Morgunblaðið - 22.02.1964, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 22.02.1964, Qupperneq 17
\ Laugardagur 22. febr. 1964 MORCUNBLAÐIÐ 17 1 ÁMÁ BITSTJÓBAH: BIRGIH ÍSL. GUNNARSSON OG ÖLAFUH EGILSSON Spillíng og stjórnarf ar AÐ UNDANFÖRNU hefur mönnum orðið mjög tíðrætt um þau miklu afbrotamál, sem komizt hafa upp að und- anförnu. Hafa þau vissulega bent til þess, að siðferði á sviði viðskipta og fjármála er á mjög lágu stigi hér á landi. Margir hafa látið í ljós skoð anir sínar á orsökum þessara meinsemda og sýnist sitt hverjum. Það er reyndar eðli- legt, því að margar orsakir munu vafalaust vera fyrir hinum tíðu afbrotum. Morgunblaðið hefur rétti- lega á það bent, að það stjórn arfar, sem við íslendingar höf um búið við í áratugi, eigi vafalaust töluverðan þátt í fjármálaspillingunni. Hér hafi verið sett allskyns lög og reglugerðir, sem gert hafi ýmsar hversdagslegar athafn- ir manna að lögbrotum, og hafi það verið andstætt réttar vitund almennings. Menn hafi því meira og minna reynt að fara í kringum slík lög og afleiðingin hafi orðið vaxandi virðingarleysi fyrir lögum, sem sé ein meginundirrót þeirrar spillingar, sem alltaf öðru hverju hafi komið fram í dagsljósið. Enda þótt slíkt stjórnar- far sé vissulega sannkallað „vinstra stjórnarfar", hefur enginn einn stjórnmálaflokk- ur borið ábyrgð á bví. í»ar eru allir samsekir að einhverju leyti. Sum blöð eins og t. d. Al- þýðublaðið hafa mótmælt því, að slíkt stjórnarfar eigi sök á spillingunni. Á það sjónarmið verður ekki fallizt hér, heldur á það bent, að stjórnarfar, sem felur það í sér, að yfir- völdin reyna að hafa afskipti af hinum smæstu athöfnum manna í daglegu lífi, er lík- legt til að leiða til meiri eða minni spillingar. Menn eru settir á sakamannabekk veg'na brota á einhverjum bönnum, sem enga stoð eiga í réttar- vitund þjóðarinnar. Til frekari rökstuðnings þessari skoðun og þar sem búast má við, að margt yngra fólk muni óljóst eftir þessum tímum, skulu hér rifjaðir upp nokkrir dómar úr dómasöfn- um, sem sýna dæmi þess hvaða athafnir voru taldar til afbrota fyrir fáum árum síð- an. Árið 1952 var kveðinn upp I Hæstarétti dómur, er ákæru- valdið höfðaði gegn manni nokkrum í Reykjavík í tilefni þess, að hann hafði byggt bíl- skúr á lóð sinni. Tilefni máls- sóknarinnar var kæra fjár- hagsráðs til sakadómara vegna þess að hlaðinn hefði verið upp bilskúr á ákveðinni lóð hér í borg án þess að fjár- hagsráð hefði leyft. Við ítar- lega rannsókn málsins hjá sakadómara kom í Ijós, að ummál skúrsins reyndist vera 4x10 metrar og 300 múrstein- ar höfðu verið notaðir við að hlaða skúrinn upp auk steypu í grunn. Eftir langar saka- málsrannsóknir var kveðinn upp dómur í málinu og mað- urinn í Hæstarétti dæmdur til greiðslu sektar að upphæð kr. 1800,- og skyldi 12 daga varð- hall koma í stað hennar, ef hún yrði ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dómsins. í Hæstarétti árið 1951 var kveðinn upp dómur í máli, sem ákæruvaldið höfðaði gegn manni nokkrum, þar sem hann hafði án leyfis fjárhags- ráðs reist girðingu úr stein- steypu í kringum nýbyggt hús sitt. Hér var um að ræða garð, sem var 20—30 m. lang- ur og röskur 1 m. á hæð. Kostnaðarverð garðsins „sam- kvæmt óhögguðu mati dóm- kvaddra manna“ reyndist vera kr. 10.910,00. 