Morgunblaðið - 21.03.1964, Blaðsíða 12
12
MORGU N BLAÐIÐ
r
Laugarda-nir 21. marz 1964
Útgefandi:
Framkvæmdast j óri:
Ritstjórar:
Auglýsingar:
Ú tbreiðslust j óri:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Askriftargjald kr. 80.00
í lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Sverrir Þórðarson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
4.00 eintakið.
VARÐ VEITUM
VELMEG UNINA
ITelmegun er nú meiri hér á
* landi en nokkru sinni áð-
ur. Allir hafa næga atvinnu
og kjör manna hafa batnað
jafnt og þétt síðan viðreisnar-
ráðstafanirnar voru gerðar
1960.
Hinu er þó ekki að leyna að
verulegar verðhækkanir hafa
orðið að undanförnu. Þær
stafa auðvitað af því að á síð-
asta ári hækkuðu laun manna
almennt um 30—40%. Svo gíf-
urleg launahækkun hlaut að
valda verulegum verðhækk-
unum. Ef laun hækka umfram
framleiðsluaukningu leiðir
■það auðvitað til hækkandi
verðlags.
Þrátt fyrir hinar gífurlegu
kauphækkanir á síðasta ári
hefur gjaldeyrisvarasjóðum
þjóðarinnar enn ekki verið
stofnað í hættu og stafár það
að verulegu leyti af því, að
góðæri hefur verið og miklar
tekjur af útflutningi.
Menn verða hins veg-
ar að gera sér grein fyr-
ir því, að nýtt launa-
kapphlaup hlýtur óhjá-
kvæmilega að leiða til vand-
ræða. Ef enn yrðu verulegar
kauphækkanir hlyti það að
valda því, að annað hvort
yrði að fella gengi krónunnar
eða atvinna dragist sáman og
atvinnuleysi hæfi innreið
sína.
Það ermeð hliðsjón af þess-
um staðreyndum og vaxandi
skilningi almennings, sem
menn óska þess nú í öllum
stéttum að staldrað verði við,
svo að þjóðin fái að njóta
ávaxta af hinum miklu fram-
förum og áfram verði hægt að
halda örri uppbyggingu. Það
væri vissulega mikið glap-
ræði að eyðileggja þann árang
ur, sem náðst hefur, og þess
vegna mun niðurrifsmönnum
ekki reynast auðvelt að koma
af stað nýjum hækkunum.
GATNAGERÐ
REYKJAVÍKUR
L rið 1962 gerði borgarstjórn
Reykjavíkur áætlun um
gstnagerð í höfuðborginni og
sj mkvæmt henni á að ljúka
við að fullgera allar götur í
Reykjavík á 10 ára tímabili.
Reykjavíkurborg hefur
byggt fullkomna malbikunar-
stöð og tekið margvíslega
tækni í þjónustu sína í sam-
bandi við gatnagerð. Árangur
inn hefur orðið mikill, eins og
höfuðborgarbúar hafa orðið
vitni að. Hvert hverfið af
öðru er tekið fyrir og gatna-
gerð lokiö.
Sumir voru í upphafi van-
trúaðir á að gatnagerðaráætl-
unin mundi standast, en nú
sjá menn, að þar var ekki um
loforð ein að ræða, heldur er
verkefnum hrundið í fram-
kvæmd, alveg eins og hita-
veituframkvæmdunum, sem
miðað hefur áfram samkvæmt
áætlunum.
Auðvitað eru nokkuð skipt-
ar skoðanir um það, hv'aða
götur eigi fyrst að fullgera og
allir vilja fá sína götu malbik
aða. Eðlilegt er, að þeir, sem í
eldri hverfum búa, telja sig
eiga að fá göturnar fullgerðar
fyrst, en þess er að gæta, að
í nýrri hverfunum hefur ver-
ið skipt um jarðveg og miklu
minni vinnu þarf til undir-
búnings undir malbikun. —
Vegna vinnuaflsskorts verður
þess vegna að dreifa vinnu
við eldri göturnar á allmörg
ár, en nýta afköst malbikun-
arstöðvarinnar til að full-
gera jafnframt götur í nýrri
hverfunum.
