Morgunblaðið - 02.04.1964, Side 14
14
MORCUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 2. apríl 1964
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 5.00 eintakið.
HÆKKANIR
STÖÐVAÐAR
Oúsmæðurnar, sem gera
dagleg innkaup til heim-
ila sinna, hafa orðið varar við
verðhækkanirnar að undan-
förnu. Fyrst hækkaði allt
verðlag um 1Vi% vegna hins
nýja söluskatts, sem var bein
afleiðing af kauphækkunum í
desember, því að söluskattur-
inn rennur til að greiða út-
vegnum það, sem af honum
var tekið umfram greiðslu-
getu hans.
Síðan hækkaði verðlag að
nýju vegna hækkaðra launa
verzlunarmanna og verzlunar
kostnaðar yfirleitt, og þar að
auki varð svo hækkun á inn-
lendum afurðum, en verðlag
þeirra er tengt launum verka-
manna, iðnaðarmanna og sjó-
manna og hækkar því sjálf-
krafa þegar almennar launa-
hækkanir verða.
Nú er verðhækkununum,
sem leiddu af hinum miklu
kauphækunum á síðasta ári,
að mestu leyti lokið, og lang-
þráðu tækifæri er náð til að
hindra frekari hækkanir. Því
tækifæri má ekki glata. Um
það eru neytendur sammála.
Þegar ríkisstarfsmenn fengu
kjör sín bætt með úrskurði
kjaradóms í fyrra, töldu aðrir
launamenn réttmætt, að þeir
fengju hækkanir og knúðu
þær fram. Nú hefur kröfu
opinberra starfsmanna um
nýjar launabætur verið hrund
ið og með því hefur það jafn-
vægi skapazt í launamálum,
sem félögin innan Alþýðu-
sambandsins töldu sig verða
að berjast fyrir í desember-
verkföllunum.
Þetta jafnvægi í launamál-
um gerir það að verkum, að
engin stétt getur gert kröfur
um hækkuð laun með þeim
rökstuðningi, að hún hafi
dregizt aftur úr, enda lýstu
laúnþegasamtökin því bein-
línis yfir í desember, að þau
vildu ekki raska því launa-
hlutfalli, sem nú er.
í kjölfar jafnvægis í launa-
málum fylgir einnig jafnvægi
og öryggi í efnahagsmálunum
almennt. Unnt er að hindra
frekari verðhækkanir og sjálf
sagt að koma í veg fyrir hugs-
anlegar tilraunir, sem póli-
tískir ævintýramenn reyndu
að gera til þess að raska launa
jafnvæginu á ný.
Framundan er því tímabil
efnahagsöryggis, sem ís-
lenzka þjóðin á að nota til
stórfelldrar uppbyggingar,
sem tryggja mun efnahags-
lega velferð hennar í fram-
tíðinnL
ÓLUNDARLEGIR
rkki gátu stjórnarandstöðu-
^ blöðin leynt ólund sinni |
út af því, að laun opinberra
starfsmanna voru ekki hækk-
uð með úrskurði kjaradóms.
Enginn skyldi þó ætla, að ó-
lund þeirra byggðist á því, að
þau bæru sérstaka umhyggju
fyrir velfarnaði ríkisstarfs-
manna. Að sjálfsögðu sprett-
ur skapvonzkan af hinu, að
nú er ljóst, að Viðreisnar-
stjórninni mun á ný takast að
treysta efnahagsöryggið og
stöðva verðbólguþróun.
Stjórnarandstæðingar hugð-
ust nota kauphækkanir, sem
þeir vonuðu að kjaradómur
ákvæði til handa opinberum
starfsmönnum, til þess að
knýja fram almennar kaup-
hækkanir og stofna á þann
hátt til nýrra vandræða, sem
þeir héldu að mundu koll-
varpa Viðreisnarstjórninni,
en sú von brást.
Kommúnistar skrifa blað
sitt mun klókindalegar en
Framsóknarskriffinnarnir og
létu þeir sín áform því ekki
beint í ljós, en Framsóknar-
blaðið glæptist til að birta
eftirfarandi:
„Það er nú fyrirsjáanlegt
að til nýrra átaka muni
koma í kaupgjaldsmálum í
vor, þegar kaupsamningar
renna út“.
