gær. Þér kölluðuð ungfrú Dutton „söngkonu", út af einhverri greiðslu, sem hún hefði feng- ið. En ég skildi að það var ekki bókstaflega að skilja að hún hefði ekki komið fram á neinum hljómleik um. Nú vil ég biðja yður að gera nánari grein fyrir þessari ásökun. Hún hélt bara áfram að glápa á mig. — Ungfrú Ochs, hélt ég áfram, — ég vildi gjarna vita, hvers- vegna þér kölluðuð ungfrú Dutt on fjárkúgara. — Það var ekkert, hr. Tyler, sagði Clibaud. — Orðið var ekki notað í alvöru. Fólk er stundum ekki sem varkárast 1 einkasam- tölum. — Það er ekkert svar, sagði ég. — Ungfrú Ochs var full al- vara. Eg tók eftir, að hún var öll í uppnámi út af þessari söng konu. Gussie Ochs steinþagði. Cli- baud hugsaði sig um stundar- korn. — Eg get útskýrt þetta svona, sagði hann, eins og hann væri að gera grein fyrir ein- hverri formúlu. — Ungfrú Ochs meinti ekkert meira en hún vissi að ég mundi skilja af orðinu. Mér gramdist. — Það sem ég skildi af því var það, að ung- frú Dutton væri að pína peninga út úr yður. — Það er satt, sagði Gussie vonzkulega við Clibaud. — Þessi maður átti ekkert erindi að vera að hlusta, en það er heldur eng- in ástæða til þess, að þér séuð að verja stelpuna. — Haltu þér saman! sagði Cli baud ofurlítið þreytulega. — Hér er ekki um að ræða neina fjárkúgun, fullvissaði hann mig. — Þetta var bara einkamál innan húss. — Það virðist morðið líka hafa verið. — Hr. Tyler, þetta var morð- inu algjörlega óviðkomandi. Greiðslan, sem um var að ræða, var fyrir unnið verk. Nú bið ég yður að skilja, að ég hef nógar áhyggjur, án þess að fara ú.t I mál, sem eru yður óviðkomandi. Eg dáist auðvitað að vandvirkni yðar, og ég vil að þér haldið áfram þangað til allt er upplýst. Eg er þegar búinn að nefna það við hann hr. Saber, félaga yðar. — Gott og vel, hr. Clibaud. Eg tek það orð yðar gott og gilt, að ekki hafi verið um neina fjárkúgun að ræða. Það gerði ég nú að vísu ekki, en hvað gat ég sagt? — En svo er annað mál, sem mig langaði til að ræða við yður, einslega, bætti ég við. JUMBO og SPORI „Verið okkur ekki reiður, kæri herra galdramaður“ stamaði prófessor Mökkur. „Við höfum skýringar á reiðum höndum: það var fyrir slysni, að við hurfum allar þessar aldir aftur í tímann .... „Þá hafið þið líka notað tímavél- ina“ urraði galdramaðurinn. „Það leyndarmálið sem bezt var varðveitt, það sem forfeður mínir tóku með sér í gröfina, hafið þið, þessir fávísu glæpamenn, fundið aftur! Teiknari: J. MORA „En ég fullvissa yður um að ....“ byrjaði prófessorinn og skalf á bein- unum .... „Látið þér prófessorinn okkar vera, ennars er okkur að mæta!“ hrópuðu Spori og Júmbó báðir í einu og voru reiðir. KALLI KÚREKI — >f— -jf— Teiknari; FRED HARMAN (SíXT MOeNm-r I ( ' H£ FOUND S0M£ MU&6-ETS AT M A WATEE HOLE YFAES AOO.'OAM'T EEST TILL Hí TEIES T'FltOO THV^ ----------- PLACE ASAIfO' J „Hann Gamli okkar er ekki fyrr Hann fær þessa flugu á hverju Það þýðir ekki annað en láta hann fkriðinn á fætur en hann vill leggja a/ stað að leita gulls. „Hann heldur það sé allt annað að vera kófsveittur úti á eyðimörkinni að leita gulls en að sveitast við vinnu hérna. ári. blessaður. 2. Næsta morgun: Hann fann einu sinni nokkra gull- rnola við vatnsból þarna út frá. Og nú er hann ekki í rónni fyrr en hann t}<ífur fundið staðinn aftu_. fara sínu fram. Hvers vegna ferðu með fjallafugl- inn? Hvers vegna tekurðu ekki hest? Hestar þola ekki við þar sem ég fer núna. En múlasni getur látið sér nægja einn vatnssopa á viku og dá- litið af baunum. — Ef það er mikilvægt, and- varpaði hann. — Það er mjög mikilvægt. SHtltvarpiö FÖSTUDAGUR 10. janúar. 7:00 Morgunútvarp (Veöurfregnir — Tónleikar — 7:30 Fréttir -*• Tónleikar — 7:50 Morgunleik- fimi. — 8:00 Bæn. — Veður- fregnir. — Tónleikar — 8:30 Fréttir — Tónleikar — 9:00 Út- dráttur úr forustugreinum dag- blaðanna — 9:10 Veðurfregnir, 9:20 Spjallað við bændur: Krist- ján Karlsson erindreki — 9:23 Tónleikar. — 10:00 Fréttir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar — 12:25 Fréttir og tilkynningar), 13:15 Lesin dagskrá næstu viku. 13:25 ,Við vinnuna": Tónleikar. 14:40 ,,Við, sem heima sitjum": Ragn* hildur Jónsdóttir les söguna „Jane" eftir Somerst Maugham (3). 15:00 Síðdegisútvarp. 17:40 Framburðarkennski f esperanto og spænsku. 18:00 Merkir erlendir samtíðarmennj Guðmundur M. Þorláksson talar um Knut Hamsun. 18:20 Veðurfregnir. 18:30 Lög leikin á strengjahljóðfæri. 19:00 Tilkynningar. 19:30 Fréttir. 20:00 Góðtemplarareglan á íslandi 80 ára: Samfelld dagskrá með viðtölum, upplestri, söng o.þ.u.l. 21:00 Frá tónlistarhátíðinni í Liege í Belgíu í sept. s.l.: Alois og Alfons Kontarsky leika á tvö píanó. Fúgu í a-moll (K 426) eftir Mozart — og Tilbrigði og fúgu eftir Max Reger um stef eftir Bethoven. 21:30 Útvarpssagan: „Brekkukotsann* áll* eftir Halldór Kiljan Lax« ness; XX. (Höfundur les) 22:00 Fréttir og veðurfregnir 22:10 Daglegt mál (Árni Böðvarsson) 22:15 „í hrömmum heimsborgarinnar“t smásaga eftir Carl Söyland (Valdemar Helgason leikari þýð ir og les) 22:40 Næturhljómleikar: Sinfónía nr. 3 í Es-dúr op. 97 (Rinarhljómkviðan) eftir Schu- mann (Cleveland hljómsveitúi leikur; George Szell 23:20 Dagskrárlok

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.