Morgunblaðið - 22.02.1964, Blaðsíða 6
ð
MORCU N BLAÐIB
r L'augaráagtir 22. febr. 19ð4
Getum haft ómetanlegt gagn af
fundum Noröurla ndaráös,
Sagði Bjarrii Benediktsson, for-
sætisráðherra, í fréftaauka I gær
í FRÉTTAAUKA í gærkvöldi
var útvarpað viðtali, sem
fréttaritari útvarpsins, Har-
aldur Olafsson, átti í gær við
Bjarna Benediktsson, for-
sætisráðherra, í Stokkhólmi.
Viðtalið fjallar um nýafstað-
inn fund Norðurlandaráðs og
fer það hér á eftir:'
— Hver voru að yðar dómi
merkustu málin, sem Norður-
landaráð fjallaði um að þessu
sinni?
— Það, sem mesta athygli
vakti voru tvímælalaust almenn-
ar umræður, sem mest snerust
um efnahagsmál. Þar var ekki
nein niðurstaða og var ekki til
þess ætlazt, en það var ljóst, að
með umræðunum var fylgzt bæði
af fundarmönnum og eins í blöð-
um, með töluverðri athygli.
Sama máli gegndi um umræður
um menningarmál, þar sem
menntamálaráðherrar héldu inn-
gangsræður og ýmsir fundar-
menn tóku síðan til máls. Mátti
segja að þar kæmust færri að en
vildu. Um hvorttveggja þetta
gildir eins og ég sagði, að ákveð-
in niðurstaða varð engin, en
margt kom fram, sem vakti menn
til umhugsunar, bæði þátttakend-
ur í fundinum og eins væntan-
lega þá, sem með umræðunum
hafa fylgzt, en hvorttveggja þess-
um umræðum var sjónvarpað um
alla Svíþjóð og ef til vill víðar
um Norðurlönd.
— Við lestur dagskrár fundar-
ins kemur í ljós að mjög fá mál
snerta ísland beinlínis af þeim,
sem þar eru tekin fyrir og mörg
aðeins lítillega og manni verður
á að spyrja hvort það svari kostn
aði fyrir okkur íslendinga að
sækja fund um svo langan veg
fyrir svo fá mál?
— Við, sem höfum sótt þessa
fundi nokkrum sinnum, hljótum
að spyrja okkur þess sama og nú
þegar ég lít yfir þær samþykktir,
sem gerðar voru og sé að þær
voru 30 talsins, þá verð ég að
játa, að flestar þeirra eru þess
efnis að ekki hefur beina þýð-
ingu fyrir okkur. Hins vegar er
á það að líta að íslenzk löggjöf
hvílir á norrænni löggjöf frá
fornu fari. Þangað sækjum við
flestar okkar fyrirmyndir og það
er okkur tii mikils gagns að geta
tekið þátt í samningu hennar og
eins lausn einstakra raunhæfra
mála, sem upp kunna að koma.
Ég held því, að þegar öllu er á
botninn hvolft, þá sé enginn vafi
á því, að við eigum að halda á-
fram þátttöku í þessum fundum
og getum haft af því ekki aðeins
ef til vill mikið heldur stundum
ómetanlegt gagn. Þarna fær mað
ur færi á, ekki aðeins að fylgjast
með, heldur ef við höfum ein-
hver áhugamál, þá að hreyfa
þeim og skýra þau fyrir öðrum.
Ég hef orðið þess var, að sumir
fundarmenn telja að við fslend-
ingar leggjum of lítið til undir-
búnings mála, ekki á þann veg
að þeir búizt við því að við leggj-
um verulega vinnu fram til upp-
lýsingar almennum málum, en
við látum okkur oft nægja að
segja að ísland hafi sérstöðu og
þeir segja þá með réttu: „Af
hverju skýrið þið ekki í hverju
þessi sérstaða er fólgin til þess
að við áttum okkur betur á að-
stöðu ykkar lands“. Og við verð-
um auðvitað að minnast þess, að
meginhluti þessara manna þekkja
ekkert til íslands, eða að minnsta
kosti sáralítið, svipað eins og er
um ailan almenning á Norður-
löndum, ekki sízt hér í Svíþjóð
og Finnlandi, þar sem eru að vísu
einstakir áhugamenn, sem láta
sér mjög títt um okkar mál og
er mjög vel við okkur, en menn
verða þess varir í viðtölum og
góðir menn játa það fúslega, að
þeir þekkja svo að segja ekkert
til íslands annað en þess fornu
sögu, vita að landið er langt úti
í hafi, en okkar sérstöðu, sem við
látum okkur nægja að vitna til
skilja þeir lítt.
— En teljið þér, að Norður-
Bjarni Benediktsson.
landaráð hafi almennt náð til-
gangi sínum?
