Morgunblaðið - 11.04.1964, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 11.04.1964, Qupperneq 1
28 siður B1 árgangur 82. tbl. — Laugardagur 11. apríl 1964 Prentsm’ðja MorgunblaSsins Læknaverkfallið er enn þá óleyst - mikil óánægja ríkir meðal almennings Brússel, 10. apríl — NTB FULLTRÚAR lækna í Belgíu, um 10.000 talsins, sem nú eru í verkfalli, komu í dag saman til fundar með fulltrúum stjórnar landsins. Fundurinn var haldinn fyr- a lanfri °S erfiðri leið U1 sam' komulags. .Jx Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, og Gústaf E Pálsson, i blaðamannafundinum í gær. borgarverkfræffingur, útlista skipulagsmálin (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) ir luktum dyrum og tilgangur inn var að reyna að binda enda á vandræðaástand það, sem nú hefur staðið frá mán- aðamótum. Innanríkisráðherra landsins, Arthur Gilson, sagði fyrir fund- inn, að hann vonaðist til þess, að verkfallinu lyki í byrjun næstu viku. Theo Lefevre, forsætisráð herra, er formaður viðræðu- nefndar stjórnarinnar. í dag átti aðeins að ræða, hvernig ræða skuli kröfur þær, sem settar hafa verið fram. — Segja þeir, sem að fundinum standa, að hann sé fyrsta skrefið Talsmenn læknanna hafa marg oft lýst því yfir, að þeir muni ekki víkja frá meginkröfum sín- um. Víða í landinu hefur verið efnt til mótmælaaðgerða. — For- manni belgíska læknasambands- ins, dr. Malfliet, og konu hans hefur verið hótað ofbeldisaðgerð- um. Suðurgata til sjávar um Grjótaþorpið Hugmyndir um að byggja Geirsgötu sem brú - Tryggvagata tengd Hveríisgötu beint Á BLAÐAMANNAFUNDIN- UM um skipulag Reykjavík- ur í gær kom m.a. fram, að borgarráð hefur samþykkt að Suðurgata verði framlengd til norðurs gegnum Grjóta- þorp, og að Geirsgata verði npphækkuð a.m.k. á miðju hafnarsvæðinu. Koma þessar samþykktir borgarráðs fyrir borgarstjórnarfund næstkom- ftndi fimmtudag. Þá kom einnig fram á blaðamanna- fundinum, að gert er ráð fyr- ir að tengja Tryggvagötu beint við Hverfisgötu, og Geirsgötu við Skúlagötu. Geir Hallgrímsson, borgar- fitjóri, skýrði blaðamönnum frá því, að Ijóst væri að opna yrði nýja aðalumferðafæð frá Hring- braut norður að sjó til þess að létta á Lækjargötu, en af ýmsum ástæðum kæmi ekki til greina að breikka Lækjargötu þannig að hún annaði nær allri þessari um- ferð. Kæmi þar bæði til að breikk aði Lækjargata enn, mundi hún fkilja bæjarhlutana gjörsamlega að, svo og að ef breikkun kæmi til greina, yrði hún að verða í austurátt, en þar væri bratti, eins og öllum væri kunnugt. Ef gatan breikkaði þannig mundi myndast hár stallur, sem væri til mikillar óprýði og erfiðleika í umferð. Borgarstjóri sagði, að talið væri, að Suðurgata væri lausnin. Athuganir hefðu leitt í ljós, að með því að lækka hæsta kafla bennar, sem þegar er fyrir hendi, mætti breikka götuna án þess að brófla þyrfti (til muna) við gamla kirkjugarðinum. Við gatna mót íúngötu yrði Suðurgata síð- *n sveigð til vesturs, og síðan yrði hún væntanlega að nókkru leyti yfirbyggð, væntanlega í verzlunarhverfi í Grjótaþorpi, og kæmi niður á Tryggvagötu og síðan áfram fram á hafnarbakk- ann milli Hafnarhvols og vöru- geymslu SÍS. Mundi Suðurgata þannig veita umferð að Mela- torgi og inn á Hringbraut og Miklubraut, og létta á þann hátt fyrir Lækjargötu. Um Tryggvagötu er það að segja, að ráðgert er að henni verði breytt þannig, að hún teng- ist beint við Hverfisgötu, en Hverfisgatan er í framtíðinni ráð gerð sem fjögurra akreina gata. Fram hafa komið tvær hug- myndir um Geirsgötu. I fyrsta lagi að gatan liggi á yfirborði, en það hefði hinsvegar í för með sér, þar sem gatan er ráðgerð mikil umferðaræð, að athafna- svæðið við höfnina minnkaði. Yrði þá að færa hafnaruppfyll- inguna og höfnina sjálfa frám, sem að sjálfsögðu er dýrt. Hin hugmyndin felst í því, að byggja Geirsgötu yfir hafnar- svæðið, þ.e.a.s. sem brú, en slíkt fyrirtæki yrði einnig geysi dýrt. en þá mundi skapast undir henni og sunnan við dýrmætt athafna- svæði, sem ekki yrði fyrir hendi, ef gatan lægi á yfirborði. Hugs- anlegt er að byggja götuna upp allt frá mótum Skúlagötu, sem yrði í beinu samhengi, og vestur að gatnamótum Ægisgötu. Um Skúlagötuna sjálfa er það að segja, að gatan í núverandi mynd hefur helzt verið hugsuð sem þjónustugata við þau hús og fyrirtæki, sem þegar