Morgunblaðið - 21.03.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.03.1964, Blaðsíða 17
MORGU N SLAÐIÐ 17 T« Laugardagur 21- tnarz 19S4 Fræðslulöggjöf þarfn- ast endurskoðunar Ályktun SUS-þings um fræðslu- og menningarmál UTGEFANDI: SAMBAND UNGRÁ SJALFSTÆÐISMANNA \ liU msmm BITSTJÓRAR: BIRGIR ÍSL. GUNNARSSON OG ÓLAFUR EGILSSON l. XVII. þing Sambands ungra Sjálfstæðismanna telur, að góð almenn menntun þjóðarinnar sé öruggasta undirstaða blómlegs menningarlífs. í»ví telur þingið að veita beri æsku landsins þá beztu menntun, sem völ er á og að verja beri auknum hluta þjóð arteknanna til betri menntunar. n. Þingið telur að núverandi fræðslulöggjöf sé verulega ábóta vant. Þarfnast hún gagngerðrar endurskoðunar og aðlöigunar í samræmi við nýjar og auknar kröfur. Leggur þingið til, að skipulagðar verði víðtækar rann- sóknir á þessu sviði hið fyrsta og á þeim grundvelli verði lagðar fram heildartillögur um nýskip- an fræðslumála. í rannskóknum Iþessum beri m.a. að taka til at- hugunar: 1. Að kenns-luhættir á öllum stigum skólakerfisins verði end- urskoðaðir. 2. Að stefnt verði að því að barnaskólinn nái til loka skyldu- námsins. 3. Að tekin verði fastari tök- um fræðsla þeirra, sem lokið hafa skyldunámi. 4. Að leggja beri áherzlu á nauðsyn aukinnar iðn- og tækni fræðslu svo að atvinnulífi þjóð- arinnar verði séð fyrir vel mennt uðu starfsliði. 5. Að tekin verði upp víðtæk fræðsla um þjóðfélagsmál ásamt ikennslu í framsögn og ræðu- xnennsku í barna- og unglinga- akólum til eflingar félagslegs þroska uppvaxandi æsku. m. Þingið telur nauðsynlegt að stórefla Háskóla fslands m.a. með stofnun nýrra kennslu- greina einkum í raunvisindum. Þingið telur að ekki skuli gefn ar út á vegum ríkisins aðrar bækur en þær, sem einkaforlög- um er um megn að gefa út. Ríkisútgáfa námsbóka verði stórbætt. Að öðru leyti er mótmælt af- skiptum ríkisvaldsins af bóka- útgáfu í landinu. Þingið telur að koma eigi upp íslenziku sjónvarpi, að undan- gengnum rannsóknum á starfs- rækslu og tilgangi slíks sjón- varps. Álherzla verði lögð á menningarhlutverk þess í nú- tíma þjóðfélagi. IV. Sambandsþingið fagnar starf- semi og árangri þeirra menning- arfélaga sem stöðvað hafa undir- róður kommúnista á sviði lista og menningar. Hvetur þingið til aukins stuðnings við lista og menningarstarfsemi þjóðarinnar. Jafnframt skal leitazt við a'ð þroska með æskunni smekk og skilning á æðri listum. Sambandsþingið fagnar því sem gert hefur verið til íþrótta- iðkana í landinu og minnir á þýðingu þess að íþróttamennt og líkamsrækt sé almenn. Þingið telur eðlilegt að tekin sé upp raun'hæf bindindisfræðsla í skól- um landsins. V. Þingið leggur áherzlu á upp- eldi æskunnar í anda kristilegs siðgæðis. Við uppeldi og menntun æsk- unnar sé lögð áherzla á að þroska sjálfstæða hugsun og ein- staklingseðli. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra tók á móti launþegaklúbbi Heimdallar í Alþingis húsinú s.l. fimmtudagskvöld. Ljósm.: MbL Launþegaklúbbur Heim- dallar í Alþingishúsinu ÞANN 5. marz sl. var stofn- aður Launþegaklúbbur Heim- dallar. Klúbburinn hefur hald ið nokkra fundi. Á stofnfundi klúbbsins var rætt almennt um starfsemi hans, sýndar voru kvikmyndir og drukkið var sameiginlegt kaffi. Á öðrum fundi klúbbsins flutti Gunnar Helgason, for- maður verkalýðsráðs Sjálf- stæðisflokksins erindi um þró un verkalýðshreyfingarinnar á íslandi. Þriðji fundur klúbbs ins var haldinn sl. fimmtu- dag og heimsóttu þátttakend- ur þá Alþingi, þar sem for- sætisráðherra, Bjarni Bene- diktsson, tók á móti hópnum og Pétur Sigurðsson, alþing- ismaður, sýndi Alþingishúsið og skýrði starfshætti Alþing- is. — Myndirnar, sem hér birtast eru frá heimsókninni í Al- Pétur Sigurðsson, alþingisma ður lýsti störfum Alþingis og þingishúsið. sýndi húsið. Kvöldráðstefna utu bæfarmál NÆSTKOMANDI mánudags- kvöld kl. 20,30 efnir Vörður, FUS á Akureyri, til kvöldráðstefnu um bæjarmál Akureyrar í Sjálf- Stæiðshúsinu uppi. Frummælandi verður Gísli Jónsson menntaskólakennari, en Stefán Stefánsson, bæjarverk- fræðingur, mætir á fundinum og svarar fyrirspurnum. Gisli / Stefáu Akureyrar Varðarfélagar eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér nýja félaga. Atferli S.U.F. fordæmd Þingið fordæmir tillögur Framsóknarmanna til þess að draga börn allt niður í 12 ára aldur inn í flokks- starfssemi sína undir yfir- skyni almennrar félags og tímastundastarfsemi. Launþegaklúbbur Heimdallar í Alþingisliúsinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.