Morgunblaðið - 23.01.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.01.1964, Blaðsíða 2
2 MORCUNBIAÐIÐ Fimmtudagur 23. jan. 1964 Samningar tókust í trésmiðadeilunni SÁTTAFUNDIR voru með vinnuveitendum og fulltrúum trésmiða, múrara, málara og pípulagningarmanna frá því kl. 8,30 í fyrrakvöld þar til í gær- dag. Um kl. hálf fjögur síðdegis náðist samkomulag nrjlli fulitrúa Trésmiðafélags Reykjavíkur og Meistarafélags húsasmiða í Reykjavík en upp úr hinum fund unum slitnaði um kl. 5,30 án þess að samkomulag næðist. Full trúar trésmiða og m.eistara skrif uðu undir með fyrirvara og voru fundir í báðum félögunum í gær kvöldi, þar sem samkomulagið var samþykkt. Samið var um 15% kauphækk un á alla taxta og einnig um að uppmælingavinna reiknist aldrei hema sem dagvinna, þ.e.a.s. taki ekki á sig yfirvinnuálag. En það •þýðir 11,5% l^ekkun á uppmæl- ingavinnu eins og hún hefur ver- ið ahnennt rekin í sumar, að því er Gissur Sigurðsson, formaður Meistarafélags húsasimiða tjáði blaðinu, Þá var samið um að í mælinga vinnu skuli tímaskýrslum skilað fyrir hvern uruiinn dag, meistarar skili þeim sem fylgiblaði með mælingunum í skrifstofu Meist- arafélagsins. Ef verkin þykja of Schiller flytur erindi i Hátíða- sal Háskólans BANDARÍSKA tónskáldið og stjórnandinn Gunther Schiller, sem á föstudagskvöld mun stjórna Sinfóniuhljómsveit ís- lands á tónileikum í Háskólabíó, flytur í dag, fimmtudag, erindi í Hátiðarsal Háskóla Islands. Hefst erindið kl. 5.30 e.h. og fjal'lar um nýja strauma í tón- list i Bandaríkjunum og Evrópu. Frjálsar umræður eru ráðgerðar á eftir. Öllum er heimill aðgang ur. hátt metin eða of lágt . tekur nefnd við kvörtunum húsbyggj- enda, meistara eða sveina. Skip- ar' hvort félagið fyrir sig einn mann í nefndina og oddamaður verður frá Iðnaðarmálastofnun íslands. Skilar nefndin að athug- uðu máli áliti til taxtanefndár, sem skipuð er 2 mönnum frá hvoru félagi og sami maður frá Iðnaðarmálastofnun fylgist þar með meðferð mála og er ritari, en hefur ekki atkvæðisrétt. Að lokJm vill Gissur Sigurðs- son, formaður Meistarafélags húsasmiða benda mönnum á að fylgjast vel með þessu, svo að taxtarnir leiðréttist, því þeim mun fleiri sem fylgjast með því, þeim mun fyrr fáist taxtarnir réttir, og það sé alli^ hagur. ísl. greiddu 15 millj. kr. toll af hraðfrystum fiski til Bretlands ‘62 IMorðmenn greiða af sama 6 milljónir króna f S A M B A NDI við þá frétt | Norðmenn mundu aftur á móti að íslenzkum fiski væri íþyngt á ekki greiða nema 6 mill. kr. af brezka markaðinum með 10% j sama magni. Auk þess á tollur- tolli en af tilsvarandi norskri inn eftir að hverfa smám saman framleiðslu 4% vegna óhag- á norska fiskinum, en við höld- um áfram að greiða okkar 10%. stæðrar aðstöðu íslands a r ri- verzlunarsvæðinu, hefur blaðið leitað sér eftirfarandi upplýs- inga . Árið 1962 fluttum við út hrað- frystan fisk fyrir 136 millj. kr. fob, en umræddur toUmismun- ur er aðeins á hraðfrystum fiski. Ofan á það bætast flutninga- gjöld, löndunarkostnaður o. fl. í Bretlandi, og af þeirri lokaupp- hæð greiðum við 10% toll. Ef útflutningurinn