Morgunblaðið - 30.04.1964, Page 8

Morgunblaðið - 30.04.1964, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ I í’!mmtu(fagur 30. apríl 1964 Myndlistarfélagið opnar vorsýningu 7. maí Þrír af listamönnunum sem sýna á Vorsýningu Myndlistarfélagsins. Taiið frá hægrri: Fim. . Jónsson, formaður félagsins, Helga Weisshappel, formaður sýningarnefndar og Pétur Friðrik. Myndin var tekin er verið var að koma fyrir sýningarmyndum. Á FÖSTUDAG opnar Myndlist- arfélagið þriðju vorsýningu sína ' í Listamannaskálanum, en félag- ið hefur tekið upp þann hátt að efna til sýninga félagsmanna á vorin og bjóða gestum að sýna hjá sér. í þetta sinn eru gest- irnir Kjarval, Jón Engilberts og Kári Eiriksson. AIls eru að þessu Varnarliðið gaf Vernd sjónvarps tæki STJÓRN Verndar hefur beðið Miorgunblaðið, að koma á fram færi þökkum samtakanna til varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli fyrir vandað sjónvarpstæki, sem varnarliðið færði samtökun uim að gjöf fyrir vistheimili Verndar á sumardaginn fyrsta. sinni sýnd 79 listaverk, högg- myndir og málverk, flest nýjar myndir. Sýningin verður opnuð kl. 5 föstudaginn 1. maí af formanni menntamálaráðs, Helga Sæ- mundssyni. Og verður síðan opin í hálfan mánuð. 20 máiarar og 4 myndhöggv- arar taka þátt í þessari vorsýn- ingu Myndlistarfélagsins, auk gestanna. Þeir eru: Ásgeir Bjarn þórsson (sem nú er einnig með sýningu í Róm), Aage Nielsen Edwin, Eyjólfur Eyfells, Eggert Guðmundsson, Finnur Jónsson, Freymóður Jóhannsson, Gunn- fríður Jórvdóttir, Guðmundur Karl Ásbjörnsson, Höskuldur Björnsson, Helga Weisshappel, Jón Gunnarsson, Nína Sæmunds son, Ottó Gunnlaugsson, Pétur Friðrik, Ríkharður Jónsson, Sveinn Björnsson, Sigurður Árnason, Þorlákur Haldórsen, Sigfús Halldórsson. Auk þess er þar minningarsýning um félaga, sem lézt í vetur, Höskuld Björns son frá Dilksnesi, en hann mál- aði mikið fugla sem kunnugt er. Finnur Jónsson, formaður Myndlistarfélagsins, og Helga Weisshappel, formaður sýningar nefndar, skýrðu fréttamönnum frá þessu. Þau voru þá ásamt fleiri listamönnum að koma lista verkunum fyrir. Finnur á þarna sjálfur þrjár nýjar pastelmyndir á svörtum grunni, sem heita Fantasía. Úr gjánni og Næturljóð, abstrakt myndir með sérkennilegum blæ, en hann hefur síðan 1921 málað jöfnum höndum abstrakt og expressionistískt sem kunnugt er. Evrópuráðsfund- FUNDUR var í sameinuðu Alþingi í gær og voru þar 18 mál á dagskrá og 10 þeirra afgreidd. Atkvæða- greiðslur fóru þó ekki fram. Mestar umræður urðu um fyrirspurnir út af byggingar lánum, en þar svaraði Emil Jónsson félagsmálaráðherra. Gylfi Þ. Gíslason, mennta- málaráðherra gaf fróðlegar upplýsingar í sambandi við tillögu til þingsályktunar um ráðstafanir gegn tóbaksreyk- ingum .