Morgunblaðið - 02.04.1964, Page 6
6
MORG U N B LAÐIÐ
Fimmtudagur 2. april 1964
>
ÍSLAKDSMEISTARAR í tví-
menningskeppni urðu þeir Símon
Símonarson og Þorgeir Sigurðs-
son.
Röð efstu paranna varð þessi:
1. Símon Símonarson og
Þorgeir Sigurðsson 1565 st.
2. Hallur Símonarson og
Kristján Kristjánsson 1537 —
3. Hilmar Guðmundsson
og Jakob Bjamason 1531 —
4. Mikael Jónsson og
Þórir Leifsson 1519 —
íslandsmeistarar í bridge í sv eitarkeppni urðu þeir Jóhann J óhannsson, Benedikt Jóhannsso n, Jóhann Jónsson, Sigurður
Helgason og Jón Arason.
5. Jóhann Jónsson og
Lárus Karlsson 1515
6. Einar Þorfinnsson og
Stefán Guðjohiuen 1506
Yngri höfundarnir veigra sér við
að fjalla um va ndamál nútímans
í I. flokki sigruðu feðgarnir
Ásbjörn Jónsson og Jón Ás-
björnsson, hiutu 1 49 stig, en í
öðru sæti urðu Jón Stefánsson
og Þorsteinn Laufdal, með 1555
stig.
IIELGI Sæmundsson, formaður
Menntamálaráðs, var gestur
Blaðamannaklúbbsins síðastlið-
inn þriðjudag. Var einkum rætt
um bókaútgáfu. Sagði Helgi, að
nú væri svo komið, að varla
kæmu út árlega meira en 7—8
íslenzk skáldverk, sem hann
hefði nokkra ánægju af að lesa.
Flestir eldri rithöfundar okkar
hefðu snúið sér að öðru en skáld
skap. Hinir yngri legðu mestu
áherzlu á form, en veigruðu sér
við. að fjallá um vandamál nú-
tímans eða persónulega og átak-
anlega reynslu sína. Hins vegar
kvaðst Helgi sannfærður um
Rennsli Þjórsár
jókst að mun
ALLMIKILL vöxtur hljóp í
Þjórsá að kvöldi skírdags og
föstudagsins langa vegna rign-
rennslið við Urriðafoss hefði
mælzt aðeins 20 rúmmetrar á
sekúndu.
það, að aldrei hafi verið ritað
eins fallegt íslenzkt mál og ein-
mitt nú.
Helgi sagði, að vafalaust væri
gefið út alltof miikið af bókum á
íslandi. Spillti útgáfa lélegs létt-
metis og mjög fyrir skáldskap í
landinu. Þá kvað Ilelgi útgáfuna
hljóta að mótast nokkuð af þeirri
staðreynd, að 4 af hverjum 5 bók
um á íslandi séu keyptar til þess
að gefa þær öðrum. Einnig sagði
hann að val bóka til þýðingar á
íslenzku væri mjög af handahófi.
Um úthlutun listamannalauna
sagði Helgi, að honum fyndist
þau skiptast milli of margra.
Betra væri að hafa þau verulegri
og greiða þau listamönnum, sem
væru á þýðingarmesta skeiði
starfsævi sinnar, 25 til 50 ára.
Þetta hefði verið í mun betra
horfi fyrr á árum, t. d. hefðu
1 tvímenningskeppni sigruðu þeir Símon Símonarson og Þor-
geir Sigurðsson.
Einar Benediiktsson og Einar
Jóns^on um tíma haft listamanna
laun, sem þá samsvöruðu háum
prófessorslaunum.
Um starfsemi Menningarsjóðs
sagði Helgi, að meginhlutverkið
væri að gefa út bækur, sem aðrir
aðilar réðu ekki \ið. Orðabókin
nýútkomna hefði t. d. kostað um
4 milljónir, en þær mundu skila
sér aftur að mestu leyti, þótt á
nokkrum tíma væri. Þá kvað
hann okkur skorta mjög hand-
bækur, en úr því yrði Menningar
sjóður að bæta.
Helgi drap nokkuð á útgáfu
kennslubóka fyrir gagnfræða-
stigið, sem er frjáls. Kvað hann
hættu á því, að kennarar geri
með sér samninga um notkun
kennslubóka, er þeir hafa samið
og noti aðstöðu sína í gróðaskyni.
inganna sunnanlands. Á skírdag
var rennsli árinnar um 260 rúm-
metrar en á föstudaginn langa
var rennslið komið upp í 850
rúmmetra.
Mbl. átti í gær tal við Sigur-
jón Rist, vatnamælingamann. —
Sagði hann að síritandi mælar í
Þjórsá væru þrír, og einnig væru
slíkir mælar við Tungná.
