Morgunblaðið - 02.06.1964, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.06.1964, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐiÐ Þríðjudagur 2. júní 1964 jHtt9tntfy(fifrifr Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjorar: Auglýsingar: Útbreiðslustjóri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480 á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. NEHRÚ OG HL UTLEYSIÐ ¥|egar mikilhæfir menn falla frá, reyna eftirlifandi samtímamenn gjarnan að gera sér grein fyrir áhrifum þeim, sem hinn látni hefur haft á samtíð sína og sögu. Hætt er þó við, að slíkt upp gjör verði hlutdrægt, því að matsmenn hafa allir tekið þátt í eða blandað sér í þá or- sakakeðju, sem myndar sög una. Hæfilegur tími verður að líða, áður en réttlátan dóm er hægt að fella um einstakar gerðir og athafnir. Til dæmis er það mál ýmissa sagnfræð- inga, að nú fyrst sé hægt að rita sanngjarna lýsingu á upp hafi fyrri heimsstyrjaldarinn- ar, og er þó hálf öld liðin frá byrjun þess hildarleiks. Ekki fer hjá því nú við and- lát Nehrús, að mönnum verði hugsað til hinnar svonefndu hlutleysisstefnu, sem hann átti drýgstan þátt í að móta. Hæfileika Nehrús dregur eng- inn í efa, sem fylgzt hefur með ferli hans við að móta hið nýja Indland. Hins vegar er ljóst, að við mótun hinnar svokölluðu hlutleysisstefnu hefur honum skjöplazt hrapal lega. Ætlun hans var, að Ind- land yrði máttarstólpi þeirra ríkja, sem hvorki aðhylltust kommúnistaríkin né hin frjálsu ríki, sem kennd eru við Vesturlönd. í reynd varð þetta þannig, að indverska ríkið var eins og hestur með augnaskjól, sem hvorki sér til hægri né vinstri, en anar á- fram í þeirri fullvissu, að bezt sé að feta sig beint áfram. Verra var þó hitt, að hlutleysi Indlands var um of hliðhollt kommúnistaríkjunum. Dregin var fjöður yfir glæpi heims- kommúnismans, en ávirðing- ar Vesturveldanna harðlega víttar. Ef til vill hefur þetta stafað af því, að auðvelt er að fá fé frá Bandaríkjunum- án vináttuyfirlýsinga, og Nehrú hefur verið minnugur hins volduga nágranna, • Kína- veldis. Með þessari stefnu hef- ur Nehrú sjálfsagt hugsað sér að sigla beggja skauta byr. Nehrú lifði nógu lengi til þess að sjá fánýti þessarar stefnu. Þegar Kínverjar rudd- ust með ógrynni liðs upp í fjallaskörðin milli Kína og Indlands, varð honum ljóst, að sáttagerð við harðstjórnar- rík;i bolsjevismans er álíka haldgóð og trosnuð taug. Haldleysi hiutleysisins kom einnig skýrt í ljós. Þegar sam- veldisríkin brezku sendu sam- Úðarskeyti til Nehrús, brást eitt þeirra: hið „hlutlausa“ Ghana. Nkrumah, einræðis- herrann í Ghana, sendi sím- skeyti, þar sem hann kvaðst vera „áhyggjufullur og sorg- mæddur“ vegna þess, að Bret- ar ætluðu að veita Indverjum alla hugsanlega hjálp í bar- áttu þeirra við Kínverja. Nkrumah bætti við: „Hvað, sem kann að vera rétt eða rangt í þessari deilu Indverja og Kínverja, þá verður mál- staður friðarins bezt varð- veittur með því að allir að- iljar haldi sér frá aðgerðum, sem geta gert þessa óheppi- legu aðstöðu verri“. Hafi Nkrumah þökk fyrir að hafa lýst afstöðu „hlut- lausra“. íslendingar geta margan fróðleik lært af því, hvernig hlutleysisstefna Indverja reyndist í raun. Hún var þeim ekki skjól, heldur krydd á auðfengna bráð. TÍMl FRAM- FARANNA TVTútíminn er skeið mestu ’ framfara í sögu þjóðar- innar. Þess sjáum við daglega merki. Þannig má til dæmis segja, að fiskiskipafloti lands ins hafi verið endurnýjaður á 1—2 árum og síðasta dæmið um framfarir og stórhug var koma hinnar glæsilegu flug- vélar Loftleiða. En verkefnin og tækifærin eru ótæmandi. Það var rétt stefna að byggja glæsilegan