Þá var framhald einn ar umræðu um þingsálykt- unartillögu um tvöfalda ak- braut milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Fjárveitinga- nefnd hefur skilað áliti og er samþykk tillögunni. Kvöld fundir voru í báðum deild- um Alþingis í gærkvöldi. Fyrirspurnir. Afgreiddar voru tvær fyrir- spurnir sama eðlis frá þeim Geir Gunnarssyni (K) og Ingvari Gíslasyni (F), sem fjöluðu um hivaða ráðstafanir hefðu verið gerðar til að afla bygginigarsjóði ríkisins fjár og hve hárri upp- hæð mætti búast við úr sjóðnum till lána í ár og hvenær. Emil Jónsson félagsmálariáðh. svaraði þessum fyrirspurnuim. Hann kvað á þessu þingi hafa verið flutt frv. um hækkun á skyldusparnaði er næmi 30 millj. kr Þá hefði verið lagt fram frv. um skyldu líftrygg- ingarfólaga að kaupa fyrir 25% af ráðstöfunarfé sínu skuldabréf lánasjóðsins, — enn fremur að ráðherra verði heimilað að skylda öll trygging- arfélög til að kaupa slík bréf fyr ir allt að 25% af ráðstöfunarfé þeirra. Atvinnuleysistryggingar- sjóður mun kaupa bréf fyrir 37 milljónir. Þá hafa staðið yfir samningar við lífeyrissijóðina um kaup þeirra á íbúðalánabréfum og fleiri fjáröflunarleiðir væru í athugun. Ingvar Gíslason (F) benti á, að allt að 3000 umsóknir Lægju fyrir sjá húsnæðismálastjórn og þyrfti því stóraukið fé til að simna þörfinni. Þá kvað hann lánsfé nýtast illa hjá okkur fyrir skipulagsleysi og óhóf í íbúða- bygingum og sökum undangeng- inna verðrækkana Geir Gunnarsson (K) þakkaði svör ráðherra, en ekki væru þau upi>örvandi fyrir húsbyggjendur. Emil Jónsson hvac lítinn vanda að benda á að mikils fjár væri þörf í hið almenna veðlánakerfi, hitt væri meiri vandi að finna leiðir til að afla þess. Sérfræðing ar teldu að þörf okkar fyrir íbúða byggingar væru 1500 á ári. Veð- lénakerfið annaðist 750, lífeyris- sjóðir 500, verkamannabústaðir og íbúðir til útrýmingar heilsu- spillandi húsnæðis væru 150 og veðlánakerfi sveitanna stæði und ir 100 íbúðum. Lánin á síðasta ári hefðu numið um 110 millj. kr. úr hinu almenna veðlána- kerfi, en samkvæmt há'marikslón- um til 750 íbúða hefði sú upphæð átt að nema 112 millijónum. Ráðherrann kvaðst viðurkenna að lánin væru of lág og fleiri í- búðir væru nú í byggingu en sér- fræðingar teldu eðlilegt. Kvað rann ríkisstjórnina hafa fuLlan hug á að reyna að greiða fyrir húsibyggjendum eftir föngum. Þingsályktunartillögur. Framhald var einnar umræðu um þingsályktunartillögu um varnir gegn tjóni af völdum Kötluhlaups. Talaði Guðlaugur Gíslason (S) fyrir nefndaráliti um tillöguna og mælir nefndin með samiþykkt hennar. Einar Olgeirsson (K) talaði fyrir þál.till sinni um vináttu- heimsckn fulltrúa Alþingis til Grænlendinga og Lúðvík Jósefs son (K) mælti fyrir þál.till. sinni um ráðstafanir gegn tóbaks reykingum. Gylfi G. Gíslason menntamála- ráðherra, skýrði í því samibandi frá viðræðufundum sínum við forystumenn skóla og nemienda ira þessi mál og hefðu þeir fund ir leitt ti-1 að á- kveðið væri að efla mjög fræðslustörf um skaðsemi tóbaks reykinga, en í þál.tilil Lúðvíks er farið fram á 2 mililj. kr. fjár veitingu til aukinnar fræðslu og áróðurs gegn reykingum. Jón