1 Hæsta- rétti var ákærði talinn hafa gerzt sekur um brot á til- greindri reglugerð, sbr. til- greind lög og var því dæmd refsing fyrir þetta háttalag. í Hæstarétti var árið 1948 kveðinn upp dómur, er vald- stjórnin höfðaði gegn leigu- bifreiðastjóra í Reykjavík, vegna þess, að hann hafð: ek- ið bifreið sinni til mannflutn- inga gegn gjaldi að næturlagi. t reglugerð frá árinu 1947 hafði verið sett bann við ónauðsynlegum akstri leigu- bifreiða til mannflutinga milli kl. 23 og 7 nema fyrir tiltekna tölu bifreiða og þá með sérstöku leyfi stjórnar- valda. Þessa reglugerð þótti ákærði hafa brotið með því að stunda atvinnu sína um nætur án leyfis. Fyrir þetta athæfi var leigubifreiðastjór- inn 'dæmdur til refsingar í Hæstarétti, en reglugerð sú, sem brotin var, átti rætur að rekja til benzínskömmtunar, sem var á þessum tímum. Hér eru aðeins rakin þrjú dæmi úr dómasöfnum, þar sem mönnum var dæmd refs- ing fyrir athafnir, sem alls ekki teljast glæpir eða afbrot í hugum fólks. Hér höfðu ver- ið sett bönn, sem áttu sér enga stoð í réttarvitund al- mennings. „Með lögum skal land byggja“ og að sjálfsögðu var nauðsynlegt aö framfylgja þesum lögum, þar eð þau voru í gildi. En engum dettur í hug, að slíkt stjórnarfar sé líklegt til að skapa virðingu fyrir lögum og rétti. Sem betur fer hefur nú ver- ið breytt um stefnu og frjáls- ræði er nú meira í viðskiptum manna. Vonandi verður hald- ið áfram á þeirri braut, en á sama tíma verður að taka stranglega á öllum afbrotum og reyna að uppræta þá fjár- málaspillingu, sem hér ríkir. B.Í.G. SUS þing um næstu helgi XVII þing Sambands ungra Sjálfstæðismanna verður haldið í Reykjavík um næstu helgi. Þingið verður sett í Lídó kl. 8.30 föstudagskvöldið 30. marz. Þingið mun siðan halda afranx a laugardag og sunnudag og munu þingslit fara fram á sunnudagskvöld í hófi þingfull- trúa. Félög ungra Sjálfstæðismanna eru beðin að til- kynna skrifstofu SUS kjör fulltrúa á þingið sem fyrst. • * __ Oflug starfsemi Æsku- lýðssambands Islands ÆSKULÝÐSSAMBAND íslands hefur fyrir nokkru gefið út skrá yfir þau námskeið og ráðstefnur, sem það fyrirhugar að halda fyr- ir félagsmenn í aðildarsambönd- um sínum seinni hluta vetrar. Sum þessara námskeiða hafa þeg ar verið haldin og verður þessi starfsemi Æskulýðssambandsins rakin hér stuttlega. Viðamest af þessum ráðstefn- um nefndist Félagsstarfsemi ungs fólks — gagnsemi þess og vanda- mál. Var hún haldin 1. febrúar að Gamla Garði. í fjarveru for- manns setti varaformaður Æ.S.