eru þar fyr- ir. Skúlagta framtíðarinnar yrði þannig að byggjast á uppfyll- ingu, og leggjast norðan núver- andi götu. Um umferðarmálin í Miðbæn- Frámh. á bls. 11. Sellers líður betur - er þó enn alvarlega veikur Hollywood, 10. apríl — AP PETER Sellers er nú við betri líðan. Enn er ástand hans sagt „alvarlegt", en þó betra, en verið hefur síðustu tvo sólarhringa. f dag fékk hann fyrstu mál- tíðina, frá því, að hann veikt- ist. Var það eggjakaka, græn- meti og undanrenna. Enn var Sellers gefið lyf það, sem leysa á upp blóð- tappa þann, sem er í hjarta hans. þjóðarinnar - frá útvarpsumræðunum um utanríkismál í gærkvöldi ÞAf) ER skoðun okkar Sjálfstæðismanna, að hin íslenzka utan- ríkisstefna beri enn sem fvrr að miða að því að tryggja sjálfstæði landsins og öryggi þjóðarinnar með friðsamlegu samstarfi við allar þjóðir og þáttöku 1 varnarsamstarfi þeirra þjóða, sem okkur eru skyldastar að menningu, hugsjónum og uppruna. Þetta voru lokaorð Sigurðar Bjarnasonar í útvarpsumræðunum. En auk hans töluðu af hálfu Sjálfstæðisflokksins þeir Davíð Ólafsson og Magnús Jónsson. f GÆRKVÖLDI fóru fram út- varpsumræður um utanrikismál. Tilefni umræðnanna er þingsá- lyktunartillaga nokkura þing- manna Alþýðubandalagsins á Alþingi um utanríkisstefnu ís- lenzka lýðveldisins. Tillaga þessi fjallar um það, að Alþingi skuli lýsa því yfir, að nokkur atriði, sem talin eru upp í tillögunni, skuli vera grundvallaratriði is- lenzkrar utanríkisstefnu. Þar eru talin upp helstu stefnumál kommúnista um hlutleysi, úr- sögn úr Atlandshafsbandalaginu o&fr, Varaform. Framsóknarflokks- ins, Ólafur Jóhannesson, lýsti því yfir, að Framsóknarflokkur- gæti ekki stutt þessa þingsálykt- unarlillögu kommúnista, þótt þeir væru sammála ýmsum at- riðum hennar. Höfuðröksemd hans fyrir þeirri afstöðu var sú, að Atlandshafsbandalagið hefði reynzt vel og gegnt hlutverki sínu. Ekki nelndi Ólafur, sem er prófessor í stjórnskipunarrétti við lagadeild háskólans, hvert gildi slikar yfirlýsingar í ályktun arformi hafa, en það er nokkuð sérstæður máti á slefnu og fram kvæmd utanríkismála. Ekkert nýtt kom fram um utan ríkismálin af hálfu tillögumanna og málflutningi Framsóknar- manna var lýst af tveimur ræðu- mönnum og er erfitt að kveða á um, hvors mál var stefna flokks ins. Af hálfu Sjálfstæðisflokksins töluðu Sigurður Bjarnason, Davið Ólafsson og Magnús Jóns- son frá Mel. Af hálfu Alþýðu- flokksins þeir Guðmundur í. Guðmundsson og Benedikt Grön dal. Þessir ræð'umenn röktu for- sendur og sögu íslenzkrar utan- rikisstefnu og mæltu eindregið gegn þessari undarlegu þingsá- lyktunartillögu. Hér á eftir fer úrdráttur úr ræðum Sigurðar, Davíðs og Magnúsar. Þá er frá sögn af ræðum annarra, sem töl uðu í þessum umræðum. Af hálfu Sjálfstæðisflokksins töluðu þeir Sigurður Bjarnason, ritstjóri, sem ræddi almennt um utanríkisstefnu íslands og fram kvæmd hennar, Davið Ólafsson, fiskimálastjóri, sem einkum gerði landhelgismálinu skil, stærsta utanrikismálinu. Siðast- ur ræðumanna var Magnús Jóns son frá Mel, bankastjóri, sem fjallaði einkum um alþjóðlegt efnahagsmálsamstarf. ■O Höfuðtakmark íslenzkrar utanríkisstefnu: Frelsi landsins, farsæld og öryggi Sigurður hóf ræðu sína á þvi að draga upp mynd af hernaðar legu eðli kommúnistaríkjanna. Hann sagði þingsályktunartil- lögu kommúnistanna á Alþingi vera einskonar þokuslæðing, til- raun til þess að draga athygli ís- lendinga frá staðreyndum heims málanna og sínum eigin öryggis- málum á miklum hættutímum. Síðan sagði Sigurður: Utanríkis- og öryggismálin eru í dag sjálfstæðismál okkar og á stjórn þeirra og stefnu veltur í ríkum mæli framtíðarsjálfstæði íslands og hamingja þeirra kyn- slóða sem landið erfa. Einangrun íslands rofin Með gerbyltingu á sviði sam- göngumála hefur einangran ís- lands verið rofin. íslandi og ís- lenzku fólki er þess vegna ekki lengur hið minnsta skjól eða vernd í fjarlægð landsins frá öðr um heimshlutum. Fjarlægðirnar mega heita horfnar. ísland er ekki lengur yzt á Ránarslóðum, heldur mitt á veðramótum heims átaka. Þau úrræði, sem áður voru talin góð og gild til þess að tryggja sjálfstæði landsins og ör yggi þjóðarinnar eru þess vegna flest einskis virði. Forsendurnar fyrir þeim eru brostnar. Framhald á 8. síðu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.