Morgunblaðið - 22.02.1964, Page 15

Morgunblaðið - 22.02.1964, Page 15
f Laugardagur 22. feHr. 1964 4 #) f £) 15 setar NorðurlandaráSs, frá vinstri: Harald Nielsen, Danmörk, Bertel Ohlin, Svíþjóð, Karl August-Fagerholm, Finnland, Sig urður Bjarnason, ísland, og Nils Hönsvald, Noregur. Forsætisráðherra Svíþjóðar, Tage Erlander, og Jens Otto Krag, forsætisráðherra Daiunerkur. Keino Lehto, forsætisráðherra Finnlands. forsætisráðherra Noregs, Einar Gerhardsen. L — Fiskifræðingarnit Framh. af bls. 14 fiskigöngur í Djúpið, síðan þær byrjuðu. Geta má þess nærri að þar sem 10 til 20 bátar eru með skömmu millibili hér inni í Djúp inu á fulldýpi, að þar muni ekki órennilegt fyrir fiskinn að fara Uim. Það er sannað mál, að þegar bátarnir draga botnvörpur sínar eftir leirbotni hvort heldur er tim dragnót eða rækjutroll að ræða, að þá gruggast leirinn upp, meir og minna, jafnvel svo að nær upp í sjólokin, þar sem er nú straumlaust eða straumlítið. Það er líka staðreynd, að þar sem veiðarfæri þessi hafa komið nærri fiskilínu þar sem hún hefir verið lögð og fiskur bitið á öngla, hefur fiskurinn verið dreginn úr djúpinu sem „kokkur“. Það er dauður með tálknin full af leir. Fiskurinn heldur ekki staðið stundinni lengur við þar sem (þetta á sér stað. Líkja mætti þessu ástandi við brennandi hús fullt af reik, sem allt lifandi flýr, ef þess er kostur. Það verður heldur ekki gengið fram hjá því, að þorskanetaveið- ar innfjarða eru vægast sagt mjög varhugaverðar. Það eru nokkur ár síðan að mikill afli fékkst hér um tíma í ísafjarðar- djúpi. Var þá veiðisvæðið allt frá Lóndjúpi út undir Bolungarvík. Síðan má segja að fiskur hafi ekki gengið í Djúpið til þess að standa þar við, og verða að gagni. Það eru nú liðin um 27 ár síð- &n byrjað var á rækjuveiðum hér við Djúp. Nokkur fyrstu árin var Hest- fjörður áðalveiðisvæðið og ent- ist þar veiðin allmörg ár enda bátarnir fáir til að byrja með, 1 til 4. En brátt fjölgaði bátun- um við veiðarnar, sem þá dreifðu sér um alla aðra firði hér vestan Djúps. Þegar rækjunni svo fækk aði var horfið að fiskimiðunum á fulldýpi og með höllurn beggja vegna Djúpsins. Flestir munu svo bátarnir við veiðarnar hafa orðið á síðastliðnu ári, 16 að tölu, eins og áður er sagt. Áður en rækjuveiðarnar hófust hér við Djúp, árið 1936, mátti svo heita að krökt væri af smá- fiski á hverju sumri og hausti, kring um hvern bcða og grunn hér í Djúpinu. Dvöl smáfisks- ins á þessum stöðum fór nokkuð eftir tíðarfari. Legðist hann niður snemma að haustlagi, hvarf bút- ungurinn fyrr af grunninum en ella. Oftast fór hann um og eftir áramótin. Dýpkaði þá stundum á sér fram í hallana beggja vegna Djúps. Annars máttí svo heita að smáfiskur og smáufsi héldi sig víðasthvar hér uppi við landsteina ekki hvað sízt þar sem dýpi var nokkuð. Var ekki óvanalegt hér í Vigur þegar gott var veður og kyrrt við landið, að veiddist jafnvel í hálfsettum bát á flæði í soðið fyrir heimilisfólkið og stundum miklu meira. Haustið 1946 fór ég með ungling nokkrar báts- lengdir frá landi fram fyrir bæjarskerin. Þetta var á Þorláks- messu. Veiðarfærið var handifæri og beitan nýveiadur ufsi og kræklingur. Logn var en aðeins freststirningar. Á einni og hálfri klukku- stund drógum við þarna 150 bút- unga, suma all væna allt að 15 þuml., trúlega 2 til 4 vetra gamia. Efalaust mun þessi smáfiskur hafa verið þarna á leið sinni til hafs sbr. kenningar Dr. Bjarna Sæmundssonar. Sló rauðum lit (þaralit) á sumt af þessum smá- fiski. Þannig hafði þetta gengið ár eftir ár svo iangt sem ég man eftir mér sem krakki, enda ég snemma til í tuskið við bútungs- veiðarnar