Morgunblaðið - 02.04.1964, Page 16
16!
MORGUNBLAÐID
Ffm'mtudágur 2. apríl 1964
f •+* . '
— Oryggi Islanas
Framh. af bls. 15
Floiaveldi Sovétríkjanna fer í
vöxt bæði að stærð og fjöl-
breytni. Risavaxinn kafbáta-
f>)oti þeirra, sem í eru meira en
400 kafbátar, hefur að bak-
hjarli mikinn fjölda ofansjáv-
arskipa, tundurspilla og beiti-
skipa. Þá eiga þau öflugan flota-
flugher, sem í eru fyrst og
íreimst sprengjuþotur.
Vernda þarf hafið
Kaupskipastóll Sovétríkjanna
sem er meira en 1000 skip, er
hinn fjórði í heimi, að því er
stærð snertir. Fiskiskipastóll
þeirra, sem hefur 4000 togara, er
hinn stærsti og fullkomnasti í
heimi. Þá leggja Sovétríkin meiri
stund á hafrannsóknir en allar
aðrar þjóðir heims í sameiningiu.
Okkur getur reynzt hæittulegt
að. virða þessa ögrun að vett-
ugi.
Þótt svo skyldi fara, að kjarn-
orkustyrkur bandalagsins fældi
ekki frá árás og bandalagið yrði
fyrir meiri háttar atlögu, erum
við í flotastjóminni á Atlants-
hafi reiðubúnir til að verja það
haf. Það er skylda okkar að
koma í veg fyrir, að samgöngu-
leiðir okkar á sjó verði rofnar.
Þetta myndum við framkvæma
með því að gera ofansjávarskip-
um fjandmannanna óvært á haf-
inu og með því tortíma kafbát-
um þeirra til þess að skip okkar
geti siglt þar örugjg. í þessu sam
bandi verður að leggja áherzlu
á, að við gerum okkur það full-
komlega ljóst, að efnahagur ís-
lendinga byggist að mestu leyti
á fiskveiðum. Fiskveiðar eru
einnig lífsnauðsynlegar öðrum
Atlantshafsbandalagslönduim.
Hagsmunir okkar fara þess
vegna saman — að hæglt sé að
stunda fiskveiðar af kappi og
við sem mest öryggi. Ég er ekki
í vafa um, að þessu er hægt að
korna til leiðar í nánu, gagn-
kvæmu samstarfi.
Til þess að unnt verði að
framkvæma hlutverk okkar,
hafá þær þjóðir, sem fá flota-
stjórninni á Atlantshafi skip til
afnota, ætlað stóra flota skipa
og flugvéla til nota á styrjald-
artímum. Víðtækt net fiota-
stöðva, birgðastöðva og sam-
göngukerfa til notkunar í stríði
verður senn fullgiert.
Allur sá herstyrkur, sem þann
ig hefur verið ætlaður, myndi
verða notaður til að tortíma
herstyrk fjandmannanna, annað
hvort beint eða óbeint, til þess
að inna af hendi frumhlutverk
Atlantshafsflotans, sem er að
I viðhalda yfirráðum ökkar á höf
unum. Flotar þeir, sem eiga að
fæla frá árás á friðartímum, það
er Folaris-kafbátamir og árás-
arflotarnir, myndu gegna hinu
mjög mikilvæga hlutverki að
eyða feækistöðvum og uppsprett-
um flotaveldis Sovétríkjanna,
sem ógna yfirráðum okkar á
Atlantshafi. f hlut þess herafla,
sem á að tortima kafbátum, en
það eru flotaflugvélar, flugstöðv
arskip, tundurspillar, fylgdar-
skip og kafbátar, myndi koma
hið mikla ábyrgðahlutverk að
eyða, að svo miklu leyti sem
unnt er, kafbátum fjandmann-
anna, áður en þeir kæmust út
á rúmsjó. Halda verður uppi
linnulausri leit að þeim, sem
kynnu að komast út á Norður-
Atlantshafið ,til að hindra ogi
draga úr árásum þeirra á líf-
æðar okkar á hafinu, og þar
verður að beita eldflaugum frá
landstöðvum og tundurskeytum
skipa okkar.
