Morgunblaðið - 24.06.1964, Qupperneq 14
24
MOHGU N BLAÐSÐ
Miðvikudagur 24. júni 1964
Filippíci Þorsieinsdótffir
F. 20. júni 1887.
Ð. 16. júni 1964.
Þtigar mér barst andlátstfregn
Srú Filippiu Þorsteinsdóttiu:
Hjálmarsen, rifjaðist upp fyrir
mér 30 ára gómul endurminn-
ing, sem ég skriíaði þá niður
saimdægurs, og er á þessa leið:
(sbr. Með góðu ftí ki bls. 110-
112).
Á Sölvahamri
EJín heíur legið veik í rúm-
inu í allan vetur, og er nú held-
ur að hressast. Ég hefi stöku
sinnum heimsótt hana, haft með
mér bók og lesið fyrir hana,
því að nú er hún búin að missa
sjónina á öðru auganu og orð-
in sjóndöpur á hinu. Þrátt fyrir
þetta er Elín róleg og möglar
aJdrei eða mælir æðruorð, en
ber það, sem á hana er 'lagt
með þögu li þolinmæði. Hún öf-
undar engan og hefur engar á-
hyggjur af því, að öðrum liði
of vel. — Örðugleikarnir hafa
sýnilega þrautreynt andlegt
þreik hennar og þjálfað styrk
hennar til góðra hugsana. Þeg-
ar ég sdt á stólnum fyrir fram-
an rúm EJínar og horfi á hana,
þar sem hún liggur í rúminu
mögur og föl, finnst mér, að
yfir henni hviJi einhver óvana-
Jeg ró. AndJitið er eins og meitl-
að úr hvítuim marmara. Drætt-
irnir eru djúþir og reglulegir,
en bera raunum vitni. Lífið hef-
ur sett merki sin á það. — Per-
sóna EJínar er þannig, að ég
giet ekki hugsað mér, að hún
yrði ráðþrota í nokkurri þraut,
en samt er hún viðkvæm og
mjúk í Jund. —
Elín er forvitin. Þótt lítið beri
á, og spurul er hún, og þekkir
Jika að afspurn svo að segja
hvert mannsbarn í sýslunni. Ef
ég fer bæjarleið eða skrepp í
næstu sveit, spyr hún mig allt-
af, hvort ég hafi elcki eitthvað
í fréttuim að segja. Ef ekki er
annað, þá er ég vanur að segja
henni, hvaða menn ég hafi hitt
og taTað við, hvar ég hafi gist
o.s.frv. — í fyrra sumar reið
ég suður að Amar-stapa í Breiðu
vik og var þar á hlutaveltu,
sem þar vax haldin með tilheyr-
andi dansi, slagsmáJum og gaura
gangi. — Þegar ég svo skömmu
síðar heimsótti Elínu, dáðist ég
við hana að náttúrufeguxðinni
fyrir sunnan jökulinn. Sérstak-
lega dáði ég hina fögru útsýn
á Solvahamri, en yfir hann er
farið á leiðinni, rétt áður en
kemur að Stapa. Ég fór að lýsa
því, hversu vegurinn væri þar
erfiður, og þar væri hver upp-
sprettulækurinn við annan ó-
brúaður. Þarna félJu þeir í
þröngum farvegi eftir kiöppum
og væru þeir djúpir og illir yf-
irferðar, en vegna náttúrufeg-
urðaxinnar tæki maður varla
eftir þessu. — Elín hlustaði á
frásögn mína svo hljóð og alv-
arleg, að mér hnykkti við. Þeg-
ar ég spurði hana, hvort hún
hefði nokkurn tíma farið um
Sölvahamar og séð hina fögru
útsýn, kvað hún sig oft hafa
faxið þarna um, eq bætti við
með alvöruþunga: „Ég veit, að
Guð hlífir mér við því að þurfa
að fara þar um oftar“. —
Þegar ég heyrði hreiminn í
rödd hennar, fór ég að verða
forvitinn og bað gömlu konuna
að segja mér orsökina að óhugn-
að: þeim, sem hún hafði á Sölva-
hamri, og var hún ekJti ófús til
þess. Hún lyfti nú hafðinu og
lagaði svæfilinn undir því, skaut
gleraugunum upp á enuið og
hóf frásögn sína:
„Það var hart og kalt síðasta
vorið á öldinni, sem leið. —
Við hjónin áttum þá heima suð
ur í Staðarsveit og bjuggum
þar í góðum bæ með börnunum
okkar. Við vorum hamingjusöm
og ánægð, og höfðum nóg fyrir
okkur, því að hann hafði alltaf at
vinnu við smíðar. Það var þetta
vor, að hann vax fenginn tíl
að smíða bæ við Hellna undir
JöJðri, og þar varð hann veikur,
— fékk lungnabólgu og dó. Þeg-
ar hann var lagztur, voru mér
gjörð þau boð, að hann langaði
til að ég kæmi út eftix. Ég átti
ekki heimangengt frá börnun-
