Morgunblaðið - 02.06.1964, Blaðsíða 28
ÍELEKTROLUX UMBOÐIÐ
'iAUGAVCGI ffiími 21800
121. tbl. — Þriðjudagnr 2. júní 1964
= Verið að landa úr bv. Hvalfelli í gær.
(Ljósm.: Sv. Þ.) =
Fullfermi á 12 dögum
|„Eigum að nýta landhelgina betur með
togurunum" segir skipstjórinn á
bv. Hvalíelli
TOGARINN Hvalfell kom til
Reykjavíkur á sunnudags-
kvöld með fullfermi frá Aust-
ur-Grænlandsmiðum, eða um
270 tonn.
Mbl. náði snöggvast í skip-
stjórann, Guðbjörn Jensson, í
gær og spurði hann um veiði-
ferðina. Sagðist honum svo
frá:
— Þetta var sérstaklega góð
ur túr. Við vorum tólf daga í
honum og fengum þetta allt á
er mjög góður, og hann var
einstaklega auðfenginn, en
það er ekki oft um þessar
mundir, sem togarar fylla sig
á svona skömmum tíma. Ekki
dregur það úr, að þetta er
gæðafiskur.-
— Um 70—80 tonn er þorsk-
ur, en hitt karfi af ágætri
stærð. Við fylltum sem sagt
skipið og vorum með 15 tonn
á dekki. Nokkur fleiri skip
voru komin á staðinn, þegar
við fórum.
— Rúmur mánuður er síðan
skipið kom úr klössun, og hef-
ur hásethluturinn verið um 17
þús. kr.
— Svona túrar minna okkur
á, að við megum ekki gefa tog-
arana frá okkur, þessi stóru
atvinnutæki. Hvalfellið getur
enn staðið fyrir sínu, þótt það
sé síðan 1947. Við eigum að
nýta landhelgina betur með
togurunum. Við þurfum ekki
endilega að komast inn í
„Bugtina" (Faxaflóa), en með
betri nýtni landhelginnar geta
togararnir sýnt, hvað þeir
geta. Þá þyrftum við jafnvel
ekki að kaupa svona marga
nýja báta.
= Anton Dorn-banka. Fiskurinn
...............................................mmmmmmmmmmmi.......mmmmmmmmmmmmmmfi
Síldarbræðslurnar
tilbúnar að taka
víðast
á móti
Undirbúningur í síldarhöfnum á Norður-
og Austurlandi í fullum gangi
MORGUNBLAÐIÐ hafði í gær
samband við fréttaritara sina í
nokkrum sildarhöfnum á Norður-
og Austurlandi til að forvitnast
um, hvernig undirbúningur gangi
fyrir síldarvertíðina. Frásagnir
þeirra fara hér á eftir:
Xlfc
Siglufjörður: — Ahliða undir-
búningur hófst fyrir nokkru hjá
Síldarverksmiðjum ríkisins og
Rauðku og eru þær tilbúnar til
að taka móti í bræðslu nú þegar.
Söltunarstöðvarnar verða um
20 hér í sumar eða svipað og ver-
ið hefur. Mikill spenningur er í
fólki og virðisC fólk sjaldan hafa
gert sér jafnmiklar vonir um gott
sumar og nú, hvað sem á daginn
kann að koma.
Sfldarleitin hér er ekki tekin
til starfa, en undirbúningi mun
iokið. — Stefán.
*0Þ
Daivík: — Undirbúningur fyrir
síldveiðarnar er í fullum gangi,
ekki sízt eftir að fréttist um afla
Heiga Flóventssonar. Þrjú síldar-
plön verða starfrækt hér i sumar,
eða jafnmörg og í fyrra.
Átta skip verða gerð héðan út
til síldveiða og fara þau út upp
úr næstu heigi. — Kári.
Seyðisfjörður: — Síldarbræðsl-
an hér er tilbúin til að taka á
móti síld, en hún bræðir 5 þús-
und mál á sólarhring. Hún var
endurbætt og lagfærð í vetur.
Níu söltunarstöðvar verða hér
í sumar, einni fleira en í fyrra. Er
það stöð Fiskiðjunnar hf. Fjórir
bátar verða gerðir út héðan til
síldveiða og fara þeir út eftir
næstu heigi. Allur undirbúningur
er í fuilum gangi.
