Morgunblaðið - 02.04.1964, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.04.1964, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 2. apríl 1964 MORGUNBLAÐIÐ 15 i f GÆR efndi Varðberg, félag áhugamanna um vestræna sam- vinnu, til fjölmenns hádegisverð arfunds að Hótei Sögu. Gestnr fundarins var H.P. Smith, aðmir áll, yfirmaður flota Atiantshafs- bandalagsins á N.-Atlantshafi, en auk hans Penfield, sendi- herra Bandaríkjanna o.fl. For- maður Varðbergs bauð gesti og fundarmenn velkomna, en þeir voru um 140 talsins. Á fundinum flutti Smibh að- míráll erindi um sjóvarnir NATO, og síðar um daginn svar aði hann spurningum blaða- manna. í gærkvöldi bafði Smitih boð inni að Hótel Borg, en hélt að því búnu til Keflavíkurvall- ar og þaðan áleiðis til höfuð- stöðva Atlantshafsflotans í Nor- folk, Virginia. Hér fer á eftir erindi aðmír- bmith flotaforingi á biaðamannafundi. * Oryggi Islands bezt borg íð með aðild IMATO Kenningin um kaíbátastöð hér á sér enga stoð — Frá heimsókn Smiths aðmíráls álsins, sem hann ilutti á fundi Varðbergs í gær (millifyrirsagin- ir Mbl.): 15 ára afmæli Nato „ Va rðbergsf élagar, virðulegu gestir og vinir. Það er mér sann- ur sómi að hafa verið boðið að vera með ykkur til að minnast þessara merku tímamóta. Það hefur verið mér sérstök ánægja að kynnast meðlimum Varðbergs í Norfolk og fræðast um ötult starf ykkar í þágu Norður-Atlantshafsbandalagsins. Mér er skýrt svo frá, að nafnið Varðberg, sem þið haf- ið valið samtökum ykkar, tákni varðstöðu eða þarnn stað, sem vörður velur sér, svo og að að- aláberzlan sé lögð á að fá ungia menn til starfa innan vébanda félags ykkar. Víst er, að á því ríður, að við séum allir, en þó sérstaklega leiðtogar framtíðar- innar, sífellt á verði til verndar frelsi og sjálfstæði. Ég get ekki nógsamlega látið í ljós aðdáun mína á því, hversu eindregið þið hafið stutt aðild íslands að bandalagi hinna vest rænu þjóða, og þeirri áhrifaríku einbeitni, sem þið hafið auðsýnt í baráttunni gegn málflutningi allra þeirra, sem reynt hafa að veikja bönd vestrænnar sam- vinnu. Forusta ykkar í baráttunni fyrir að treysta aðstöðu frjálsra þjóðá gfagnvart árásuim fjand- manna vestræns samstarfs er þeim mun mikilvægari sem þið eruð ungir forvígismenn á sviði kaupsýslu, menntamála, verka- lýðsmála og stjórnmála á íslandi sem þekkt er um allan heim fyrir forna arfleifð á sviði sigl- inga á Atlantshafi. Ég árna ykk- ur allra heilla, og ég hlakka til að hafa samstarf við ykkur í að byggja upp og treysta sjóvarnir N. - Atlantshaf sbandalagsins. Næstkomandi laugardag, 4. apríl, heldur N.-Atlantsihafs- bandalagið upp á 15. stofndag sinn. Við erum þess vegna um það bil að hefja 16. ár mesta bandalags, sem saga nútímans kann frá að greina, bandalags, •em á styrk sinn í því, hversu vel því hefur tekizt að vernda ®g treysta getu frjálsra þjóða til •ð viðhalda sjálfstæði sínu með samstöðu. Br því rétt, að við lítum um öxl og gierum samaa- burð á öryggi vestrænna þjóða í dag og öryggisleysi því og ótta sem ríkjandi var fyrir 15 árum. Að lokinni síðari heimstyrj- öldinni var það einlæig von stríðsþjakaðs hei-ms, þegar sam- tök