Morgunblaðið - 21.03.1964, Blaðsíða 20
20
MORGU N BLAÐIÐ
r
Lau?ar(3a?ur 21. marz 1964
V//BUZAEETH TeQRAXJ: 3 36 £
\Æ KTL
Hún komst að því, að Sebast
iano hélt, að maðurinn, sem
fannst dauður á veginum, hefði
verið Lester Ballard. >að var
það morð, sem hann hafði
huga. Hann vissi ekki, að ann-
að morð hafði verið framið og
það í þessari stofu, og að hún
hafði séð Nicky koma þjótandi
út úr stofunni með blóð á and-
litinu og á skyrtunni, og með
eitthvað í hendinni, sem lík
lega hefði verið notað til að
dauðrota manninn. En það, 'sem
gamli maðurinn hafði sagt
henni,, gat vel staðið í einhverju
sambandi við fyrirhugað hvarf
Lester Ballards frá San Antioco,
en verið morðinu á honum óvið-
komandi.
Hún sneri sér aftur að gamla
manninum.
— Hvað ætlið þér að gera í
málinu? spurði hún
Hann neri saman höndum. —
Ég verð að fara til lögreglunn-
ar, finnst yður ekki? Annað er
ekki hægt að gera héðan af. Mér
er annt um drenginn. Mamma
hans og allt hennar fólk hefur
verið mér mjög gott, og það legg
— Getur verið. Það var fallegt
af yður að benda mér á það.
— En til hvers komið þér til
að segja mér frá þessu öllu, hr.
Sebastiano?
— Vegna þess, að yður er
ekki sama um drenginn. Eg von
aðist eftir, að það gæti róað
yður að heyra það.
— Það var fallega hugsað af
yður.
— Og honum þykir vænt um
yður. Hann studdi höndunum á
stólbríkurnar og stóð upp með
miklum erfiðismunum. — Þeg-
ar þetta er allt afstaðið, vona ég,
að þér yfirgefið hann ekki strax.
Eg veit vel, að þér þurfið að
hugsa um yðar eigin framtíð, en
ég vona, að þér getið líka hugs-
að eitthvað um hann. Hann er
enginn morðingi. Það þurfið þér
ekki að vera hrædd um. Morð-
inginn ók bíl, var ekki svo? Hann
flutti líkið upp á fjallveginn í
bíl. Og við vitum öll, að Nicky
kann ekki á bíl. Hann rétti henni
höndina.
En í sama bili heyrðu þau
bæði, að einhver gekk hratt yf-
ir garðinn.
Sebastiano lét höndina falla.
Um leið og hann leit hræddur til
gluggans, fór stór skuggi framskipulag hafði verið reynt í
hjá honum fyrir utan, og svo
heyrðist rödd Amedeo Ranzi úr
dyrunum: — Má ég koma inn,
Ruth?
Hann beið ekki boðanna, en
kom beint inn. Svo sagði hann
steinhissa: — Hr. Sebastiano!
Þeir heilsuðust kurteislega.
— Eg er alveg að fara, hr.
Ranzi, sagði gamli maðurinn.
Framkoma hans var þegar orðin
sett og kurteisleg. — Eg kom til
að votta samhryggð mína og
bjóða alla þá hjálp, sem ég kann
að geta veitt.
— Þér skuluð um fram allt
ekki fara að flýta yður mín
vegna, sagði Ranzi. — Eg hef
engin leyndarmál eða áríðandi
erindi að tala um við ungfrú Sea
bright. Látið þér mig umfram
allt ekki reka yður af stað.
— Það var ekkert . . . ég er
að fara hvort sem er. Og Sebast-
iano tók aftur í höndina á Ruth.
En um leið sagði Ranzi: — Er-
uð þér að fara aftur til Napólí,
hr. Sebastiano? Eg er hér á bíl.
Ef þéf viljið bíða fáeinar min-
útur, skal ég aka yður á stöð-
ur mér skyldur á herðar, sem ég lna-
vona, að ég bregðist ekki.
— En hvað verður um yður
sjálfan?
— Hver veit það? Eg býst við,
að ég hafi meira að óttast hjart
að í mér heldur en fangelsisdóm.
Hvort sá dómur verður langur
eða skammur skiptir mig ekki
miklu máli.
— Haldið þér ekki, að þeir
verði vægir við yður, ef þér
gefið upplýsingar, sem geti orðið
til þess að glæpamennirnir ná-
ist?
