Morgunblaðið - 13.03.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.03.1964, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIð Fostudagur 13. marz 1964 BÍLLINN Fiat 850 Lengi hefur orðrámur verið á kreiki um miklar breytingar á ítölsku Fiat-bílunum. Fiat- verksmiðjurnar voru áður í tengsluim við Simca-verksmiðj urnar í Frakklandi, þ.e. þar til Chrysler í Bandaríkjun- sem fyllsitar upplýsingar um kosti og galla, og leiðrétta það, sem þarf. M. a. hefur Fiat 850 verið á ferðinni í Svíþjóð allt norður fyrir heimskautsbaug. f>etta er fjög urra manna bíll, tveggja dyra og nokkuð stærri en Fiat 600. Vélin er að aftan, eins og í 500 og 600, og vatnskæld. Vélarhúsið á Fiat 850, um keypti Fiat-hlutina. Hér er Simca 1000-bíllinn orðinn talsvert þekktur. En það voru einmitt sérfræðingar Fiat, sem áttu sinn þátt í frumsmíði hans. Nú er svo komið að hvergi utan Frakklands er Simca 1000 jafn mikið keypt- ur og einmitt á Ítalíu. Þetta hefur leitt til þess að Fiat verksmiðjurnar þurfa nú að keppa við þetta afkvæmi.sitt, og í þessum mánuði er vænt- anleg á markaðinn erlendis ný gerð af Fiat. Algengustu gerð- irnar af Fiat-bílum hafa til þessa verið 500, 600, 1100, 1300, 1500, 1800 og 2100, en tölur þessar tákna rúmtak vél arinnar í rúmsentimetrum. Nýja gerðin á að leysa þrjár minnstu gerðirnar af hólmi að nokkru leyti, og nefnist Fiat 850. Ekki verður þó hætt við smiði eldri gerðanna og er endurbætt útgáfa af 500 ný- komin á markaðinn. Litlar upplýsingar hafa enn borizt um þessa nýju gerð, þó fyrstu myndirnar af henni hafi birzt fyrir rúrnu ári. Síðan hefur sérstökum reynslubílum verið ekið víða um heim til að fá Rúmtak vélarinnar cr 843 rúmsentímetrar og hestorku- talan 36. Um Verð hér er ekki kunnugt, en sennilegt að um- boðið, Orka hf fái fyllri upi>- lýsingar næstu daga. Simca 1300 Á síðasta ári komu á mark- aðinn tvær nýjar gerðir bíla frá frönsku Simca verksmiðj- unum, og nefnast þær Simca 1300 og 1500. Sú fyrrnefnda kom á markaðinn í apríl, en 1500 í október. Hingað til lands eru komnar fjórar 1300 bifreiðir, en engin 1500. Fleiri 1300 munu vera á leiðinni. Helzti munurinn á þessum tveimur gerðum er vélastærð- in, og er 1500 búin 81 ha. vél en 1300 er með 62 hö. Þá er 1500 með diskabremsur á framihjólum. Þegar 1300 kom fyrst til Norðurlanda á miðju síðasta sumri, var mikið um bílinn ritað í umferðardálka blað- anna þar. Eru upplýsingar flestar þaðan teknar. Hans Eric Boesgaard, sem mikið hefur ritað um bíla í blöðin B.T. og Berlingske Tidende, fókk lánaðan Simca 1300 til reynslu hjá umboðinu í Kaup- mannahöfn. Eftir nokkurra daga prófun, skrifaði Boes- gaard dóminn. Segir hann þar m. a. að hætt sé við því að hann lofi bílinn of mikið, vegna þess hve vel honum lík- aði hann í alla staði. „En á það ber að líta að bíllinn freistar á margan hátt, segir hann. Þó finnur Boesgaard að bílnum, en það eru smáatriði. Hann vill t. d. færa gírstöng- rúmlega 130 km á klst., en bensíneyðslan 10—12 lítrar á 100 km eftir aðstæðum. — Simca 1300 kostar hér um kr. 175 þús. (Umboð Bergur Lárusson). Opel Þrjár nýjar gerðir bifreiða koma á næstunni á markað- inn frá Opel verksmiðjunum vestur-þýzku, og eru þetta allt stórir bílar á Evróþu- bifreiðin í „lúxusflokki'* frá iþví fyrir stríð. í útliti er bíll- inn svipaður hinum gerðun- um, en við nánari athugun kemur mismunurinn í ljós. Er þá fyrst að telja vélina. Kap- teinninn er með sex-strokka vél, en diplómatinn með 190 hesta V-8 vél, sem gefur bíln- um um 200 kílómetra há- markshraða, og hraðaaukning in frá 0—100 tekur aðeins 11 sekúndur. Einnig er talsverð- ur verðmunur, því í Þýzka- landi kostar kapteinninn um Simca 1300. ina úr stýrinu, og