Morgunblaðið - 21.03.1964, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
3
K fjaugardagur 21. marr ifl6 '
*■
MBL. átti í gær tal við Mar-
gréti Benediktsdóttur, hús-
freyju á Saurum á Skaga, til
að leita frétta af þeim kyn-
legu atburðum, sem hafa ver-
ið að gerast þar.
— Við getum ekkert sagt
um hvað þetta er, sagði Mar-
grét. Hér er kominn hópur af
fólki, jarðfræðingar, blaða-
menn, Stefán fréttamaður
o.fl. til að rannsaka þetta.
Þeir sitja hér í stofunni og
bíða eftir að borðið fari að
færast til, en ekkert hefur
gerzt þessa tvo tíma sem þeir
hafa verið hér.
Leirtauið sem brotnaði seinni daginn. Fyrri daginn brotnaði miklu meira en búið var að
henda því i sjó fram.
Skápurinn í eldhúsinu skall fram
Samtal við konuna á Saurum
— En borðið hreyfist án
þess að nokkur komi við það?
— Já, það er eins og það
vilji hvorki vera við þil eða
útvegg. Það hefur hreýfst
einu sinni í dag.
— Svo hefur heyrzt að hafi
verið skruðningur undir rúmi
í nótt hjá ykkur?
— Það er ekki rétt. Það er
orðum aukið.
— Hefur þá ekki annað
gerzt en borðið hreyfist?
— Jú, í dag um kl. 2.30 fór
fram stór skápur í eldhúsinu
og leirtauið brotnaði í hon-
um.
— Var nokkur viðstaddur?
— Já, ung stúlka, dóttir
okkar, var inni.
— Hún hefur ekki orðið
undir skápnum?
— Nei.nei. Hún leit bara
við og sá að skápurinn var að
detta. Hún greip útvarp, sem
stóð á honum, svo það eyði-
leggðist ekki. Þá kom skápur-
inn fram og féll.
— Hvar varst þú? Fannst
þú ekkert?
— Nei, ég var að tala í
síma inni í stofu og fann ekk-
ert.
— Eruð þið ekki hrædd við
þetta?
— Jú, maður er óttalega lé
legur við þetta, einkum kven-
fólkið. Það er ósköp óviðkunn
anlegt. Ég er nú í dag farin að
hallast að því uð þetta séu
jarðhræringar. Það hlýtur að
vera. Maður verður að minn-
sta kosti að trúa því.
— Hafið þið fundið jarð-
skjálfta þarna áður?
— Já, í fyrra þegar jarð-
skjálftinn var á Skagafirði.
Það var ekkert líkt þessu.
— Þú ert' búin að búa
þarna lengi. Hefurðu nokkurn
tíma orðið vör við nokkurt
kynlegt?
— Nei, aldrei neitt líkt
þessu. Ég er búin að vera
hér yfir 20 ár.
— Og aldrei heyrt sagnir
um neytt skrýtið á Saurum?
— Nei, ekkert.
— Svo þarna situr hópur af
fólki og horfir' spekingslega
á borðið. En hvað gerið þið?
Ykkur verður náttúrulega
ek'ki nriikíð úr verki?
— Maður vinnur nú lítið.
Enda lítið annað að gera en
horfa á aðkomufólkið.
• KEIMLEIKAR,
segir Þórbergur
Þórbergur Þórðarson, rit-
höfundur, hringdi til okkar
í gær og kvaðst, sem aðal-
reimleikafræðingur landsins,
vilja láta þá skoðun í ljós, að
atburðirnir á Saurum séu
reimleikar, ekkert annað.
Hann skoraði á náttúrufræð
ingana að hrista af sér slyðru-
orðið, taka höndum saman og
athuga þessi fyrirbæri, án
ótta við spott og spé. Ættu
þeir að skoða þau af nýj-
um .sjónarhóli 1 samvinnu við
góðan reimleikafræðing. Ekki
sagðist Þóibergur samt sjálf-
ur vilja taka þátt í þeim at-
hugunum.
