Morgunblaðið - 11.06.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.06.1964, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLADIÐ Fimmtudagur 11. júní 1964 Róið frá Slútnesi víða er þar samfelld blóma- breiða og volgar laugar eru þar á nokkrum stöðum, þar er vatnshitinn um 27 gráður." Frá Reykjahlíð er haldið suður með vatninu að austan. Þá er feiknastór sprengigígur (Hverfjall) á vinstri hönd. Sá gígur er einn frægasti sprengi- gígur í heimi. Gígskálin er rúmlega einn kílómetri í þver mál, alveg hringmyndaður. Suðaustur af Hverfjalli er ann ar sprengigígur, lítið eitt minni en Hverfjall. Við Geiteyjarströnd er skilti sem vísar á Dimmuborgir. Bíl vegur er upp að borgunum, upp á Borgarás sem er allhár og takmarkar borgirnar að vestan. Lengra verður ekki farið á bíl, en af ásnum er mjög einkennilegt að sjá niður yfir borgirnar, risavaxnar klettadrangar standa þar í röð um og þyrpingum og eru víða þröng skörð á milli þeirra þak in birkikjarri og víða eru stór- grýttar urðir. Klettarnir mynda víða skringilegar mynd ir af ferlegum körlum og kon- um. Öðru hvoru heyrðust upp hrópanir þegar ferðafólkið sá eitthvað sem því þótti skrítið. Litast um í Mývatnssveit Þ A Ð er laust fyrir hádegi, indælt veður, logn og hita- molla. Ég er á gangi eftir þjóð- veginum norðan Mývatns. Um ferðin er feiknamikil, hver bíllinn af öðrum fer framhjá mér, og öðru hvoru mæti ég gangandi mönnum, aðallega útlendingum. Fólksbíll, sem koma á eftir mér, stanzar nokkra metra framan við mig og út úr honum stígur mið- aldra maður en í bílnum sitja þrjár konum og tvö stálpuð börn. Ég sé af einkennisstöfum bílsins að hann var af Suður- landi. Maðurinn býður góðan daginn og spyr hvort vegur- inn, sem hann kom eftir, liggi ekki til Reykjavíkur. Ég kvað svo vera. Hann fór svo að spyrja eftir hvað helzt vaeri að sjá í Mývatnssveit. Hann kvaðst aldrei hafa komið hér fyrr og vera þarfafleiðandi ó- kunnugur en hann vaeri þarna á ferð með kunningja sina til að sýna þeim landið, og þau hefðu þennan dag til kvölds til að skoða Mývatnssveit, en færu svo snemma næsta morg- un áleiðis austur á land. Ég taldi upp þá staði við Mývatn, sem ég taldi að mest væri um vert að skoða. „Þú værir ef til vill. fáan- legur til að skreppa með okk- ur hringferð um vatnið til að leiðbeina okkur, ef þú ert ekki bundinn við ákveðin störf?" spurði ferðamaðurinn, sem hét Jón. Ég taldi mig geta farið með þeim, og kl. 13 vorum við lögð af stað. „Hvert eigum við fyrst að halda?" spurði Jón, þegar við héldum af stað. Ég taldi réttast að fara fyrst upp á Námafjall. Við fórum Austurlandsveg frá Reykja- hlíð, framhjá Gufubaðinu í Jarðbaðshólum og upp í Náma skarð. I austanverðu skarðinu liggur bílvegur suður á f jallið, svo auðvelt er að aka hvaða bíl sem er suður á háfjallið og njóta þaðan útsýnis í allar áttir. Þar þótti ferðafólkinu fagurt um að lítast. í suðvestri sá yfir Ódáðahraun, allt til jökla. í vestri sást fjallgarð- urinn milli Eyjafjarðar og Skagaf jarðar en nær blasti við Mývatn með öllum sínum eyj- um, hólmum, víkum og vog- um, og ennþá nær úfin hraun eítir Jóhannes Sigfinnsson, Grímsstöðum sums staðar skógi vaxin svo skógurinn myndar samfelldar grænar breiður. Meðfram fjall inu og í hlíðum þess, þar sem jörðin er sundursoðin af jarð- hita eru marglitar skellur, sem gera umhverfið skraut- legt, einkum í sólskini. í norðri sést víðáttumikil skógi vaxin. Til austurs sér yfir Mývatnsöræfi og Hóls- fjöll og Dimmafjallgarð. I góðu skyggni má sjá bæina á Hólsfjöllum. Samferðafólkið er hugfang- ið af að virða fyrir sér um- hverfið, en tíminn líður og ekki veitir af að nota daginn „Nei, lítið á nátttröllið þarna norðan í klettinum. Það er líklega að forðast sólina. Og kerlingin þarna með stór- an poka á bakinu, sem alveg virðist vera að sliga hana." — Við skoðum kirkjuna, Vals- bjargið og aðra staði sem merkastir eru í borgunum. Svo er haldið suður með vatninu, að Höfða. Upp á Höfðann er gengið eftir mjó- hraunbreiða sem nær svo langt sem augað eyðir. Aust- an við hraunið ber Kröflu hæst og skammt vestan við hana sést hvítur gufumökkur úr Litlavíti. Vestan við hraun- ið ber mest á Hlíðarfjalli. — Hraunbreiðan í norðri er Leir- hnjúkshraun sem myndaðist á árunum 1724 til 1729. Sunn- an við Leirhnjúkshraunið er Dalfjall, langur fjallshryggur, sem nær suður að Námaskarði. Þegar Leirhnjúksgosin stóðu yfir, rifnaði Dalfjallið að endilöngu og meginhluti fjalls ins seig