Grískt skip losar hér sykur og
salt og norska leitarskipið G. O.
Sars kom hér í dag til að taka
vatn og vistir. — Fréttaritari.
Raufarhöfn: — Sildarverksmiðj
ur rikisins hér eru þegar tilbún-
ar til að taka á móti síld og er
von á fyrsta farminum í nótt með
Jóni Kjartanssyni frá Eskifirði,
sem hefur verið að kasta í dag
um 75 mílur norð-austur af
Langanesi.
Unnið hefur verið að undirbún-
ingi hjá söltunarstöðvunum, sem
verða í sumar a.m.k. 8 talsins.
Verið er að-fullgera tvær nýjar
stöðvar, Björg hf. og Síld hf.
Hvítanes kom hingað í gær frá
Noregi með 17 þúsund tunnur,
salt og sykur. Er verið að afskipa
í dag. — Einar.
Neskaupstaður: — Unnið hefur
verið af fullum krafti að undir-
búa síldarverksmiðjuna fyrir síld
armóttöku og er hún þegar til-
búin. Smíðaðir hafa verið pallar
til að setja mjölpokana beint á
og mun það spara mikið fé og
mannafla í sumar.
Söltunarstöðvarnar verða fimm
í sumar, Sæsilfur, Drífa, Máni,
Ás og Nípa, sem er ný stöð, eign
Jóns Helgasonar, rafstöðvarstjóra
á Egilsstöðum o. fl. Nú er verið
að vinna að undirbúningi hjá sölt
unarstöðvunum.
Átta bátar verða gerðir út héð-
an í sumar á síldveiðar og verða
þeir fyrstu tilbúnir um næstu
helgi. — Ásgeir.
Fyrsta síldin til Húsa-
víkur í gærkvöldi
VB. Helgi Flóventsson kom með
fyrstu Norðurlandssíld sumars-
ins, 900 tunnur, til Húsavíkur kl.
hálfníu í gærkvöldi. Fréttaritari
Mbl. á Húsavík átti þá samtal við
skipstjórann, Hreiðar Bjarnason,
og sagðist honum svo frá:
— Síldina fengum við um 80
sjómilur austur undan Langanesi.
Hún er bæði stór og falleg, en
vont var að eiga við hana, því að
hún var stygg. Sjávarkuldi var
feikimikill, eða 2—4 stig við yfir-
borðið.
— Við köstuðum níu sinnum
og fengum sildina í tveimur köst-
um, 500 tunnur í því fyrra, en
400 í því síðara.
— Við sáum síld vaða þarna
úti, en urðum einskis varir á
heimléiðinni. Við fengum hríðar-
hraglanda, þegar við háfuðum
seinna kastið, og hríð á leiðinni
til lands.
— Vb. Jón Kjartansson frá
Eskifirði var kominn á sama
stað. Hann fékk líka 900 tunnur
í tveimur köstum, 500 400, og
mun sennilega fara með hana til
Eskifjarðar. Hann fékk síldina í
dag og kvöld, en við í
(sunnudag) og gærkvöldi.
gær
Taka aðilar
afstöðu
í dag?
FYRIR helgi sendi ríkisstjórn
in fulltrúum deiluadilja í
kjaramálum, vinnuveitendum
og verkalýðshreyfingunni,
frumdrög að hugmyndum rík
isstjórnarinnar um lausn
kjaramálanna. Hafa aðiljar
haft frumdrögin til athugun-
ar á fundum, hverir í sínu
lagi, og eins munu þeir hal'a
gengið á fund ríkisstjórnar-
innar og rætt þau við hana.
Ekki er talið ólíklegt, að í dag
taki málsaðiljar afstöðu til
þessara frumdraga.
Stúlku bjargað úsr
Akureyrarhöfn
Akureyri, 1. júní: —
MIKIL ölvun var hér í bænum
um helgina, og komu þar bæði
við sögu bæjarbúar og aðkomu-
fólk. Átti lögreglan óvenju ann-
ríkt af þeim sökum.