fiskiskipaflota, sem eitt af fyrstu verkefnum þeirra al- hliða viðreisnar, sem nú á sér stað, en auðvitað væri fásinna að láta við það staðar numið. Fiskifræðingar gera ráð fyr ir, að ekki sé unnt að auka mikið fiskaflann frá því, sem nú er, og þess vegna verða bætt lífskjör í framtíðinni og atvinna fyrir vaxandi mann- fjölda að byggjast samhliða á öðru en sjávarútvegi, þótt hann hljóti ætíð að verða hin mikilvægasta atvinnugrein. Það er af þessum sökum, sem iðnrekendur hafa gert athugasemd við ályktun, sem aðalfundur Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna gerði um stóriðju og markaðsmál, og benda iðnrekendur á, að sá andi, sem þar kemur fram, fái ekki samrýmzt hagsmunum þjóðarinnar í framtíðinni. Hér á landi hljóta á næstu árum að rísa mörg stór iðn- fyrirtæki og þau munu ekki | Myndin af Hvíta húsinu, sem Jacqueline Kennedy málaði og gaf manni sínum i afmælisgjöf fyr- = I ir nokkrum árurn. = jSkildi eftir fána og bindis-i j nælu á gröf föður síns | Afmælisdags Kennedys minnzt hlið fánans. Sem kunnugt er, var hinn látni forseti skip- stjóri á PT-bát á Kyrrahafi í síðari heimsstyrjöldinni. Frá Arlington-kirkjugarðin- .um héldu Jacqueline og börn hennar til St. Matteusarkirkju og hlýddu messu til minningar um hinn látna forseta. Með þeim voru Robert Kennedy, dómsmálaráðherra, b.róðir for- setans, og kona hans, Ethel. Á 47. afmæli Johns F. Kennedys, var birt í fyTsta sinn mynd, sem kona hans, Jacqueline, málaði og gaf hon- um í afmælisgjöf fyrir nokkr- um árum. Myndin sýnir Hvíta JACQUELINE Kennedy, ekkja Bandaríkjaforseta, og börn þeirra tvö, John og Caroline, krupu hlið við hlið á gröf hins látna for- seta sl. föstudag, 29. maí, en þann dag hefði Kenne- dy orðið 47 ára. Jacqueline hélt á litlum blómvendi í hendinni, en John stakk bandarískum fána á stuttri stöng niður á gröfinni. Jacqueline, John og Caroline krupu nokkrar mínútur á gröfinni og báðust fyrir, en bæði börnin börðust við grát- inn. Þegar þau stóðu upp og gengu út að hvítu girðingunni, sem er umhverfis gröfina, sneri John sér við, stakk hönd- inni í vasann og tók upp eina af bindisnælum þeim, sem faðir hans lét gera með mynd af PT-bát, og lagði hana við húsið skömmu eftir að það var byggt. Er hún í nýrri bók, sem nefnist „A Tribute to John F. Kennedy“, og gefin út af Encycolpaedia Britann- ica forlaginu. Johnson, Bandaríkjaforseti, heimsótti gröf Kennedys dag- 3 inn fyrir afmælisdaginn, en = áður hlýddi hann minningar- = guðsþjónustu í Hvíta húsinu = ásamt æðstu embættismönn- 3 um stjórnarinnar og flestum 3 nánustu samstarfsmönnum 1 hins látna forseta í Hvíta bús- 3 John, Jacqueline og Caroline krjúpa á gröf hins látna. DlllllUMKIUIIIMIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIlHMIillllllllllllillllMimillllllHIIIUIUIIIIIIIiilllUIIIHilllllllllHliltlllllllllillllllllllllllllllllllllllUIUIIIIIIIMKillHIIIIHIIIIIIHHIIIIHIIII i skerða hag annarra atvinnu- greina, heldur eiga atvinnu- vegirnir allir að styðja og styrkja hver annan. Þeir eru undirstaða efnahagslegra framfara og fjármunasköpun- ar, sem öllum kemur til góða. Enn þarf auðvitað að verja fé til uppbyggingar í sjávar- útvegi, ekki sízt til að reisa fullkomin fiskiðjuver, sem hagnýti aflann betur en nú er gert, en samhliða á að rísa annar iðnaður, og um stór- iðjuna er það að segja, að þar geta örfáir menn skapað gíf- urleg auðæfi með því að stjórna vélum. Þegar um vinnuaflsskort er að ræða, er því fyllsta ástæða til að leggja kapp á þær fram- leiðslugreinar, sem útheimta lítið vinnuafl, en skapa cnikil auðæfi. UTAN ÚR HEIMI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.