er þá fyrir 150 millj. með öllum gjöldum, greið- um við 15 millj. kr. í toll. En Þá fékk Mbl. einnig upp- lýst að íslendingar eru farn- |ir að greiða toll af frystum fiski, isfiski, mjöli o. fl. til Efnahags- bandalagslandanna. Sá tollur er j þó ekki kominn á með fullum þunga. Auk þess ríjótum viðíenn tollbóta í Þýzkalandi fyrir ríýja síld og ísaðan fisk og á Ítalíu fyrir saltfisk og skreið. Hve lengi það verður, er ekki vitað. Þegar tollur Efnahagsbandalags- landanna hækkar, er búizt við að hann komi með fullum þunga i á löndin utan hans. Ummæli um látna leonu dæmd ómerk KVEÐINN hefur verið upp dóm- ur í bæjarþingi Reykjavíkur í máli, sem Gunnar Andrew Jó- hannesson höfðaði fyrir sína Frumkvæðið í kjara- baráttunni farið úr höndum Dagsbrúnar SUMARLIÐI Ingvarsson er einn þeirra ungu Dagsbrúnar- manna, sem nú í fyrsta sinn skipa stjórnarsæti á B-listan- um í Dagsbrún. Hann hefur í undanfárin ár unnið í véladeild Reykjavík- urborgar og verið virkur fé- lagi í Dagsbrún í 7 ár. Tíðindamaður blaðsins hitti Sumarliða nýlega og spjallaði við hann litla stund um verka lýðsmál. Sumarliði hefur mjög á- kveðnar skoðanir á hlutunum og hefur fylgzt vel með kjara- baráttunni á undanförnum ár- um. Hann sagði að verkamönn um væri að verða það ljósara með hverju ári að hækkað kaup í krónutölu með sívax- andi dýrtíð væri ekki lausn- in í kjaramálum. Það sem skipti mestu máli væri kaupgeta launanna. — Vinnutíminn hér hjá verka- mönnum væri allt of langur. Vinnutímann þyrfti að stytta og Sumarliði taldi að hægt væri að tryggja verkamönnum sömu laun þótt vinnutíminn yrði styttur með aukinni hag- ræðingu við vinnu og bættum vélakosti. Einnig væri ljóst að ákvæð- isvinna ætti mjög miklu fylgi að fagna hjá Dagsbrúnar- mönnum, en af einhverjum ástæðum hefðu núverandi stjórnendur Dagsbrúnar ætið verið á móti ákvæðisvinnufyr- irkomulagi, þó önnur verka- lýðsfélög hefðu tekið það upp í ríkum mæli. Og ekki nóg með það, Dags- brúnarstjórnin leggði enga á- herzlu á aukna hagræðingu og virtist ánægðust með að sú „vinnuþrælkun" sem nú á sér stað héldist sem lengst. Frumkvæðið I kjarabarátt- unni væri farið úr höndum Dagsbrúnar vegna einstrengis legrar framkomu stjórnenda félagsins og að engu væri lík- ara, en að stjórnin teldi það eitt skyldu sína að deila á það ástand, sem er í dag og gera það enn verra, en tillög- ur til úrbóta úr þeirri átt kæmu aldrei. Þá sagði Sumarliði. að starfs Sumarliði Ingvarsson menn Dagsbrúnar, sem eru 4 eða 5, sæust yíirleitt ekki á vinnustöðvum nema þeir væru sérstaklega til kallaðir og fylgdust því í engu með því, sem þar væri að gerast. Starf- semi þeirra virðist liggja ein- hvers staðar á öðru ‘sviði. Að síðustu sagðist hann vona, að einhver breyting * mætti verða á þessum sviðum og svo mörgum öðrum í félagi sínu, en það yrði ekki nema að vel væri rumskað við Dags brúnarstjórn og það yrði bezt gert með því að auka fylgi B-listans í höndfarandi stjórn arkosningum í félaginu. hönd og þriggja systkina sinna gegn Jóhannesi Helga Jónssyni, rithöfundi, Jóni Engilberts, list- málara og Arinbirni Kristinssyni, forstjóra, f. h. Setbergs h.f. vegna ummæla, sem birtust um móður stefnenda í bókinni „Hús málar- ans“, en Setberg h.f. gaf þá bók út á árinu 1961. í dóminum segir, að ummæli þessi séu „til þess fallin að kasta rýrð á minningu hinnar látnu konu.