setja hana í gólfið, og hann vill ekki heilan bekk frammi í, heldur tvo stóla. Storm Nexö skrifar í Poli- tiken og dásamar fegurð bíls- ins. „Simca 1300 er form- hreinn og fallega útfærður,“ segir hann. Bíllinn. rúmar sæmilega vel fimm fullorðna með nægu fótarými bæði að framan og aftan. Nóg lofthæð er inni í bílnum, þótt heildar- hæðin frá götu sé aðeins 1,40 metrar. Dyrnar fjórar opnast alveg þvert út, og gefa þægi- legan aðgang að sætum. Allir gagnrýnendur eru á einu máli um aksturshæfni Simca 1300, segja bílinn liggja vel á vegi og vélina þægilega orkumikla. Hámarkshraði er mælikvarða. Nefnast gerðirn- ar „Kapitan“, „Admiral“ og „Diplomat". „Kapitan“ gerðin er þekkt hér á landi, en 64 módelið er stærra og búið öflugri vél en árgerð 1963. Nýi kapteinninn er 12 senímetrum lengri, 9 sm. breiðari og 8 sentimetrum lægri, og vélarorkan hefur verið aukin um 10 hestöfl, er nú 100 hö. Þrátt fyrir stærð á eyðslan ekki að vera nema 10—13 lítrar á 109 km. „Admiral“ er ekki mikið Aðgangur að sætUm í Simca 1300 er mjög góður. frábrugðin kapteininum, en aðallega að því er varðar frá- gang og þægindi. í Þýzka- landi kostar aðmírállinn um 13 þúsund krónum meira en kapteinninn. „Diplomat“ er fyrsta Opel 120 þúsund kr., en aðmiráll- inn um 190 þúsund. Ekki er vitað hvað verðið verður hér. (Umboð Samband ísl. sam- vinnufélaga). ‘ • Opel Kapitáa. Bragi Hinriksson, prentmyndagerðameistari Kvað á prentverk skylt við öskjugerð? MIKIÐ hefur verið ritað og rætt að undanförnu um öskjugerðar- áform Sölumiðstöðvar Hraðfrysti húsanna. Hafa raddir manna úr öllum flokkum og öllum stéttum myndað samróma kór, sem lýst hefur yfir andúð sinni á þess- um fyrirhuguðu áformum sam- takanna. Það, sem mig hins vegar lang- ar til að gera að omtalsefni, er sú fullyrðing, sem fram kemur í greinargerð S.H. um málið, að Kassagerð Reykjavíkur hafi ný- lega sett upp nýja prentsmiðju, sem nú eigi í samkeppni við inn lendar prentsmiðjur, sem þó eigi yfir að ráða hinum fullkomnustu tækjum. Sölumiðstöð Hraðfrystihíúsanna er það vel kunnugt, að Kassa- gerðin hefur starfrækt prentvélar langt á annan áratug og verið að þróa þann lið starfsemi sinn- ar, sem aðra og einmitt á grund- velli fenginnar reynslu (sinnar) í sambandi við prentverk, hefur nýlega verið bætt við prentvéla- kost verksmiðjunnar. Er þar um að ræða stóra offset-prentvél, og mun ég koma að þvi síðar í greinarkorni mínu. Hins vegar hefur Kassagerðin aldrei ráðið yíir eigin tækjum til setningar og hefur ekki enn. Hefur sú vinna verið keypt að, þar sem almennt prentverk hef- ur ekki verið á stefnuskrá verk- smiðjunnar. Tilkoma prentmótagerðar K.R. sem er rúmlega eins árs gömul, byggist aðallega á því, að þegar prentun á vandasömum verkefn- um óx, kom æ betur í ljós, að þjónusta sú, sem hægt var að veita af innlendum aðilum var allsendis ófullnægjandi, og þar sem forráðamenn verksmiðjunn- ar sáu fram á verulegan vöxt og auknar kröfur varðandi prentun á öskjuframleiðslunni, töldu þeir sig knúna til þess að fá í sína þjónustu fagmenn á þessu sviði og þær vélar, sem fullnægðu þörfum þessarar greinar. Kom það í minn hlut að sjá um upp- setningu prentmótagerðarvél- anna að standa fyrir þeim rekstri, Með tilkomu prentmótagerðarinn ar opnaðist einnig sá möguleiki, sem vakað hafði fyrir eigendum K.R. að taka í notkun fyrr- greinda offsetvél. Þar sem ná- lega söimu tæki þarf til prent- mótagerðar og offsetplötugerðar, vinna því fagmenn þessara tvegja iðngreina hlið við hlið að offset- og prentmótagerð. Hvað á prentverk skylt við framleiðslu fiskumbúða spyrja menn? Kom m.a. þessi fávísa spurning á framsíðu vikublaðs Framh. á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.