Morgunblaðið - 24.05.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.05.1964, Blaðsíða 6
6 MORGUNBl \ÐIÐ Sunnudagur 24. maí 1964 / litlum árabátum til nýtízku vélskina Samtal við Einar Guðfinnsson i Bolungarvík, sem nú er einn stærsti útgerðarmaður landsins £inar Guöfinnsson, útgerðarmaður Á ÁRUNUM 1930—1940 byrj- aði ég á því að láta byggja báta í samvinnu við formenn- mennina mína. Sú samvinna gafst vel og átti verulegan þátt í því að hægt var að sigrast á erfiðleikunum, þótt miklir væru. Mér finnst þessi samvinna, sem stendur að vissu leyti enn, vera einn ánægjulegasti þátturinn í út- gerðarstarfi mínu í rúm 40 ár. — Þannig komst Einar Guð- finnsson, forstjóri og útgerð- armaður í Bolungarvík m. a. að orði er Mbl. hitti hann snöggvast að máli í gær. Hann er nú einn af stærstu og um- svifamestu útgerðarmönnum landsins. Einar Guðfinnsson og fyrirtæki hans og sona hans gera nú út 6 fiskiskip, sem eru 100—250 tonn að stærð. Þeir reka ennfremur stórt hraðfrystihús í Bolung- arvík og síldarverksmiðju T^yggðu þeir þar á sl. ári. Einar Guðfinnson hóf kornung ur sjósókn og'var formaður á ára bátum við ísafjarðardjúp. Síðar hóf hann vélbátaútgerð og gerð- ist brautryðjandi og stórvirkur athafnamaður í Bolungarvík, þar sem hann hefur rekið verzlun og útgerð í 40 ár. Hann er nú varabingmaður Sjálfstæ.ðisflokksins í Vestfiarða kjördæmi og átti m.a. sæti um skeið á síðasta Alþingi. Formaður á árabát. — Hvenær byrjaðir þú fyrst vélbátaútgerð? — f>að mun hafa verið árið 1921. Ég var þá búsettur í Hnifs dal, en hafði áður verið háseti og formaður á árabátum, bæði í Bolungarvík og í verstöðvun- um inni í Djúpinu. Fyrstu tveir vélbátarnir sem ég eignaðist og gerði út frá Hnífsdal, voru 4—6 tonn að stærð. — Hvernig gekk svo útgerðin? — Hún gekk einhvem veginn. Hlutir sjómanna voru ekki háir í þá daga, kannski 150—200 krón ur á vertíð og arðurinn af út- gerðinni var heldur ekki'mikill. — Hvenær fluttirðu svo til Bol ungarvíkur? — Það var árið 19(24. — Manstu bvað þú hefur gert út marga báta um ævina? — f>eir eru sennilega orðtiir um 40, sem ég hef átt, éða verið meðeigandi að. Þessir bátar hafa verið af ýmsum staerðum. Fyrstu bátarnir secn ég gerði út frá Bolungarvík voru 5—8 tonn að staerð. Við gátum þá ekki setí staerri báta upp í Bolungarvík. Síðan koma 12—15 tonna bátar, þá 36—60 tonna bótar, — síðan 60—100 tonna og nú 100 —250 tonna bátar. Það hefur verið mikið átak að skipta svona oft um báta3*ærðir, en þróunin hefur krafizt pessarar breytingar. — Hvað gerið þið út marga báta í dag? — Fyrirtæki okkar gera nú út 6 skip af stærðinni 100—250 tonn. Þrjú þeirra eru 250 tonn að stærð, 1 200 tonna og 2 100 tonn. Er 200 tonna skipjð nýlega kom- ið til landsins. Heitir það Hug- rún ÍS 7. Er það annað skipið, sem Við eigum með því nafni. — Hve mörg stór vélskip eru um þessar mundir gerð út frá Bolungarvik? — Þau eru samtals 7. En auk stærri skipanna eru gerðir út margir smærri bátar í Bolungar- vík, allt upp í 25 tonn að stærð. Stór breyting að gerast. — Hvað viitu segja um út- gerðina á Vestfjörðum yfirleitt og afkomuhorfur hennar um þess ar mundir? - — Stór breyting 'virðist vera fð gerast í utgerðinni heima á Vestfjörðum. Hingað til hafa flestir bátar þar verið gerðir út á línu á vertíð. Á