Í., Helga Kristinsdóttir, ráðstefnuna og rakti aðdraganda hennar. Síð- an voru flutt tvö framsöguer- indi, og verða aðalatriði þeirra rakin hér. Fyrri ræðumaður var síra Sig- urður Haukur Guðjónsson. Rakti hann hvernig staða unglingsins í þjóðfélaginu hefur breytzt með breyttum þjóðfélagsháttum. Áð- ur gengu börn til starfs við hlið foreldranna og voru fyrr kraf- in um hlutdeild í þjóðarbúskapn um. Á þann hátt öðluðust þau meiri þroska og eins og uxu inn í þá ábyrgð, sem þjóðfélagið lagði þeim síðar á herðar. í dag eru gerðar miklar kröfur til ungs fólks á vinnumarkaðnum. Öll störf krefjast meiri og meiri sér- hæfni, og æ hærri aldurs af þeim, er vilja nema þau. Þjóð- félagið krefst þess, að lengur sé litið á unglinga sem börn, því það tekur síðar við þeim sem fullgildum þegnum en áður var En unglingur 14—15 ára gerir kröfu til að vera tekinn sem full- orðinn væri og reynir allt til þess að sanna að svo sé. Hér kemur til kasta æskulýðsfélag anna. Margt gera þau vel, en sum þeirra hafa ekki fylgzt með þeirri þróun, sem orðið hefur og þurfa því að umsteypast til þess að ná til unglinganna. Ræðu maður taldi breytinga þörf á þessu sviði og kom fram méð þá 'hugmynd, að æskulýðsstarfsem- inni yrði stjórnað af til þess völdum nefndum, sem hefðu með höndum umsjá starfsins á stór- um svæðum. í nefndirnar yrðu valdir hæfir menn, sem_ hefðu þekkingu á málefninu. Á veg- um nefndarinnar ættu síðan að starfa ráðunautar, sem væru til leiðbeiningar hjá hinum ýmsu félögum. Þá yrði starfsemi líkra félaga samræmd, svo að ekki yrði hætta á að þau ynnu öll að því sama. í framhaldi þessa ræddi frummælandi starfsvanda- mál í félagslegu starfi og taldi, að 14 ára unglingar ættu ekki samstöðu með 18—20 ára ungl ingum, og þyrftu því aldurstak- mörkin að vera gleggri en nú er. Jafnframt taldi hann athug- andi hvort ekki væri tími til kominn að færa lágmarksaldur innan almennra æskulýðsfélaga upp fyrir aldurstakmark skyldu- námsins. Sigurður Haukur taldi háa fé- lagatölu ekkert takmark í sjálfu sér í félagslegu starfi, heldur væri hitt aðalatriðið: Hvað veit- ir félagið þeim, sem í það rit- ast? Síðari framsögumaður var Ragnar Kjartansson, framkv.stj. Hann kvað vandamál æskunnar að nokkru að kenna hinu ófull- komna og lélega skipulagi æsku- lýðsstarfseminnar hér á landi, og taldi að eina leiðin til úrbóta væri sú, að til kæmu sérhæfðir launaðir starfsmenn æskulýðsfé- laga, er sæu um ýmis konar skipulagsstarfsemi og störfuðu með áhugamönnum. Kom hann fram með þá hugmynd, að sett verði á laggirnar æskulýðsmála- stofnun, sem standi mitt á milli hins opinbera og Æ.S.Í. Hlutverk stofnunarinnar verði m.a. að vinna að hvers konar hagsmuna- málum ungs fólks í landinu, veita æskulýðsfélögum alla hugsan- lega aðstoð, þ.á.m. fjárhagsað- stoð. Stofnunin myndi standa fyrir fræðslustarfsemi ýmis kon- ar, svo sem með útgáfu bæklinga um ýmis málefni, er snerta ungt fólk, með útvegun og gerð kvik- mynda svo og ýmis konar nám- skeiðahaldi. Með stjórn stofnun- arinnar fari sérstakt æskulýðs- ráð, sem að hálfu verði kosið af Alþingi og að hálfu af ÆSÍ. Fjárveitingar til stofnunarinn- ar sem slíkrar mætti hvergi skera við nögl. Taldi hann ís- lendinga ekki hafa efni á því frekar en aðrar þjóðir, að sýna þessum málum vanrækslu né forðast að taka á þeim með festu. Þegar framsögumenn höfðu lok ið máli sínu, skiptust þátttak- endur niður í umræðuhópa, sem tóku til umræðu etfirtalin efni: 1. Hvernig er hægt að örva al- menna þátttöku í félags- starfi? 