Sameinuðu þjóðanna höfðu verið sett á laggir, að hættan af vopnuðum yfirgangi yrði ú.r sögunni meðal aðildarþjóðanna. En það kom fljótt á daginn, að vonir okkar voru ekki á rökum reistar. Menn minnast þess, að árið 1945 hófu vestræmu lýðræð isþjóðirnar skjóta afvopnun hinna sigursælu herja sinna. Sovétrikin hófu, á hinn bóginn, ofbeldisaðgerðir á sviði stjórn- málanna í Mið-Evrópu og höfðu við það að bakhjarli 200 her- deildir með öllum styrjaldar- búnaði. Á næstu þremur áruim voru frjálsar þjóðir Evrópu vitni að því, að fimm Evrópu- þjóðir urðu að beygja sig und- ir yfirráð kommúnista. Árið 1947 flutti George Mars- hall, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, ræðu í Harvard-há- skóla, þar sem hann lagði til, að gerð yrði áætlun um efnahags- lega viðreisn Evrópu. Tiilögur hans, sem gengu síðan undir nafninu Marshall-áætiunin, voru fólgnar í samningnum, sem varð undirstaða Efnahagssamvinnu- stofnunar Evrópu. Island er með al aðila þeirra, sem undirrituðu samninginn. Marshall u ta n rí k i srá ðherr a lagði á það áherzlu, að Banda- ríkin ættu að giera það, sem í þeirra valdi stæði, til að hjálpa til að koma aftur á heilbrigðu efnaihagslífi í heiminum, því að án þess gæti ekki orðið um stjórnmálalegt jafnvægi að ræða og engin trygging fyrir varan- legum friði. Það varð brátt ljóst, að það var einnig ófrávíkjanleg for- senda fyrir þessari skoðun, að þjóðir Evrópu gátu ekki blómg- azt efnabagslega eða notið og búið til frambúðar við jafmvægi í stjórnmálum, ef þær gátu ekki lifað og þróazt í líkamlegu ör- y@gi. En er efnaihagsleg samvinna var aukin og treyst, sýndu Sov- étríkin greinilega, að þau voru staðráðin í að ögra og grafa und an öryggi vestrænna þjóða, svo sem þeim væri unnt. Að sumu leyti or það ef til vil'l heppiiegt, að kommúnistar — í Tékkóslóv- akíu, Berlín og annars staðar — gerðu þjóðum þeim, sem enn voru sjálifstæðar, bæði stórum og smáum, ljósa þá áæitlun sína að brjóta á bak aftur vilja þeirra til að verjast ofbeldi þeirra. Með brezk-franska bandaila.gs- og efnahagsaðstoðarsáttmálan- um, sem gerður var 1947 og var til 50 ára, og Brússel -samningn- um árið 1948 var grundvöllur- inn lagður að undirskrift N.-Atl- antShafsbandalagssáttmáiams 4. apríl, 1949. Þar sem tíminn og áróður kommúnista geta stund- um orsakað rugling, verður það ekki of oft tekið fram, að Atlants hafsbandalagið er gagnkvæmt varnarbandalag — það varð til sem svar við ógnun, sem hefði aldrei þurft að verða til, ef kommúnistar hefðu raumveru- lega verið friðsamir eins og þeir létu í veðri vaka. Nauðsynlegt andrúmsloft jafn vægis og öryggis, sem nauðsyn- legjt er til þess að um framfarir geti verið að ræða, var skapað með sameiginlegum hernaðar- mætti bandalagsins. Þegar svo var komið, var mögulegt að vinna það, sem tapazt hafði á sviði stjórnmála og efnaiiags- rnála. Hinar merkilegu framfar- ir Vestur-Evrópuþjóða eftir 1950 gera Atlantshafsbandalagið sí- gilt dæmi þess, hvernig beita má hervaldi til sameiginlegra varna, svo og til að þjóna hags- munum á sviði friðsamlegra stjórnmálastarfa, efnahags- og fé lagsmála. Stefnumarkið Á þessum 15. stofndegi