Morgunblaðið - 11.04.1964, Page 15

Morgunblaðið - 11.04.1964, Page 15
MORCUNBLAÐIÐ 15 Laugardagur 11. aprfl 19®4 úr Surtseyjarför A SUNNUDAGINN var fór vélbáturinn Haraldur út að Surtsey. Ætlunin var að fara í land, en vegna þess, hve vont var í sjóinn, gat ekki orSið af því. Þung- ur sjór var þennan dag, en þó sótti fólk fast að fá far, og munu um 40 manns hafa verið með í förinni. Vb Haraldur er venjuleg- ast 1 klst. og 15 mínútur úr höfn á Heimaey til Surts- eyjar, en í þetta skipti var hann rúma tvo tíma á leið- inni. llér birtast nokkrar myndir úr þessu ferðalagi, sem ljósmyndari Morgun- blaðsins í Vestmannaeyj- um, Sigurgeir Jónasson, tók. Heilsan um borð var ekki upp á marga fiska, enda sjólag vont. Margir voru því sjóveikir. Hér eru tveir drengir að reyna að fá sér blund i léttbátnum. Hér rennur hraunið úr gígnum til sjávar. Gígkraginn hækkar jafnt og þétt, og hraunhryggur er að myndast til vestsuðvest- urs. Gufumekkir rjúka upp af hraunrennslinu, þar sem það mætir briminu. Glóandi hraunleðja gubbast upp úr gígskálinni. Þeir hræðast ekki allt, flugntennirnir, enda hart að þeim lagt að fljúga nógu nálægt og lágt, sv* að farþegarnir sjái allt. Hér er gigskálin nærri auð, en gufureykur á hraunkambinum. Það er ekkl á hvers manns færl að stíga ölduna. Hver notar sína aðferð, en með misjöfnum árangri. Búið var að blása upp gúm- bát, ef farið yrði í land. Á myndinni sjást meðal annars: Þor- valdur Þórarinsson, lögfræðingur í Reykjavik, klæddur i sjó- stakk og til í allt; Guðjón Ólafsson, skrifstofumaður, Sverrir Einarsson, tannlæknir í Vestmannaeyjum, Gunnar Hannesson, verzlunarstjóri, og Pálmi Sigurðsson, fyrrverandi skipstjóri. Hfyndir Kommúnistaflokkur Indlands klofinn - stuðningsmenn Kínverja gengu ai miðstjórnarfundi ÚR SVEITUM landsins heyrist oft í fréttum blaða og útvarps, að félagslíf sé með allra lélegasta móti síðast liðið ákveðið tímabil og stundum er bætt við vegna fólksfæðar. Þessar fréttir mætti líka orða ©ðruvísi: félagslund og félags- þroski fer þverrandi. íbúar sveit anna hafa ekki löngun, áhuga né getu til þess að starfa í þeim fé- lagsformum, sem eru fyrir hendi og væri ljótt að segja að félaga- nöfnin séu ekki nógu mörg. Mér er ekki kunnugt um það, »ð reynt hafi verið að gera þau félagsform, sem fyrir eru, aðlög- unarhæfari, svo að þau geti gegnt því hlutverki sem þeim er ætlað. Ein undantekning er hér um *ð ræða, en það eru kvenfélögin, en þau starfa víðast hvar vel og stafar þessi góða starfsemi þeirra sennilega af því að form félag- anna er sveigjanlegt í fram- kvæmd, og svo er það yfirleitt eð konur eru félagslyndari en karlmenn og sennilega betur fé- iagslega þroskaðar. Ef yið tökum hliðctætt dæmi við kvenfélögin, lúnaðarfélögin. Tilverá þeirra er lögvernduð að því leyti, að enginn fær styrk út á styrkhsefar framkvæmdir, nema hann sé í búnaðarfélagi og er ég sannfærður um, að væri þessi félagsskapur aðtins j>yggð- ur upp af áihugamönnum um velferð stéttarinnar, myndu þessi félög víðast hvar vera dauð eða í andaslitrunum. Eg býst við því að aldamóta- menn svo nefndir „Vormenn ís- lands“, hafi ekki órað fyrir því á blómaskeiði ungmennafélag- anna, að þetta glæsilega félags- form myndi ekki endast þjóðinni lengur en rétt yfir miðja öldina. Víðast hvar eru ungmennafé- lögin í dvala og sum eru sofnuð svefninum langa. Félögin sem enn eru á lífi, og á að heita, að starfi eitthvað, hafa tvo til þrjá fundi á ári og aðal