Morgunblaðið - 21.03.1964, Blaðsíða 23
!r Laugardagur 21. marz 1964 ^
MORCUNBLAÐIÐ
23
186 bœkur frá
Cyldendal í vor
M.a. IslendingasÖgur, Ijóð Steins
Steinarrs og Fóstbræðrasögu Gunn-
ars Gunnarssonar
MEÐAL 186 bóka, sem út
koma hjá Gyldendal í vor eru
íslendingasögur I—III, Ferð
án fyrirheits eftir Stein Stein-
arr og Fósthræður Gunnars
Gunnarssonar.
Þeim hókum, sem Gylden-
dal gefur út á vorin fjölgar
með hverju ári. Þær eru nú
186, en 1962 voru titlarnir
ekki nema 130.
Meðal stórra verka á þessu
vori er minningarútgáfa verka
Karen Blixen í sjö bindum og
hluti af heildarútgáfu verka Sör-
ens Kirkegaards.
íslendingasögurnar I—III eru
þýddar af.dönskum skáldum og
myndskreyttar af Johannesi
Larsen. Þær komu fyrst út í Dan
mörku 1930 í tilefni af þúsund
ára afmæli Alþingis. Þær voru
ófáanlegar í mörg ár, en 1960
var ný útgáfa prentuð. Hún er
nú einnig uppseld.
Það er Poul P. M. Pedersen,
sem þýðir Ijóð Steins Steinarrs,
bókin er um 200 síður og nefnist
á dönsku „Rejse uden Mál.“
Háteip;spresta-
kall
Sr. ARNGRÍMUR Jónsson,
sem skipaður hefur verið prest-
ur í Háteigsprestakalli, hefur
fengið leyfi kirkjustjórnarinnar
til þess að sitja áfram í Odda
til næstu fardaga. Sr. Erlendi
Sigmundssyni hefur verið falið
að annast prestþjónustu fyrir
hann í Háteigsprestakalli þangað
Mýr togbátur Jörundur II.
Rúm fyrir 2 herpinætur a bdtapalli í einu
SL. LAUGARDAG kom til
Reykj avíkur nýr togbátur,
JÓrundur II, eign Guðmundar
Jörundssonar útgerðarmanns,
og von er á systurskipi hans,
Jörundi III innan mánaðar.
Togbátarnir eru báðir
byggðir í Selby í Englandi
hjá Cochrane & Sons Ltd., en
þar hafa fjölmargir íslenzkir
togarar verið byggðir. Jör-
undur II er 267 lestir að
stærð með 800 ha vél. Skipið
á að geta fiskað á fernan hátt,
verið við síldveiðar, á tog-
veiðum, þorskanetjaveiðum
og línuveiðum. Vegna togveið
anna er innsett stærri skrúfa
og komið fyrir um borð öll-
um togútbúnaði. í skipinu
eru einangraðar aluminium-
lestar með kælibúnaði. Þetta
er fyrsta skipið sem búið er
þannig að það geti haft tvær
herpinætur á bátapalli sam-
tímis.
Sérstök áherzla var lögð á
að skipið hefði mikla kjöl-
festu og eru m. a. ballesta-
geymar undir lest o^g í báð-
um endum þess. Skipstjóri er
Runólfur Hallfreðsson frá
Akranesi og kom hann með
skipið heim. Jörundur II er
farinn á veiðar með þorska-
nót.
Jörundur III, systkurskip
Jörundar, er í byggingu í
Englandi og verður tilbúið
innan mánaðar.
tiL
(Reykjavíkurprófastdæmi)
Steindór Stein-
dórsson, á grasa-
fræðmgafundi
STEINDÓR Steindórsson, yfir-
kennari við Menntaskólann á
Akureyri, fer utan í dag til þess
að sitja fund grasafræðinga,
sem hefst n.k. mánudag í Stolz-
enau í Vestur-Þýzkalandi. Á
fundi þessum verður rætt um
kerfi gróðurfélagsfræðinnar. —
Mun fundurinn standa í 2—3
daga.
Grískur vasi. Mynd úr fyrsta
hefti nýs bókaflokks, sem nú
kemur út hjá Gyldendal.
Fóstbræður Gunnars Gunnars-
sonar eru nú í vasabókarbroti í
þeim bókaflokki Gyldendals,
sem nefnist Traneböger.
Af nýjum ljóðabókum, sem
koma út í vor, má nefna: „Rinke-
sten“ eftir Poul Borum og „Spor“
eftir Bundgaard Povlsen. Nýr
bókaflokkur hefst, sem nefnist
„Saga málaralistarinnar.“ Er
hann í 12 myndskreyttum heft-
um og fjallar um málaralist í
hinum vestræna heimi sl. 20 ald-
ir. í hverju hefti eru 64 heil-
síðu litprentanir.