Gamli maðurinn svaraði, að
þetta væri fallega hugsað. Ruth
sá alveg, að hann hefði helzt
viljað afþakka boðið, en treysti
sér ekki til þess, nema láta Ranzi
um leið vita, að hann ætti er-
indi við lögregluna í San Antioco.
— Lofið mér að fylgja yður
ú; í bílinn, sagði Ranzi, — og svo
hafið þér ekkert á móti því að
bíða í fáeinar mínútur meðan
ég tala við ungfrú Seabright.
Þeir gengu síðan út. Ruth varð
'eftir og braut heilann um það,
hvaða erindi Ranzi gæti átt við
hana. Því að þrátt fyrir það,
sem hann hafði sagt, var það á-
reiðanlega eitthvert áríðandi
einkamál.
Hann kom inn aftur eftir eina
eða tvær mínútur. Það var asi
á honum og. það var eins og
hann ætlaði strax að taka tii
máls. En svo var alveg eins og
hann hefði gleymt því, sem hann
ætlaði að segja, og nú stóð hann
vandræðalegur fyrir framan
Ruth, rétt eins og hann ætlaðist
til, að hún hæfi umræðurnar.
— Jæja þá? sagði hún.
— Vinnukonan, sem við höfðum sagði upp daginn eftir að þú fórst
Hann hrökk. við og hleypti
brúnum. En svo rétti hann úr
sér, og eitthvert hofmannlegt
dramb skein út úr honum.
— Konan mín segir mér, að
hún hafi hitt yður í morgun,
sagði hann. — Hún heldur því
fram, að þér hafið sagt, að hún
hefði boðið yður heim í gær, en
svo ekki verið heima, þegar þér
komuð. Út frá spurningum, sem
lögreglan hefur lagt fyrir mig,
skilst mér að þér hafið sagt lög-
reglunni þetta sama. Þetta var
mjög heimskulegt af yður. Enda
þótt við viljum ógjarna segja
eða gera neitt sem getur orðið
yður til meins, þá getið þér samt
ekki ætlazt til, að við förum að
ljúga yðar vegna. Það hefði ver
ið skynsamlegra af yður að segja
sannleikann — hver sem hann
nú hefur verið. Hann þagnaði
en endurtók síðan, og röddin var
orðin hás: — Hver sem hann nú
hefur verið!
BYLTINGIN í RÚSSLANDI 1917
AIAN MOOHEHEAD
5. kafli.
Þolraun lýðræðisins.
í Rússlandi hafa næstu átta
árin, 1906—1914, horfið í skugg-
ana af heimsstyrjöldinni fyrri og
bolsjevikabyltingunni 1917, og
því hafa þau að nokkru gleymzt
og saga þeirra verið vanrækt.
Og þó er þetta tímabil á sinn
hátt eitt hinna mikilvægustu í
sögu Rússlands. Landið var auð
ugra en það hafði nokkurn tíma
áður verið; ríkisreikningurinn
var í jafnvægi og sýndi meira að
segja afgang, hið geysistóra járn
brautarnet hafði aukizt meira en
kommúnistastjórnirnar hafa sið
an geta látið það gera, einka-
rekstur var í miklum blóma,
og hvaðanæva úr umheim-
inum vestræna voru heimsfyrir
tæki eias og International Harv-
ester og Singer Saumavélaverk-
smiðjurnar að setja upp útibú
í Rússlandi. Auk þess voru þetta
góð uppskeruár, og þungaiðnað-
urinn eins og námugröftur hratt
öllum eldri framleiðslumetum.
Eftir 1806 fóru verkföll og
hermdarverkastarfsemi hríð-
minnkandi og 1911 var byltingar
hreyfingin raunverulega stöðn-
uð. Annað var líka, sem var
ennþá mikilvægára. Lýðræðis-
Rússlandi. Á vestrænan mæli-
kvarða var þetta óstyrkt og fálm
andi lýðræði, en tilraunin hafði
verið gerð, og sú staðreynd, að
hún endaði með byltingu, er eng
in sönnun þess, að hún hefði
hlotið að mistakast. Hún hefði
eins vel getað tekizt. Stríð henn
ar við hina gífurlegu frum-
stæðni Rússlands, var aldrei al-
gjörlega vonlaust, og að minnsta
kosti sýndi hún, svo að ekki varð
um villzt, að Rússum mátti
stjórna, eins og öllum öðrum,
með öðrum aðferðum en lög-
regluvaldi.
