Morgunblaðið - 23.01.1964, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Fímmtudagur 23. jan. 1964
jMKgmtVliifrifr
Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur
/ Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arnj Garðar Krístinsson.
Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Aðí.lstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskrift.irgjald kr. 80.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 4.00 eintakil..
LANDHELGI OG
• SAMNINGAR
J^andhelgismál hafa á ný
verið á dagskrá vegna
fiskveiðiráðstefnunnar í
London, þar sem Bretar náðu
samkomulagi við Efnahags-
bandalagsríkin um .landhelgi
viðkomandi landa.
íslendingar tóku sem kunn-
ugt er þátt í þessari ráðstefnu,
en lýstu því skilmerkilega yf-
ir, bæði áður en ráðstefnan
hófst og á ráðstefnunni sjálfri,
að ísland gætl ekki undir
neinum kringumstæðum tek-
ið þátt í umræðum eða samn-
ingum um fiskveiðitakmörkin
við ísland, eða veitt nein rétt-
indi til erlendra aðila varð-
andi fiskveiðar hér við land.
Jafnframt var á ráðstefnunni
undirstrikuð su yfirlýsing ís-
lands, sem áherzla var lögð á,
þegar samkomulagið var gert
við Breta í landhelgismálum,
að við vildum ekki binda
hendur okkar og stefndum að
því að friða landgrunnið allt.
Út af fyrir sig hafa íslend-
ingar ekkert við það að at-
huga, að þær Vestur-Evrópu-
þjóðir sem þess óska, geri
samkomulag sín á milli um
sína -landhelgi, það er þeirra
mál og þau hafa að dómi ís-
lendinga'óskoraðan rétt til að
ákveða landhelgina eins og
við.
Lengur ætti heldur ekki að
þurfa um það að deila hve
stórfelldan sigur við unnum
með samkomulaginu við
Breta. Þá náðum við 12 mílna
fiskveiðitakmörkum án þess
að binda hendur okkar, og
lýstum því meira að segja þá
strax yfir — eins og aftur var
gert á fiskveiðiráðstefnunni í
London — að við hygðumst
halda áfram friðunarráðstöf-
unum síðar meir.
Og hatursáróður Framsókn
armanna gegn þessu sam-
komulagi mun lengi í minn-
um hafður og aldrei mun sá
blettur, sem ofstækisfullir
leiðtogar flokksins settu á
hann, verða afmáður. Um
kommúnista þarf ekki að tala;
það bjóst enginn við ábyrgri
afstöðu þeirra.
En þótt íslendingar tæíkju
ekki þátt í umræðum um fisk-
veiðitakipörk var auðvitað
sjálfsagt að þiggja boð um að
sitja ráðstefnuna, með hlið-
sjón af því að hún fjallar einn-
ig um markaðsmál, sem ís-
lendinga skiptir mjög miklu.
Vegna margháttaðrar alþjóða
samvinnu hefur mikið miðað
áfram í samskiptum þjóðanna
og smáþjóð eins og íslending-
ar hlýtur að taka fullan þátt í
heilbrigðu alþjóðasamstarfi.
TOLLAR Á
FISKAFURÐUM
Fins og greint er frá á öðrum
stað í blaðinu greiðum
við 10% troll í Bretlandi af
hraðfrystum fiski, en t. d.
Norðmenn, sem eru aðilar að
EFTA, fríverzlunarbandalag-
inu, greiða aðeins 4% toll.
Tollgreiðslur okkar íslend-
inga á árinu 1962 af þessum
afurðum námu 15 millj. kr.
en af sama útflutningsmagni
hefðu Norðmenn greitt 6
milljónir.
Hér er aðeins um eina vöru
tegund að ræða og eitt af
markaðslöndum okkar, en af
þýðingarmikið það er
þessu dæmi sést þó, hve geysi-
þýðingarmikið það er fyrir
okkur íslendinga að einangr-
ast ekki frá því samstarfi um
tollamál, sem nú þróast í
Vestur-Evrópu. En enginn
veit hvaða mynd þessi þróun
muni taka á sig um það er lýk-
UT, en á miklu veltur að við
fylgjumst með öllu því, sem
skeður í þessum málum og
tökum öfgalausa afstoðu.
