Morgunblaðið - 13.03.1964, Blaðsíða 3
r Fóstmlncw 13. mnr7 1964
MORGUNBLAÐIÐ
EINN morguninn í vikunni
sem leið, vaknaði ég við drun-
ur og undirgang úti á göt-
unni. Dyrabjallan hringdi, og
úti fyrir stóð maður og sagði:
„Færiði bílinn, það á að fara
að malbika." Það stóð heima,
þarna var komin stór jarð-
ýta, sem skóf allan óþarfa
jarðveg hir götunni og ýtti
honum saman í stóra hauga.
Þegar maðurinn sem býr á
móti ætlaði að fara í vinn-
una, var kominn svo hár stall-
ur við innkeyrsluna hjá hon-
um, að ekki var bílfært út.
Hann hristi höfuðið mæðu-
lega og arkaði af stað á næstu
strætisvagnastöð.
Strákarnir dönsuðu af kaeti þegar vélskóflan renndi sér í binginn.
„Nú veriw ekki lengur
hægt að stífla pollana"
Þegar leið að hádegi voru
komnir stórir moldarbingir
sem seiddu til sín aragrúa
af krökkum. Strákarnir hlupu
upp haugana með háværum
búkhljóðum, léku ófærubíla
og spóluðu í brekkunni, svo
moldin þyrlaðist aftur undan
þeim. Það var stafalogn, sól-
skin öðru hvoru og allir voru
búnir að leggja úlpuna á hill-
una. Upp úr hádeginu fór að
heyrast nýtt hljóð, sem öðru
hvoru þyngdist og varð að
svipuðu urri og maðurinn
minn gefur frá sér, þegar
hann hnýtir skóreimarnar.
Nú var komin heljarmikil vél-
skófla, sem rótaðist um, tók
tilhlaup og stakk tönninni á
bólakaf í hrúgurnar og vöru-
bílarnir biðu í röðum til að
flytja moldina í burtu. Nú
höfðu krakkarnir safnazt upp
á hrúguna sem verið var að
moka úr, og þegar skúffan
lyftist hoppuðu þeir og döns-
uðu á hrúgunni og kútveltust
niður hana öðru hvoru. Ég
gat auðvitað ekki á mér set-
ið að grípa upp myndavél.
Þegar ég kom á vettvang
voru bílarnir farnir í bili og
strax komu tveir pottormar og
sögðu: „Heyrðu, ætlarðu að
taka mynd af okkur?“
„Nei,“ svaraði ég, „ég ætl-
aði bara að taka mynd af vél-
skóflunni.“
„Nú, jæja,“ sögðu þeir og
misstu allan áhuga. En svo
kom lítill glókollur í blárri
peysu og bláum sokkabuxum
og spurði:
„Heyrðu, kemur mynd á
filmuna þegar þú ýtir á takk-
ann?“
„Nei,“ sagði ég, „ekki fyrr
'en búið er að framkalla.“
„Núú.“
„Finnst þér gaman að vera
í moldarbingnum? “ spurði ég.
„Alveg svakalega." p
„Detta strákarnir aldrei
ofan í skúffuna?"
„Nei, nei, það var bara einn
sem var svo agalega kaldur
og hángti í henni.“
Tvær litlar stelpur komu
að skóflunni, skóflustjórinn
var búinn að kveikja sér í
sígarettu meðan hann beið
eftir bílunum, og stelpurnar
spurðu auðvitað: „Hvað heit-
irðu, manni?"
Nú voru strákarnir orðnir
leiðir á að leika jeppa og tveir
þeirra ultu niður hrúguna í
áflogum. Það endaði auðvitað
með því að sá stærri varð
ofan á, en að lokinni orust-
unni hefndi sá minni harma
sinna með því að velja and-
stæðingnum ný og viðeig-
andi nöfn. Ég og glókollur-
inn fylgdumst nákvæmlega
með viðureigninni með brenn
andi áhuga, en svo sagði vin-
ur minn:
„Heyrðu, hvernig er filman
á litinn?"