niður tugi metra, en austurbarmur sprungunnar, sem er nokkuð langt upp í fjallshlíðinni, seig ekki og nú snýr allhár lóðréttur berg- veggur að fjallinu, svo þar myndast þröng dalskora eftir endilangri fjallshlíðinni. Neð- an við sprunguna er hlíðin öll Úr Dimmuborgum vel, svo bráðlega er aftur hald ið af stað, áleiðis niður að Reykjahlíð. Skammt vestan við Gufu- baðið er afleggjari út af þjóð- veginum til vinstri. Við vega- mótin er lítið skilti. Á því stendur Grjótagjá. „Hvert liggur þessi vegur og hvað er markvert við Grjótagjá?" „Vegurinn liggur að heitum neðanjarðarlaugum í gjánni. Vatnið í laugunum er rúmlega 40 gr. heitt og þarna er mjög vinsæll baðstaður. Önnur volg laug er rétt sunnan við Reykja hlíð, fast við veginn. Þar heit- ir Stóragjá. Þar liggja tvær víðar gjá samhliða. Mikill gróður er á botni gjánna og um götuslóða. Þegar upp á hæstu brún ,blasir við eitt það fegursta útsýni, sem hugsazt getur, Kálfastrandarvogarnir ganga inn með Höfðanum á báðar hliðar og kvislast inn í landið, en fjöldi hólma, kletta drangar og sker standa víða upp úr vatninu. Ef logn er, eykur það mjög á fegurðina, vegna speglana í vatniinu. — Fjöldi af öndum er á vatninu og spörfuglar í skóginum, því Höfðinn er alvaxinn fögrum skógi. Frú Guðrún Pálsdóttir og Héðinn heitinn Valdimars- son hófu skógrækt á Höfðan- um og spöruðu ekkert til að gera hann sem fegurstan. Eftir fráfall Héðins hélt frú Guð- rún áfram starfinu og flutti fjölda af blómjurtum í Höfð- ann og setti þar auk þess marg ar trjátegundir, svo nú er þarna glæsilegur skrúðgarður, sem sýnir öllum hvað hægt er að gera á fslandi þegar áhugi og smekkvísi haldast í hend- ur. Áfram er haldið suður með vatninu og farið hægt, því víða er ástæða til að stanza og athuga það sem fyrir aug- un ber. Hraunsúlur, tjarnir með gróðurríkum smáhólmum, klettabelti með stórum skáp- um og margt fleira. Hjá Garði beygir vegurinn vestur með vatninu að sunnan, yfir Grænalæk. Rétt vestan við ós Grænalækjar er allhár og brattur eldgígur, grasivax- inn, sem heitir Arnarbæli. f toppi hólsins er op, nokkrir metrar í þvermál. Þégar litið er niður í opið, sést að þar er hyldjúpur stampur sem 'mun vera nær því eins djúpur og hóllinn er hár. Meðfram landi, frá Græna- læk að Skútustöðum, er fjöldi af sundfuglum af ýmsum teg- undum. „Hvað eru margar andateg- undir við Mývatn?" spurði samferðafólkið. „Það er vissa fyrir því að minnsta kosti 15 tegundir af öndum verpi við Mývatn og 1 viðbót við það verpa hér sef- önd, blesönd, gæsir og álftir." „Hefur ekki orðið vart við nýjar fuglategundir sem sezt hafa hér að í seinni tíð?" „Jú, árið 1922 var fyrst vit- að að hettumáfur verpti hér, nú verpa hér þúsuhdir af þeim. Svo bættust við, brand- ugla, skeiðönd, skutulönd og nú síðast jaðrakan og grunur er á að nokkrar fleiri tegund- ir hafi orpið hér, en full vissa hefur ekki fengist um það ennþá." Ferðinni var haldið áfram vestur hjá Skútustöðum og Álftagerði að Laxárbrúnni hjá Arnarvatni. Þar fórum við norður yfir ána. Víða er mikil náttúrufegurð meðfram ánni. Fjöldi eyja og hólma eru 1 ánni, einkum í syðstu kvísl- inni. Margir hólmarnir eru gróðurmiklir með gulvíðir- runnum. Við gengum dálítinn spöl meðfram ánni og hittum þar mann sem var að veiða á stöng. Stór urriði hafði tekið fluguna hjá honum og hann var að reyna að koma honum að landi, en það gekk erfið- lega. Að lokum kom hann honum inn í grunna vík og þá var sigurinn unnin. Veiðimað- urinn var mjög ánægður með feng sinn, því gizkað var á að urriðinn væri að minsta kosti 7 pund. Veiðimaðurinn kastaði flugunni aftur og samstundia gleypti annar stórurriði hana. Innan skamms voru 4 urrið- ar komnir á land, en aðeina tveir þeir fyrstu voru reglu- lega stórir. Við urðum nú að slíta okkur frá veiðiskapnum, þó spennandi væri að horfa á hann, og halda ferðinni á- fram. Við komum upp að Mý- vatni örstutt frá þeim stað þar sem Laxá fellur úr þvl. Skammt þar frá er Vagn- brekka. Þar fórum við á rudd an veg, sem liggur norður að Belgjarfjalli, sem stendur þar eitt sér umkringt smáum og stórum vötnum og aragrúa af tjörnum. Á milli tjarnanna eru grónir hraunhryggir og eldborgir. Landið er þarna víða skógi vaxið, og í vötnun- um og tjörnunum er fjöldi af hólmum og eyjum, allt skógi vaxið og víða er þar mikið og fjölskrúðugt fuglalíf. Ákveðið var að ganga á fjall- Framhald á bls. lð. \ Á slóðum Ferðafélagsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.