banda- lagsins getum við þess vegna litið með stotti á afrek banda- lags okkar. En í dag búum við samt við andrúmsloft linnu- lausra deilna. Við lifum í heimi, þar sem ofbeldið hefur ekki ver ið upprætt og þar sem banvæn- ar hættur geta vofað yfir í að- eins fáeina mínútna fjarlæglð. Við gerum okkur þess fulla grein, að bæði menn í Moskvu og Peking eru staðráðnir í að hrinda í framkvæmd heimsbylt- ingu kommúnismans. Fyrsta stefhumark okkar gagn vart ríkjum kommúnista er að stöðva heimsdrottnunarstefnu kommúnismans. í þeim tilgangi höfum við sett á laggir, og mun- um hafa til umráða framvegis, kjarnorkuvæddan herstyrk, sem býr yfir slíkum ofurmætti, að menn geta naumast gert hann sér í hugarlund, og fælír menm frá að beita ofbeldi. Jafnframt höfum við ákveðið að hafa venju legan herstyrk, sem stöðvað get- ur takmarkaðar árásir á Atlants- hafsbandalagið. Við ætlum ekki að láta þróttleysið neyða okkur til að velja tafarlaust milli beit- ingar kjarnorkunnar, ef henni verður beitt gegn okkur, og upp- gjafar. Við erum nú orðnir sannfærð- ir um, að sovézkir leiðtogar geri sér þess ljósa grein, að á- hrifamesta skyndiárás, sem þeir gætu gert, myndi færa sönnur á að Atlantshafsbandalagið myndi enn fært um að tortíma helztu hernaðarskotmörkum í Sovét- ríkjunum og lama sovézkt þjóð- félag. Það er öllum hugsandi mönnum skiljanlegt, að vitfirr- ing væri að hrinda af stað kjarn- orkustyrjöld. Sá hérstyrkur Atl- antshafsbandalagsins, sem fælir frá slíkt tiltæki, fullnægir til- gangi sínum. Á sviði venjulegs hernaðar hefur yfirherstjórn bandalagsins í Evrópu tekizt í vaxandi mæli að sannfæra Sov- étríkin um, að ef þau tefli fram herstyrk í Evrópu, leiði það ein- ungis til skjótra og afdrifaríkxa viðbragða bandalagsins. Þar sem Sovétríkin hafa ekki getað komið áformum sínum fram á landi, hafa þau snúið sér að ha.finu til að ögra okkur. Við skulum athuga hættuna á því sviði. Hjarta heimsins Það er ákveðin skoðun mín, að löndin umhverfis Atlantshafs ins séu hjarta heimsins. Þjóð- irnar, sem byggja löndin um- hverfis hafsvæði þetta, búa yfir mestum möguleikum til fram- leiðslu á sviði iðnaðar og land- búnaðar, jafnframt því sem þær hafa fullkomnasta samgöngukerf ið á sjó og í lofti. Vegna þess- arra atriða eru Atlantshafsþjóð- irnar mjög háðar hver annarri innbyrðis. Að peningamati nem- ur utanríkisverzlun Atlantsihafs- þjóða um 110 milljörðum dol'lara —• samanborið við minna en tíu milljarða dollara utanríkisvið- skipti kommúnistalandanna. Att antshaf er bókstaflega tauga- kerfi heimsviðskiptanna. Á hverjum degi eru að jafnaði um 3,500 skip á sjó á Norður-Atl- antshafi. Öryggi og hagpæld Att- antshafsbandalagsins veltur á því, að okkur takist að halda yf- irráðum á hafinu. Mesta hættan er fólgin í að fjandmanninum takist að rjúfa samgönguleiðir okkar á sjó og geti þannig rekið fleyg milli bandalagsþjóðanna, sem búa beggja vegna Atlants- hafsins. Það liggur í augum uppi, að Sovétríkin hafa gert sér grein fyrir þessum meginatriðum, og sannanir fyrir því vaxa óówaa. Framh. á bls. 16. Smith heldur ræðu á Varðberg sfiuulL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.