Vitanlega væri það heimska
að fara að halda þvi fram, að
þetta hefði verið einhver gull-
öld Rússlands — bæði verka-
menn og bændur áttu enn við
lífskjör að búa, sem ekki myndu
þoluð stundinni lengur í nútíma
lýðræðisþjóðfélagi, raunverulegt
einstaklingsfrelsi var enn aðeins
draumur, og skrifstofubákn keis
arans lá enn á þjóðinni með öll
um sínum fyrri blýþunga — en
samt var þetta vellíðanartímabil
— það bezta, sem hingað til
hafði þekkzt. Ef til vill sést það
bezt á því, að Lenin sjálfur hafði
gefið upp alla von. Oftar en einu
sinni um þessar mundir, kom
hann með þessa setningu: „Eg
býst ekki við að lifa það að sjá
byltinguna".
Það mætti draga upp einfalt
línurit til að sýna ástandið á þess
um árum. Þar yrðu tvær línur,
önnur, sem sýnir velgengni rúss
nesku stjórnarinnar og hin, sem
sýnir velgengni byltingarmann-
anna, og stígur jafnan önnur er
hin fellur. Eftir 1906 stígur stjórn
arlínan stöðugt, unz hún nær há-
marki sínu undir forsætisráð-
herrastjórn Pjótr Stolypin, ár-
ið 1909, en síðan fellur hún aft
ur, (en hressist þó ofurlítið við
um skamma hríð, árið 1914 og
1915) — fellur niður í ringulreið-
ina og hinn örlagaríka óskapnað
á ófriðarárunum, og þá er það
einmitt sem byltingarhreyfingin
kemur upp úr djúpunum og brýzt
upp á yfirborðið fyrir fullt og
allt.
Það er Dúman, fyrsta rú,ss-
neska þjóðþingið, sem er próf-
steinninn á þessa atburði, og í
öllum þessum rússneska sorgar
leik er ekkert til hryggilegra eða
harðneskjulegra en það, hvern
ig þessi eina bjarta von í öllu
ástandinu varð fyrir skemmdar-
starfsemi og ofsóknum úr öllum
áttum, og dregin niður í svaðið
einmitt af þeim, sem henni var
ætlað að bjarga. Því bregður
meira að segja fyrir, að sjálfir
þingmennirnir virðist vinna að
því af kappi að eyðileggja sjáifa
sig.
Samt væri ekki sanngjarnt að
dæma Dúmuna í ljósi nútíma-
þjóðþinga, eins og þau gerast í
vestrænum löndum. Dúman var
á byrjunarstigi, henni hafði eins
og snögglega skotið upp úr léns
skipulagi fortíðarinnar, og nýju
þingmennirni rurðu að þreifa
sig áfram, án þess að hafa neina
reynslu við að styðjast. Óvin-
irnir voru á allar hliðar: Niku-
lás og hirðin, sem höfðu viðbjóð
á sjálfri hugmyndinni, byltingar
flokkarnir, sem flestir skágengu
kosningarnar, og skrifstofuherr-
arnir, sem hefðu heldur kosið að
stjórna landinu áfram með ein-
ræðisskipulagi, án gagnrýni eða
afskipta.
KALLI KUREKI
Teiknari; FRED HARMAN
— Flýttu þér! í>að kom náungi og
miðaði byssu á Frænku og heimtaði
aí henni gullsandinn.
— Hvfcð kom t;l að hann vissi um
það? ,
— Og ég lagði ekki í að slást við
hann, Kalli. Ég flýtti mér heldux að
sækia þig.
— Það var rétt hjá þér. Komdu á
eftir eins fljótt og þú getur. Eg ætla
að spretta duglega úr spori og hest-
urinn þinn getur ekki haldið í við
minn.
Kópavogur
Afgreiðsla Morgunblaðsins í
Kópavogi er að Hlíðarvegi 63,
sími 40748.
Garðahreppur
Afgreiðsla Morgunblaðsins
fyrir Garðahrepp er að Hof-
túni við Vífilsstaðaveg, sími
51247.
Hafnarfjörður
Afgreiðsla Morgunblaðsins
fyrir Hafnarfjarðarkaupstað
er að Arnarhrauni 14, simi
50374.
Keflavík
Afgreiðsla Morgunblaðsins
fyrir Keflavíkurbæ er að
Hafnargötu 48, sími 1113.
Afgreiðslur blaðsins hafa
með höndum alla þjónustu
við kaupendur blaðsins og
til þeirra skulu þeir snúa
sér, er óska að gerast fastir
kaupendur Morgunblaðs-
ins.
Á