Morgunblaðið - 21.03.1964, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.03.1964, Blaðsíða 22
22 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 21. marz 1964 Polar-bikarinn í Helsingfors: Þorsteinn bezti maðurinn í bezta landsleik íslands NORÐURLANDAMÓXIÐ í körfuknattleik eða Polar-bik- arkeppnin svonefnda hófst í Helsingfors í gaerkvöldi. Tveir leikir voru þá leiknir. Finnar gersigruðu Dani með 105 gegn 40 stigum og Svíar unnu ts- lendinga með 65 stigum gegn 59. Úrslitin koma ekki á óvart utan það að íslendingar hafa staðið sig mun betur gegn Svíum en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Vegna slitins sæsíma- strengs fékkst ekki afgreitt í gær símtal sem blaðið átti von á við fréttamann sinn í Helsingfors. í stuttu skeyti frá Einari Matthíassyni, frétta- manni Mbl., segir að leikur- inn hafi sem stig sýna verið mjög jafn. Þetta var bezti landsleikur sem ísland hefur leikið í körfuknattleik. Þor- steinn Hallgrímsson var bezti maður á vellinum og skoraði 30 stig. Vitað er að Finnar gersigr- uðu Dani þegar í upphafi. í hálfleik stóð 63—15 en leik lauk 105—40. íslendingar og Sviar háðu mjög jafnan leik eftir úrslit- um að dæma. í hálfleik stóð 25—23 fyrir Svía og 6 stig skildu í leikslok 65—59. Þetta er miklu minni munur en þeir bjartsýnustu þorðu að vona. Fyrir tveim árum lyktaði leik Svía og íslendinga í sömu keppni með 63—38 fyrir Svía. Sigurvegarinn í Polarbikar- keppninni kemst í úrslita- keppni heimsmeistarakeppn- innar í körfuknattleik en sá er verður nr. tvö leikur „auka Ieik“ við eitthvert annað land um sæti í lokakeppni um heimstitil. Meistaromól í í frjólsum í dag Meistaramót íslands í frjáls- um íþróttum innanbúss fer fram í KR-húsinu í dag og á morg- un. Keppnin hefst kl. 16.30 í dag með keppni í langstökki og þrí- stökki án atrennu og stangar- stökki. Stanjjarstökkskeppnin er jafnframt fyrir drengi og unglinga en mót þeirra eru að öðru leyti búin. Á sunnudag verður keppt í hástökiki með og án atrennu og í kúluvarpi. Þá hefst keppnin kl. 15.30. 21 keppandi er skráður til keppninnar. Páskadvöl í Jósepsdal UM páskahelgina verður að venju efnt til ferða í skíðaskála Ármanns í Jósepsdal, og dvalið þar við skíðaiðkanir, gönguferðir og aðra skemmtan. Lagt verður af stað úr Reykja vík á miðvikudagskvöld og á fimmtudagsmorgun. Verða síð- an daglega farnar gönguferðir frá skíðaskálanum á Bláfjöll, en þar eru finnanlegir snjóskaflar, þrátt fyrir óvenjulegt snjóleysi, og getur fólk brugðið sér á skíði. Uvalarkostnaði er mjög í hóf stillt, og sömuleiðis verði á mat og kaffi, sem selt verður í skál- anum. Skíðaskálinn í Jósepsdal hefur verið stækkaður verulega í vet- Framhald á bls. 23. Knattspyrnu- mynd í síð- asta sinn KNATTSPYRNUKVIKMYND IN England—Heimurinn verð ur sýnd í Gamla bíó I dag vegna fjölda áskorana. Sýn- ingin hefst kl. 3 eJi. Myndin verður ekki sýnd oftar hér, og er þetta því síð asnta tækifærið, sem knatt spymuunnendu..i gefst til að sjá bana. Svínr unnu Noreg 14:10 Fréttir bárusit í gærkveldi af fyrsta leiknum í norrænni keppni unglinga íhandknattleik. Sviar sigruðu Norðmenn með 14 mörk um gegn 10. Finnar og Danir áttu síðari leik kvöldsins en ís- lendingar sátu hjá. íslendingar leika tvo leiki í dag, laugardag og tvo leiki á morgun sunnudag!. Aðalfundur Vlkings Aðalfundur Víkings verður haldinn miðvikudaginn 1. apríl kl. 8.30 að Lindargötu 9. Nýr bikar ALMENNAR tryggingar í Reykjavík hafa gefið nýjan bikar sem