„Grá,“ svaraði ég. „Finnst
þér ekki gott að það skuli
vera farið að malbika?“
„Nei.“
„Af hverju ekki?“
„Þá er ekki hægt að stífla
pollana.“
Þessi sannindi hafði mér al-
veg sézt yfir.
Nú var aftur byrjað að
moka á bíla og áhuginn
beindist allur að hamförum
vélskóflunnar. Þetta var eng-
in smáræðis skófla, því ein
kjaftfylli var nóg á bíl.
„Veiztu hvað ýtustjórinn
heitir?" sagði strákurinn og
brýndi raustina.
Nei, ég vissi það ekki.
„Hann heitir Kiddi, mað-
ur!“
Ég meðtók þessar upplýs-
ingar með tilhlýðilegri virð-
ingu og hafði mig síðan á
brott. Um- kvöldið voru allar
hrúgurnar horfnar úr göt-
unni, sólin hnigin á bak við
Háskólabíó og allir strákarnir
dauðuppgefnir.
Hg.
Kvenstúdentar selja kaffi
og sýna tízkufatnað
KVENSTÚDENTAR selja kaffi
og sýna tízkufatnað frá Mark-
aðinum hf. í súlnasal Hótel Sögu
á sunnudaginn kemur kl. 3.
Eins og á undanförnum árum
efnir Kvenstúdentafélag íslands
til kaffisölu og tízkusýningar,
sem að þessu sinni verður í súlna
sal Hótel Sögu.
Kvenstúdentar sjá eins og áður
að öllu leyti um kaffisöluna og
allan undirbúning hennar — eins
munu kvenstúdentar sýna tízku-
fatnaðinn — sem að þessu sinni
er frá Markaðinum hf., Lauga-
vegi.
Allur ágóði af kaffisölunni
rennur óskertur í styrkveitinga-
sjóð félagsins.
Fyrir nokkrum árum tók fé-
lagið upp þá nýbreytni í starf-
semi sinni að veita kvenstúdent-
um styrki til náms — bæði hér
við Háskóla Islands — svo og við
erlenda háskóla.
Nokkrar stúlkur liafa notið
þéssara styrkja. — Það er von fé-
lagsins, að þessar styrkveitingar
megi aukast, eftir því sem félag-
inu vex fiskur um hrygg fjár-
hagslega -
Síðastliðið ár voru veittir tveir
styrkir að upphæð 20 þúsund
krónur hvor, tveim stúlkum sem
lokið höfðu “^ófi hér frá Há-
skóla íslands.
Auk þess dvaldist frú Vigdís
Björnsdóttir á síðastliðnu ári í
London til að kynna sér viðgerð
og viðhald handrita undir hand-
leiðslu þekkts sérfræðings á þessu
sviði. Félagið hafði veitt henni
20 þúsund króna styrk til þessa
náms. Frú Vigdís er nú að hefja
störf við Landsbókasafn Islands,
þar sem bíða hennar mikilsverð
og nær ótæmandi verkefni.
Af öðrum tekjum í styrkveit-
ingasjóðinn en kaffisölunni má
nefna fé, sem félagskonum hefur
verið greitt fyrir flutning út-
varpsefnis. — Þess er skemmst
að minnast að snemma á síðast-
liðnu ári fluttu 12 félagskonur
erindaflokk um margvísleg efni
— úr fræðigreinum sínum — og
nokkrum árum áður sáu aðrar
félagskonur um bókmenntadag-
skrá, sem flutt var í útvarpinu.
Allar þessar konur létu laun
sín renna í styrkveitingasjóðinn.
Kvenstúdentar hafa yfirleitt
verið mjög samhentar um eflingu
styrkveitingasjóðsins — enda
hafa meira og minna allar fé-
lagskonur lagt fram starf í sam-
bandi við kaffisölu og tízkusýn-
ingar félagsins.