— S-Viet Nam
Framhald af bls. 1.
smala saman bændunum og voru
þeir hálshöggnir. Nýjasta dæm-
ið um grimmd kommúnista gerð-
ist fyrir fjórum dögum í Nhi
Binh, sem er rúmlega 30 km.
fyrir sunnan Saigon. Gerðu Viet
Cong árás á bæinn og tókst að
ná hluta hans á sitt vald. Þegar
að var komið, og kommúnistar
hraktir á flótta, fundust fjöl-
mörg lík kvenna og barna, sem
stungin höfðu verið til bana með
byssustingjum.
Athugcr.ssmd vegna
sjónvarpsiundaf
FORMAÐUR Stúdentafélags-
ins fór þess á leit við mig s.l.
miðvikudagskvöld, að ég tæki
ásamt Vilhjálmi Þ. Gíslasyni út-
varpsstjóra að mér framsögtu á
fundi Stúdentafélagsins sem
halda á í dag. Virtist tilefni þess
vera það, að ég er einn þeirra
60, sem undirritað hafa yfirlýs-
ingu þá um sjónvarp, sem ný-
lega var send Alþingi.
Fór ég þess á leit, að umræðu
efnið yrði rýmkað nokkuð, þann
ig að unnt væri að ræða sjón-
varpsmálin í heild, eins og þau
nú horfa við með hliðsjón af
þeirri erlendu sjónvarpsstöð, sem
hér er starfrækt. Fékk ég þau
svör, að umræðuefninu yrði ekki
breytt. Síðar átti ég tal við út-
varpsstjóra, og skýrði hann mér
frá því, að hann hyggðist ein-
ungis ræða fyrirhugjað íslenzkt
6jónvarp. Að féngnum þeim upp-
lýsingum, taldi ég mér ekki
tfært að taka að mér framsögu,
enda mundi útvarpsstjóri gera
— Iþróttir
Framhald af síðu 22.
ur, og endurnýjaður að öllum
þægindum og útbúnaði. Hafa al-
drei verið betri skilyrði en núna
til að taka þar á móti gestum.
Nýr vegur hefur verið lagður
í Jósepsdal, og er öllum bílum
fært þangað.
Nánari upplýsingar um páska-
dvölina í Jósepsdal verða veitt-
«r í skrifstofu Ármanns í íþrótta
húsinu við Lindargötu á mánu-
dagskvöld og þriðjudagskvöld
kl. 8-10, sími 1-36-56. Verða þá
einnig seldir dvalarmiðar fyrir
páskadagana í Jósepsdai,
efninu full skil og ólíklegt, að
nokkuð sem máli gæti skipt bæri
á milli um skoðanir okkar á ís-
lenzku sjónvarpi.
Ekkert hef ég við það að at-
huga, þótt íslenzkt sjónvarp sé
tekið til umræðu á fundi í stúd
entafélaginu, enda þótt ég fyrir
mitt leyti hefði talið eðlilegra,
að málin væru rædd í heild, svo
sem áður gireinir.
Hins vegar vil ég gera athuga-
Skemmtun skóla-
barna
HAFNARFIRÐI. — Hin árlega
skemmtun skólabarnanna var í
gær og endurtekin tvisvar í dag
fyrir fullorðna. Eru þessar
skemmtanir barnanna ævinlega
vel sóttar, enda jafnan vel til
þeirra vandað og skemmtiatriðin
fjölbreytileg. Leggja börnin og
kennarar þeirra mikla vinnu í
allan undirbúning, sem er ekki
svo lítill. Á skemmtunum þess-
um eru m.a. sýnd leikrit, sungið,
leikið á hljóðfæri, sýndir þjóð-
dansóu- og fleira.
Strandamenn í
kaffiboði
ÁTTHAGAFÉLAG Stranda-
manna hefur undanfarin ár haft
þann sið að bjóða eldri Stranda-
mönnum og velunnurum til
kaffidrykkju. Nú verður þetta
kaffiboð í Ská^kbeimiUnu kl. 3 á
sunnudag. ^
semd við frétt af fundi þessum,
sem birtist í Morgunblaðinu í
gær, þar sem sagði eftirfarandi:
„Þótt umræðuefni stúdentafé-
lags fundarins sé íslenzkt sjón-
varp má gera ráð fyrir að sjón-
varpsmáiin í heild verði rædd.“
Ég hef ekki hugsað mér að
hefja umræður um sjónvarpsmál
in í heild á fundi þessum, enda
er það ekki á dagskrá fundar-
ins og hefur ekki fengizt tekið
á hana. Tel ég það takmarkaða
kurteisi við frummælanda að
fara að sveigja umræður inn á
annað svið, sem einungis snertir
aðalefnið óbeint, og kynlegt af
forráðamönnum eða formanni
þess að gera ráð fyrir að það
verði gert, einkum þegar höfð
er í huga afstaða formanns, sem
nú hefur lýst verið.