um, en tók mig samt upp og
lagði á stað gangandi. Veðrið
var sæmilegt, þegar ég fór út
eftir, og leið honum eftir von-
um, þegar ég kom þahgað. Þar
var ég fjóra daga yfir honum,
en þá virtist honura vera að
Jétta, og kom okkur saman um,
að ég skyldi fara heim til barn-
anna, — þau þyrftu meira á
mér að halda en hann. —
Við kvöddumst, og svo fór
ég á stað heim, alein og gahg-
andi. Það var frost og kuJda-
stormur. Ég varð að þræða göt-
una á Sölvahamri og vaða gilin
djúpu. Fötin mín hJupu í stokk,
og var mér afar erfitt um gang,
AJJt í einu fann ég á mér, að
einhvex var á eftir mér. Ég svip
aðist um og sá, að það var
unglingspiltur, sem kom hlaup-
andi. Hann kallaði á mig, og
bað mig doka við, og settist
ég því niður. Hann færði mér
helfregnina. Maðurinn minn
var dáinn. Það sem við héldum
bata, var helfróin, — honum
haifði þyngt þegar eftir að ég
fór. Hann hafði dáið snögglega
úr hjartaslagi. —
Ég sat lengi hfjóð og grét með
hendurnar fyrir andilitinu. LoJís
áttaði ég mig og sagði drengn-
um að snúa aftur, en méx fannst
ég sjálf gjöra bezt skyldu mina
með því að halda áfram beim
til barnanna. Ég man fyrstu spor
in mín, þegar ég stóð upp af
þúfunum á Sölvahamri. Þau
voru yfri þung. Mér fannst ég
ekki geta lyft fótunum, og svo
sortnaði mér»fyrir augum. Föt-
in mín voru svo klökug, ag
mér var svo kalt. Ég setti í
mig kjark og gekk heim, svo að
segja í einum áfanga, án þess
að 9etjast niður eða hvíla mig.
— Þegar ég kom heim, hlupu
bornin í fangið á mér, lögðu
handleggina um hálsinn á mér
og spurð-u, hvemig pabba sínum
Jiði. Ég duldi haxm minn eins
og ég gat og sagði þeim ekki,
hvernig komið var, fyrr en
þau voru háttuð uim kvöldið
og búin að lesa bænirnar sínar.
Þá vissi ég að kyrrð var ]«>m-
in á hugi þeirra. Þau sofnuðu
öll með tár í augum, en um
nóttina kom engill guðs og hugg
aði þau. Ég sá hann sjálf, þegar
hann lagði vængina yfir rúmin
þeirra, því að ég vakti. Þessa nótt
kom mér ekki dúr á auga.“ —
GamJa konan þagnaði og and-
varpaði þungan. Það var eins og
hún væri sárþjökuð eftir að rifja
upp þessa óþægilegu og líklega
aJvarlegustu endurminningu Jífs
síns. — Hún lá þreytt og hreyfing
arlaus. Á andliti hennar var sami
fölvinn, en nú var kominn óstyrk-
ur og titringur í aJlar taugar þess,
Varirnar skulfu. —
Ég stóð upp og valdi EJínu
þau hlýjustu orð, sem ég átti,
ef vera kynni, ag þau gætu orðið
henni styrkur. Svo greip ég hönd
hennar og hélt um hana þegjandi
dálitla stund, og beindi til gömlu
konunnar þeirri samúð, sem ég
átti mesta. Siðan kvaddi ég hana,
en þegar ég fór út um dyrnar, leit
ég um öxl, og þá brosti EJin hlý-
lega til mín.
Ég hefi oft setið fyrir framan
rúm EJínar síðan, en varast að
neína hvað íaUegt er á Sölva-
hamri. —
★
EJín sem segir frár hér að fra,m
an, hét reyndar EJínborg og var
Aradóttir, en maður hennar var
Þorsteinn Hjálmarsen, sem var
mesti þjóðhagi. Hann var sonur
Hjálmarsens, hins merka prófasts
í Hítardal, en Elínborg var ættuð
af Skarðsströnd. Hún var heitin.
1 höfuðið á hinni göfugu konu,
frú EJínborgu Magnúsen frá
Skarði (siðan prestsfrú á Staðar-
hrauni) og alin upp í skjóJi henn
ar. — En eitt barnanna, sem eng-
íllinn vakti yfir og huggaði nótt-
ina eft.ir að faðir þeirra dó, var
FiJippia, konan, sem ég minnist
hér að nokkru. —
Filippia ólst upp hjá móður
sinni á Búðum á Snæfellsnesi, og
giftist ung Ólafi Guðmundssyni
formanni á Kvíabryggju við
Grúndarfjörð. En þau örlög Jágu
íyrir henni, eins og móður herm-
ar, að missa mann sinn á miðj-
um aldri frá ungum börnum. —.