Leggja ber áherzlu á, að flota-
afli sá, sem ætlaður hefur verið
yfirstjórn Atlantshafsflotans, er
sífellt æfður og þjálfaður í styrj
aldarhlutverki sínu við flotaæf-
ingar, stórar eða litlar, sem efnt
er til með nokikru millibili.
Afstaða Islands réð miklu
í síðari heimstyrjöldinni réð
afstaða íslands og herafla banda-
manna miklu um úrslitin í or-
ustinni um Atlants'nafið. Af-
staða íslands og herafla Atlants-
hafsbandalagsins myndi aftur
verða mjög mikilvæg, ef við
neyddumst til að heyja nýja or-
ustu um Atlantshafið. íslend-
ingar hafa látið svo um mælt
við mig, að land þeirra sé lítið
og geti ekki lagt mikið af mörk-
Hér sézt hluti fundarmanna á fundinum um sjónvarpsmálið í
Vestmannaeyjum á öðrum degi páska.
Vestm.eyingar vilja fá
notið sjónvarpsins
Fundur um nrálið sl. manudag
Vestmannaeyjum 31. marz.
í GÆR, mánudaginn 30. marz
var fúndur haldinn í Samkomu-
húsi Vestmannaeyja um sjón-
varpsmál og þar gerð eftiríar-
andi ályktun:
„Fundur áhugamanna um sjón
varp, haldinn í Vestmannaeyjum
30. marz 1964, skorar eindregið
á fundarboðendur, >á Guðlaug
Gislason bæjarstjóra og Magnús
Magnússon símstöðvarstjóra, að
vinna- að því nú þegar skapist
aðstaða til móttöku sjónvarps-
sendinga og heitir fundurinn ;
tundaiboðendum stuðningi sín- I
um í því sambandi".
Mættir voru 96 manns og var
tillagan einróma samþykkt.
Áhugi var almennur og ein-
staklega mikill og mun meiri
en búast mátti við. Um táu menn
stóðU upp og létu áhuga sinn í
ljós, auk formælenda. Til fund-
arins var aðeins boðað með einni
eða tveimur útvarpsauglýsing-
um, en þrátt fyrir það var ve)
mætt og er hlutfall gott milli
fundarins hér og í Reykjavík,
Kópavogi og nágrenni. Þar
mættu um 300 en hér tæpl. 100.
— Fréttaritari.
Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði hefir yfir að ráða 43 mönnum til leitar þegar aðstoðar er þörf,
svo og sporhundinn góða, Baitjs a, sem oft þarf nú orðið að leita til.
Annréki hjá Hjálp-
arsveit skáta
HAFNARFIRÐI. — Mjög annríkt
var hjá hjálparsveit skáta um
páskana. Á skírdag var beðið
um sporhundinn upp að Arnar-
holti, en þar hafði vistmaður,
Helgi Salomonsson, ekki komið
fram frá því um daginn og farið
að óttast um hann. Klukkan hálf
eitt um nóttina var því farið
með sporbundinn Bangsa á þann
stað, sem maðurinn hafði síðast
sézt. Tók það hundinn um
klukkutíma að finna Helga, sem
iþá var örendur. Með hundinum
leituðu 25 menn frá Hjálparsveit
skáta ásamt sjálfboðaliðum, og
var einkum leitað í nágrenni
Arnahholts.
Að kvöldi föstudagsins langa
var beðið um aðstoð Hjálparsveit
arinnar vegna níu illa útbúinna
unglinga, sem höfðu lagt gang-
andi upp frá Grindarskörðum
og voru í hrakningr.m vegna
slæms veðurs. Voru þeir sóttir
og fluttir til bæja. Og á páska-
dag var enn beðið um sporhund
inn til að leita ungs manns, er
saknað var frá Hafnarfirði. En
það fór betur en á horfðist, þvi
hann kom fram um svipað leyti
og leit skyldi hafin. — Á páska
dagskvöld var beðið um spor-
hundinn Bangsa til Vestmanna-
eyja„ og var sagt frá því í blað-
inu í gær. G.E.
um. Ég svara því, að framlag
ykkar er stórkostlegt.