Á því leikur enginn vafi, að
Vestur-Evrópuþjóðirnar eru
okkur mjög vinveittar og
munu fúsar til að reyna að
greiða götu okkar eftir mætti,
en auðvitað gera þær það
ekki af eigin hvötum, heldur
verður frumkvæðið að koma
héðan.
ENNISVEGUR
Tj’nnisvegur hefur nú verið
^ tekinn í notkun og við
það styttist vegalengdin milli
Sands og Ólafsvíkur um 66
kílómetra og öruggur hring-
akstur verður um allt Snæ-
fellsnes.
Hér er um að ræða stórátak
í vegamálum, sem mjög er
fagnað, ekki einungis af
byggðunum á utanverðu Snæ
fellsnesi, heldur um land allt.
Hiriar miklu efnahagslegu
framfarir, sem orðið hafa síð-
ustu ár, hafa gert kleift að
ráðast í stórverkefni í vega-
málum og framundan eru
mestu framkvæmdir í þessu
efni, eins og nýju vegalögin
bera með sér.
Verkefnin eru líka mörg.
Annað stórverkefni sem ekki
er ósvipað Ennisvegi, er
Strákavegur og eru stórfram-
kvæmdir við þá vegalagningu
framundan.
En víðar þarf að taka til
hendi, enda er stórfelldra
úrbóta þörf í samgöngumál-
um víða um land, ekki sízt á
Vestfjörðum og Austfjörðum.
Þegar Álasund brann
*
og Island fékk sinn fyrsta símastjóra
í DAG fyrir 60 árum varð
minnisstæðasti bruni á
þessari öld Noregs í Ála-
sundi. Og af því að Ála-
sundsmenn eru tvímæla-
laust þeir Norðmenn, sem
mest kynni hafa af Islandi
og vegna þess að þessi
bruni er frægari en nokk-
ur húsbruni í Noregi —
jafnvel bruninn mikli í
Bergen 12 árum síðar er í
skugga hans — þykir mér
rétt að rifja þennan at-
burð upp í íslenzku blaði,
því að Áiasund er svo tengt
Islandi, að þar hittir mað-
ur tæpast karlmann á göt-
unni án þess að hann geti
sagt að haKtn hafi verið á
balli á Akureyri eða Siglu-
firði — eða Seyðisfirði og
Raufarhöfn, ef hann telst
til yngri kynslóðarinnar.
Enda varð Akureyri „vin-
áttubær“ Álasunds. En
bruninn í Álasundi varð
líka til þess að útvega ís-
landi manninn, sem kom
símanum á Islandi á fót, ef
ég man rétt.
Skömmu eftir miðnætti kom
eldur upp í „Álesund Preserv-
ing Co.“ — fyrirtæki sem sauð
niður og saltaði fiskmeti í dós-
ir. Þetta var timburhús og
vegna þess að ofsarok var,
fuku eldibrandar langar leið-
ir og kveiktu í húsum langt
undan. Áður en varir er eld-
ur kominn upp í húsum víðs-
vegar um bæinn. Þó slökkvi-
liðið hefði verið hundrað sinn-
um fjölmennara mundi það
varla hafa ráðið við eldinn,
því að þarna voru nær eintóm
timburhús og engir steinvegg-
ir milli sambyggðra húsa, eins
og farið var að nota i Reykja-
vík síðar — einmitt vegna
brunans í Álasundi.
Hitinn varð svo gífurlegur,
að slökkviliðsmennirnir gátu
ekki komizt að þeim stöðum
sem þeirra var mest þörf. Og
vatnið þraut von bráðar í nánd
við brunann. Álasundsbyggðin
er á eyjum, en sundin milli
þeirra eru svo mjó, að þau
gátu ekki teppt eldinn. „Rauði
haninn" flaug 500 metra leið
yfir eitt sundið og kveikti í
húsunum fyrir handan. Brýrn-
ar á sundunum urðu ógengar
vegna eldflugs og hita, svo
að fólk sem vildi flýja brenn-
andi heimkynni sín varð að ná
sér í báta til þess að komast
á öruggaji stað. En þeir voru
fáir í Alasundi þann sólar-
hringinn.
