Morgunblaðið - 02.04.1964, Page 21
Fimmtudagttr 2. apríl 1964
MORGUNBLAÐID
21
Um páskana hvolfdi fiskibátnum „Two Georges“ út af Florida-
strönd. 20 manns voru á bátnum, og drukknuðu fjórir, en sá
fimmti hvarf og fannst ekki. Mynd þessi er af skipstjóra báts-
ins þegar hann var dreginn í land.
Þetta er líkan af tunglskipi, sem fyrirhugað er að senda út í
geiminn einhverntíma á næstu árum. Skipið er rúmlega sjö
metra hátt og þrir metrar í þvermál. Á það að flytja tvo geim-
fara til tunglsins. Þar eiga geimfararnir að vera í einn sólar-
hring, en fara síðan aftur um borð í geimskip, sem bíður þeirra
úti í geimnum og flytur þá til jarðar.
Arleg róðrarkeppnl Cambrldge og Oxford háskólanna i Bret-
landi vekur jafnan mikla athygli þar. Keppni þessi var háð í 110.
sinn á laugardag fyrir páska og sigraði Cambridge. Róin er
nærri 1 km. vegalengd, og v»r Cambridge áböfnin iuk sex báts-
lengdum á undan í mark.
Meriel, dóttir sir Alec Douglas-Home, forsætisráðherra Bretlands, og Adrian Darby, hagfræð-
ingur við Oxford-háskóla, voru gefin saman í hjónaband á annan dag páska. Var mynd þessi
tekin þegar brúðhjónin komu úr kirkjunni, en á bak við þau sjást foreldrar brúðurinnar.
f
FRÉTTAMYNDIR
ÚR ÝMSUM ÁTTUM
Á páskadag sýndi rússneska sjónvarpið myndir af nýrri farþegaflugvél, sem nefnist Ilyushin 62.
Vél þessi tekur 186 farþega og flýgur með um 1.000 km. hraða á klukkustund. Það var flug-
vélasmiðurinn Sergey V. Uyshin, sem teiknaði nýju farþegaþotuna. Á þriðjudag, 31. marz, átti
Uyushin 70 ára afmæli, og var hann i því tilefni sæmdur Lenin-orðunni fyrir framlag sitt til
flugvélasmíða.
Sendiherra Finna í Stokkhólmi, Sakari S. Tuomioja, var nýlega skipaður sáttasemjari á Kýp-
ur, og á hann að reyna að sætta Tyrki og Grikki á eyjunni. Hér sést sendiherrann (lengst til
hægri) ræð» við XJ ThanC framkvæmdastjóra SÞ, og Pier Spinelli, sérstakan fulltrúa U Thants
á Kýpur.