s’ðustu vetrar- vertíð var mikill meirihluti bát- anna gerður út síðari hluta ver- tíðar á netaveiðar og nokkrir með þorskanót. — Er þessi breyting Vestfirð- ingum hagstæð? — Því er vandsvarað. Allar þessar breytingar krefjast mikils fjármagns. Veldur það útgerð- inni verulegum erfiðleikum. Fisk urinn, sem veiðist í net og nót er líka allt önnur vata en línufisk- urinn. Mikiil hluti af neta- og nótafiski verður að fara í skreið- arvinnslu. — Fáið þið þá ekki nægan fisk til vinnslu í hraðfrysti'húsinu? — Jú, fiskmagmð sem á land kemur er það miklu meira en áður var að ekki er um hráefnis- skort að ræða hjá okkur. Annars hef ég ta.lið að æski- legt væri frá sjónarmiði vinnslu- stöðvanna að fiskveiðar með línu héldu áfram x stærri stíl en F egurðarsamkeppni HIN árlega fegurðarsamkeppni er nú afstaðin að því er mér 3kiist og vona allir, að árang- urinn hafi orðið góður. Per- sónulega finnst mér fegurðar- samkeppni á íslandi — myndir og_greinar — eitt það hvimleið- asta sem ég sé í blöðunum okk ar. En þar eru víst ekki allir sammála mér. Bent er á, að þetta sé alþjóð- legt fyrirbrigði — og nauðsyn- legt sé fyrir okkur að fylgjast með, ekki sízt vegna þess hve fagrar stúlkur við eigum. Ekki er ég á móti alþjóðlegu sam- starfi og þátttöku, síður en svo. En mér segir svo hugur, að við hefðum meira gagn af þátttöku á ýmsum öðrum sviðum á hm- um alþjóðlega vettvangi. Það, sem liggur að baki feg- urðarsamkeppni — þessu alþjóð lega fyrirbrigði, er einfaldlega gróðrahyggja. Ekkert annað. var á s.J. vertíð. — Hvað viltu segja um fram- tíð útgerðarinnar á Vestfjörðum? — Ég trúi því að hún eigi sér góða framtíð, enda hafa vestfirzk ir útgerðarmenn nú endurnýjað flota sinn og eignazt mjög góð og myndarleg skip, sem hægt er að sækja á til fiskveiða á hin fjar- lægari mið, ef (afli er tregur eða bregst á heimamiðum. Mikil uppbygging í Bolungarvík. — Hver eru helztu atvinnu- tæki Bolvíkinga önnur en fiski- skipin? — Stórvirkasta framleiðslu- tæki okkar er Hraðírystihús Bol ungarvíkur, sem flutti á s.l. ári út útfl,utningsverðmæti fyrir um rúmlega 30 milljó'nir kr. Þá er síldarverksmiðja, sem byggð var á s.l. ári. Vona ég að hún eigi eftir að verða mikil lyftistöng fyrir byggðarlagið, enda þótt aflabrögð og sildar- göngur hljóti að sjálfsögðu að ráða mestu þar um. Afköst síldarverksmiðjunnar eru um 2000 tunnur á sólarhring. — Hvaða iðnaður er annar á staðnum? — Þar er trésmiðja, vélsmiðja, og steypusteinagerð. Töluverður land'búnaður er einnig stundaður í nágrenni kauptúnsins. Er þar aðallega um mjólkurframleiðslu að ræða. — Eru miklar byggingarfram- kvæmdir í Bolungarvík um þess ar mundir? — Já, undanfarin ár hafa að jafnaði verið fullgerðar 8—-12 íbúðir á ári, flestar í einbýlis- húsum. Má heita að bærinn haf: nú verið endurbyggður. Nær ali- ar gömlu verbúðirnar eru horfn ar. Byggt hefur verið eftir nýj- um skipulagsuppdrætti. Unga fólkið í Bolungarvik er Þetta er angi af kvikmynda og tízkuiðnaðiraum — þar sem kyn þokki kvenna er notaður í auðg unarskyni. Stúlkurnar fá svo' heiðurinn, myndir af sér í blöð- unum, umtal í tvo mánuði — nokkrar þær heppnustu tá frsegð. Ruglar dómgreindina Út af fyrir sig væri e. t.v. ekkert athugavert við að hafa hér fegurðarsamkeppni í em hverri mynd. En öll þessi stóru verðlaun og heimsflakk, þátt- taka í ótal sýningum úti um allan heim, gefur til kynna, að við séum orðin lítið hjól í stórri myllu þessa alþjóðlega útgerð- arfélags, sem rekur stafsemina. Ef allur ágóðinn rynni til Barnahjálpar Sameinuðu þjóð- anna, þá gegndi þetta svolitið öðru máli, enda yrði fram- kvæmdin þá með öðru sniði. Ég held, að starfsemi þessi, exns stórhuga í byggingarmálunum og vill eiga heima í átthögum sín- um. — Hve margir eru íbúar Bol- ungarvíkur nú?