Morgunblaðið - 21.03.1964, Side 1

Morgunblaðið - 21.03.1964, Side 1
24 síðui1 IGÖMUL bóndakona í Viet um Viet Cong kommúnista, Nam reynir að forða syni sín- frá hernr.innum stjórnarinn- um, sem var í sftæruliðasveit- ar. Ljósmynduðu her- æfingar Rússa „Erlendir sérfræbingar" i A-Berlin, bera njósnir á bandariska flugmenn Berlín, 20. marz (NTB) „ERLENDIR flugmálasérfræðing ar“, sem ekki eru nánar tilgreind ir í fréttum, áttu í dag tal við fréttamenn frá AFP fréttastof- unni í Austur-Berlín. Sögðu sér- Fulltrúoi púfu í Búdopest Búdapest, 20. marz — (NTB) SKÝRT var frá því í Búdapest í dag að tveir háttsettir fulltrúar Páfaríkisins hafi nýlega lokið leynilegum viðræðum við ung- versk yfirvöld um hugsanlega lausn Mindzenty-málsins og ann- arra vandamála kaþólsku kirkj- nnnar i Ungverjalandi. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum að annar fulltrúanna, Agostino Casaroli, hafi einnig rætt við Mindzenty kardínála, aem leitaði hælis í bandaríska aendiráðinu í Búdapest eftir ung- versku byltingupa 1956, og hef- «r búið þar síðan. Fulltrúarnir munu hafa farið huldu höfði í Búdapest, en þó voru sjónarvottar að því þegar Casaroli heimsótti bandaríska sendiráðið á sunnudag. Álitið er að viðræðurnar við ungversk yfirvöld hafi lofað góðu, þótt ekki sé búizt við endanlegri lausn vandamálanna fyrst um sinn. fræðingarnir að fundizt hafi ljósmynndavélar og filmur í bandarisku RB-66 vélinni, sem skotin var niður yfir Austur- Þýzkalandi fyrir tíu dögum, og geti þessi gögn leitt til þess að bandarisku flugmennirnir verði drengnir fyrir rétt, sakaðir um njósnir. Séfræðingarnir segja að sér- stök tæki hafi verið í flugvél- inni til að eyðileggja ljósmynda- útbúnaðinn, en að tæki þessi hafi ekki verkað. Telja þeir að þetta geti kotnið Bandarikjunum í slæma klípu. Á svæði því, sem flugvélin flaug yfir áður en hún var skot- in niður, fóru fram heræfingar Rússa, og segja Sérfræðingarnir að ljósmyndavélar flugvélarinn- ar hafi verið í gangi þar til hún hrapaði til jarðar. Ef til vill hafi myndirnar, sem teknar. voru, komizt í hendur Rússa og verði notaðar sem sönnunargögn við hugsanleg njósnaréttarröld. Eftir því sem bezt er vitað munu flugmennirnir þrír hafðir i haldi í Austur-Þýzkalandi. Einn maður áhafnarinnar, Harold W. Welch, meiddist er hann lenti í fallhlif sinni, og er bann í rúss- nesku hersjúkrahúsi í Magde- b'urg. Þar fékk bandarískur her- læknir að ræða við hann fyrir skömmu. Ekki er vitað hvar hin ir flugmennirnir, David I. Hol- land og Mervin J. Kessler, eru í haldL Vaxandi grimmd í Viet-Nam: á borgur- um, konum og börnum Saigon, 20. marz — (AP) — M I K I L grimmd hefur nú færzt í bardagana í Suður- Vietnam og bitnar að miklu leyti á óbreyttum borgurum. Ekki eru það einungis komm- únistar Viet Cong, sem hér eiga hlut að máli, heldur einnig hersveitir stjórnarinn- ar í Saigon. Og stöðugt streyma til höfuðborgarinnar fréttir um fjöldamorð á kon- um og börnum. Ofbeldisverk eru ekki ó- þekkt í Vietnam, því íbúarn- ir hafa búið við svo til stöð- ugar óeirðir í 20 ár. En þau hafa aldrei verið meiri en nú, þegar Viet Cong og stjórnar- herinn keppast um að ná yf- irráðum á stórum landsvæð- um. — Báðir aðilar safna að sér vopn- um, og keppast um að hafa þau sem mikilvirkust. Viet Cong sveitirnar fá megnið af vopnum sínum frá Norður