Morgunblaðið - 24.06.1964, Side 9

Morgunblaðið - 24.06.1964, Side 9
Miðvikudagur 24. júní 1964 MORGUNBLAÐID 9 Oslóarbréf GRF.FSEN, 12. m a.í: — Það er j byrjað að skyggja. Silkimjúkt rökkrið hjúpar umhvérfið. Borg in teýgir sig upp um skógivaxn- ar • hæðirnar í glitrandi ljósa- dýrð. Þar sera ljósin þrengja eér gegnum trjálimið, líta þau út eins og ljómandi perlur á grænu teppi. Það verður allt að ævintýralegum myndum í 6Vona umhverfi, og fjörðurinn liggur þarna langt niðri eins og fögur umgjörð um listaverk- ið. Efitir að ég er sezt inn í veit- ingahúsið, við borð út við glugg enn, nýt ég útsýnisdns engu síð vtr yfir rjúkandi kaffinu. Nokkrir bl ar standa fyrir ut- an. Borgarbúinn þykir gott að ieita hingað í kyrrðina, etftir erf iði dagsins. Þjóðfánarnir standa í röð á hillunni beint á móti dyrunum. Einn ber af þeim öllum — svo himinblár með rauðuim og hvítum krossi. Ég veit ekki fyrr en ég er farinn eð raula fyrir munni mér: „Eitt landið ægigirt, yzt á norðurslóð- um‘V Veitingahúsið stendur hátt uppi á ásnum. Það er byggt úr bjálkum, í fremur þunglamaleg- um stíl, en traustum og viðkunn anlegum. Efnið í það hefur ekki verið iangsótt. Þéttur skógur er þarna allt í kring, og nær lengra en augað eygir um dæildir og ása. Það sér ekki högg á vatni þótt nokkur tré séu höggv in upp. Fyrir neðan etfstu brekltubrún ina að austan liggur lítið stöðu- vatn. Fyrst sýndist mér sem það væri fullt aí silungi, eða smá- fiski, en þegar ég gái betur að sé ég hvers kyns er. Þama hafa froksax tekið sér bólfestu og brátt mun yfirborð vatnsins verða hvítt atf eggjum þeirra. Þama lóna þeir í vatnsskorp- unni og synda alveg upp að fótum mínum. Undirskáleaugu þeirra glápa á mig á meðan þeir teygja úr afturfótxmum og buda milli steinanna. Þeir bera sig til eins og smá mann verur á sundi. Þannig koma þeir mér fyrir sjónir þama í hálfrökkr- inu. Kvak þeirra lætur í eyrum sem veikt fjarlægt undirspil sumarsintfóníunnar. Aldrei hetfi ég hluistað á svo margbreytileg- an fuglasöng fyrr. Lotftið og skógurinn kveður við af vængja þyt og kvaki. Ég sezt niður á vatnsbakkann sem er þakin af bláum og hv.'tum simáblómum og ilmandi. lyngi, og nýt kvölds- ins í ríkum mæli án endur- gjalds. En sá reginanunur að leita eftir tilbreytingu og gleði út í náttúrunni, eða að sitja inni á skemmtistað þar sem músíkin ætlar að æra mann og óhollur reykur fyllir lungun, þar sem pyngjan léttist og andinn finn- pr engan frið eða fuXnægju. Uti í náttúrunni fæst varanlég gleði ókeypis fýrir þá sern hafa tækifæri til þéss að nottfæra sér hana" Hér í borg er rnikill iindir- búningur fyrir 17. mai-hátíða- höldin. Fólkið flykkist í búð- irnar til þess að kaupa fána og annað tilhejrrandi. Eftir rúm an mánuð verður íslands stóri dagur 1964 haldinn hátíðleguri Tíiminn líður. Árin detta' eins og dropi í hafið, eitt etftir ann- að og koma aldred tdl baka .... Hugrún Fordæmið meircs virði en allar umvandanir Frá ársþingi Unglingareglu IOGT Arsþing unglingareglu IOGT hið 39. í röðinni, var haldið í samikamuhúsinu BJARGI á Ak- ureyri föstudaginn 12. júní síð- astl iðinn. Þingið aóttu 69 manns, gæzlumenn, þingfulltrú- ar og gestir. Þing þetta var því fjölsótt og á allan hátt hið á- nægjulegasta. Óáfur Þ. Kristj- énsson heimsótti þingið og flutti etutt ávarp. Sérstakan svip setti það á þing þetta, að allmörg börn úr barnastúkum Akureyr- ar sátu flesta fundina, en þau voru klædd hinum nýja ein- kennisbúningi, sem Akureyrar- etúlkurnar hafa gert tilraun með í vetur. Vakti búningurinn, með hinu stóra og fagra merki Regl- unnar, almenna atíhygli. Aðalmál þiugsins að þessu einni voru tvö: 1) Arlegur kynningar- og tj áröJ.unardagur Unglingaregl- unnar, ög 2) Einkennisbúningur og hæfn lspróf. Bæði