Skemmdarverk voru unnin á
nokkrum bílum, brotnar loftnets
stengur og rúður, handföng snú-
in sundur og bilarnir dældaðir.
Um miðnætti á laugardags-
kvöld sá Gústav Júlíusson, starfs
Somningafundirnir:
Nikkurl sum-
komulug núðist
KL. TVÖ aðfaranótt mánudags
lauk samningafundi fulltrúa
verkalýðsfélaga á Norður- og
Austurlandi og fulltrúa vinnu-
veitenda. Þokaðist talsvert í átt-
ina til samkomulags á þeim
fundi. Náðist samkomulag um
ákvæðisvinnutaxta í síldarvinnu
og um kauptrygginguna á síldar-
vertiðinni, sem nú fer í hönd,!
þ. e. fyrir landaverkafólk.
Fundur átti að hefjast aftur kl.'
14 í gær, en vegna viðræðna um :
frumdröig rikisstjórnarinnar, |
sem sikýrt er frá. hér annars stað-
ar, frestaðist fundurinn tit kl. ‘
20.30 Hófst hann þá og stóð enn
kl. hálf eitt i nótt.
Barn í lífshúska
vegna inntöku eiturs
Á FÖSTUD AGSK V ÖLD vildi
það óhapp til norður á Hvamms-
tanga, að tveggja ára gamalt
barn saup á eiturglasi. Eitur
þetta er svo sterkt, að 8 milli-
grömm nægja til þess að drepa
fullorðinn mann, en barnið mun
hafa sopið gúlsopa. Sem betnr
fer, var þegar í stað tekið eftir
þessu og«læknir sóttur, en barn-
ið missti >meðvitund þremur mín
útum eftir að það • saup á. Hér
aðslæknirinn, Þórarinn Ólafs-
son, fór tafarlaust að dæla upp
úr barninu, og flugvél frá Birni
Pálssyni var send í snarhasti
norður. Var síðan flogið með
barnið suður. Læknirinn fylgd-
ist með og hélt áfram að dæla
upp úr því. Tókst það svo vel,
að barnið var raknað við áður
en til Reykjavíkur jiom. — Barn
ið er á batavegi, en þó ekki enn
talið úr lifshættu.
maður hjá Skeljungi h.f., sem
átti leið um hafnarbakkann í bíl
sínum, að unglingsstúlka lagðist
til sunds norðan við Torfunefs-
bryggjurnar, alklædd, meii-a að
segja í kápu. Steig hann þegar
út úr bíl sínum, kallaði til henn-
ar og bað hana snúa til lands.
Þverneitaði hún því og fjar-
lægðist land, þegar hann gerði
sig líklegan til að sækja hana.
Hljóp hann þá í síma til að
kveðja lögregluna til og kom
brátt aftur á staðinn. Var stúlk-
an þá komin upp í flæðarmálið
á uppfyllingunni sunnan við
B. S. O. og lá þar meðvitundar-
laus, hálf í sjó og hálf á þurru.
Bar Gústav stúlkuna upp í bíl
sinn og hlúði að henni, en í þeim
svifum kom lögreglan að og flutti
hana í sjúkrahús. Annar lög-
reglumannanna í bílnum hóf þeg
ar lífgunartilraunir með blásturs
aðferð á leiðinni þangað, og
báru þær brátt árangur. Þetta
var utanbæjarstúlka, aðeins 17
ára, og reyndist hafa verið mjög
ölvuð. — Sv. P.
Hljómsveitor- \
st;ÓTÍnn fór
með söng-
meynni
ÞEGAR ungverska „príma-
donnan" í Sardasfurstynjunni |
fór heimleiðis í gær, fór ung- V
verski hljómsveitarstjórinn og í
leikstjórinn með henni. Söng- 7
konan og leikstjórinn voru \
bæði við sýningu Þjóðleik-
hússins á sunnudagskvöld.
Næsta sýning verður á mið-
vikudagsk völd, og tekur þá
Eygló Viktorsdóttir við hlut-
verki útlendu söngkonunnar.
en Ragnar Björnsson mun að
öllum likindum annast hljóm-
sveitarstjórn, eftir þvi sem
Mbl. frétti í gærkvöldi.