áhugamál þeirra að standa fyrir menning- arsnauðum dansleikji m. Til eru heiðarlegar undantekningar, fé- lög, sem starfa í hinum gamla góða félagsanda og starfa á menn ingarlegum grundvelli, en þar hef hefur valizt til forustu gott, óeig- ingjarnt og álhugasamt fólk. Um hið daufa starf ungmenna félaganna er ekki alltaf hægt að kenna um fækkandi fólki í sveit- unum, en þeim fer fækkandi, sem hafa góða forustuhæfileika, á- huga, tíma og dugnað til þess að veita félagi sem starfar af þrótti, forustu. Þetta kemur svo fram í eftirleiknum að því leyti, að stöðugt verður það örðugra að fir na hæfa menn til þess að gegna opiníberum störfum fyrir sveit sína. Á þessari öld hafa ungmenna- félögin alið upp stóran hluta af forustumönnum dreifbýlisins. — Ungmennafélögin brýndiu fyrir félögum sínum drenglund, heið- arleik og skyldurækni, og er ekki þess síður þörf nú. Það verður að teljast að vá sé fyrir dyrum ef áhugamannafé- lagsskapur allur leggst niður, því að hann er undirstaða þeirrar menningar sem þróast á í sveit- um þessa lands. Æska sveitanna þarf að alast upp við heilhrigt félagslíf, og ég hygg, að nauð- synlegt sé að endurvekja og skipuleggja ungmennafélags- hreyfinguna upp á nýtt, og taka þá fullt tillit til hinna breyttu tíma. Það sem þótti fullkomið fyr ir fimmtíu árum er orðið úrelt í dag. Því þarf að veita nýjum straumum inn í ungmennafélags- skapinn. Ungmennafélag Islands á að hafa hér forustu um þessi mál. >að þarf að hafa á sínum vegum nokkra æskulýðsleiðtoga sem leiðbeindu ungmennafélög- unum um starfshætti og verk- efnisval og væri ekki úr vegi að Stéttarsamhand bænda veitti nokkurt fé til þessarar starfsemi, en auðvitað her fjárveitingavald- inu að hafa hér forgöngu um að þessum málum verði sinnt. Einn ig verða skólarnir að taka fé- lagsmálin fastari tökum. Nýju Delhi, 9. apríl — NTB: í clag kom greinilega í ljós, að' kommúnistaflokkurinn ind- verski er algerlega klofinn. Á fundi miðstjórnar flokksins, sem haldinn var i Nýju Delhi i dag, urðu hinar hörðustu deilur, er enduðu með þvi að fylgismenn Kinverja í deilum kommúnista gengu af fundi. Haft er eftir góðum heimild- um, að við svo búið hafi þeir miðstjórnarmenn, sem eftir voru samþykkt að reka úr flokknum Mér er það ljóst, að við, sem sveitirnar byggjum gerum okk- ur það ekki fylliiega ljóst á hvaða leið við erum í félagsmálum okk ar, en eins og nú er málum kom ið er félagslíf og félagáþroski sá hyrningasteinn sem nútíma sveita menning byggist á, því að jafn- an er það aðalsmerki góðs for- ustumanns, að hann sé vel fé- lagslega þroskaður. Sveinn Guðinundcsson, Miðhúsum. nokkra leiiDtoga þeirra, er at fundi gengu. Meðal þeirra var leiðtogi kommúnista á indverska þinginu, Bhupesh Gupta. Sagðt hann fréttamönnum siðar í dag, að hann hefði sagt af sér stöðu sinni í framkvæmdastjórn ftokks ins. Deilurnar á miðstjórnarfund- inum risu upphaflega út af á- greiningi um dagskrá fundar- ins. Stuðningsmenn Sovét-stefn- unnar vildu hefja fundinn með því að bera upp ályktun varð- andi klofningsstarfsemi ein- stakra flokksleiðtoga, er fjand- samleg væri flokknum í heild. Hinir vildu á hinn bóginn ræða fyrst bréf, sem þeir segja, að S. A. Dange, sem var formaður flokksins fyrir 40 árum, hafi sjcrifað. Segir í bréfum þessum, að Dange hafi boðizt til að starfa fyrir brezku stjórnina. Meiri hluti framkvæmdastjórnar flokksins segir bréf þessi fölsuð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.