þessi mál, sem snerta tnjög framtíð Unglingareglunn- er, höfðu komið til framkvæmda é síðasta ári, ýmist að nokkru leyti eða öllu og urðu um þær tniklar umræður, sern allar hnigu á einn veg. Var stór- gæzlumanni einróma falið að halda áfram á þeirri braut, sem mörkuð hafði verið. Stórgæzlumaður; Sigurður Gunnarsson, var endurkjörinn. Una.ingaregluþing þáði mjög rausnarlegt katfiboð hjá Þing- stúku Eyjatfjarðar. Einnig bauð Þingstúkan fulltrúum í skemmti ferð um kvöldið fram að Grund. Var í för þessari komið við á ýmsum merkum stöðum, svo sem Kristnesi, Grund og Frið- bjarnarhúsi, þar sem viðdvölin var að sjálfsögðu lengst. Veður var hið bezta og tókst farðin því á allan hátt ákjósahlega. í fararlok flutti stórgæzlumaður, Þingstúku Eyjafjarðar og farar- stjóri, Jóni Kristinssyni, hug- heilar þakkir fyrir ánægjul ega ferð og Akureyringum fyrir ó- gleymanlegar móttökur. Tóku þátttakendur undir það með lóíaklappi. Þingið gerði ýmsar ályktanir og var þessi veigamest: Unglingaregluþing 1964 harm- a>r það, að til skuli vera hópur ungs fólks í landiniu, sem frem- ur slík spjöl! af völdum drykkju skapar og þau, sem gerðust ný- lega á Hreðavatni, í Þjórsér- dal og víðar. Hins vegar mótmælir þingið því kröftuglega, að ungt fólk sé nokkuð spilltara að eðlisfari nú en áður, þótt ýmsir telji svo vera og hafi hátt um mikla spill ingu æskunnar. Þingið hikar ekki við að stað- hæ£a, að hinir ful lorðnu eigi langotftast meginorsök á ávirð- ingum unga fólksins, meðal ann ars með vítaverðu fordæmi á ýmsum sviðum, og þá ekki sízt um neyzlu áfengis og tóbaks. Þingið átelur sérstaklega þi háttu forráðamanna þjóðarinna: að veita áfengi í veizium o; móttökum hins opinbera, þót vitanlegt sé, að þar er um aí | ræða áhrifamikið og hættuleg | fordæmi öllum landslýð, ekk sízt æskunni. Mættu þeir gjarru j rifja upp hið sígilda spekimá séra Hallgríms Péturssonar: j „Hvað höfðingjamir hafast að hinir ætla sér leyfist það.“ | Þingið beinir því til ritstjórí blaða og tímarita, að þeir forð- ist að birta myndir og frásagn ir, sem líklegar eru til að efls drykkjutízkuna. Á þingið þí einkum við myndir af samkvæirr isdrykkju, seim þvi miður geras hér æ tíðari í blöðum, og tel- ur, að þeim megi að ýmsu leyt jafna til; áfengisauglýsinga seor bannaðar eru með lögum. Loks minnir þingið á þau upj: eldislegu sannindi, að fordæmif er meira virði en allar urr.vand anir. Nýju Delhi, 20. júní A1 ® TALSMAÐUR stjórna Pakistans sagði í dag, að inn an skamms muni hefjast við ræður þeirra Ayub Khan: forseta Pakistan, og La Bahadar Shastri, forsætisráð herra Indlands, um brottfluti ing indverskra múhameðstrú armanna frá Pakistan. Mui hér einkum um að ræð; flóttamenn er fiúið hafa lam í blóðugum trúarbragðadeil um. Nýjasfa tízka Svartar regirkápur Verð aðeins kr. 418,00. Til sölu Mack International dráttarbill með G.M. dieselvél og 4 tonna vökvakrana Aústin Werstern. Upplýsingar í símum 1644 og 2075 Akureyri. PEUGEOT BIFREIÐIR eru þekktar um allan heim fyrir traustleika og vand aðan frágang, og eru því heppilegir fyrir okkar vegi. Gerð 403 (6 manna). I þolraunakeppninni í Suður-Ameríku á siðasta hausti voru 6 PEUGEOT bifreiðar á meðal fyrstu 10 bifreiðanna, sem komu að marki. Gerð 404 (5—6 ntanna). Við getum útvégað þessar traustu frönskú bifreiðar með stuttum fyrirvara, og höfum nú á lager bif- reiðir af gerðinni 403, sem eru 6 manna og heppileg ar til leiguaksturs. Gerð 404 Station (5—7 manna). Gerðin 403 kostar til atvinnubílstjóra 137 þúsund krónur og til einkaafnota 172 þúsund krónur. Höfum okkar eigin varahluta- og viðgerðaþjónustu í Bílaniarkaðnum Brautarholti 22. Hafrafell hf. Brautarholti 22. —- Sínrar 20986 ogr 34560.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.