Þannig er Tíminn þegar
tekinn til við að reyna að
æsa menn til verkfalla, og er
þess vegna ekki að furða þótt
blaðinu hafi brugðið í brún,
þegar það í fyrrakvöld varð
þess áskynja, að nú mundi
takast að stöðva víxlhækkan-
ir kaupgjalds og verðlags.
KOMMÚNISTAR
ÓSAMSTARFS-
HÆFIR
17'ramsóknarmenn gera kröf-
* ur til þess, að samstarf sé
haft við stjórnarandstöðuna
um fyrirhugaðar stóriðju-
framkvæmdir. Morgunblaðið
hefur lýst þeirri skoðun sinni,
að eðlilegt og sjálfsagt sé að
hafa samstarf við Framsókn-
arflokkinn í því efni, en
Framsóknarmenn vilja fyrir
alla muni innvígja kommún-
ista í þessi mál eins og önnur.
Þeir flytja tillögu um það,
að 7 manna þingkjörin nefnd
fylgist með slíkum frarh-
kvæmdum, augljóslega í
i
Nokkrir norskir línuveiðarar komu hingað til Reykjavíkur íyrir páskahelgina. Sum skipin eru |
á þorskaveiðum, en önnur á iúðuveiðum. Þau eru öll írá Álasundi. Skipstjórinn á einum lúðu-
bátnum sagði það mjög ábatasama vinnu að stunda lúðuveiðar við ísland. Þeir fengju 4—45
kr. nor.skar fyrir hvert kg. og hásetahlutur gæti farið upp í 10 þús. kr. norskar fyrir þriggja mán-
aða úthald. Einn þeirra, sem þorskveiðar stundar, var spurður að því, hvers vegna hann veiddi
ekki lúðu. „Það reynir allt of mikið á þolinmæð ina," var svarið.
Fyrirmyndarskip í
norska fiskiflotanum
NORÐMENN sem fisikveiði
jtunda eru á eimi máli unri, að
mikill hluti flota þeirra sé orð-
inn úreltur og verði ao endur-
nýjast ef útgerðin eigi að svara
kostnaði. Og þeir eru líka sam-
mála um, að hin stærri fiskiskip
verði að vera þannig úr garði
gerð, að þau geti stundað veiði
sem lengst af árinu og flutt sig
á fjarlæg mið þann tímann sem
fiskirí er óarðbært heima fyrir.
En ekki eru þeir sammála um
hvernig þessi skip eigi að vera,
til þess að gefa sem beztan arð
— eða minnst tap.
Síðastliðið ár fékikst nok/kur
reynsla af nýju skipi, M/S „Vest-
bas“, sem margir telja hið mesta
fyrirmyndarskip. Eigendur þess
eru þaulreyndir fiskimenn og
heita Alf Vestre og Arthus Fran-
sen. Fyrir tveim árum sömdu
þeir um smiði á 328 lesta skipi
í Brattvág. Það hefur 600 hesta
hreyfil og gengur 12 mílur. Lest-
in rúmar 240 lestir af saltfiski
og frystirúm er fyrir 50 lestir og
hægt að framleiða 35—40 stiga
kulda þar. í vélarúminu eru tæki
til að eyma hreint vatn úr sjó.
1500 lítra á sólarhring, svo að
skipið þurfi ekki a leita hafnar
til að taka vatn. Og í brúnni rat-
sjá og loran, miðunarstöð, ek/*ó-
lóð og asdik.
Skipstjóri, nótabassi og vél-
stjóri hafa hver sinn klefa en
önnur áhöfn er í 2—4 manna
klefum, með baði og heitu \atni.
í eldihúsinu er vélin oliukynt, þar
er frystiklefi ög öll eldihúsáhöld
fullkomin. Állt samk' æmt allra
nýjustu tízku. Áhöfn skipsins er
allt að 22 manns.
Og hvað kostar gripurinn?
Tvær milljónir 130 þús. norskar
krónur.
Útgerðarkostnaðinn gátu þeir
félagar reiknað út fyrirfram.
Hann var 1,1—1,2 miltjón n. kr.
að meðtalinni fyrningu og vöxt-
um og afborgunum af skipsverð-
inu.
