Morgunblaðið - 22.02.1964, Síða 3
Lausardagur 22. fetr. 1964
• ;r •' & ' 'í <f ‘V
MORGIJN »IAÐIÐ
F Y L ÍC IR <h.f. hefur fyrir
nolskru fest kaup á togaran-
um Bjarna Ólafssyni, sem leg-
ið hefur við ank.eri á Viðeyj-
arsundi sðan í maí 1961, að
undanteknu því, er hann rak
upp i fjöru í fyrra og skemmd
ist. Togarinn hefur að undan-
fömu verið í Slippnum til við
gerðar, en liggur nú við Ægis-
garð, þar sem skipsmenn og
starfsmenn Héðins og fleiri
iðnaðarmenn vinna að því að
gera hann ferðafæran .
Blaðamaður og ljósmyndari
Morgunblaðsins brugðu sér
um borð í Bjarna Ólafsson í
gær og hittu að máli skip-
stjórann, Þorstein Auðunsson,
sem er einn af eigendum Fylk
is. Þorsteinn stendur á dekk-
inu og hefur yfirumsjón með
viðgerðunum.
„Hvenær býst þú við að
komast á sjóinn, Þorsteinn?“
„Ég veit það ekki nákvæm-
lega, en vonast til að það
verði í næstu viku. Skips-
skrokkurinn er betri en við
bjuggumst við, en ýmislegt
á eftir að gera. Þið sjáið að
heldur er sóðalegt um að lit-
ast, en unnið er af fullum
krafti. Það, sem helzt tefur
núna, er það, að mikið er af
Um borð í Bjarna Ólafssyni. Talið frá vinstri: Þorsteinn Auðunsson, skipstjóri, Sigurður K.
Árnason, 1. stýrimaður, Jón Þór Einarsson, loftskeytamaður, og Sigurjón Jónsson, 1. vélstjórL
Hvoð töpuðu trésmiðir miklu
ú verbfulli Jóns Snorru og félugu?
VERKFALL það er Jón Snorri og félagar hans stofn-
uðu til í desember sl. stóð í sex vikur eins og kunnugt
er. Kaup trésmiða var þegar verkfall hófst miðað við
tvo tíma í eftirvinnu á dag og verkfærapeninga kr.
2570,89 á viku. Þetta gerir samt. í 6 vikur kr. 15425,34.
Ákvæðisvinnan reiknuð á sama hátt ef miðað er
við lágmark það, sem málefnasamningurinn gerir ráð
fyrir, þ. e. a. s. 25% ofan á tímakaup, gerir á sama tíma
kr. 19281,67.
Hækkun sú sem trésmiðir fengu, svo sem önnur
verkalýðsfélög, sem litlu eða engu fórnuðu, var 15%.
Það gerir kr. 385,63 hækkun á viku. Það tekur því tré-
smiði um 40 vikur að vinna tapið upp og standa þeir
þá í sömu sporum og fyrir verkfall. Auk þess var sam-
ið af félaginu um lækkun á ákvæðisvinnunni (eftirv.)
um nálægt 5% frá því sem áður var hlutfallslega.
Samkvæmt því reiknað á sama hátt og áður hækkun-
in á viku í uppmælingu kr. 322. Það tekur því ákvæðis-
vinnumenn um 60 vikur að vinna upp þær kr. 19281,67
sem þeir töpuðu í verkfallinu.
Segjum svo, að Jón Snorri og félagar «éu ekki
snillingar í að gera „kjarasamninga“!
Bjarni Ólafsson aftur á sjóinn eftir
sundunum, var það að konna
úr 12 ára flokkunarviðgerð
fró Englandi. Bjarni er smíð-
aður í Aberdeen, 1947 og var
prýðilegt aflaskip undir
happasælli stjórn Jónmundar
Gíslasonar, sem núna er með
togarann Geir.“
„Er búið að ráða menn á
Bjarna?"
„Það er búið að ráða yfir-
mennina, en okkur vantar
enn mikið af mannskap. Að
vísu höfum við ráðið nokkra
háseta, en það er undir hæl-
inn lagt, hvort þeir mæta,
þegar skipið á að láta úr höfn.
Ég hef grun um að sumir
þeirra séu þegar famir á sjó-
inn á öðrum skipum. Sj ómönn
um leiðist að vera á skipi,
sem liggur við landfestar."
langa legu á sundunum
frostsprungum í vatnsrörum.
Við vinnum nú að því að
skipta um rör. Ef því veróur
lokið á morgun, getum við
hitað skipið upp um helgina,
og þá er hægt að fara að þrifa
til.“
Sigurjón Jónsson, vélstjóri,
sem var á togaranum, áðúr en
honum var lag-t, kemur nú
upp úr vélarúminu.
