Morgunblaðið - 22.02.1964, Page 12

Morgunblaðið - 22.02.1964, Page 12
12 MOP'?"*'1*' 4ÐIÐ ! taugardagur 22. febr. 1964 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Auglýsingar: Ú tbr eiðslus t j óri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 80.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónkson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 4.00 eintakið. RAFVÆÐING SVEITANNA Cíðan raforkulögin voru sett ^ 1946, hefur verið unnið að rafvæðingu sveitanna. Raf- orkulögin mörkuðu tímamót og gáfu fólkinu úti á lands- byggðinni von um ljós og yl frá hinum ýmsu virkjunum í landinu. — Framsóknar- menn reyna að hrósa sér af miklum framkvæmdum í raf- væðingu landsins. Sannleik- urinn er sá, að þeir voru ekki í ríkisstjórn, þegar raforku- lögin voru sett og hafizt var handa í rafvæðingunni. Árið 1953 var að tilhlutan Sjálf- stæðismanna gerð 10 ára á- ætlun um rafvæðingu lands- ins. Eftir þeirri áætlun hefur síðan verið unnið að þessum málum. Árið 1955 var áætlun- in endurskoðuð og ákveðið, að framkvæmdum skyldi ljúka á árinu 1964. Eftir til- lögu raforkuráðs hefur mörg- um býlum verið bætt inn í á- ætlunina á þessu tímabili. Framkvæmdir eru því orðri- ar allmiklu meiri, en upphaf- lega var gert ráð fyrir. Eigi að síður mun áætluninni ljúka að mestu eða öllu leyti á tilsettum tíma. Framsóknarmenn eru svo djarfir að halda því fram, að framkvæmdir í rafmagnsmál- um hafi tafizt í tíð núverandi stjórnar. Þetta er hrein fjar- stæða, og vita Framsóknar- menn það, þótt þeir reyni að halda því gagnstæða fram. Framsóknarmenn átelja það, að horfið var frá því að leggja háspennulínur yfir fjöll og heiðar, áður en línur voru lagðar á milli bæja í hinum ýmsu héruðum. Ef far- ið hefði verið að ráðum Fram- sóknarmanna, hefðu há- spennulínur verið lagðar milli byggða, sem dygðu ekki til frambúðar, ef horfið verður að því ráði, sem nú er helzt rætt um, að tengja allt landið saman í eitt kerfi. Þannig hefði fjármunum verið sóað, og auk þess væru miklu fleiri býli rafmagnslaus, ef stefna Framsóknarmanna hefði ráð- ið síðustu árin. Fróðlegt er að athuga, hvernig vinstri stjórnin vann að rafvæðingu sveitanna. Oft hefur verið minnzt á árið 1958 í sambandi við þá vandræða- stjórn. Á því ári fengu aðeins 148 sveitabæir rafmagn. 1960 voru raflýst 215 býli. Árið 1962 207 býli. Gert er ráð fyr- ir, að 570 býli fái rafmagn á árunum 1963 og 1964. Hafa þá 3030 býli fengið rafmagn frá rafveitum. Samkvæmt 10 ára áætluninni var miðað við eins km fjarlægð á milli býla. Unnið er að framhaldsáætlun, og verður þá sennilega miðað við allt að tveggja km fjar- lægð á milli býla. Býlafjöldi, sem miðast við vegalengdina 1—2 km, er 850. Hafa þá 3880 býli fengið rafmagn frá samveitum. — Býli, sem eru með meiri en 2 km millibili að meðaltali, eru 1270. Gera má ráð fyrir, að rafmagnsmál þessara býla verði að leysa fyrst um sinn með dísilvélum. í framhalds- áætluninni, sem nú er unnið að, er gert ráð fyrir, að öll býli á landinu hafi fengið raf- magn árið 1970. Öruggt er að rafvæðingin væri skemmra á veg komin, ef Sjálfstæðismenn hefðu ekki farið með þessi mál og mótað þá stefnu, sem unnið er eftir. íslendingar hafa lengi búið við myrkur og kulda, og það er sameigin- legt áhugamál þjóðarinnar allrar, að birta og ylur raf- orkunnar nái til allra þegna þjóðfélagsins, hvar sem þeir eru búsettir. FLAUTULEIKAR- INN í HAMELN OG BARNA- VEIÐAR FRAM- SÓKNAR Darnaveiðar Framsóknar- ** flokksins hafa vakið mikla athygli og almenna for- dæmingu fólks um land allt. Það mun að vísu ekki nýtt fyrirbæri, að Framsóknar- menn flokksbindi börn í fé- lögum sínum; hins vegar er atgangur þeirra slíkur um þessar mundir, að almenningi hrýs hugur við. í fyrradag var lesin í há- degisútvarp aðvörun frá Sam bandi austfirzkra kvenna, sem hljóðaði svo: „Austfirzkar húsmæður og mæður! Af gefnu tilefni viljum við beina þeim tilmælum til yðar, að þér standið vel á verði gegn því, að börn yðar og unglingar innan 16 ára aldurs séu skráð inn í pólitísk flokksfélög. — Stjórn Sambands austfirzkra kvenna“. Orsök þessarar tilkynning- ar var sú, sem áður hefur ver- ið skýrt frá í Morgunbiaðinu, að við stofnun Félags ungra Framsóknarmanna austur á Hin þrjú gervi Peters Sellers, talið frá vinstri: forsetinn, enski maðurinn. Ný kvikmynd um dómsdag Peter Sellers í þrem aðal- hlutverkunum GEÐVEIKUR bandarískur hershöfðingi ýtir á hnappinn, sem kemur af stað Vetnis- sprengjuárás. Amerísk