Morgunblaðið - 02.04.1964, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.04.1964, Blaðsíða 1
28 síður MYNDIN er af hinu mikla eld gosi í Surtsey í fyrrakvöld og var tekin í þann mund er eld- urinn var hvað mestur, en það var á tíunda tímanum. Þetta var mesta eldgos sem á eynni hefur orðið hingað til. — Myndin er tekin af Breiða- bakka, sem er sunnan til á Heimaey. Sigurður Þórarinsson, jarð- fræðingur, og fleiri fóru á báti að eynni í gærdag, en þá var lítill sem enginn eldur í henni og gos fremur lítil. Myndina tók Sigurgeir lónasson. Læknaverk- fall I Belgíu Briissel, 1. apríl (NTB) BELGÍSKIR læknar hófu verk fall kluþkan sjö í morgun til að mótmæla aðgerðum stjórnarin.n- ®.r varðandi kjör laeknanna og •larfsskilyrði. Belgíska stjórnin evaraði f kvöld með því að saka Jæknana um að stefna heilsu- fari þjóðarinnar í voða. Segir í kynningtinnd, seim gefin var ú.t erftir ríkisstjórnarfund að stjórn- >n muni gTÍpa tii hverra þeirra •ðgerða, er hún telji nauðsyn- legaor, em áður hafði Theo Lef- evre, forsætisráðherra hótað því •ð láta kalla alla læknana í her- ínn. VenkfaMið nær t»l um 90% (dira lækna landsins. Á meðan á verkfallinu stend- l»r veita læknar aðetoð í áríð- •ndi tilfellum eingöngu. Gáfu Jeekmar út tilkynningu um þetta *>fi jafnframt að allir vaaru var- •ðir við því að beita læknana hefndaraðgerðum. Ef um hefnd- •raðgerðir yrði að ræða, sagði t tilikynningunni, þýddi það að- eins að tafarlaust yrði hætt við *l'la neyðaraðstoð við sjúkling- •na, og þjóðdn mœitti þá sætta •ig við algjört læknaieysi. Bylting í Brnsilíu Lppreisnarmenn vilja ,,sópa“ kommúnistum burt úr landinu Rio de Janeiro, 1. apríl (NTB) BYLTING hefur verið gerð í Brasilíu. og standa að henni fylkisstjórar 13 af 22 fylkjum landsins. Fregnir frá gangi byltingarinnar eru óljósar, en vitað er að byltingarherinn hefur tekið virkið Copacab- ana við mynni flóans, sem Rio de Janeiro stendur við. Virðist sem stjórnarherinn hafi ekki varizt sókn bylting- armanna. Leiðtogi byltingarmanna er Adhemar de Barros, fylkis- stjóri í Sao Paulo. Sagði hann í útvarpsræðu í dag að bylt- ingarherinn væri í sókn til Rio og tilgangurinn væri að hrekja kommúnista út úr Brasilíu. Joao Goulart, forseti Bras- ilíu, fór í dag frá Rio de Janeiro, en ekki er vitað hvert. Hins vegar er vitað að stjórnarherinn hefur öll ráð í höfuðborginni Brasilía, og er talið sennilegt að forsetinn hafi haldið þangað. Svo virðist sem uppreisnar- hernum berist stöðugt liðs- auki. Ekki er vitað til þess að mann- fall hafi orðið í átökum herja stjórnarinnar og byltingarmanna. Þó herma óstaðfestar fregnir að einn maður hafi fallið við töku Copacabana virkisins. Einnig er vitað að til átaka kom í fylkinu Minas Gerais, en frekari fréttir hafa ekki borizt þaðan. 