Morgunblaðið - 10.01.1964, Side 24

Morgunblaðið - 10.01.1964, Side 24
benzin eda diesel LAND- ^ROYER HEKLA I *"l ) ?nL / 1 ■GSÍ^I IT 1 | CALCULATOH | H.BENEDIKTSSON HF.J [piHiii Tillögur að ráðhúsi sýndar almenningi RÁÐHÚSNEFNDIN hélt í gær íund með borgarstj. og sam- þykkti einróma tillögu arki- tektanefndarinnar um fyrir- hugað ráðhús. Sem kunnugt er var ákveðið fyrir nokkrum ár um að ráðhús skyldi staðsett í norðurenda Tjarnarinnar. — Hafa arkitektar síðan unnið að uppdrætti að ráðhúsi, þeir Einar Sveinsson, Gísli Hall- dórsson, Halldór H. Jónsson og Sigvaldi Thordarson, en Gunn ar Ólafsson, skipulagsstjóri og Sigurður Guðmundsson féllu frá áður en verkinu var lokið. Borgarráð mun í dag taka málið fyrir og væntanlega af- greiða það til borgarstjórnar. Að loknum borgarráðsfundin- um hefur verið ákveðið að halda blaðamannafund, þar sem sýndir verða uppdrættir og model að hinu fyrirhugaða ráðhúsi. Þá verður efnt til sýn ingar á uppdráttunum og mod elinu, sem sýnir ráðhúsbygg- inguna og umhverfi hennar, Tjörnina og nálægar bygging- ar.- — Sýningin hefst á laugardag í Melaskólanum og verður opin almenningi kl. 2—10. í ráðhúsnefnd eru Gunnar Thoroddsen, formaður, Auður Auðuns, Jóhann Hafstein, Magnús Ástmarsson og Guð- mundur Vigfússon, en fram- kvæmdastjóri er Þór Sand- holt, skólastjóri. Fró bruna Tunnuverksmiðjunnor d Siglufirði í gær Ferðasaga mynd- anna trá Siglufirði Tveir slasast í síldarverksmiðju MYNDIR þaer af bruna Tunnu verksmiðjunnair á Siglutfirði, sem birtast í blaðinu í dag, eiga sér sögu — raunar ferða sögu. Okkur hér á Mbl. þótti hiún skemmtileg og látuim hana fylgja myndunuim til gamans. Steingrímur Kristinsson, ljós myndari á Siglufirði var á ferli á brunastaðnuim í gær- morgun og aðfaranótt miðviku dags og tók myndir (Skemmdi reyndar 5000 kr. myndavél, er ól slitnaði, þegar hann var staddur uppi á olíutanki). — Hann sendi svo myndimar í snarheitum með mótorbáti af stað áleiðis til Haganesvíkur, þar sem Björn í Bæ, fréttarit- ari blaðsins á Höfðaströndinni ætlaði að taka þær og aka með þær til Sauðárkröks, en fréttaritarinn þar, Guðjón Sig urðsson, að flytja þær með' hraði í Varmahlíð í veg fyrir Akureyrarbíl. Þetta var sem sagt vel skipulagt og átti að duga. En ekki var reiknað með höfuðskepnunuim. Björn í Bæ sagði svo frá er hann kom til Sauðár- króks: Við fórum af stað kl. 1,30 áleiðis til Haganesvíkur, til að ná í filmumar. Það var sunnan rok og munaði litlu að bíllinn fyki á leið- inni út af veginum. Þegar báturinn kom til Haganes- víkur var ófært að komast í land. Við tókum það ráð að fá vörubíl og bát og keyrðum með bátinn inn í svokallaða Ósvík. Þar stóð veðrið beint að landi og kvikulaust, en þó treystu bátsverjar sér ekki að kom- ast í land vegna roksins. Tók um við þá streng og bund- um bátinn í strenginn og lét- um hann fara undan veðr- inu fram að mótorbátnuim. En þegar til kom, reyndist þessi ferja okkar svo lek að bátverjar þorðu ekki að láta böggulinn í hann og bundu því gúmmíbát sinn einnig í strenginn og þannig náðum við bögglinum loksins í land. Þá var kl. 4 og ók Bjöm með filmuna til Sauðárkróks og Guðjón í