Morgunblaðið - 24.06.1964, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 24.06.1964, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 24. júní 1964 f JOSEPHINE EDGAR7 Ef hann væri enn á tamninga stöðinni hjá Vestry, yrði hann þarna áreiðanlega með hestana. Gráni átti að keppa um Gullbik- arinn, og það voru miklar vonir við hann bundnar þótt svona færi sem fór í Epsomveðreiðun- um. Svo var annar nýkeyptur, sem lávarðurinn átti og hét Cornucopia, sem verið var að reyna, daginn fyrir hlaupin. Við Soffía fórum með lestinni á hverjum degi, í sérklefa og vor um svo sóttar á stöðina í vagni, sem ók okkur til brautarinnar, þar sem lávarðurinn hafði sér- staka stúlku fyrir sig og kunn- ingja sína, fyrir öll hlaupin. Við vorum í nýjum fötum á hverjum degi, því að þrátt fyrir mótmæh mín var ég nú búin að fá einhver ósköp af fatnaði. Soffía eyddi miklum tíma og peningum í að skinna mig upp, og fór að þessu eins og þaulvanur kauphallar- braskari, sem er að kaupa hluta- bréf. Ef þetta hefði ekki verið eina von mín til að hitta Brendan, hefði ég ekkert farið. Eg var ekkert hrifin af þessari hirð, sem safnaðist kring um Woodbourne lávarð, og mig hryllti við þeirri hugsun, að allt, sem við Soffía áttum og höfðum, allt frá hum arnum og karnpavíninu til fat- anna okkar, var borgað af hon- um. En ég held, að bæði Soffía og lávarðurinn hafi haft mikla á- nægju af að hafa þetta nýja sam bnd sitt til sýnis fyrir fína fólk ið. Hann var afskapiega ástfang inn af henni og hreyknari af feg urð hennar en nokkurri eign sinni. Hún var líka einhver fal- legasta konan þarna. Fyrstu tvo dagana átti ég þess engan kost að hitta Brendan. Hann kom ekki með hestana í girðinguna og við fórum ekki þangað sem hestarnir voru söðl aðir. Daginn, sem keppt var um Gullbikarinn, leitaði ég í mann- fjöldanum gegn um kíkinn minn, og einu sinni eða tvisvar kom Soffía auga á mig og brosti með sjálfri sér, rétt eins og hún vissi fullvel að hverjum ég var að gá. Eg gat ekki með nokkru móti sloppið burt frá þeim. Eg sá hr. Vestry, sem var allur á hjólum kring um Grána, og frú Vestry, sem var uppábúin í uppáhaldslit inn sinn ljósbláa. Við veifuðum hvor til annarrar og mig langaði mest til að fara til hennar og spyrja hana um Brendan — hvort hann hefði nokkuð gert alvöru úr þessari Ástralíuferð sinni, eða hvort hann væri þá þegar far- inn ef svo væri. En meðan ég var þarna í hópn um lávarðarins, gat ég mig hvergi hreyft. Lávarðurinn skraf aði vingjarnlega við Vestryhjón in, en eftir sennuna, sem varð Epsom-daginn vildi ég ekki særa Soffíu og óhlýðnast henni með því að fara í hesthúsin og leita Brendan uppi. Gráni vann hlaupið sitt með mestu prýði og þá heyrði ég Vestry segja við lávarðinn, að það væri mest að þakka honum Brady, sem hefði lagt mikla vinnu í að æfa hann, síðan hitt hlaupið fór fram. Hjartað ’í mér fylltist nýrri von. Til þess að halda sigur Grána hátíðlegan var boðið til kvöid- verðar í húsinu okkar í Bay- water, fyrir kunningja og vini lávarðsins. Ekki gat ég tekið þátt í því, af því að ég varð að fara til vinnu minnar í leikhús- inu. Eg fékk mat á bakka í her bergið mitt og fór svo í leikhúsið með R'i'innu frænku, rétt áður en gestirnir komu. Þegar ég kom niður, var Soffía í forsalnum að líta eftir, allt væn í lagi. Eg horfði á hana stundar- korn úr skugganum uppi á stiga gatinu. Hún var komin í orkídeu litan kjól, sem sýndi vel fagurt vaxtarlag hennar. Og hún var með demanta í hárinu og á fingr runum. Hún var fegurri en nokkru sinni fyrr, en ég gat þegar séð breytingu, sem á henni var orð- ■in. En hún var svo lítilfjörleg, að óhægt hefði verið að gera nánar grein fyrir henni — en það var einhver harðneskju- og girndar- svipur, en jafnframt var augna- ráðið eins og henni liði eitthvað illa. Hún leit upp og kom auga á mig, og það var rétt eins og hún læsi hugsanir mínar, því að hún brosti. Eg gekk niður stigann og hún lagði arminn um herðar mér. — Þegar þú ferð að bjóða gestum heim til þín Rósa litla, verður það vonandi eitthvað skárra en þessi skríll. Þú munt taka á móti beztu mönnum þjóðarinnar. — Ef ég eignast einhverntíma hús sjálf, svaraði ég