Ólafur heitinn var dugnaðar for-
n:aður og eignaðist einn fyrsta
vélbátinn við Grundarfjörð.
Hann var talinn uppgangsmaður,
sem mikill mannskaði þótti að, —*
Á þeim árum voru hvorki fjöl-
skyldu — eða ekkjubætur komn-
ar í lög á íslandi. Fyrstu dánar-
bætur sjómanna voru þá að vísu
komnar í lög og fékk hver sjó-
mannsekkja 100 kr. á ári í 4 ár
eí maður hennar fórst af slysför-
urr á sjó, og voru þessar 100 kr.
sem svaraði hálfu barnsmeðlagi,
sem þá var 200kr. á ári. — En
Filippia gat ekki fengið þessar
bætur, því að Ólafur maður
hennar dó úr lungna.bólgu á
sóttarsæng. Efni hennar voru
ekki mikil þegar hún missti
mann sinn, en henni tókst samt
meg ráðdeild og dugnaði, að
'h&lda heimili sínu og koma
börnunum á legg með aðstoð
góðra skydmenna .
Ég hefi notið vináttu frú Fil-
ippiu úm áratug, og er því íær
um að lýsa henni. Hún var óvenju
gáfuð kona og gædd mikiUi göfgL
Hún átti mikla fórnarlund og
hjartahlýju svo að af bar. Hún
gat gefið mikið, oft af litlum efn-
um. Henni leið bezt þegar hús
hennar var fulit af gestum.
I dag verða jarðneskar leifar
frú Filippiu lagðar til hvíldar
í faðm fósturjarðarinnar. — Við
bneigjum höfuð vor og biðjum
Guð að bJessa minningu þessarar
göfugu konu og þökkum honura
fyrir lif hennar. Oscar Clausen
Innilegt þakklæti færum við öllum þeim er sýndu okk
ur velvild og vinarhug, og sendu okkur gjafir og heilla-
óskir á gullbrúðkaupsdegi okkar hinn 9. júní. —
Guð blessi ykkur öll.
Kristin Theodora Pétursdóttir, Lúther Jónsson,
Grenimel 20.
Innilegt þakklæti færi ég öHum þeim, sem glöddu mig
á áttræðisafmælinu mínu, með skeytum, blómum og
öðrum gjöfum. — Guð blessi ykkur öll.
Þórður Eiríksson.
Lokað
Sölubúðum, heildsöluafgreiðslum og skrifstofum
félagsins verður lokað í dag kl. 2 e.h. vegna
jarðarfarar.
SLÁTURFÉLAG
SUÐURLAND5
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
MAGNÚS JÓNSSON
andaðist 23. þessa mánaðar.
Ólafur S. Magnússon, Gerda Magnússon og böm.
Sólveig J. Magnúsdóttir, Guðm. Eyjólfsson og börn.
Útför eiginkonu minnar
VALGERÐAR PÁLSDÖTTLR
frá Vík , Mýrdal,
fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 25. júní kl.
10:30 árdegis. — Blóm eru vinsamlegast afþökkuð. —
Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað.
Fyrir roína hönd og barnanna.
. Sigurður Einarsson.
Kveðjuathöfn um fóstuxmóður roina, tengdamóður
og systur
ÞÓRUNNIJÓNSDÓTTUR
Lengju, Stykkishólmi, •
fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 25. júní kl.
1,30 e.h. — Jarðsett verður frá Stykkishóimskirkju laug
ardaginn 27. júní kl. 2 e.h. — Fyrir hönd vandamanna.
Jóhanna Halldórsdóttir, Vigfús Vigfússon,
Halldór Jónsson, Mel.
Móðir mín
SVANBORG KNUDSEN
andaðist að Elli- og hjúkrunarheimiiinu Grund 22. þ.m.
Vilmundína Lárusdóttir.
Austin
vörubíll (1947) til sölu.
Ámesingafélagið í Reykjavík
Jónsmessumót
Árnesinga
verður haldið að Félagslundi Gaulverjabæ, laugar
daginn 27. júní nk. og hefst kl. 21,30. Meðal skemmti
atriða verður ieikþáttur, söngkvartett o. fl. Að lok
' um mun RONDO-tríóið leika fyrir dansi. —
Heiðursgestir mótsins munu verða frú Kristin
Andrésdóttir og frú Bjarnveig Bjarnadóttir.
BíJferð verður frá BSÍ kl. 17. Kvöldverður verður
snæddur i Féiagslundi kl. 19 og eru væntanlegir þátt
takendur að borðhaldiml vinsamlega beðnir að láta
vita fyrir fimmtudagskvöld í sima 24737 og þar eru
einnig nánari upplýsingar veittar.
Árnesingafélagið i Reykjavik.
Bezt ú auglýsa í Morgunblaðinu