“ í dómsorðum segir: „Fram angreind ummæli eru ómerk.“ Þá eru þeir Jóhannes Helgi Jóns- son og Jón Engilberts dæmdir til að greiða stefnendum kr. 1.500 í málskostnað. . — De Gaulle Framh. af bls. 1 ina, að hún kunngerði afstöðu sína í þessu máli. Sagði Erler m.a. við það tækifæri, að stjórnin yrði að sýna -fram á, að samstarf það, sem fylgir í kjölfar fransk-þýzka sáttmál- ans frá í fyrra, geti ekki falið í sér sameiginlega ábyrgð á ákvörðun af því tagi, sem franska stjórnin hefði nú átt frumkvæði að. + Gerhard Schröder, vest- ur-þýzki utanríkisráð- herrann, hafði áður staðfest, að franska stjórnin hefði ekki haft neitt samband við vestur- þýzku stjórnina um málið, fyrr en ákvörðun hefði verið tekin í París. SELFOSS SJÁLFSTÆÐISFÉLAGIÐ Óðinn á Selfossi heldur fund annað kvöld, föstudag, kl. 9 e.h. í fund- arsal Landsbankans. Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráðherra, talar á fundiuum. Gullfoss kom í gær úr fyrstu ferð sinni til Vestmannaeyja. Þar lagðist hann að bryggju og lestaði um 350 tonn af síld. Var koma hans Vestmannaey ingum nokkurt ánægjuefni og gerðu margir sér ferð niður á bryggju til að skoða skipið. Ljósm. Sigurgeir. Kópavogur SJÁLFSTÆÐISKVENNA- FÉLAGIÐ Edda Kópavogi held- ur fund í Sjálfstæðishúsinu í Kópavogi annað kvöld, föstudag, ’ kl. 20,30. Áríðandi mál á dag- skrá. Sjálfstæðiskonur, fjól- mennið á fundinn. Trésmiðaféla" Akureyrar heimilaði ekki vinnu AKUREYRI, 22. jan. — Stjóm Trésmiðafélags Akureyrar hefur beðið fyrir eftirfarandi athuga- semd: Stjórn Trésmiðafélags Akur- eyrar vill taka fram í sambandi við frétt í Mbl. 21, jan. að hún féllst ekki á að heimila vinnu félaga sinna, skv. eldri taxta fé- lagsins og enn síður að hvetja félagana til þess. Veit stjórnin ekki annað en unnið hafi verið eftir taxta félagsins frá 20/1. eða síðan taxtinn tók gildi. Stjórn Trésmiðafél. Akureyrar. Fréttaritari Mbl. vill taka fram að upplýsingar um framangreint atriði voru fengnar frá stjórn Byggingameistarafélags Akur- eyrar. í ljóá kom síðar, að við- ræðunefhdir félaganna lögðu misjafnan skilning í niðurstöðu viðræðufundarins, sem fram fór á sunnudagskvöld 20. jan. að því er þetta atriði snerti. — Sv. P, Þess skal getið að. undirfyrir- sögn á umræddri grein átti ekkí við hana, eins og augljóst var, þar eð ekki voru nefndir múr- arar eða málarar í fréttinni. held- ur hafði hún villzt af annarri viinnudeilufrétt. Hafnarf'arðar- * ferðir e.h. falla niðiir BOÐAÐUR hefur verið sátta- fundur vegna vinnudeilu bíl- stjóra á sérleyfisleiðum í dag. Af þeim sökum falla ferðir eftir hádegi til Hafnarfjarðar niður, þar eð framkvæmdastjóri Lánd- leiða, Ágúst Hafberg, þarf að sitja fundinn, en hann hefur ekið sjálfur. Morgunferðirnar, kl. 7, 8 og 9 frá Reykjavík og hálftíma síðar frá Hafnarfirði. verða óbreyttar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.