VEGA -
FRAMKVÆMDIR
AUKAST
17'egna hinnar nýju löggjafar
um vegamál aukast fram-
kvæmdir við vegagerð stór-
lega á næstu árum og nú hill-
ir loksins undir það, að fjöl-
förnustu vegir verði steyptir
eða malbikaðir.
Þótt geysimikið hafi verið
unnið í vegamálum síðustu
áratugi eru mikilvæg verk-
efni enn óunnin, en hið stór-
aukna framlag til vegamála
mun gjörbreyta aðstöðunni á
tiltölulega skömmum tíma.
Nú er rætt um það að reisa
hér á landi olíuhreinsunar-
stöð, sem mun hafa mikla
þjóðhagslega þýðingu og eitt
af því, sem slíkt fyrirtæki
auðveldar, er vegagerð, því að
í sambandi við það er sjálf-
sagt að hefja framleiðslu as-
falts, sem notað verði til að
fullgera götur og vegi.
Naumast heyrðist nokkur
óánægjurödd, þegar bensín-
gjaldið var lagt á til að hraða
vegagerðarframkvæmdum, og
sýnir það, hve mikilvæg
menn telja þessi máL
EINS og greint var frá í gær,
þá mun Filippus hertogi af
Edinborg, maður Elizabetar
Bretadrottningar, koma hing-
að 30. júní næstkomandi og
dveljast hér til 4.. júlí, sem
gestur forseta íslands. Er það
í fyrsta sinn sem hann kem-
ur í heimsókn til íslands, en
árið 1954 staldraði hann stutta
hríð við á Keflavíkurflugvelli
á leið til Kanada.
Hér fer á eftir stutt yfirlit
um sefiferil hertogans:
Filippus er sonur Andrews
Grikklandsprins, en hann var
eins og getið var hér í blað-
inu um daginn, af Glúcksborg
arkönungsættinni dönsiku. —
Filippus prins fæddist á Corfu
10. júní 1921. Hann var send-
ur ungur til Englands og ann-
aðist Louis Montbatten lávarð
ur, móðurbróðir hans uppeldi
hans þar. Hann var um hríð
í skóla í París, en árið 1930
var hann sendur í Cheamskól-
Góiur gestur væntanlegur
ann, sem er einn af elztu einka
skólum í Englandi. Hann var
vinsæll meðal félaga sinna,
góður knattspyrnumaður og
cricketleikari. Árið 1933
gekk Filippus í skóla í Þýzka
landi, en varð að flýja þaðan
eftir valdatöku Hitlers. Settist
hann þá að í Skotlandi.
Honum var í blóð borin ást
á hafinu, eins og svo mörgum
af hans' ætt, og var því ekki
nema eðlilegt, að hann hugaði
þar að æfistarfi. Átján ára
gamall gebk hann í flotann.
Hefði hann vafalaust þá þegar
orðið brezkur ríkisborgari, ef
heijnsstyrjöldin hefði ekki
skollið á.
Filippus fór fyrst á herskip-
ið „Ramilles" sem sijóliðsfor-
ingjaefni. Síðan fór hann á
beitiskipið „Kent“ og þá á
„Shropshire'
1 orustunni við Matapan-
höfða var hann á orustusikip-
inu „Valiant". í þeírri orustu
eyðilagði brezk flotadeild þrjú
ítölsk beitiskip. Hlaut Filippus
þar lof fyrir vasklega fram-
göngu.
Síðar, þegar hann var aðeins
21 árs gamall, var hann gerð-
ur að fyrsta liðsforingja á her
skipinu „Wallace". Var það
eins dæmi með svo ungan
mann.
Árið 1944 gegndi hann um
hríð erfiðri heríþjónustu á
Kyrrahafi á tundurspillinum
„Whelp“. Herskip hans var
viðstatt, þegar uppgjafaskil-
málar Japana voru undirritað
ir í Tokio 1945. í allri þjón-
ustu í flotanum reyndist
Filipus ágætur foringi og her
maður og hlaut hann heiðurs
merki fyrir framgöngu sína.
Filippus kvæntist 20. nóv.
