Morgunblaðið - 02.04.1964, Side 5
Fimmtudagur 2. apríl 1964
MORGUNBLADIÐ
5
Gegnum kýraugað
ER það ekki furðulegt, hvað
erfitt er að venja íslendinga
af því að henda öllu
drasli, sem til fellur á bíl-
ferðum beinustu leið út um
gluggann og út á þjóðveginn?
Fyrir utan flöskur og
mjólkurhyrnur, sem virðast
vera sérgrein þessara sóða, þá
dettur þeim í hug að henda
notuðum nælonsokkum út í
vegkantinn!
Eg held, að landið okkar
verði aldrei fagurt og frítt
með þessu móti. Kýrauganu
var sagt frá því, að í Banda-
ríkjunum sé stórlega refsað
fyrir svona lagað.
Iívernip væri nú að taka
þetta upp í umferðarlög?
Hvað munar annars fólkið
um, að hafa með sér á ferða-
lögum, einn eða tvo tóma
ruslapoka, sem það svo getur
sett í ruslatunnuna, þegar
heim er komið? Er ekki kom
ið nóg af svo góðu?
JÓN
Sýningu Jóns E. Guðmunds-
sonar í Bogasal þjóðminjasafns-
ins er lokið. Hana sóttu nærri
3000 manns og af 28 myndum,
sem til sölu voru seldust 18
myndir.
Jón E. Guðmundsson er fjöl-
hæfur listamaður, og má enn
minna á hið merka starf hans í
sambandi við Brúðuleikhús á ís-
landi. Verður Jóni vafalaust
seint þökkuð forganga hans í
því máli.
f leiðinni má minna á sýn-
ingu þá í glugga Morgunblaðs-
ins, sem nú stendur yfir, en
Jón kom henm upp með aðstoð
nemenda sinna í Miðbæjarskól-
anum. Sýningin er vel þess virði
að fólk staldri við stundarkorn
við gluggann. Æska íslands er
sannarlega ekki gengin fyrir ætt
ernisstapann ennþá, hvað sem
öllum hrakspám líður.
Að leiðarlokum
Nú eru aðeins eftir nokkrar sýn
ingar á hinni ágætu mynd Ing-
mars Bergmans, Að leiðarlokum,
sem sýnd er í Hafnarfjarðarbíói
og hlotið hefir mjög góða dóma
gagnrýnenda. — Hún verður
sýnd í bíóinu í kvöld.
ER búið að f jarlægja stöðu
mælinn frá brunahanan-
um?
9
Fimmtudagsskríflan
Það er nú meira hvað þessi brú
sveiflast til, sagði fíllinn, sem
var á leið yfir smábrú og varð
samferða mús. „Já, en við erum
nú tvö“.
Orð spekinnar
Öll veröldin er leiksvið og
allir menn og konur aðeins leik-
endur. — Shakespeare
Spakmœli dagsins
Rauðhærð kona er svo sem
ekki hættulegri en aðrar. En
maður kemur auga á hana lengra
að.
Tekið á móti
tilkynningum
í DAGBÓKINA
frá kl. 10-12 f.h.
Læknar fjarverandi
Árni Guðmundsson er fjarverandi
frá 1. til 14. þm. Staðgengill er
Haukur Árnason.
Grímur Magnússon: Fjarverandl
aprílmánuð. Staðgengill: Bjöm
Önundarson Klapparstíg 25 sími 11228
Gunnlaugur Snædal verður fjar-
verandi óákveðinn fima.
Viktor Gestsson verður fjarverandi
frá 15/3—25/3. Staðgenglar: Guðmund-
ur Eyjólfsson og Stefán Ólafsson.
Eyþór Gunnarsson fjarverandi
óákveðið. Staðgenglar: Björn Þ.
þórðarson, Guðm. Eyjólfsson, Erling-
ur Þorsteinsson, Stefán Ölafsson og
Viktor Gestsson.
Gísli Ólafsson læknir verður fjar-
verandi í nokkra daga. Staðgengill:
Ragnar Arinbjarnar.
Páll Sigurðsson eldri fjarverandi
um óákveðinn tíma. Staðg. Hulda
Sveinsson,
sagði!
að hann hefði brugðið sér í
páskafrí upp í sveit, og dvalizt
þar innan um gott fólk alveg
frá skírdegi og þangað til í gær.