Sokkaverksmíðjan kaup-
ir 15 sokkavélar í viðbót
Sokkaverksmiðjan á Akranesi
er að gera samninga um kaup
á 15 nýjum sokkavélum frá
Tékkóslóvakiu. Fyrirtækið byrj-
aði með 10 sokkavélar og gerði
ráð fyrir að framleiða árlega
500 þús. pör af sokkum. En nú
Igengur salan á sokkunum svo
vel, að búið er að selja fram-
leiðsluna fram í júlí, Þessvegna
er fyrirtækið nú að færa út kví-
arnar.
Nýju vélamar eru eins og þær
gömlu keyptar frá fyrirtækinu
K-ovo í Tékkóslóvakíu og eru
örlítið öðruvisi, þ.e.a.s. reima
sokkinn meira t.d. vefa hæl og
tá og eru hæggengari. Þær tvö-
falda því ekki afköst verksmiðj-
unnar. Hér er nú staddur for-
stjóri Kovo, Zeeman að nafni,
og voru hann og Haraldur Jón-
asson, formaður Sokkaverksmiðj
unnar að gera uppkast að kaup
samningi í giær, en reiknað er
með að vélarnar komi snemma
í sumar. Þeim verður komið
fyrir í núverandi húsnæði, en
þar verður strax orðið þröngt.
Þá munu starfa þar yfir 30
stúlkur. Þá gerir Sokkaverk-
smiðjan ráð fyrir að fá enn 5
Haraldur Jónasson, stjórnarformaður Sokkaverksmiðjunnar, hr.
Zeeber og Ingi Þorsteinsson, framkvæmdastjóri semja um kaup
á 15 nælonsokkavélum.
vélar í janúar næstkomandi. Þær
eru öðruvísi og alger nýjung,
vefa sérstök mynstur og einkum
dýra sokka.
— r-etia neiur gengio vei,
leiðslan verið skv. áætlun hj;
okkur, sagði Haraldur Jónassoi
í símtali við blaðið í gær, Sokk
unum hefur verið hrósað, ei
fyrstu dagana urðu svolitlir byr
unarörðugleikar. Stillingin i
brennurimum er svo nákvæm, ei
við gátum bætt úr þessu. Oj
síðan hefur allt gengið skv. á
ætlun.
SVFR leigir
Leirvogsá
Reisir brátt veiðihús við ána
SAMKVÆMT upplýsingum
frá form. Stangjaveiðifélags
Reykjavíkur, Óla J. Ólafssyni,
kaupm., hefir stjórnin nú sent
félagsmönnum sínum umsóknar-
eyðublöð ásamt upplýsingum um
þau veiðisvæði, sem félagið hefir
til úthlutunar á komandi sumri.
Á meðal þeirra veiðisvælða
sem félagið hefir í sumar eru:
Elliðaárnar, Leirvogsá, Laxá og
Bugða í Kjós og Norðurá í Borg
arfirði, svo og hlutdeild í Víði-
dalsá í Húríavatnsisýslu, Grímsá
í Borgarfirði, Laxá í Aðaldaþ
Stóra Laxá í Hreppum o.fl. Auk
þessa silungsveiði í Meðalfells-
vatni í Kjós, en þar veiðist einn-
ig lax, Kolbeinsdalsá og Hjalta-
dalsá í Skagtafirði, en þær ár er
félagið með í ræktun, er þar að-
allega bleikjuveiði. Einnig mun
félagið hafa góðan tíma í Selá í
Steingrímsfirði, en þar veiðist
bæði bleikja og lax.
Af nýjum svæðum má sérstak
lega nefna Leirvogsá, sem félag
ið hefir nú í fyrsta skipti. Þett
er tveggja stanga á, og hefir me
alveiði verið um 300 laxar e
komizt upp í 450 á sumri. Þa
byggir félagið snoturt veiðihú
áður en veiðitíminn hefst. Sv
hefir félagið nú tvær mjög góð
ar vikur í Laxá í Aðaldal, þa
er nú veitt með 12 stöngum’
dag, auk þessa hefir félagið 9 sí
ustu dagana í byrjun sept. fyri
6 stengur á dag.
Almennur félagsfundur verf
ur í dag kl. 2 í Þjóðleikhúskjal
aranum, og mun stjórnin þ«
gefa ailar nánari upplýsingar.