Skaftason (F) mælti fyrir þáltilil. um tekjuistofna sveitar- félaga og Ólafur Jóhannesson (F), mælti fyrir þáltill. u.m með ferð dómsmála, er hann kvað nauðsyn að hraða hér á landi Jóna.s G. Rafnar (S) taiaði fyrir nefndaráliti fjárveitinga- nefndar um þáltill., sem þeir flytja Matthías Á. Mathiesen, Sigurður Ingimuindarson og Sverrir Júl'íusson um lagningu tvöfaldrar akbrautar milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. í tillögunni er skorað á ríkisstjóm ina að láta svo fljótt sem auðið er, hefjast handa um undirbúning að staðsetningu og lagningu tvö- faldrar akbraut- ar frá Reykja- vík um Kópa- vog og Garða- hrepp til Hafnar fjarðar. Fjárveit inganefnd legg- ur til að bætt verði við tillög- una og lagningu nýs vegar ofan við núverandi byggð í Kópa- vogi og Garðahreppi í því skyni að beina umferðinni sem mest framlhjá þéttbýlinu. Matthías Á Mathiesen (S) þakkaði afgreiðslu nefndarinnar og kvaðst samþykkur breytiing- unni. Gísli Guðmundsson (F), hafði framsögu fyrir allsiherjarnefnd fyrir þáltill. um fiskiðnskóla og unglingafræðslu utan kaupstaða, sem lagt er til að samþykktar séu. Loks talaði Rjörn Pálsson (F) fyrir þáltill. um tunnuverksm. á Skagaströnd og urðu nokkur fjörleg orðaskipti milli hans og Ragnars Arnalds (K) út af til- lögunni, Ragnar kvartaði yfir því að hafa 'ekki fengið að vera með flutningsmaður að tillögunni. Björn svaraði og sagðist ekki telja það hyggilegt af músinni að fara að ráðast á köttinn, en Ragnari vildi hann segja að hann hefði talið það öruggt tillögunni til falls ef Álþýðubandaagsmenn hefð-u verið meðflutnings.menn að henni Efri deild. Á kvöldfundi efri deildar var rætt um frumvarp til breytinga á lögunum um tollskrá o.fl. Gerði form. fjárragsnefndar, ólafur Björnsson, grein fyrir nokkrum breytingartillögum, sem runnar voru undan rifjum tollsikrár- nefndar, en samstaða var með fuiltrúum flokkanna um stuðning við þær. Þá lýsti Ó1 Bj. afstöðu sinni til breytingartillagna frá minni hluta fjárihagsnefndar, sem hann kvaðst ekki treystast til að fylgja, m a. vegna þess tekjumissis er slíkt muindi hafa í för með sér fyrir ríkissjóð. Þeir Helgi Bergs og Bjöm Jómsson tóku einnig stuttlega til máls, en að því búnu var gengið til at- kvæða. Vóru breytingartillögur fjárhaigsnefndar samþykktar sam hljóða, en hinar felldar með nokkrum atkvæðamun við nafna kall. Frumvarpið var að svo búnu afgreitt til neðri deildiar. Frumvarp um tekjuskatt og eignaskatt, sem vera átti til 3. umræðu á fundinum, var tekið út af dagskrá — og fundi því næst slitið. Neðri deild. Neðri deild hafði 6 mál til með ferðar á tæplega klukkustundar fundi, sem hófst kl 20,30. Var þar yfirleitt um að ræða mál, sem samstaða ríkti um og þing- menn voru sammála um að hraða afgreiðslu á. Frumvarp um breyt ingu á sjúkralhúsalögunum var til 3. umræðu. Matthías Bjarna- son gerði grein fyrir breytingartil lögu við 3. gr. Þess efnis, að í stað orðsi'ns „héraðslæknisbú- staða“ á tveimur stöðum í grein inni komi: læknisbústaða. Var breytingin samþykkt samihljóða og frumv. síðan afgreitt ti.1 Efri deildar. Frumvarp um aukningu skyldusparnaðar úr 6% í 15% var afgreitt til Efri deildar ó- breytt samihl. Við afgreiðslu slu frumvarps um breytingu á vegalögum, var samþyk'kt sikrif- leg breytingartillaga frá Ingólfi Jónssyni, samgöngumálaráð- herra um að gjalddagi þunga- Skatts Skuii vera 15. maí — eða mánuði siðar en gert var ráð fyrir í frumvarpinu. Tillaga frá Sigurvin Einarssyni og Birni Pálssyni um endurgreiðslu inn- flutningsgjalds af benzíni jeppa bifreiða var felld, en í umræð- um um tillöguna vakti ráðherra athygli á því, að undanlþáguheim ildir nýju vegalaganna væru í engu skertar frá eldri lögum. Frumvarp til laga um Ljósmæðra skóla íslands var samþykkt sam- hljóða til 3. umræðu o,g síðan af- greitt til E.d. á öðrum fundi sem ihaldinn var strax að þessum loknuim í gærkvöldi. Þá var af- greitt sem lög frá Alþingi frum- varp u-m veitingu rikisiborgara- réttar til 27 manna. ur um fræðslumál HELGI Elíasson, fræðslumála« stjóri, sat nýlega fund, sem hald- inn var í Strasbourg í Evrópu- ráðsnefnd, sem fjallar um al- menna menntun og tæknimennt- un. Rætt var um ýtnis atriði, sem Evrópuráðið hefur látið til sín taka á þessu sviði. Meðal þeirra er starfsemi til að auka gagn- kvæma þekkingu á fræðslumál- um í ríkjunum í álfunni, m.a. með útgáfu handbóka. Þá var rætt um aðferðir við kennslu i tungumálum og um kennslu i þjóðfélagsfræði, en Evrópuráðið hefur beitt sér fyrir ýmsum ráð- stöfunum til framfara varðandi þessi atriði. Þá var ennfremur rætt um aðstoð, sem Evrópuráðið hyggst veita til að bæta kennara- menntun í Tyrklandi, svo og um fræðslu um umferðarmál og Um athugun á kennslubókum í sögu og landafræði. Sem kunnugt er verður haldin ráðstefna í Reykja vík á sumri komanda um endur- skoðun kennslubóka í landa- fræði. (Frá upplýsingadeild Ev- rópuráðsirts) Launþegaklúhljur Fundur verður í launþega'Klúbbn um í 'kvöld. Mbl. heimsótt undir leiðsögn og Eyjólfur Konráð Jónsson, ritstjóri, flytur erindi uim Blöðin og stjórnmálin. Helgarrrðstefna í Borgarnesi Þeir félagsmenn Heimdallar, sem hyggjast sækja helgarráðstefnu SUS í Borgarneái 2.-3. maí eru vinsamlega beðnir að til'kynna þátttö'ku til skrifstofu Heimdall- ar, sími 17100. Fyrirlestur um Þjóðfélagströl Síðasta erindi í Fyrirlestraflo-kkl Heimdallar um Þjóðfélagsimál verður flutt í Valhöl-1 v/Suður- götu n.k. þriðjudag 5. maí kl. 20j30. Þá ræðir Þorvaldur Garðar Krist-jánsson, alþm. um Stjórn. málaflokika. Félagstíðindi Heimdallar Félagstíðindi Heimdallar, apríl- hefti, eru nýkomin út og hafa þegar verið send félagsmönnum. Þeir, sem ekki fá þau með skil- um eru beðnir um að láta skrif- stofu Heimdallar vita. Kópavogur SPILAKVÖLD Sjálfstæðisfélag- anna verður föstudgainn 1. mai kl. 20.30 í Sjálfstæðishúsinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.