1947 Elizabetu krónprinsessu
Breta, sem krýnd var drottn-
ing árið 1953. Hlaut Filippus
þá titilinn „His Royal Maje
sty“: „Hans konunglega tign“,
en síðar var hann gerður her
togi af Edinborg.
Sem eiginmaður Breta-
drottningar hefur hertoginn
áunnið sér vinsældir og álit
bæði Breta og annarra þjóða
manna. Hann er' látlaus en
virðulegur í framkomu og
traustvekjandi.
Meðal áhugamále hertogans
má nefna bókmenntir,
skemmtisiglingar, útreiðár, sil
ungs- og laxveiðar auk fugla-
rannsókna.
Kannske hann Sái „þann
stóra“ hér í sumar, ef hann
fær að hola niður stöng í ein
'hverja laxveiðiána.
um
Fulltrúar Suður Atríku
ganga af fundi Heilbrigðismáiaslofnunarinnar
Genf, 19. marz (AP-NTB)
Á ÁRSÞINGI Heilbrigðisir.ila-
stofnunar SÞ í (WHO) Genf var
í dag samþykkt að breyta lögum
stofnunarinnar svo unnt væri að
vísa Suður-Afríku úr samtökun-
um. Atkvæðagreiðsla um tillög-
una fór fram með nafnakalli, og
var hún samþykkt með 66 at-
kvæðum gegn 23. Fulltrúar sex
ríkja sátu hjá. Það voru fulltrú-
ar ýmissa Afríkuríkja, sem. áttu
frumkvæðið að tillögunni.
Þegar tilkynnt var um niður-
stöður atkvæðagreiðslunnar bað
C.A.M. Murray, formaður suður-
afrísku nefndarinnar, um orðið.
Sagði hann að ríkisstjórnin í
Suður-Afríku gæti ebki sætt sig
við úrslitin, og hefði gefið sendi-
nefndinni fyrirmæli um að
ganga af ráðstefnunni, ef tillag-
an yrði samþykkt. Sagði hann
stjórnina telja tillöguna brot-á
samþyfcktum Heilbrigðismála-
stofnunarinnar. Tók Murray svo
saman skjöl sín og gekk ásamt
meðnefndarmönnum sínum út
úr fundarsalnum.
í tillögu Afríkuríkjanna er
ekki gert ráð fyrir að lögum
WHO verði breytt nú á þessu
ársiþingi, heldur er skorað á
framfcvæmdastjóra samtakanna
að leggja fram tillögu á næsta
ársþingi um að Suður-Afrífcu
verði annað 'hvort vísað úr WHO
eða atkvæðaréttur tekinn af full
trúum landsins.
Eftir að fulltrúar Suður-
Afrífcu höfðu gengið af fundi,
ræddi Murray snöggvast við
fréttamenn. Sagði hann að stjórn
Suður-Afríku hafi -ekki tekið
endanlega ákvörðun um það
’hvort landið segði sig nú úr
WHO eins og úr Alþjóða vinnu-
málastofnuninni fyrir skömmu.
Afríkuríkin hafa lengi unnið
að því að koma Suður-Afríku
út úr ýmsum alþjóðasamtökum
til að mótmæla á þann hátt
„Apartheid" stefnu stjórnarinn-
ar. Nutu Afríkuríkin að þessu
sinni stuðnings kommúnistarífcj-
anna og ríkjanna í Asíu og Suð-
ur-Amerífcu. Ríkin í Vestur-Ev-
rópu, Bandarífcin og Japan vildu
hinsvegar vísa málinu til Sameia
uðu Þjóðanna.
Akranesfréttir
Akranesi 19. marz.
AFLAHÆST í gærdag var Sigur
von með 23 tonn. Sigrún og Sól-
fari höfðu 21 tonn hvor, en 17
voru bátarnir sem lönduðu og
heildaraflinn 210 tonn.
Hingað kemur ms. Askja vænt
anlega í nótt með salt til útgerð-
arslöðvanna, og er ekki vanþörf
á.
Höfrungur III landaði fyrir há
degi í dag 12,4 tonnum, sem hanu
fékk í nót. — Oddur.