Morgunblaðið - 24.05.1964, Síða 8

Morgunblaðið - 24.05.1964, Síða 8
8 MORCUNBLAÐJÐ Sunnudagur 24. maí 1964 1 I imiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMmifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifra ts Sýning á myndum frá /e/ð- angri Paul Gaimards 1836 r Fágætt safn íslandsmynda A. Mayers verður selt „Hjá oss sat aldrei hærri gestur. Alvaldur greiði æ þinn stig! ísiand skal lengi muna Þannig hljóða niðurlags- |j orð kvæðis Jónasar Hall- H grímssonar, „Til herra = Páls Gaimards“, en það s hefst á hinni alkunnu Ijóð- {§ 'línu „þú stóðst á tindi E Heklu hám“. Flestir ef s ekki allir landsmenn kann = ast við Frakkann Joseph | Paul Gaimard og ferðir H hans um ísland árin 1835 g og 1836 og er það Jónasi = Hallgrímssyni kannske § ekki sízt fyrir að þakka. = Enda þótt menn kannist S við nafnið Gaimard, hefur 2 margt um ferðir hans fall- s ið í gleymsku hjá almenn- § ingi eftir öld og rúmlega % fjórðungi betur. En á næst s unni mun fólki gefast H kostur á að rifja ýmislegt | upp varðandi Gaimards- S ferðirnar, því að 27. maí |j næstkomandi verður opn- | uð í Bogasal Þjóðminja- s safnsins merk sýning á fá- H gætum steinprentuðum Í myndum eftir franska Í dráttlistarsnillinginn Aug 1 uste Mayer, sem ferðaðist || með Gaimard hér 1836. Er M hér um að ræða landslags- i myndir, ýmsar þjóðlífs- | myndir, mannamyndir, M dýramyndir o.fl. alls 201 | mynd. Myndirnar hyggst s eigandinn, Gunnar Hall hinn kunni safnari, selja á sýningunni, sem stend- ur frá 27. til 31. maí og nefnist „ísland við alda- hvörf.“ Eins og kunnugt er stund- uðu Frakkar íslandsmið á seglskútum áxsínum tíma, og höfðu margvísleg skipti við íslendinga, svo sem kunnugt er. Þótt sagt sé að Islending ar séu oftlega dekkri á brún og brá en frændur vorir á Nprðurlöndum og það kennt því, að keltneskra áhrifa gæti hér meira en þar, þá segja einnig margir, í gamni og al- vöru að Frakkar eigi hér lík lega einnig einhverja sök. Talið er að Frakkar hafi snemma tekið upp á því að senda hingað herskip á sumr- in til þess að vera fiskiþátuim sínum til aðstoðar ef með þyrfti. og hefur svo haldizt til skamms tíma. Sumarið 1833 var eitt slíkt skip sent á íslandsmið. og hét það „La Lilloise“. Mun skipið hafa reynt að komast til Graetti- lands, en tókst ekki vegna hafísa, Mun það haifa gert aðra tilraun, og sást þá útaf Vestfjörðum, en hvarf síðan með manni og mús og hefpr ekkert til þess spurzt síðan, ög ekkert kunnugt um afdrif þess. Næsta ár sendu Frakkar annað herskip til ísland til þess að grennslast fyrir um örlög skips og áhafnar. Urðu skipsmenn engu vísari og sneru heim við svo búið. 1835 var enn sent hingað skip, sem hét „La Recherche" og skyldi einnig leita hins týnda skipS. Er» á því skipi var skipslækn- ir, íoseph Faul Gaimard að nafni, og með honum undir- læknir, sem einnig var jarð- fræðingur, og hét Louis Eug- éne Robert. I>á var með skip- inu Xavier nokkur Marmier, sem síðar var meðlimur frönsku akademíunnar og kunnur er fyrir bækur sínar „Lettres sur L’Islande" Hist oire de L’Islande og „Littér- ature Islandaise“ en nrveð bókum þessum jók Marmier mjög á þekkingu manna í Evrópu á íslenzkum bók- menntum. Skipslæknirinn varð