Að vísu hefði veðrið ekki ver-
ið upp á það bezta alla dagana,
en upp til fjaila og fram til
stranda er ekkert verið að
„súta“ slíkt.
storkurinn sagðist hafa flogið
á eftir fólki nokkru, þegar það
var að grafa mörg hundruð þús-
und ára gamlar skeljar úr sjá-
varleir, sem myndast hefur rétt
eftir síðustu ísöld.
Fólkið hefði fundið margar
tegundir skelja og kuðunga og
séð að auki margar og merkar
menjar um ísaldir þær, sem
gengu yfir ísland fyrir æva
löngu.
Storkurinn sagðist hafa heyrt
einn manninn segja, að skólarnir
ættu að fara með nemendur á
svona staði, segja þeim frá undr
um náttúrunnar og sýna þfeim
þetta. Leyfa þeim að safna sér
minjum frá þessum timum, og
myndi þá kennslan verða miklu
lífrænni.
Storkurinn sagði, að þetta
hefði verið hérna upp með Hval-
firðinum, varia steinsnar frá
höfuðborginni, svo að þetta
þyrfti ekki að taka nema dags-
stund, og henni væri vel varið.
Að lokum óskaði Storkurinn
lesendum sínum gleðilegrar
páskaleyfar, og fíaug upp í Nátt
úrugripasafn til að tala við dr.
Finn.
Öfugmœlavísa
Eitur er bezt í augna rann
ýrt með dropa feitan,
Það er hoít fyrir þyrstan mann
að þamba kopar heitan.
Bílskúr
óskast til leigu, helzt í
Vesturbænum. Tiiboð send
ist afgr. Mbl., merkt:
„Geymsla — 3147“.
Vil kaupa
lítinn vel með farinn bíl.
Engin útborgun en öruggar
mánaðargreiðslur. Uppl. í
síma 37776 eftir kl. 7.
Til sölu
Nýtízku 3ja herb. íbúð ásamt góðu aukaherbergi i
kjallara. íbúðin er á 4. hæð í fjölbýlishúsi við Stóra
gerði. Staðsetning er mjög góð og útsýnið vítt og fag-
urt.
HÚSA- og ÍBÚÐASALAN
Laugavegi 18, 3. hæð. Sími 18429.
Starfsmenn öskast
í gosdrykkjaverksmiðju vora við Þverholt. —
Upplýsingar hjá verkstjóranum.
Hf. Ölgerðin Egill Skallagrímsson
Deildarlœknisstaða
Staða deildarlæknis við Fæðingardeild Landspítal-
ans er laus til umsóknar. Laun samkvæmt kjara-
samningum opinberra starfsmanna. Umsóknir með
upplýsingum um aldur, námsferil og fyrri störf send
ist til stjórnarnefndar ríkisspítalanna fyrir 2. maí
næstkomandi.
Reykjavík, 31. marz 1964.
Skrifstofa ríkisspítalanna.
Yfirhjúkrunarkonustaða
Staða yfirhjúkrunarkonu við Flókadeild Klepps-
spítalans er laus til umsóknar. Laun samkvæmt
kjarasamningi opinberra starfsmanna. Umsóknir
með upplýsingum um aldur, nám og fyrri störf
sendist til stjórnarnefndar ríkisspítalanna, Klapp
arstíg 29, fyrir 20. apríl nk.
Reykjavík, 31. marz 1964.
Skrifstofa ríkisspítalanna.
Skurðgröfur
Get útvegað með stuttum fyrirvara skurðgröfur í
mjög góðu standi af Priestman Wolf 1956—1959.
Krónur 350—400 þúsund. Af Priestman Cub 1958
250—300 þúsund.
HARALDUR ÞORSTEINSSON.
— Sími 18459 —
Verzlun
Matvöruverzlun í næsta nágrenni Reykjavíkur,
mjög vel arðbær í eigin húsnæði til sölu.
4ra herb. 1. fl. íbúð getur fylgt. Tilboð sendist afgr.
Mbl. fyrir 5. apríl, auðkennt: „Góð kjör — 9377“.
STÚLKA
óskast strax til afgreiðslu í sælgætissölu.
Ennfremur tvær stúlkur til þess að vísa til sætis.
Upplýsingar í Háskólabíó.
Vandaðir norskir
plastbátar
til sölu. — Hagkvæmt verð. —
Hagkvæmir greiðsluskilmálar. Uppl. í síma 24210.