/ — íbúar hreppsins eru tæplega 1000 og fjölgar nú með ári hverju. Bætt hafnarskilyrði. — Hvaða aðrar framkvæmdir er um að ræða i byggðarlaginu um þessar mundir? — Aðalframkvæmd hins opin- fcera er hafnargerðin. Áformað er að ljúka byggingu brimbrjóts ins á komandi sumri. Er það mik ið átak sem kostað hefur langa baráttu. Hefur þá stærsta áfang og hún er rekin stuðli sízt að heilbrigðu uppeldi unga fólksins. Ég held að hún brengli frekar dómgreind þess, stuðli ekki að eðlilegu mati á hlutunum, heitbrigðu mati á því, sem raunverulega er mest um vert í lífinu. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá ætti lífs- hamingjan ekki .að fara eftir því hvort nefið er lítið eða stórt, mittið mikið eða mjótt. Að brjóta múrinn Ég hef fengið mörg bréf um uppeldi unga fólksins. Þegar þetta mál er á dagskrá, þá setj-'" umst við auðvitað öll í dómara- sætið. Ég hef það á tilfinning- unni, að allt fullorðið fólk hafi skömm á drykkjulátum ungl- inga og þessari upplausn. En ég hef áður sagt, að fullorðna fólk ið getur sjálfu sér um kennt —■ og eftir frekari íhugun get ég anum verið náð. Eftir er að byggja vamargarð, sem myndar skipakví og skjól. Enn fremur verður að dýpka innan við brim- brjótinn. Þegar dýpkuninni er lokið eiga öll íslenzk flutninga- skip að geta lagzt að brknibrjótn um. Barna- og gagnfræðaskólahús er einnig í byggingu. Er áform- að að það verði tekið í notKun haustið 1965. Þá er malbikuii gatna í undir- búningi. Á undanfömuni árum hafa verið byggðir lögreglustjorabú- staður, læknabxistaður og sjúkra- Framh. á bls. 27 ekki annað en endurtekið það sama. Við getum tekið dæmi, sem þekktur skólamaður úti á landi, nefndi í símtali við mig í vikunni. Hann hafði farið i bíó til þess að sjá Oliver Twist. Þessi mynd er bönnuð börnum, en samt hefur fullorðna fólkið börn sín með sér. Svo á það að heita, að börnum sé heimilt ail koma í fylgd fullorðinna. En eru foreldrar að gera rétt, þeg- ar þau teyma börn sín í bíó (sem bannað er börnum) undir sínum verndarvæng. Börnm geta þar með brotið bannið I skjóli foreldranna. Þegar börnum er hjálpað þannig af foreldrunum til þess að brjóta múi'inn, þá minnkar virðing barnanna fyrir lögum og reglum — og það verður xa auðveldara fyrir þau að brjóta múrana. Þetta er ein hlið á mál inu. , Og hvernig er það með úti- vist barna. Auglýsir ekki lög- reglan að börnum innan ákveð- ins aldus sé óheimilt að vera úti eftir kl. 8 á kvöldin. Hv« margir foreldrar ætli styðji þetta bann og sjái til þess að börnin fylgdu því? Ef pabbi og mamma segja, að óhætt sé að brjóta þessar reglur — þvl skyldi þá ekki vera óhætt að brjóta aðrar reglur? BOSCH loftnetsstengurnar fáanlegar aftur i miklu úrvali. Bræðurnir Ormssonhf. Vesturgötu 3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.