— Ég er ekki í nokkrum vafa
um það, að þó oft sé haft á orði,
að beinn árangur sé harla lítill,
þá hafa þjóðirnar færzt mun nær
hver annarri við starfsemi Norð-
urlandaráðs. Það var t.d. athyglis
vert, sem Tryggvi Lie, gam-
alreyndur stjórnmálamaður, sagði
á fundinum, þegar hann rifjaði
upp afstöðu Norðurlandanna í
stríðslok og á fyrstu árunum eft-
ir stríð miðað við þá nánu sam-
vinnu, sem þeirra á milli er nú.
Og það er einnig hægt að segja
það og ég geri ráð fyrir að það
gildi svipað um aðra, að vegna
þeirra kynna, sem við höfum
fengið af stjórnmálamönnum og
embættismönnum á þessum fund
um, er okkur mun hægara en áð-
ur að fá ýmsar ómetanlegar upp-
lýsingar, sem geta orðið okkur
að gagni, bæði í löggjöf og stjórn
arframkvæmd. Þetta gildir ekki
einungis um íslendinga, vegna
þess að áður fyrr var það venja,
að beiðni um slíkar upplýsingar
varð að fara beina stjórnarleið
gegnum utanríkisráðuneyti og
annað slíkt. Nú talast menn beint
við um þessi efni og fá umsvifa-
laust þau gögn í hendur, sem beð
ið er um og margháttaða aðstoð.
Það er ekki hægt að segja, að í
þessu sé fólgin nein bylting, en
íyrir þá, sem eiga að starfa að
framkvæmd þessara mála þá er
þetta mjög mikið hagræði.
— í ræðu yðar við almennu
stjórnmálaumræðurnar, minntust
þér á deilur SAS og Loftleiða.
Var það mál nokkuð rætt frekar
á fundinum?
— Nei. Það var ekki rætt og
málið er ekki enn á því stigi, að
hægt sé að segja, að það væri
tímabært að taka upp um það
umræður á fundinum, þó að við
teldum rétt að því væri hreyft
til þess að það kæmi ljóst fram
hversu við leggjum mikla á-
herzlu á þetta mál, að mér gafst
færi á að tala við einstaka valda-
menn um málið, skýra okkar
sjónarmið nokkru nánar og segja
hvílíka áherzlu við legðum á það.
Ég hef enga vissa tryggingu fyr-
ir því að þetta hafi nokkur áhrif,
en þarna gafst þó færi á að koma
fram sjónarmiðum, sem ella
hefði ef til vill gengið seinna að
koma áleiðis. Eins varð ég þess
var að blaðamenn höfðu tekið
eftir málinu vegna þess að ég
hreyfði því og þó að mér þætti
ekki ástæða til að það væru höfð
nein ummæli eftir mér, þá vissi
ég um áhrifamikla aðila, sem geta
komið skoðunum sínum áleiðis,
að þeir vildu kynnast því, og
virtust okkar málstað velviljað-
ir, en ég tel þó að við skulum
hafa í huga það eitt, að það sé
talað við menn, breytir ekki
þeirra afstöðu ef um mikilvæga
hagsmuni í þeirra augum er að
ræða fyrir þeirra land og ég er
ekki of bjartsýnn um okkar vil-
halla afgreiðslu á þessu máli, en
það er enn komið svo stutt áleiðis
að um það er lítið annað hægt að
segja.
— Og næsti fundur ráðsina
verður haldinn á íslandi 1965. Er
búizt við jafn mörgum fulltrúum
þar og voru á þessum, það er að
segja 60 fulltrúum og um 40 ráð-
herrum?
— Ég geri ráð fyrir því að flest
ir þingfulltrúanna muni koma.
Þeir eru kosnir til þess að mæta
á þessum fundum og það má
segja að það sé þeirra skylda að
koma þangað. En ef til vill kem-
ur eitthvað minna af sérfræðing-
um, sem eru kringum fundina,
til íslands að vetrarlagi heldur
en ella, ef til vill eitthvað færra
af ráðherrum. Ég varð þess var
að þeim þótti nóg um að koma
einu sinni til Islands á sama
vetri. Það hafði verið ákveðið að
halda fund forsætisráðherra og
forseta ráðsins í september eða
október í Reykjavík nú, en þeg-
ár búið var að samþykkja að
hafa reglulegan ‘ þingfund i
Reykjavík í febrúar, þá hreyfðu
þeir því mjög hæversklega hvort
ekki væri hægt að hafa forsætis-
ráðherrafundinn annarsstaðar,
sem við höfðum auðvitað ekkert
á móti.
Sagði sig úr flokknum
Nú hefur Samband aust-
firzkra kvenna sent frá sér á-
skorun til mæðra um að láta
börn sín innan 16 ára ekki vera
í pólitískum flokkum — og mun
þetta þegar hafa haft þau á-
hrif, að einn nemandi í barna-
skólanum á Egilsstöðum hafi
gengið úr framsóknarfélagi
staðarins. Er spáð miklu hruni
í framsóknarfélögum eystra, ef
skriðan fer af stað og gömlu
karlarnir verða einir eftir.