keppa skal um á Reykjavíkurmeistaramóti karla í handknattleik. Bikar- inn var nokkuð síðbúinn en mótinu lauk í desember s.l. Áður höfðu Almennar trygg- ingar tilkynnt að þær myndu gefa bikar til verð- launa. í gær afhenti fulltrúi Al- menna Birgir Lúðvígson form. HKRR Jóhanni Ein- varðssyni bikarinn, en HKRR mun sjá um afhendingu haiis til Fram sem sigraði í keppn- inni. Almennar tryggingar gáfu bikar þann sem vannst til eignar 1962. Var fyrst um hann keppt 1959 og vann þá KR, en síðan Fram 3 ár í röð. Bikarinn sem nú er gefinn vinnst til eignar sé hann unn- inn þrisvar í röð eða 5 sinn- um alls. Davíð vann í skriðsundi Guðmundur setti met, en Hrafnhildur hafði yfirburði / kvennagreinum GUÐMUNDUR Gíslason, ÍR, hélt enn áfram metagöngu sinni á sundmóti Ægis í gærkvöldi. — Hann setti glæsilegt met í 100 m flugsundi, synti á 1.03.8 mín. og bætti eigið met um 9/10 sek. Hann vann öruggan sigur og þetta var ein skemmtilegasta grein þessa langdregna Ægis- móts. Davíð Valgarðsson, ÍBK, átti ’einnig sinn góða þátt í mótinu. Hann veitti Guðmundi harða keppni í flugsundinu og í 200 m skriðsundi vann hann verðskuld- aðan sigur og hjó ískyggilega nálægt meti Guðmundar. Davíð er öruggur með metið í þessu sundi' með því að synda vega- lengdina oftar og hefur þegar Þeir háðu „einvígi" tvívegis Davíð og Guðmundur og hlutu sinn hvorn sigurínn- (Ljósm. Sv. Þorm.) tekið við „konungstign" í skrið- sundsvegalengdum á lengri leið- um. Þar er frábært efni á ferð. Hrafnhildur Guðmundsdóttir, ÍR, var í sérflokki í kvennagrein- um og vann með yfirburðum skriðsund og bringusund og hjó nærri metunum í báðum grein- um, þó sérstaklega í bringusundi. Hrafnhildi skortir ekki annað en harða keppni til að ryðja met- unum. Mikil þótttaka vár í unglinga- sundunum og að venju sást þar margt efnilegra unglinga, en mótið var heldur yfirhlaðið og langdregið og hlýtur að vera til athugunar að taka upp forkeppni í ýmsum greinum þar sem þátt- taka er mikil í stað þess að halda sundmót sem stendur á þriðju klukkustund. Hér eru úrslit í einstökum greinum. Helztu úrslit: 100 m. flugsund: Guðm. Gíslason, ÍR 1.03,8 (ísl.-met.). Davíð Valgarðseon, ÍBK 1.05,1 Guðm. Þ. Harðarsson, Æ 1.12,3 Trausti Júlíusson, Á 1.14,5 100 m. bringusunð kvenna: Hrafn. Guðm. ÍR 1.21,8 Auður Guðjónsd, ÍBK 1,28,7 Dómhildur Sig. Selfossi 1.28,8 Kristín Halldórsdóttir Æ 1.30,3 100 m. bringusund karla: Erlingur Þ. Jónannss. KR 1.16,3 Einar Sigf. Selfoss 1.20,6 Guðm. Grímsson, Á. 1,20,7 Gestur Jónsson, SH 1.20,8 50 m. skriðsund drengja: Trausti Júlíusson, Á 28,5 Logi Jónsson, KR 29,1 Kári Geirmundsson, SA 29,2 Þorst. Ing. Á. 29,5 50 m. bringusund telpna: Dómh. Sigfúsdóttir Self. 40,5 Auður Guðjönsdóttir ÍBK 41,2 Eygló Hauksd. Á. 42,0 Kristín Haild. Æ. 42,6 50 m. bringusund drengja: Guðm. Grimsson, Á. 36,7 Einar Sigfússon, Self. 37,3 Gestur Jónsson, SH 37,4 Reynir Guðm. Á. 37,5 100 m. baksund telpna: Ásta Ágústsdóttir, SH 1.25,2 Auður Guðjónsd,, ÍBK 1.30,8 Hrafnh. Kristjánsd. 1.31,4 Drífa Kristjánsd. Æ. 1.32,3 200 m. skriðsund karla: Davíð Valgarðsson, ÍBK 2,09,2 Guðm. Gíslason, ÍR 2,12,6 Guðm. Þ. Harðarsson, Æ 2.19,0 Trausti Júlíusson, Á. 2.25,8 100 m. skriffsund kvenna: Hrafnh. Guðm. ÍR 1.06,2 Ingunn Guðm., Self. 1.11,9 Hrafnh. Kristjánsd. Á 1,15,9 Andrea Jónsdóttir Self. 1.19,0 4x50 m. bringusund karla: Ármann a-sv. 2.27,2 Ármann dr. sv. 2,31,6 dr.-met Ægir 2.32,5 ÍBK 2.33,5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.