Sigurjón kvað þessi snöggu um
skipti árinnar raunar vera venju
legt fyrirbrigði í íslenzku veður-
fari. Komið hefði suðaustan stór-
signing á nýfallinn snjó, og við
slíkar aðstæður þýtur áin upp á
nokkrum klukkutímum. Sigurjón
kvað Þjórsá oft hafa orðið miklu
meiri en nú um páskana, og
er mest flóð hefði mælzt í henni
hefði rennslið numið um 3,500
rúmmetrum.
Sigurjón sagði að lokum að
Þjórsá hefði vafalaust verið að
jafna metin vegna páskanna í
fyrra, en þá hefði hlaupið á með
norðangadd með þeim afleiðing-
um að á skírdag var þá hægt
að ganga nær þurrum fótum
yfir \ ána hjá Þjórsárbrú, og
Á" 1. apríl!
Þá er draugagangurinn
byrjaður hér sunnan lands,
hugsaði ég, þegar ég sá bak-
síðu blaðsins í gter. Meðan ég
las fréttina var ég að velta því
fyrir mér hvort þeir mundu
ekki fara með spánska túlkinn
á vettvang til þess að reyna að
komast í samband við þennan
draug að Óskoti. — En svo rann,
upp fyrir mér ljós. Það var 1.
apríl. Samt var þessi frásögn
ekkert ósennilegri en frásögnin
af draugaganginum að Saurum.
Getur verið, að þeir á Saurum
hafi í rauninni ruglazt í tíma-
talinu — og þeir hafi byrjað
apríl nokkrum dögum á undan
okkur hér syðra?
Við eigin útför
Annars mætti ég draugi á
götunni fyrir nokkru, en það
var samt ekki Sauradraugurinn.
Ég hafði nefnilega lesið andláts
fregn þessa manns í blöðunum
um það bil viku áður — og
þegar ég mætti honum í Lækj-
argötunni glápti ég bara og
sagði:
„Heyrðu, ert þú ekki dauð-
ur?“
Hann brosti bara og sagði
góðlátlega: „Nei, það var hinn!
— Nafni minn“, svaraði hann.
Ég gat ekkert sagt, horfði
bara rannsakandi á manninn.
Ég hafði einmitt verið að
hugsa um konuna hans og börn-
in, ég vissi að hann átti — eða
á — stóra fjölskyldu.
„Varst þú við útförina?"
spurði hann mig.
„Nei, ég fór ekki“, svaraði ég.
Hann sagði, að ég hefði verið
heppinn. Hann hefði nefnilega
farið sjálfur og haft það á til-
finningunni, að nokkrir við-
staddra hefðu talið hann þann
látna — og rekið upp stór augu.
Ég er heldur ekkert hissa á
því. Það er ekkert viðkunnan-
legt að sitja í kirkjunni við
hliðina á þeim, sem maður er
að fylgja til grafar.
•fc Lán í óláni
Ég sá það hér í blaðinu í
gær, að Hamlet hefði viðbeins-
brotnað. Ekki hafði það nein
áhrif á sýningar Þjóðleikhúss-
ins, sem betur fer. Mér varð
hins vegar á orði, þegar ég las
þetta, að það hefði verið lán í
óláni, að viðbeinsbrotið kom
ekki fram á dyraverði eða miða
sölukonu leikhússins. Þá hefðu
sýningar sennilega lagzt niður
til vors.
Breyttur afgreiðslutími
Nú á að breyta afgreiðslu-
tíma sölubúða. Ógemingur er
að átta sig á því hvernig þetta
breytta fyrirkomulag verður í
framkvæmdinni, hvort þjónust-
an batnar í rauninni við þetta.
Tíminn einn verður að skera úr
um það. Ég hélt satt að segja
að afgreiðslutími sölubúða væri
orðinn það fast mótaður, að
hann væri eitt af því, sem ekki
væri hægt að breyta. Reyndin
er önnur — sem betur fer. Bara
að viðskiptavinirnir séu ekki
það fast mótaðir í innkaupa-
venjunum og þeir geti ekki
breytt út af þeim.
Annars er þetta ágætt fyrir
þá, sem aldrei muna eftir að
kaupa nema eitt í einu — hús-
mæðurnar sem sífellt eru að
stökkva út í búð allan daginn
— eftir einu smjörlíkisstykki,
nokkrum kartöflum, salti i
grautinn o. s. frv. Lengri af-
greiðslutími gefur þeim aukið
svigrúm — og nú geta þær ver-
ið að „stökkva út í búð“ svo að
segja allan sólarhringinn.
-Á Hundahald
Maður nokkur skrifar og
kvartar yfir því að slælega sé
fylgt eftir reglunum um bann
við hundahaldi í bænum. Kvart
ar hann yfir óþrifum vegna
hundahaldsins og spyr hvers
vegna slakað hafi verið á í eftir
litinu.
Sjálfur rekst ég aldrei á
hunda á götunni og veit ekki
hve mikið er til j. þessu.
ÞURRHLÍÍDUR
ERL ENDINUARBEZIAR
BRÆÐURNIR ORMSSON hf.
Vesturgötu 3.
Simi 11467.