Vietnam, en auka vopnabirgðirnar með árás- um á birgðastöðvar stjórnarhers- ins. Stjórnarherinn fær mest af sínum vopnum .frá Bandaríkj- unum. Meðal nýrra vopna, sem stjórn arherinn beitir, eru íkveikju- sprengjur. Sprengjurnar eru fylltar eldsneyti og kveikja í öllu, sem fyrir þeim verður. í gær tók stjórnarherinn þorp eitt skammt frá landamærum Kam- bodia, og hafði áður verið varp- að íkveikjusprengjum á þorpið. Segja bandarískir sérfræðingar, sem voru með hersveitunum, að hryllileg sjón hafi mætt þeim í þorpinu. Þar lágu lík íbúanna á víð og dreif og sums staðar skaðbrenndar konur og börn, sem aðeins biðu dauðans. En meðal íbúanna fundust lík margra Viet Cong hermanna og vopn þeirra hjá þeim. Kommúnistar hafa reynt að hindra framsókn stjórnarhersins með því að halda íbúum þorpa, sem þeir hafa tekið, í gislingu. Þannig var það t.d. þegar 300 Viet Cong hermenn tóku þorpið Ben Cau fyrir nokkru. Yfirmenn stjórnarhersins ókváðu engu.að síður að hefja skothríð á þorpið, og gjöreyddu því með íkveikju- sprengjum. Tugir borgara féllu, en með þeim allir Viet Cong hermennirnir. Talsmenn stjórnarinnar segja að þessi grimmd gagnvart íbú- unum sé nauðsynleg, o‘g til orð- in vegna framkomu kommún- ista. Segja þeir að kommúnistar hiki ekki við að útrýma heilum þorpum til að koma í veg fyrir að íbúarnir gangi í lið með stjórnarhernum. Og í Kien Hoa héraði létu kommúnistar sér fátt um finnast nú fyrir skömmu þeg- ar bændur í héraðinu neituðu að borga sérstakan skatt til að standa straum af herkostnaði Viet Cong. Létu kommúnistar Framhald á bls. 23. Dublin, 20. marz. — (AP-NTB) — IRSKI leikritahöfundurinn Brendan Behan lézt í Dyflinni í kvöld, 41 árs gamall. Þjáðist hann af sykursýki og gulu og hafði verið meðvitundarlaus að mestu síðustu fimm sólar- hringana. Eiginkona skálds ins, Beatrice, og Stephén faðir Behans, voru við Brendan Behan látinn Höfundur leikritsins „Gisl aðeins 41 árs var stödd er dauðann bar að. Fyrr í dag höfðu verið gerð ar tvær skurðaðgerðir á Be- han til að reyna að bjarga lífi hans. Segja læknar að aðgerð irnar 'hafi verið til þess ætlað ar að auðvelda andardráttinn, en engar frekari skýringar voru gefnar. , Brendan Behan fæddist i Dublin 9. febrúar 1923. Ungur að árum gek'k hann í írska lýðveldisherinn, sem barðist fyrir því að ná sex héruðum Norður írlands undan stjórn Breta og sameina þau írlandi. 16 ára gamall var hann hand tekinn fyrir að undirbúa sprengjutilræði í Liverpool og sendur á gæzluheimili fyrir afbrotaunglinga. Árið 1942, tæpu ári eftir að Behan losn- aði af gæzluheimilinu, var hann dæmdur til 14 ára fang- elsisvistar fyrir að skjóta lög- regluþjón. Sat hann inni I f jögur og hálf t ár. Þegar hann var látinn laus ákvað hann að snúa sér að ritstörfum. Starf- aði hann við dagblöð, en not- aði frístundir til að semja fyrsta leikrit sitt „The Quare Fellow“. Þegar leikritið kom út 1956 vakti það mjög mikla athygli og flutti frægð höf- undarins víða um heim. Næst kom svo leikritið „The Host- age“ árið 1959 (þ.e. „Gísl“, sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu um þessar mundir), og hlaut það leikrit frábærar móttök- ur. Þetta eru þekktustu leik- húsverk 'hans, en einnig hefur hann sikrifað bókina „Borstal Boy“, sem varð metsölubók í Bretlandi. I)i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.