Mikilvægasita framlag ykkar
er vilji lítillar en göfugrar, vin-
veittrar, óháðrar þjóðar, sem er
staðráðin í að halda frelsi sínu
— ásamt öðrum frjálsum þjóð-
um — gegn sífelldum og oft
lúaleglum tilraunum heimsdrottn
unarstefnu kommúnismans til að
gera það að engu. Aðild ykkar
að Atlantsihafsbandalaginu og
staðfastur stuðningur ykkar við
þarfir þess fyrir aðstöðu á landi,
sem hefur svo geysilega mikla
hernaðarþýðingu, eru óræk sönn
un fyrir einbeitni ykkar.
Ég vil ljúka þessum orðojm
með að láta í ljós bjartsýni
mína. Það virðist í tízku, að
minnsta kosti meðal þeirra, er í
blöðin rita, að Atlantshafsbanda
lagið sé að riðlast, og að óeining
og deilur aðildarþjóðanna dragi
úr mætti þess. Það eir skoðun
mín, að deilur af því tagi sem
fyrir koma, séu oft sönnun fyr-
ir lífsþrótti bandalagsins. Ef við
nytum ekki þess munaðar að
finna til öryggiskenndar, er við
stöndum andspænis sameiginleg-
um fjandmanni, myndum við
ekki geta leyft okkur þann mun
að, sem fólginn er í fjölskyldu-
erjum.
Þeir, sem ögra okkur, mættu
gjarnan skilja þetta — ef ógn-
arhætta vofði allt í einu yfir
frelsi okkar, myndu timabundn-
ir örðugleikar verða að engu í
samanburði við einingu okkar
giagnvart hættunni.
Frá stofnun Atlantshafsbanda-
lagsins hef ég verið í tengslum
við það í ýmsum störfum, og
í hvert sinn sem ég tek við nýju
starfi í þágu bandalagsins, tek
ég sérstaklega eftir vaxandi ör-
yggi og styrk, sem hvarvetna er
augljós.
Það er einlæg sannfæring mín,
að frelsi og öryggi íslands, jafnt
og allra annarra þjóða innan
bandalgsins, verði bezt borgið
með áfrmhaldandi aðild að
bandalaginu. Höldum styrkri
hendi því, sem við eigum. '
Ég þakka áheyrnina!
Að Varðbergsfundinum lokn-
um ræddi Smith aðmíráll um
stund við fréttamenn blaða og
útvarps. Gat hann þess í upphafi
að hann hefði áður komið til
íslands, en því miður ekki séð
annað af landinu enn sem kom-
ið væri en Reykjavík: og ná-
grenni. Undraðist hann veður-
blíðuna í Reykjavík í gær, og lét
þess getið að veðrið hér væri
þessi, ef til kæmi, mundi engin
tengsl hafa við ísland. Hann
mundi heyra undir höfuðstöðvar
betra en í Virginia í Banda-
ríkjunum.
Smith var inntur eftir sameig-
inlegia kjarnorkuflotanum, sem
rætt hefur verið um að NATO
kæmi sér upp á Atlantshafi.
Hann sagði að þessi hugmynd
hefði fyrst komið fram fyrir 4
árum, og hafi Norstad hers-
höfðingi, yfirmaður alls her-
afla NATO átt hugmyndina.
Stungið hefði verið upp á eins
konar alþjóðaflota NATO-ríkj-
anna, sem búinn skyldi kjarn-
orkuvopnum. Hefði verið rætt
um 25 skip, hvert um 10,000
tonn að stærð, og skyldi hvert
þeirra búið 8 Polaris-eldflaug-
um. Tilgangurinn væri tvíþætt-
ur, í fyrsta lagi að efla varnar-
mátt vestrænna þjóða og í öðru
lagi að að þessu yrði stjórnmále-
legur ávinningiur. Eitt NATO-
ríkjanna teldi sig þó sjálft verða
að eiga kjarnorkuvopn. Mál
þetta væri enn á umræðustigi,
og engar endanlegar ákvarðanir
hefðu um það verið teknar. Að-
spurður sagði Smith að floti
NATO í París, en ekki höfuð-
stöðvar Atlantshafsfflotans í Nor
folk. Keflavíkur flugvöllur
heyrði undir Norfölk.