flug- vél stefnir til Sovétríkjanna. Forseti Bandaríkjanna getur ekkert aðhafzt. Dómsdagur er skammt undan. Þannig er í stuttu máli efni nýrrar kvikmyndar, sem frum sýnd var samtímis í þremur stórborgum um síðustu mán- aðarmót: í New York, Toronto og London. Þrjú aðalhlutverk in leikur hinn nýtrúlofaði Pet er Sellers: forsetann, sem get- ur ekki afstýrt voðanum, enska liðsforingjann, sem á ekki nóga peninga, og þýzka vísindamanninn, sem hefur ógnvekjandi áætlanir á prjón- unum. Kvikmyndin ber nafnið „Dr. Strangelove", er að nokkru leyti byggð á skáld- sögunni „Tveir tímar til dóm- dags“. Leikstjórinn er Stan- ley Kubrick, sá sami og stjórn aði kvifemyndunum „Lolita“ og „Spartacus". Kvikmyndin fékk misjafnar undirtektir og yfirleitt vissu áhorfendur ekki hvort þeir áttu að hlæja eða gráta, klappa eða hneykslast. Allir hlógu þó, þegar Dr. Strange- love, maðúrinn sem hafði lært að elska sprengjuna, kepptist við að segja forsetanum hvern ig umhorfs væri í heiminum liðsforinginn og þýzki vlsinda eftir dómsdag. Aðeins úrvalið af mannfólkinu (þar á meðal hann-sjálfur) gætu lifað þetta af, í hlutfallinu einn á móti tíu (10 konur á móti einum karlmanni). Ef svo óheppi- lega vildi til, að Rússarnir hefðu fengið sömu hugmynd, þá væri um að gera að vera fyrri til og loka holunni, sem þeirra úrval hefði grafið sig niður í. Síðan kom martröðin. Það er ebki hægt að stanza vélina. Hún geysist áfram í átt til tak marks síns, rússnesk raketta hittir hana, en vélin heldur áfram eilítið sköddiuð. Það er ekki hægt að losa vetnis- sprengjuna nema flugmaður- inn skríði niður í sprengju- geymsluna og opni hlerann. 'Það tekst, og hann þýtur til jarðar klofvega á óffeskjunni, æpandi og fálmandi út í loft- ið. Einn maður deyr, síðan 160 milljónir. I Lokið sést gorkúlulaga mökkur breiðast yfir tjaldið, og Vera Lynn syngur: „We‘H meet again-.... don‘t know where“. SÞ fá Balzan verðlaun Níu milljón kr. minningargjöf um Kennedy forseta Mílanó, 20. febr. AP. BALZAN-stofnunin í Mílanó tilkynnti í dag að hún hefði úthlutað Sameinuðu þjóð- unum friðarverðlaunum stofnunarinnar fyrir árið 1963. Segjast talsmenn stofn- unarinnar vilja með þessu heiðra minningu Kennedys forseta, og vitna í ræðu, sem forsetinn hélt um SÞ tveim- ur dögum áður en hann var myrtur. Ekki var tilkynnt hvað verðlaunin eru há, en áætlað að þau nemi um níu milljónum króna. Balzan-stofnunin, sem heitir efti-r ítalsk-svissneska blaða- manninum Eugenio BaLzan, veit- ir árlega þrenns konar verð- Laun, þ.e. friðar-, bókmennta- og vísindaverðlaun, og nema verð- Friðarverðlaunin 1962 hlaut Launin alls um 22 miLLjónum kr. Jóhannes páfi. U Thant, framkvæmdastjóri SÞ, skýrði frá því í New York að formaður Balzan-stofnunar- innar, Enrico Zucca prófessor, hafi í dag komið á fund hans til að tilkynna verðlaunaveiting- una. f tilkynningunni segir að ákvörðun um veitinguna hafi verið tekin með tiLLiti til ræðu, sem Kennedy forseti hélt 20. nóvember sl., tveimur dögum fyrir morðið í Dallas. Bar Ken- nedy mikið Lof á SÞ fyrir bar- áttu samtakanna fyrir friði f heiminum og aðstoð við van- þróuð ríki. Með veitingu verð- Launanna viLL stofnunin einnig heiðra minningu Kennedys for- seta, og þakka baráttu hans fyr- ir friði í heiminum og fyrir jafn rétti kynþáttanna í Bandaríkj- unum, segir í tiIkynningunnL Egilsstöðum fyrir stuttu var börnum smalað úr barnaskól- um á Hérgði í þetta félag. Voru ýmis gylliboð uppi höfð, til þess að laða börnin að, svo sem ókeypis dansleikir. Hér í Reykjavík leita ungir Framsóknarmenn opinskátt eftir unglingum allt ofan í 12 ára aldur, en stjórpmálasam- tök annarra flokka miða sem kunnugt er við 16 ára aldur. „Tíminn“ færir það eitt sér og sínum til varnar, að hér sé um „hreint æskulýðsstarf“ að ræða. Það má einu gilda, hvort Framsóknarmenn kalla þess- ar annarlegu barnaveiðar sín- ar „hreint“ eða óhreint æsku- lýðsstarf. Hitt stendur eftir, að hér hefur pólitískur ofsi leitt unga Framsóknarmenn í ógöngur. Væri þeim sæmst að láta nú af ofstæki sínu og ó- svífni í þessum efnum, skila börnunum og taka upp sið- menningarlegri hætti í starf- semi sinni. Að öðrum kosti mega þeir búast við að fá sömu eftir- mæli og flautuleikarinn, sem kom til Hameln í Þýzka- landi á þrettándu öld og lokk- aði börnin inn í f jallið Kopp- enberg með tónlist sinni. Nú er reynt að tæla börn með dansmúsík í Heiðnaberg Fram sóknar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.