Smíðastöðin í Brattvág afhenti
skipið 10. febr. og 16. febr. og
fór það á stórsíldveiði við Mæri,
og stundaði hana til 26. .narz.
Þá var haldið til Grænlarvds á
línuveiðar og þær stundaðar á
Fredriiksháb og Banabanka fram
í júní. Þá var haldið á íslands-
mið og veidd síld í bræðslu til
ágústloka. Og 3. sept. hélt „Vest-
bas“ til Grænlands á ný og kom
ekiki hei-m fyrr en í desember.
„Vestbas“ var heppið á vor-
sílidarveiðunum, — með afía-
hæstu skipunum. Fyrri Græn-
landsferðin var rýr. Veiðin við
ísland léleg, vegna óhagstæðrar
veðráttu. En önnur Grænlands-
ferðin ágæt, enda stórhækkaði
verð á saltfiski um þær mundir.
Hún skilaði 640.000 n. kr. — Og
samtals aflaði skipið fyrir eina
milljón 510 þúsund norskar kr.
Það þykir góð útkoma í Noregi
nú á dögum.
En þess verður að gæta að
skipið var nýtt, og engar frátafir
vegna viðgerða eða af öðrum
ástæðum. En norskir útvegsmenn
hafa veitt afköstum „Vestbas'*
athygli og líklegt að slíkum skip-
um fjölgi mikið á næotunni.
— Esská.
Óboðnir gestir
misþyrma skepnum
AÐ KVÖLOI föstudagsins langa
var farið í heimildarleysi inn í
hesthús að Svignaskarði í Borg-
arfirði. I húsinu voru 15 hross
í fjórum króm. í sambyggðum
fjárhúsum var á annað hundrað
fjár og hænsnahús með nokkr-
um tugum hænsna. Hús þessi
standa sunnan vegarins gegnt
bænum á Svignaskarði.
í einni hesthússkrónni voru 6
hestar, allir bundnir. Innstur stóð
moldgrár stóðhestur 4 ra vetra,
ótaminn og viðkvæmur. Er í hús
ið var komið á la ugardagsmorg-
un stóð sá moldótti aftur í flór,
beizlaður og með hnakkfar á
baki. Hafði sýnilega verið farið
að honum og hann handsamað-
ur. Aðgangur hefir verið svo
harður i húsinu að hin fimm
hrossin, sem öll voru bundin og
tamin, höfðu slitið sig upp.
Stóðu hrossin frísandi í hnapp,
er að var komið. Hér er uot
einstakt óþokkabragð að ræða
£g aðeins gert í þeim eina til-
gangi að kvelja skepnurnar,
Ekki hafa aðfaramenn getað tek
ið út úr þeim moldótta, haf«
sennilega verið búnir að fá nóg
af viðureigninni við hann.
Það sem er enn alvarlegra er
að mennirnir hafa farið inn 1
hæsnahús, tekið þar olíul-ukt og
farið með hana í hesthúsið. Hún
fannst á hliðinni í jötu hross-
anna í heyinu. Hrossin höfðu
ekki lokið við að éta kvöld-
gjöfina, sem þau eru þó alla
jafna búin með fyrir miðnætti
og hafa gestirnir, eða gesturinn,
verið á ferð fyrir þann tíma.
Það er ekki þessum ól-ukku>-
mönnum að þakka að þarna varð
ekki stórtjón af eldi auk þesa
sem slíkur fantaskapur við dýr-
in, sem þarna er framinn, er
óf y rirgef a nlegur.
þeim tilgangi að tryggja
kommúnistum þar sæti, en
þeir mundu ekki fá mann
kjörinn, ef til dæmis væri um
5 manna nefnd að ræða.
Kommúnistar eru ósam-
starfshæfir í stóriðjumálum
eins og öðrum málum; eini
stuðningurinn, sem hægt er
að vænta af þeirra hálfu, er
sú andstaða þeirra, sem sann-
ar ágæti fyrirætlananna. Sam
starf við Framsóknarflokkinn
á hinsvegar að reyna, ef hann
fæst til að láta málefnin ráða,
en auðvitað hlýtur forystan í
þessum málum eins og öðrum
að vera hjá ríkisstjórninni. t