Um endurnýjun olíugeym-
anna í Hvalfirði sagði aðmíráll-
inn, að Atlantshafsflotinn von-
aðist til þess að af þeim frarn-
kvæmdum yrði, og væru þetta
einu framkvæmdir NATO hér-
lendis, sem fyrirhuglaðar væru í
náinni framtíð. Yrði þarna olíu-
birgðastöð til ýmissa nota, og
teldi NATO að hún hefði mikla
þýðingu, ef til styrjaldar kæmi,
á sama hátt og var í síðustu
heimsstyrjöld. Sagði hann að
þarna yrðu geymdir um 50,000
rúmmetrar af olíu.
Þá var aðmírállinn að því
spurður, hvort til greina kæmi
að kafbátar hefðu bækistöðvar
sínar í Hvalfirði. Svaraði hann
því algjörlega neitandi, og sagði
að ekki væri þörf fteiri Polaris-
stöðva. Ráðgerðar hefðu verið
fjórar slíkar við Atlantshaf, ein
í Skotlandi, tvær á Spáni og ein
á austurströnd Bandaríkjanna.
Fleiri væri ekki þörf, og því
væri það út í bláinn að stað-
setja slíka báta hér. Þá giat hann
þess, að hann hefði ekki trú á
því að Polarisstöðin í Skotlandi
yrði lögð niður enda þófct brezki
Verkamannaflokkurinn kæmist
til valda í næstu kosmingum.
Sagði hann lið NATO þar lifa í
sátt og samlyndi við Skota. Að-
spurður sagði aðmíráHinn einn-
ig, að ekki mundi gerast þörf
kafbátastöðvar á íslandi enda
þótt stöðin í Skotlandi kynni að
verða niðurlögð. Slikir kafbátar
þyrftu rúmgóðar og kyrrar hafn
ir til þess að athafna sig. Allir
þekktu kenjar íslenzks veður-
fars, og þar að auki væri ekki
nægilega stórt athafnasvæði fyr-
ir bátana hér. Spurningin um
hvort staðsetja ætti kafbáta hér
ætti sér enga stoð í veruleikan-
um.
Þá skýrði aðmírállinn blaða-
mönnum frá því að hann hefði
ítrekað við íslenzk stjórnar-
völd þá skoðun að nauðsyn væri
að olíubirgðastöðin í Hval-
firði yrði endurnýjuð, og gat
þess að lokum að engar breyt-
ingar væru fyrirhugaðar varð-
andi Keflavíkurflugvöll. Væri
engin ástæða til þess að fækka
’mr mönnum eða fjölga; mann-
aflinn þar væri miðaður við
það lágmark, sem þyrfti til þess
að reka flugvöllinn.
Hljómleíkar
Rögnvalds
FYRIR nokkru hélt Tónlistarfé-
lag Keflavíkur hljómleika fyrir
styrktarfélaga s>ína og gesti
þeirra.
Rögnvaldur Sigurjónsson,
píanósnillingur, lék á hljómleik-
um þessum og var efnisskráin
sérstaklega vönduð og vel val-
in. Leikið var eftir Beethoven
32 tilbrigði í c moll og Sónata
op. 57, einnig sónata í b moll
op. 35 eftir Chopin og að lokum
Nephisto vals eftir Fr. Liszt.
Það þarf ekki að dæma af-
burða snilli og list Rögnvaldar
Sigurjónssonar, það er nóg að
geta nafns hans, þá er öllum
ljóst að þar er okkar fremsti
listamaður á þessu sviði sem
hefur borið sóma Islands langt
um önnur lönd.
Áheyrendur sátu stjarfir og
hlustuðu á hvert stórverkið á
eftir öðru og að síðustu dunaði
Mephisto valsinn af slíkum
þrótti og leikni að viðmiðun
er engin fyrir hendi. Eini örðug-
leikinn á hljómleikum þessum
var fyrri listamanninn að sleppa
frá hrifnum áheyrendum sínum
sem báðu um og fengu mörg
aukalög.
Tónlistarfélagið á þakkir skil-
ið fyrir að gefa Keflvíkingum
kost á því að hlýða á þann frá-
bæra listamann, sem Rögnvald-
ur Sigurjónsson er. — íisj. >