eftir Á meðan „La Recherche“ fór til Grænlands urðu þeir Gaimard og Robert eftir í Reykjavík. Ferðuðust þeir síðan um landið og söfnuðu ýmsum náttúrugripum. Eftir heimkomuna til Parísar var haldin sýning á þessum grip- um og vakti hún mikla at- hygli og almenna. Vegna þessa tókst Gaimard að fá frönsku stjórnina til þess að reiða fram stórfé til vísinda- leiðangurs til Islands næsta sumars 1836. Var einnig látið svo heita að leiðangurinn skyldi leita að hinu týnda skipi, „La Lilliose“ og áhöfn þess. Er talið að hvorki fyrr né síðar hafi svo riflega ver- ið lagt til íslandsleiðangurs og þá var gert, en á þessum árum fór Lúðvík Filippus konungur með völd í Frakk- landi. Finnur Magnússon. Gaimardsleiðangurinn kom út sumarið 1836 og var tekið með kostum og kynjum af íslendingum, kannske ekki sí?t sökum þess hve leiðang- ursmenn voru íslendingum vinveittir og alúðlegir. Þá fór orð af rausn Frakkanna, en á þessum árum fór Lúð- vík Filippus konungur með völd í Frakklandi. ■ Þannig leit Aðalstræti út, er Paul Gaimard og félagar hans gengu þar um 1836. Morgunblaðs húsið mun standa þar sem minni húsin til vinstri standa. — Að neðan er mynd af Aðalstræti vorið 1964. ' s Gaimardsleiðangurinn kom út sumarið 1836 og var tekið með kostum og kynjum af Islendingum, kannske ekki sízt sökum þess hve leiðang- ursmenn voru íslendingum vinveittir og alúðlegir. Þá fór orð af rausn Frakkanna, en á þessum árum voru íslend ingar hvorttveggja óvanir. 1 sýningarskrá sinni rekur Gunnar Hall aðdraganda að Gaimardsleiðangrinum, og er þessi grein að mestu á 'henni byggð. Gunnar telur að leið- angurinn hafi haft mikla þýð ipgu fyrir ísland og óbein- línis fyrir sjálfstæði þess. Júlíbyltingin í Frakklandi 1830 hafi komið hreyfingu á íslendinga til að afla ser sjálfstjórnar, sem leiddi til endun-eisnar Alþingis. Segir Gunnar það litlum vafa undir orpið, að leigangurinn hafi verið íslendingum mikill styrkur; að landi þeirra skyldi vera sá gaumur gefinn sem raun bar vitni. Atlas-Historioue Nokkrum árum eftir að leiðangur Gaimards hafði snú ið heim til Frakklands birtist þar í landi það verk, sem vafa laust mun lengst halda nafni hans á lofti — að undanskildu e.t.v. kvæði Jónasar. 1842 voru gefin út tvö mikil bindi undir nafninu „Atlas-Histori- que“. Eru þau 1 stóru arkar- ' broti, og í bindunum 150 myndaspjöld með steinprent- uðum myndum af ýmsum stöðum og mannvirkjum á ís- landi, svo og þáttum úr þióð- lífi landsmanna. Örfáar mynd anna eru frá Grænlandi. Sam tímis kom út þriðia bindið með sama sniði. undir nafn- inu „Atlas Zooliaique, méd- cal et géographique“. f því Ijiindi eru mannamyndir, svo sem af Guðmundi Sívertsen, Finni Magnússyni. Paul Gaim ard, Gunnlaugi Briem o.fl. Ennfremur uppdrættir af Reykjavík, Geysi og umhverfi og Skálholtsstað 1784, eftir handriti Steingríms biskups Jónssonar. Þá eru í /þessu binái allmargar dýra- og fiskamyndir, stéinprentaðar í litum, myndir af holdsveikis- sjúklingum á ísland o.ffl. Framh. á bls. 10 51 |,----------—.................................................................................................................................

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.