Sigurður Líndal
Morgunn er
kominn út
MORGUNN, tímarit Sálarrann-
sóknafélags íslands, júlí—desem-
ber 1963, er kominn út. Meðal
efnis er sem hér segir: Líf eftir
dauðann, eftir Benjamín Krist-
jánsson; Endurfæðing J.A. þýddi;
Hversu traust eru sönnunargögn
fyrir endurholdgun eftir próf.
Chari; Víðar er reimt en á ís-
landi, eftir Caroline Gunnarsson;
Sálarrannsóknir og kristnar hug
myndir um dauðann, eftir dr.
phil Cleoburg; Kristindómurinn
og önnur trúarbrögð, eftir dr.
Kristian Schelderup bisikup; Sál
arfriður, sannfæring um annað
líf, eftr séra Jón Auðuns; Hug-
lækningar, eftir Árna Óla.
Ritstjóri Morguns er séra Jón
Auðuns dómprófasúu- og er þetta
44. árgangur.
— Saurar
Framh. af bls. 24
um var Guðmundur Kjartansson,
jarðfræðingur. Annar fréttamað-
ur blaðsins, sem skrapp að Saur
um síðdegis í gær hefur það eft-
ir honum, að hann telji ekki að
þarna sé um jarðskjálfta að
ræða, úr því bærinn hreyfist
ekki og hvorki myndir á veggj-
um né dót á hillum, heldur að-
eins einstaka húsmunir svo sem
skápur og borð.
Leit að kraftsviðum
Mbl. leitaði í gær til ýmissa til
að fá álit manna um hvað þarna
væri um að vera. Einn af yngri
vísindamönnum benti blaðinu á
eftirfarandi:
Við Duke háskóla í Bandaríkj-
unum hefur prófessor J.B. Rhine
gert tilraunir með hugsanaflutn-
ing. Hefur hann ha/t tvo hópa af
fól'ki sinn í hvoru herbergi. Ann-
ar flettir upp spilum, sem stokk-
uð eiru mekaniskt og á hinn að
geta sér til um hvað hverfi af
þeim 5 tegundum spila sem um
er að ræða. Segir prófessorinn að
ef tilviljun réði þá ætti hann að
geta að meðaltali upp á 5 hverju
spili, en við tilraunirnar hafi
fólkið getið miklu otftar rétt en
svo, og sé statdsiskt útilokað að
þetta sé tilviljun. Þama virðist
vera fyrirbærið hugsanaflutning
ur.
En til að flytja merki þarf
orku og orkan þarf að geta bor-
izt í einhverju kraftsviði, eins
og hljóðbylgjur berast. í lofti og
radiobylgjur í rafsegulsviði. Ef
hugsanaflutningur getur átt sér
stað, þá er líklegt að til sé eitt-
hvert kraftsvið sem þessi flutn-
ingur geti átt sér stað í. Og ef
til er eitfhvert þvílikt kraftsvið
þá getur það flutt orku. Nú hef-
ur Rhine gert tilraun með að láta
vél velta um teningum. Að með-
altali á hver tala að koma upp
í eitt skipti af hverjum sex. Sið
an hefur hann haft fólk í kring
og látið það hugsa sterkt um það
að fá ákveðna tölu upp. Pró-
fessor Rhines segir líka að að
meðaltali komi þær tölur sem
fólk hugsar sér það miklu oftar,
að líkurnar séu mjög litlar til
að um tilviljun sé að ræða. Því
vill hann halda því fram, að fólk
geti haft einhver áhrif á þetta
kraftsvið og kallar þetta „psy-
cho kinetic power“ eða PKP.
Þetta eru einu vísindalegu rann-
sóknir sem vitað er til sem gætu
bent til að í náttúrunni væri á
ferðinni einhvers konar kraft-
svið, sem er okkur eins dular-
fullt og rafsegulsviðið var mönn-
um fyrir 100 árum.
Til að vera vísindalega þenkj-
andi eiga menn ekki að fussa og
sveigja og segja að þetta geti
kki átt sér stað né hið gagn-
stæða, heldur væri ráðlegt að
fara með öll þau mælitæki sem
geta útvíkkað mannleg skilning-
arvit á staðinn og sjá hvort
nokkrar breytingar kæmu fram
á þeim mælitækjum samfara
þessum fyrirbærum.
Og aðspurður um hvaða tæki
væru hugsanleg til að útvíkka
mannleg skilningavit. Sagði
þessi ungi visindamáður að af
þeim sem til eru í landinu mætti
nefna segulsviðsmæli, þyngdar-
sviðsmæli, rafsviðsmæli. Síðan
þyrfti að hafa segulband, kvik-
myndavél og svo kannski infra-
rauðan og útfjólubláan kíki.
Væri hugsanlegt að finna mætti
eithverjar breytingar með þeim.
Þó þarna sé eitthvert óþekkt
kraftsvið um að ræða, þá þurfi
það ekki að vera neitt yfirnátt-
úrulegt, því allt sem skeður í
náttúrunni fylgi einhverjum lög
málum og sé aðeins dularfullt
á meðan við ekki þekkjum þau
lögmáL