Annars ætti framsókn að at-
huga hvort ekki væri hægt að
ná samkomulagi við Fæðingar-
deildina um að mannfólkið
verðí allt skráð í flokkinn áður
en það fer heim eftir fæðing-
una.
Hallgrímskirkja
„Velvakandi góður!
Þar sem nú er búið að
vekja upp gamlan draug, er
ekki lengur hægt að sitja þegj-
andi hjá. Hvað fyrir blessuðum
ungu stúdentunum okkar vakir,
með þessum skrifum um Hall-
grímskirkju, er mér ekki alveg
ljóst, en að ætlast til, að bygg-
ingu hennar verði hætt nú, er
auðvitað hrein fjarstæða að
dómi flestra hugsandi manna.
En þar sem nokkrir ábyrgir
menn í þjóðfélaginu hafa látið
í ljós mjög róttækar skoðanir
á þessu máli, þá er varla hægt
að áfellast hina ungu áhrifa-
gjörnu menn, þótt þeir hafi lát-
ið glepja fyrir sér um stund.
Allar kristnar þjóðir telja sig
hafa þörf fyrir kirkjur, og við
ekkert síður en aðrir, enda hafa
flestir söfnuðir okkar komið sér
upp kirkjum. En saga Hallgríms
kirkju er nokkuð sérstæð, eins
og Á. Th. bendir okkur á, í
mjög góðri grein, sem birtist í
Vísi fyrir nokkru. Ég þykist
viss um, að fleiri en ég hafa
rankað við sér, við lestur grein-
arinnar og farið að leggja niður
fyrir sér, hvað raunverulega er
að gerast.
Þjóðin er að reisa mikla
kirkju, Guði til dýrðar og hún
vill heiðra minningu sálma-
skáldsins góða, Hallgríms Pét-
urssonar, með því að láta þessa
stórfenglegu byggingu bera
nafn hans. Þessi hugmynd er
minnst 50 ára gömul og þessi
kirkja á að vera eign þjóðarinn-
ar allrar, enda þótt því hagi nú
þannig til, að byggingin er inn-
an sóknarmarka Hallgrímssókn
ar, sem vitanlega kemur til með
að hafa sína kirkjustarfsemi í
Hallgrímskirkju.
En við hin, utan Hallgríms-
sóknar, megum ekki láta eins
og byggingin komi okkur ekki
við, og allra sízt má það henda,
að nú komi til einhverra átaka,
sem sprottin eru af misskildu
fegurðarmati eða sparnaðarvið-
leitni, sem auk þess kemur
mörgum árum of seint.
Það er augljóst mál, að þessi
kirkja á eftir að verða þjóðinni
til mikils sóma, og er illt til
þess að hugsa, ef skuggi sundur
lyndis á eftir að hvíla yfir
henni. Enn er tími til að snúa
þessu til betri vegar, og aldrei
hefur þjóðinni boðizt annað
eins tækifæri og nú, til að sýna
félagsþroska sinn, með því að
standa sameinuð, sem einn mað
ur um það stóra átak, að full-
gera kirkjuna, sem allra fyrst.
Ég er viss um, að margir eiga
eftir að leggja hönd á plóginn,
með glöðu geði og hygg, að lista
mennirnir okkar láti ekki sitt
eftir liggja, þegar að því kemur
að skreyta og prýða þetta mikla.
Guðshús. Enda eru listaverkin
þegar farin að berast (sbr. grein
Á. Th.)
Ég vil að lokum aðeins benda
á það, að við erum nú svo lán-
söm, að teljast til þess litla
brots, eins sjötta hluta alls
mannkynsins, sem fær nægju
sína að borða á hverjum degi og
ættum því að vera þess megnug
að fullgera þessa miklu bygg-
ingu. Og fátt held ég væri okk-
ur og börnum okkar hollara,
einmitt nú, en að beina hugan-
um að þessu þarfa verki.
S. Á.“
Eldfimt efni
Eins og greinilega hefur
komið fram í blöðum og út-
varpi eru ekki allir sammála
bréfritara um, að það sé dómur
„flestra hugsandi manna“ að
halda kirkjusmíðinni áfram.
Þeir, sem andmælt hafa kirkju-
byggingunni hafa ekki gert það
vegna þess að þeir séu á móti
því að reist verði mikil kirkja
Guði til dýrðar. Að vísu eru
kommúnistar fyrirfram á móti
öllu, sem tengt er kirkju og
kristni, en hinir mörgu and-
kommúnistar, sem andmælt
hafa fyrirhugaðri byggingu,
hafa yfirleitt tekið það fram, að
þeir vilji gjarnan sjá fallegri
kirkju rísa á Skólavörðuholti.
Ágreiningurinn er sem sagt
ekki um það hvort byggja á
kirkju — heldur hvort fara á
eftir gömlu teikningunum eða
ekki. Mér virðist skrif S. Á.
nokkuð villandi í þessu tilliti.
ÞURRHLUDUR
ERb ENDINGARBEZIAR
BRÆÐURNIR ORMSSON hf.
Vesturgötu 3.
Smu 11467.