Af 1030 húsum í bænum
brunnu 800. Enginn bær varð
fyrir jafn mikilli eyðileggingu
í Noregi á stríðsárunum og
Álasund varð þessa hörmunga
nótt fyrir 60 árum, þegar svo
að segja allir urðu að flýja
bæinn. Flestir leituðu til ná-
grannabyggðarinnar í Borg-
und, en þar er þéttbýli. Þó
vár þar ekki húsakostur handa
öllum, svo að margir urðu að
hafast við úti á víðavangi
þangað til tjöld voru fengin og
byrjað að setja upp skýli
handa þeim, sem iríisst höfðui
híbýli sín — og aleiguna. -—
Sumar mæður höfðu jafnvel
Hannes Hafstein sneri sér til
símastjórnarinnar norsku
skömmu síðar, til þess að
standa fyrir lagningu símans
milli Reykjavíkur og Seyðis-
fjarðar, benti hún á Forberg.
Hann tók verkið að sér og
stofnaði símann og varð fyrsti
Myndin er tekin eftir að sljákka fór í eldinum. í baksýn sést
Öxlin (Aksla), hin mikla prýði bæjarins.
týnt börnunum sínum, en þau
fundust aftur. Þó undarlegt
megi heita, fórst aðeins ein
manneskja í þessum mikla
bruna, gömul kona sem hafði
bjargazt út en fór aftur
inn í húsið til þess að bjarga
einhverju, sem henni þótti
vænt um. Hún kom aldrei út
aftur.
En margir sködduðust og
sumir illa. Brunamálastjór-
inn og þáverandi bæjarverk-
fræðingur, Johannes Solem,
sem síðar varð bæjarstjóri
þar, voru bóðir nær blindir
og skaðbrenndir þegar orust-
unni við eldinn lauk að kvöldi
þess 23. jan. Þá loksins stöðv-
aðist hann við Borgundveg.
Húsin fyrir handan veginn
standa enn.
Þegar þetta gerðist bjuggu
12.400 manns í Álasundi. í dag
búa þar um 19.000 manns.
Bærinn reis fljótlega úr ösk-
unni, og vegna brunans er
hann einna nýlegasti bærinn
í öllum Vestur-Noregi. Mið-
bærinn í Bergen er að vísu
nýlegri, vegna brunans mikla
1916, og sama er að segja um
Molde, Klristiansund og fleiri
bæi, sem brunnu 1940. En eng-
inn þessara bruna jafnast þó
á við Álasundsbrunann hvað
gereyðingu snertir.
Öll þjóðin tók þátt í endur-
byggingu bæjarins og hjálp-
inni við hinar tíu þúsund hús-
næðislausu manneskjur. Hand
verksmenn og tæknifróðir
voru sendir þangað til að
byggja upp bæinn og kotna
öllu í lag.
Meðal þeirra sem sendir
voru til Álasunds til þess að
endurbyggja símakerfið, var
ungur maður, sem síðar varð
íslendingum að góðu kunnur.
Hann hét Olav Forberg, og
þótti vinna svo mikið afreks-
verk í Álasundi þá, að þegar
landssímastjórinn á fslandi.
Til brunans í Álasundi má því
rekja það happaatvik, að Is-
land fékk í upphafi þann af-
reks- og dugnaðarmann, sem
mótaði fyrirkomulag þessa
mikla og merka ríkisfyrirtæk-
is svo vel, að þess sér enn
merki. Því var spáð að síminn
yrði sligandi baggi á þjóðinni,
en það fór á aðra leið og það
var ekki sízt Ólafi Forberg að
þakka.
Ég minntist áður á að Akur-
eyri og Álasund eru „vinabæ-
ir“. Varla er það trúlegt, að
eldsvoðar hafi ráðið þessu
vali, en þó er vert að minnast
þess að þessir tveir bæir eru
methafar í stórbrunum á ís-
landi og í Noregi. Fimm dög-
um fyrir jól á fyrsta ári þess-
arar aldar varð mesti stór-
bruni í sögu íslands á Akur-
eyri, þó ekki yrði hann mann-
skæður eins og bruninn í Hít-
ardal 1148, og fimm árum síð-
ar varð annar stórbruni þar.
En líklega er það stldin
fremur en brunarnir, sem rald
ið hafa vináttusambandi þess-
ara tveggja bæja.
Sk. Sk.