„Við tæmdum vatnsrörin
dyggilega hér um árið,“ segir
Sigurjón, „blésum meira að
segja úr þeim með háþrýsti-
dælu, en samt hefur orðið
eftir vatn.“
Hafið þið sett vélina í
gang?“
„Nei, en hún á að vera í
Séð yfir þilfar togarans.
lagi. Þótt við höfum ekki sett
í gang ennþó, þá erum við
búnir að kynda undir kötlun-
um og fá dampinn upp. Ljósa-
vélin hefur gengið að undan-
förnu.“
„Var skipið mjög illa á sig
komið, þegar þið keyptuð það,
fyrir 3 vikurn Þorsteinn?"
„Það fer náttúrulega mjög
illa með skip að liggja svona
í niðurníðslu, en við erum nú
að láta gera talsvert meira,
én krafizt er til að það kom-
ist í sjófært ástand. Við fáum
16 ára flokkunarviðgerð um
leið. Þegar skipinu var lagt á
STAKSTEI Wli
Þingmenn
Austur-Þýzkalands
I umræðum, sem urðu á Al-
þingi á miðvikudag um niður-
lagningarverksmiðjuna í Siglu-
firði, kom skýrt í ljós, hve þing-
menn kommúnista eru háðir'ér-
lendu valdi. í sambandi við hugs-
anlega síldarsölu til Austur-
Þýzkalands tóku kommúnista-
þingmennirnir eindregna afstöðu
með glæpamannastjórn Ulbrichts,
vildu láta ganga að skilyrðum
Austur-Þjóðverja hiklaust, þótt
allir aðrir sæju, að þau voru ó-
aðgengileg, ef fyrst og fremst
átti að hafa hagsmuni íslendinga
í huga, en vitanlega er fjarstætt
að ætlast til slíks af kommúnist-
um. Án upplýsingaöflunar, án
heimildakönnunar, án snefils af
sjálfstæðri hugsun risu þessir
umboðsmenn Ulbrichts upp á
Alþingi íslendinga og fluttu mál
harðstjórans í fangabúða- og
gaddavírsríkinu. Það er skamm-
arlegt, að slíkt skuli henda hér i
þingsölum, en við öðru er ekki
að búast, meðan kommúnistar fá
menn kosna til þingsetu.
Óreiðuríkið í austri
1 þessum umræðum kom m.a.
fram, að Austur-Þýzkaland er
sannkallað öreigaríki. Stjórn þess
hefur ekki getað staðið í skiluna
við okkur og skuldar okkur tugi
milljóna. Að vísu var vitað, að
allt er á hvínandi hausnum í
efnahagsmálum sovézka hernáms
svæðisins. Á undanförnum árum
hafa A-Þjóðverjar t.d. neyðzt til
þess að leggja bókstaflega niður
ýmsar iðngreinar, sem búið var
að veita miklu fé til, svo sem
flugvélasmiði. í landbúnaðinum
gengur allt á afturfótunum, enda
er ríghaldið í samyrkjubúskap-
inn, þótt t.d. Pólverjar minnki
hann nú stöðugt. Meira að segja
Rússar finna, að ekki er allt með
felldu í samyrkjubúaskipulag-
inu. Því má skjóta hér inn í, að
nú flytja þingmenn kommúnista
hér uppi á íslandi tillögu um
samyrkjubúskap. Fyrirmyndin er
að sjálfsögðu fengin í lögreglu-
ríkinu á sovézka hernámssvæð-
inu í Þýzkalandi.
En þótt vitað væri um bágindi
Ulbrichts og blankheit, mun það
samt hafa komið mörgum á ó-
vart, að hann gæti ekki staðið í
skilum við smáþjóð eins og Ís-
lendinga, ekki hvað sízt, þegar
tillit er tekið til hinna miklu og
glæstu húsakynna „austur-þýzku
verzlunarsendiuefndarinnar'*
Kúblunni.
Hefði vaxtalækkun
hjálpað?
Framsóknarmenn hafa mjög
klifað á því, að með því að lækka
vexti af lánum frystihúsanna,
hefði mátt leysa vanda þeirra.
Nú liggur skýrt bg óumdeilan-
lega fyrir, að sú vaxtalækkún
hefði engan vanda leyst. Vaxta-
greiðslur frystihúsa vegna af-
urðalána bankanna er óveruleg-
ur hluti af framleiðsluverðmæti
þeirra. Á árinu 1963 námu
greiðslurnar aðeins rúmu 1% aí
framleiðsluverðmæti frystihús-
anna, eða um 15 millj. kr. Vaxta-
lækkunin hefði því ekki numið
nema broti af þeim 62 millj. kr„
sem frystihúsin fá nú skv. hinum
nýju ráðstöfunum.
Eru því frekari umræður um
þetta óþarfar.