700 millj. manna ólæsar og óskrifandi París, 1. apríl (NTB). SÉRFRÆÐINGANEFND kom í dag saman í París tM tíu daga fundarhalda um hvað unnt sé að gera til að draga úr menntunarleysi í heimin- um. Er ráðstefna þessi hald-' in á vegum UNESCO, menn- ingar- og menntamálastofn- unar Sameinuðu þjóðanna. Sérfræðingarnir eiga að undirbúa tíu ára herferð til að lækka tölu ólæsra í heim- inum, en álitið er að um 700 milljónir fullorðinna séu nú ólæsar og óskrifandi. Fjölgar þessum mönnum um 20—25 milljónir árlega. Áætlað er að þessi tíu ára herferð kosti um 1.900 milljónir dollara (kr. 81.700 milljónir). Eru sér fræðingarnir frá 18 ríkjum, og forseti ráðstefnunnar kjör- inn dr. Koshy frá Indlandi. Fjórir fulltrúar eru frá Afríku, fjórir frá Asíu, fjórir frá Suður Ameríku, þrir frá Evrópu, tveir frá Arabaríkj unum og einn frá Norður Ameríku. Aðalstöðvar uppreisnarmanna eru í Sao Paulo. Útvarpsstöðvar þar sendu í allan dag út her- göngulög og þess á milli tilkynn- ingar um sókn uppreisnarmanna. Snemma tilkynntu uppreisnar- menn að hersveitir stjórnarinnar, sem sendar voru frá Rio til að stöðva sókn uppreisnarhersins hafi ekki snúizt til varnar, held- ur gengið í lið byltingarmanna. — Útvarpsstöðvar stjórnarinnar báru frétt þessa til baka. Sögðu talsmenn stjórnarinnar að upp- Framhald á síðu 27 Síðustu fréttir GOULARX FLÚINN? Rio de Janeiro, 1. apríl (NTB) Seint í kvöld var uppi orð- rómur um það í Rio de Jan- eiro að Joao Goulart forseti hafi gefizt upp fyrir uppreisn armönnum og sagt af sér em- bætti. Fylgdi það fréttinni að Goulart hafi haldið á hrott úr landi flugleiðis, ta ekki sagt hvert. Einnig var sagt aff kona Goularts og börn þeirra tvö hafi fariff til Spán- ar. Ekki var unnt að fá fregn þessa staðfesta. Krúsjeff svarar Kínverjum Byltingin lítils virdi eff þjóðin fær ekki óskir sínar uppfylltíir Budapest, 1. apríl — (NTB) NIKITA Krúsjeff, forsætis- ráðherra Sovétríkjanna, sem í gær kom til Ungverjalands i tíu daga opinbera heim- sókn, flutti í dag ræðu yfir fimm þúsund verkamönnum í verksmiðju í Búdapest, þar sem framleiddar eru ljósa- perur. Sagði forsætisráðherr- ann m.a. að verkamennirnir hefðu orðið furðu lostnir ef Lenin hefði snúið sér til þeirra með sömu orðum og talsmáta og kínverskir komm únistar nota í dag. Er þetta í fyrsta sinn sem Krúsjeff víkur að skoðanaágreiningi Kínverja og Rússa síðan á mánudag, þegar Kínverjar veittust óvenju hart að Krús- jeff persónulega. í ræðu sinni forðaðist Krúsjeff þó beinlínis að nefna Kína eða kínverska kommúnista. En ekki fór milli mála við hverja hann átti þegar hann talaði um menn, sem kölluðu sig Marx-Leninista, en héldu því jafnhliða fram að ekki ætti að berjast fyrir bættum lifskjörum. — í augum þessara manna er aðeins eitt, sem gildir — þ. «. byltingin. En hvers konar bylt- ing er það, sem þeir tala um? Hvernig áttum við að geta beðið bændurna og verkamennina að bylta stjórn auðvalds og eigna- manna, ef við ekki hétum þeim einhverjum umbótum eftir bylt- inguna, spurði Krúsjeff, og var margsinnis gripið inn í ræðu hans með lófaklappi. — Þess konar bylting hefði litla þýðingu fyrir framtíðina, sagði Krúsjeff. Ef þjóðin hefði ekki fengið óskir sínar uppfylit- ar eftir að arðræningjunum var steypt af stóli, hefðum við litlu áorkað. Aðalatriðið er að útvega meiri mat, gott gullasch, fleiri skóla, betri íbúðir og meiri ba)l- ett-dans. Hve mikið auka ekki þessi atriði gildi mannlífsins? Það er þess virði að berjast og Framihald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.