Til að forðast óþægindi og
þrengsli verður nú eins og áður
höfð forsala á aðgöngumiðum,
laugardaginn 14. þ. m. kl. 2—5 í
I Hótel Sögu, við norður dyr.
3
STAKSTt! Wli
Skemmtileg lýsing *
Konunúnistar lýsa bandamönn-
unt. sínum í Framsóknarflo-kkn-
um á þennan veg:
„Stöðugt verða fullkomnari
þau vinnubrögð Framsóknar-
flokksins að vera með og á móti
hverju því úrræði, sem um er
fjallað í íslenzkum stjórnmálum.
Allir muna að flokkurinn taldi
sig í deseir.ber vera mjög holl-
an verkalýðssamtökunum, vinn-
andi menn þyrftu sannarlega á
verulegri kauphækkun að halda.
Nú um þessar mundir er verið
að ræna kauphækkununum aftur
með hamslausri óðaverðbólgu,
hamslausari en nokkru sinni
fyrr. Mestu verðhækkanirnar
hafa verið ákveðnar af verðlags-
nefnd, þar senr. Framsóknarflokk ’
urinn á tvo fulltrúa. Þessir unv
boðsmenn Framsóknarflokksins
hafa greitt atkvæði með hverri
einustu verðhækkun, sem ákveð-
in hefur verið og þeir hafa ævin-
lega tekið það fram að ekki sé
nóg að gert. Hækkanirnar séu
aðeins „spor í rétta átt“, en mark
miðið sé að afnema allt verð-
lagseftirlitið þannig að kaup-
sýslumönnum sé það í sjálfsvald
sett, hversu djúpt þeir seilast ofan
í vasa viðskiptavina sinna. Fram
sóknarflokkurinn er þannig irr.sð
kauphækkunum, síðan er hann
samþykktur því að kauphækkan
irnar séu teknar aftur; senn mun
hann sanna það með fullgildum
rökum að kaupið verði að hækka
á nýjan leik vegna þess að búið
sé að hækka verðlagið; því næst
mun hann telja það sanngirnis
mái að verðlagið hækki ennþá
meira, og þannig koll af kolii
með sívaxandi viðbragðsflýti."
„Slepja eða slím“
„Þjóðviljinn“ heldur áfram:
„Til er fruir.stæð lífvera sem
nefndist amöba. Þetta er ein-
frumungur og í henni er ekki
vottur af beinabyggingu heldur
er amöban eintóm hvelja og
slepja og slím. Hún hefur þess
vegna enga fasta löngun heldur
breytist hún í sífellu samkvæmt
umhverfi sínu. Framsóknarflokk-
urinn er amöba íslenzkra stjórn-
mála.“
Ekki er lýsingin fögur, en þó er
hún hreint ekki f jarstæð.
Óvænt úrslit
Um heim allan er fylgzt með
kosningabaráttu í Bandaríkjun-
um og er það að vonum, svo
mikið sem öll veröldin á undir
því hvemig þetta mesta stór-
veldi hagar stefnu sinni og hverj
ir veljast til forystu fyrir banda-
rísku þjóðina. Nú er hafinn undir
búningur að ákvörðun framboðs
repúblikana og hafa þeir Barry
Goldwater og Nelson Boekefell-
er aðallega barizt um það að
verða frambjóðendur. Það vakti
þess vegna mikla athygli þegar
kosningar fóru fram í New
Hampshire, að Henry Cabot
Lodge skyldi fá um. 50% fleiri
atkvæði en þessir frambjóðend-
ur, þótt hann hafi ekki tilkynnt
að hann sæktist eftir framboði.
Þessi úrslit benda til þess að
hvorki Goldwater né Rockefell-
er njóti þess stuðnings, sem
nægja mundi til framboðs, held-
ur sé líklegt að þriðji maður
verði fyrir valinu, hvort sem það
verður Lodge eða einhver annar.