SIAKSTEINAR
Hinir verst settu
Þorvaldur Garðar Kristjánsson,
alþingismaður, ritaði nýlega
grein í Vesturland, blað Sjálf-
stæðismanna á Vestfjörðum, und-
ir fyrirsögninni: „Þannig leika
þeir hina verst settu“. Kemst
hann þar m.a. að orði á þessa
leið:
„Á hinu mikla kaupkröfuári
1963 gerði verkalýðsforysta
kommúnista og Framsóknar
aldrei kröfur um sérstaka kaup-
hækkun og kjarabætur fyrir
hina lægst launuðu, heldur var
jafnan þess gætt að gera kröfur
um almennar kauphækkanir
sem fyrirsjáanlegar yrðu að
mestu leyti uppétnar i vaxandi
verðbólgu, án þess að hinir lægst
launuðu bættu hag sinn gagn-
vart öðrum.
Ríkisstjórnin hefur hinsvegar
haft önnur viðhorf til málanna.
Þegar hún lagði fram tillögur 3.
desember til lausnar á kjaramál-
um, var þar gert ráð fyrir að
hinir lægst launuðu fengju raun-
verulegar kjarabætur, um 8%
kauphækkun og lækkun útsvars
sem jafngilti 4—5% kauphækk-
un. Þessi hækkun skyldi koma á
dagvinnu en ekki eftirvinnu og
var gert ráð fyrir því, að iðnaðar
menn og hliðstæðir starfshópar
fengju kauphækkun um 4%.“
Raunhæf tilraun
Þorvaldur Garðar lýkur grein
sinni á þessa leið:
„Þessar tilraunir voru raunhæf
tilraun til að bæta hag hinna
lægst launuðu. Annars vegar með
því að veita þeim kauphækkun,
án þess að aðrar stéttir fengju
samsvarandi kauphækkun og
bæta þannig hag þeirra í hlut-
falli við aðra. Hinsvegar miðuðu
þessar tillögur að því að stytta
vinnutímann með því að láta
kauphækkun ekki ná nema til
dagvinnukaups. Þessum tillögum
var hafnað af verkalýðssamtök-
unum, bættur hagur hinna lægst
launuðu er ekki það sem bezt
hentar í baráttunni gegn viðreisn
arstefnunni.
Hér hefur verið vikið að ein-
um þætti þessa hráskinnaleiks,
sem kommúnistar og Framsókn-
armenn iðka í launamálum.
Þannig leika þeir hina verst
settu. Hvað geta þeir þá gert
fyrir aðra?“
Skyldusparnaður
unglinga
Alþýðublaðið birti í gær for-
ystugrein um skyldusparnað og
kemst þá m.a. að orði á þessa
leið:
„Telja verður skyldusparnað
ungs fólks eðlilegan við þær að-
stæður sem hér ríkja. Vegna mik
ils skorts á vinnuafli hafa ungl-
ingar óvenjuleg tækifæri til fjár-
öflunar. Hinsvegar ríkir yfirleitt
ekki sá andi á íslenzkum heimil-
um, að lagt sé fast að unglingun-
um að safna sparifé (þótt margir
geri það), og er því hægt að safna
fé með skyldusparnaði þegar um
leið fæst réttur til lána á þeim
tíma, er unga fólkið þarf þeirra
mest með.
Jafnframt þessu fæst mikið fé
í þá sjóði, sem húsnæðismála-
stjórn hefur til útlána í íbúða-
byggingar. Hefur eftirspurn
þeirra lána aukizt ört síðustu
misseri og brýn nauðsyn að afla
fjár til að auka lánin. Verðbólga
gerir hverri ríkisstjórn erfitt að
fullnægja öllum óskum um íbúða
lán, enda er ibúð það sparifé,
sem íslendingar vilja liclzt eiga.
Þannig tryggir hver fjölskylda
sér bæði húsaskjól og nokkurt
fjárliagsöryggi. Því hefur ávallt
verið reynt að greiða fyrir hús-
næðismálum eftir mætti og aukn-
ing skyldusparnaðar er einn lið-
ur í þeirri viðleitni“.