2. Fjárhagserfiðleikar æsku- lýðsfélaganna. 3. Hve víðtæk er áfengis- og tóbaksneyzla ungs fólks og hver eru ráð við henni? Eftir að umræðuhóparnir höfðu fjallað um málin söfnuð- ust þátttakendur saman og ræddu niðurstöður hópanna. Sérhæfðar ráðstefnur Þá hafa verið skipulagðar tvær ráðstefnur um sérhæfð vanda- mál. Verður hin fyrri, er fjallar um Útgáfustarfsemi æskulýðsfélaga, haldin sunnudaginn 1. marz í setustofu Gamla Garðs, klukkan 13,30. Flutt verða stutt framsöguerindi. Hafsteinn Guð- mundsson, prentsmiðjustjóri, ræð ir þann þátt útgáfustarfseminnar er snýr að prentsmiðjunni og gef ur ýmsar leiðbeiningar. Gísli B. Framh. á bls. 13. Erling Sigurðsson (t.v.) og Böðvar Hauksson (t.h.) starfa vió spjaldskrá Heimdallar. Vinna ötult starf / þágu Heimdallar TÍÐINDAMAÐUR síðunnar heim sótti nýlega húsakynni Héim- dallar F.U.S. í Valhöll. Var þar margt pilta og stúlkna við vinnu að spjaldskrá og frágangi félags- skírteina. Tókum við þar tali þá Böðvar Hauksson og Erling Sigurðsson, sem veita spjaldskrárnefnd fé- lagsins forstöðu. Við spyrjum þá um helztu verkefni nefndarinnar og verður Böðvar fyrir svörum: „Sem kunnugt er, eru í Heimdalli um 3.000 manns, gefur það því auga leið að mjög mikil vinna liggur í því að halda réttri svo stórri spjaldskrá. Mikið er um að fólk flyzt á milli bæjarhluta og mætti segja mér, að árlegar heimilisfangabreytingar, hjá þess um 3.000 meðlimum Heimdallar, séu um 400 á ári. Nefndin sér því um að afla þessara leiðréttinga, og koma þeim inn á hvoru tveggja, spjaldskrá og plötuskrá félagsins, sem notuð er til að þrykkja-utan á bréf til félags- manna. Ennfremur liggur nokkur vinna í að setja nýja meðlimi inn á skrá, en á síðastliðnu ári voru þeir t.d. um 400“. Við spyrjum þá félaga, hvort breytingar séu miklar á félagatalinu, og skýra þeir okkur frá því, að upp úr fé- laginu hafi á síðasta ári gengið um 150 manns, þ.e.a.s. þeir, sem urðu 36 ára á árinu. Flest af þessu fólki gengur síðan í Landsmála- félagið Vörð. Milli 40 og 50 félags menn fluttu úr bænum, út á lands byggðina eða fóru utan. Auk þess, sem nefndin hefur eftirlit með öllu þessu, sér hún einnig um framkvæmdir og frágang- þess, sem stjórn félagslns sendir fé- lagsmönnum, hvort heldur er fé- lagstíðindi eða ýmiss konar bréf, starfsáætlanir eða bæklingar. Á þessu öllu má sjá, að það krefst ekki lítillar vinnu að sjá um fyrrgreind störf, fyrir þetta stærsta og öflugasta æskulýðsfé- lag landsins. Við tefjum þá fé- laga því eigi lengur og þökkum þeim fyrir greinargóð svör, en jafnvel eigi að síður fyrir ötullt starf og fórnfýsi í þágu Heim- dallar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.