á lausabryggjunni sem til var í Vigur. En ú.r veiðinni dró eftir þvi sem árin liðu. Einkum þó eftir að rækjuveiðarnar höfðu staðið 10 til 15 ár. Tilfinnanlegust var þó fækkun þessa fiskungviðis nú á seinustu 7 til átta árunum og segja má nú að hvergi sé bút ung að fá hér á sömu stöðum og áður, ekki einu sinni á pönnuna eða í pottinn. Efalaust má hér um kenna þeirri hóflausu rányrkju sem átt hefur sér stað hér á fjörðunum og í Djúpinu frá því er rækju veiðar byrjuðu hér. Úr fiski- gengd í Djúpinu hefur og dregið mjög á sama tíma og er slíkt ekki undarlegt. Öll sú ungfiska mergð sem drepin hefur verið á uppeldisstöðvunum hér í Djúp- inu hefur skiljanlega aldrei kom ið í gagnið. Því hefur verið haldið fram af fiskifræðingunum okkar, að sjálfsagt væri að gernýta rækj- urnar svo mikill gjaldeyrir, sem fengist inn í landið vegna veið anna. Svo og að stórkostlegt at- vinnuspursmál rækjuveiðarnar væru fyrir þjóðina. Hvorugt þetta getur staðist. Fljótlega mundi Jón Jonsson geta séð í hagtíðundunum hver innfluttur gjaldeyrir er vegna þessara veiða frá því að rækju veiðar byrjuðu. Gjaldeyririnn er hverfandi lít ill samanborið við tjónið, sem af rækjuveiðunum hefur hlotizt. Þýðingarmiklar uppeldisstöðvar ungfisks hér við ísafjarðar- djúp hafa verið gereyðilagðar. Stórkostleg fjárfesting hefur átt sér stað, sem líklega tugmilljón- um skiptir. Verkamiðjur hafa verið reistar yfir rándýrar vélar til þess meðfram að geta losnað við fólkið til að „pilla“ rækjurn ar. Vélar í bátunum margra eða allflestra hafa verið endurnýj aðar og veiðarfæri verið keypt dýrum dómum. Rækjan í sjónum er á þrotum að sögn sjálfra rækjuveiðimann- anna og miklu fé er nú árlega varið til að leita að rækjumið- um hringinn í kringum landið, sem vonandi fynnast ekki fleiri i innfjörðum. Allstaðar vantar nú fólk til að vinna. Fleiri og færri bátar standa nú á kambinum, sem kall að er vegna þess að sjómenn vatnar á þá. Fólk hefur orðið að sækja út úr landinu til þess að koma bátunum á flot til veiða. Stöðugt bætast við ný og dýr skip í veiðiflotann. „Fleira fólk. fleira fólk“, er viðkvæðið í dag. Það væri ekki úr vegi -held ég að beina þessum fáu en rösku sjómönnum, sem á rækjuflotan um eru (tveir og tveir á hverj- um bát) þangað sem þörfin er meiri á fiskiveiðiflotanum. Væri það lika eitthvað karl- mannlegra að vinna þar, heldur en baka sig í sólskininu og góða veðrinu á innfjörðunum hér í Djúpinu eða þá á fiskimiðum Djúpsins. En þetta tekur nú vonandi bráðum enda. Krafa allra hugs- andi manna hlýtur að vera sú, að rækjuveiðar verði þegar bann aðar hér í ísafjarðardjúpi í þeirri von að Uppeldisstöðvar hér í Djúþ inu byggist nú aftur upp að sjálfu sér og komi aftur í gagnið til uppbyggingar fiskistofninum, sem þarfnast þess vissulega við. Að þessu ættu allir fiskifræð- ingarnir okkar að vinna eftir- leiðis og yfirgefa villigötur þar sem þeir undanfarið hafa villzt á. Hve langan tíma það tekUr getur reynslan ein skorið úr um. Hætt við að hann geti orðið langur. Heyrzt hefur að nýlega hafi á fiskideildarfundi verið vakið máls á því að koma þyrfti upp sem fyrst klakstöð fyrir þorsk- inn einhversstaðar hér á Vest- fjörðum ef verða mætti til þess að bæta eitthvað fyrir vanhugs- uðu meðferð sem uppeldisstöðv- ar ungfisks þar hafa orðið fyr- ir vegna rækjuveiðanna. Efalaust er hér um þarft mál- efni að ræða en sem kostar mik- ið fé. Vænta mætti, að þeir sem í mörg ár undanfarið hafa unnið að þessum lifvænlega! atvinnu- vegi og efnast af honum létu nú ekki á sér standa að styðja þarft málefni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.