Vanmahlíð. Þar beið vömbíll frá Stefni á Akureyri, sem var á leið suð up og fréttaritarinn á Akuir- eyri, Sverrir Pálsson, hafði beðið liðsinnis. Og loks óku tveir blaðamenn á léttum bíl norður í Hrútafjörð á móti filmunum, því þá var hver mínúta dýrmæt orðin. Ólaf- ur K. Magnússon, ljósmynd- ari framkallaði, og mynda- mótamenn biðu til að taka myndamót og hér birtast þær. NORÐFIRÐI, 9. jan. — Milli kl. 2 og 3 í dag slösuðust tveir menn, sem voru að störfum í síldarverksmiójunni hér. Slysið mun hafa orðið með þeim hætti að einn maður var að hækka færi band (mjölpokafæriband) og notaði við það sveif. Er hann hafði hækkað færibandið nokk- uð, kallaði hann á annan mann sér til hjálpar, en er hann kom að sveifinni, missti hann skyndi- lega af henni með þeim afleið- ingum að hún slóst með miklu afli á handlegg annars manns- ins og braut hann og í höfuð hins, sem féll við höggið á stein gólf og höfuðkúpubrotnaði. Menn irnir voru tafarlaust fluttir í sjúkrahúsið. Sá sem höfuðkúpu- brotnaði heitir Ólafur Eiríksson, Fær SAS að lenda ■ Prestwick? Stokkhólmi 9. jan. (NTB). FULLTRÚAR brezkra og sænskra flugmálayfirvalda hafa setið á fundi í Stokk- hólmi að undanförnu til þess að ræða framlengingu leyfis SAS til að taka farþega í Frestwick í Skotlandi, en nú- verandi samningur rennur úr 31. marz n.k. Brezka flugfélagið BOAC hefur skoraði á ríkisstjórn Bretlands, að framlengja ekki samningum við SAS. Ekki náðist samkomulag á fundinum í Stokkhólmi, en fulltrúarnir munu gera rikis- stjórnum landa sinna grein fyrir viðræðunum og síðan verður gerð önnur tilraun til samkomulags. BOAC segist tapa milljón- um punda vegna þess að er- lend flugfélög fái að taka far þega í Prestwick. en hinn Guðmundur Sigmars- son. — Á.L. Lenti þvert á braut UNDANFARNA daga hafa verið gerðar tilraunir til að ná í sjúkling frá Grímsey, en það er kona sem þarf að komast á sjúkrahús á Akur- eyri. Síðdegis á miðvikudag var ráðgert að þyrla af Kefla- víkurflugvelli sækti konuna, en þá var mikil aurbleyta á vellinum í Grímsey og híiðar- vindur á brautir. Vegna veð- urs var þá hætt við það. Um nóttina bráði svo af konunni, að ákveðið var að reyna að bíða þess að lægði, svo hægt væri að fljúga til Grímseyjar. En frosið hafði um nóttina og brautin því betri. Lausn eftir hádegi í gær lægði svo fyirir norðan og flaug Tryggvi Helgason þá í skyndi af stað á tveggja hreyfla Piper Apaohe-flugvél sinni. En skjótt skipast veður í lofti. Þegar Tryggvi kom út í fjarðarmynnið voru þar 10 —12 vindstig, og er hann kom inn yfir Grímsey var ástandið þannig orðið, að 8—9 vind- stiga rok var þvert á brautina, að þvi er fréttamaður Mbl. á Akureyri símaði í gær. Trygvi sneri nú heim til Ak ureyrar, en þegar þangað kom voru kominn 10 vindstig af vestri þvert á brautina. Vara völl hafði hann á Egilsstöðum, en taldi að fært væri að lenda á Akureyri þvert á hrautina vegna þess hve vindur var sterkur á móti. Renndi hann flugvélinni á þvera brautina og lenti þannig, en brautin er 50—60 m. breið. Renndi hann upp á planið framan við flug- skýlið. Hefur þetta aldrei ver- ið gert á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.