þvermóðsku lega,---ætla ég aldrei að bjóða öðrum en þeim sem ég kann verulega vel við. Sönnum vinum mínum. — Sönnum vinum! Hverjir ættu þeir svo sem að vera? Sann ir vinir eru eins og sannir elsk endur . . . þeir eru ekki annað en skólastelpnadraumar! Mér varð hugsað til Brendans og að hann hefði reynzt mér sann ur vinur. Og ég hafði líka látið mig dreyma um hann sem sann an elskanda. En nú fór ég að hugsa um, hvort ég mundi nokk urntíma eiga eftir að sjá hann — annað hvort sem vin eða elsk- anda. En átján ára aldurinn er í þetta sinn vil ég fá borgun í peningum. bjartsýnn og ég átti enn eftir einn dag — föstudag, þegar Cornucopia átti að keppa. Þá mundi ég áreiðanlega hitta Brend an. , Eg fór í kápuna mína og Minna fráénka kom flaksandi út úr eld húsinu og var að binda á sig hett una. — Komdu strax aftur þegar þú ert búin að koma henni Rósu af þér, sagði Soffía. — Eg þarf á þér að halda hérna, Minna, bæði til að sjá um yfirhafnirnar kvennanna og taka móti sendi- unum frá matsölunum. — Á ég þá að koma ein heim? spurði ég. — Nei, sagði Soffía. — Eg sagði honum Hugh, að hann gæti sótt þig. Og hann hafði víst ekk ert á móti því. Hann bíður þín með vagn, þegar sýningin er búin. 103 BYLTINGIN í RÚSSLANDI 1917 ALAN MOOREHEAD Þegar 1 júnímánuði voru verk smiðjunnar og herinn farinn að kjósa, svo að lítið bar á, æ fleiri bolsjevíka sem fulltrúa sína á hin ýmsu sósíalistaþing og íundi. Um miðjan mánuðinn þóttist Len in nógu sterkur orðinn til að koma opinberlega fram á fyrsta Alrússneska sovétþinginu. Tsere telli, áðal-mensjevíkinn og póst- og símamálaráðherra, flutti ræðu þar sem hann vísaði þeirri hug mynd á bug, að sovétin hrifsuðu völdin frá ríkisstjórninni. tlann sagði: „Það er ekki til neinn stjórnmálaflokkur í Rúslandi, sem, eins og er, mundi segja: — „Fáðu okkur völdin í hendur‘“'. Lenin greip fram í: „Víst er hann til!“ Nú varð almennur hæðnis- hlátur, en Lenin kom að efninu aftur, þegar hann fékk orðið. Hann sagði: „Borgari, póst- og símamálaráðherra, hefur sagt, að ekki sé neinn flokkur í Rúss- landi, sem mundi vilja taka völd in í sínar hendur. Eg svara: Sá flokkur er til. Enginn flokkur getur neitað að taka þetta að sér, allir flokkar eru að keppa og hljóta að kepp, um völdin, og okkar flokkur mun ekki skorast undan. Hann er reiðubúinn til að taka sér í hönd stjórnar- taumana. Hann hélt svo áfram og sagði að fyrsta verk bolsjevíkanna eft ir valdatökuna yrði að taka fasta fimmtíu eða hundrað auðmenn og hengja þá. Síðan mundu þeir kæra alla auðmenn, sama af hvaða þjóðerni. Kerensky svar aði þessu: „Þið bolsjevíkar kom ið með barnalegár forskriftir — fangelsa, drepa, eyða. Hvað eruð þið? Eruð þið sósíalistar eða eruð þið lögregla uppwá gamla móð- inn?“ Lenin æpti gremjulega til for- setans: „Þú ættir að gefa honum áminningu!“ Þetta voru eftirtektarverð orða skipti. Bolsjevíkarnir höfðu nú gert það lýðum ljóst, að þeir vildu ekkert hafa með lýðræði að gera, né heldur frjálsar kosning ar, né yfirleitt frelsi neinum eða neinu til handa. Sem minnihluti — og það voru þeir greinilega — voi u þeir reiðubúnir til að taka völdin og þröngva vilja sínum upp á meirihlutann, og með of- beldi ef á þyrfti að halda. Og Lenin var ekkert feiminn við að nefna ofbeldið. Hann hélt því jafnan fram, að það væri nauð- synlegt í byltingu. Aðeins viku síðar kom næsti leikur flokksins. Hann auglýstx, að hann ætlaði að efna til úti- samkomu á götunum. Spjöldin höfðu þegar verið útbúin: „Niður með auðvaldsráðherrana tíu! „Öll völd til sovétanna“, „Brauð, frið og frelsi". Æsileg grein, þar sem verkamennirnir voru hvatt- ir til að fara út á götuna, hafði verið skrifuð handa Pravda og átti að koma á forsíðunni næsta dag. Það gerðist ókyrrt hjá Ex- Com þegar fulltrúarnir þar heyrðu þessi tíðindi. Þeir fóru til sovétasambandsins og fengu þar samþykkt bann við hinni fyrir- huguðu kröfugöngu. Lenin og miðstjórn bolsjevíka hikaði. Sjálfir höfðu þeir enga hugmynd enn um fylgi sitt, og það gat verið hæpið tiltæki að bjóða sovétasambandinu byrg- in. Seint um kvöldið var kröfu göngunni aflýst og sendimenn voru sendir til Pravda til að stöðva prentunina. Blaðið kom morguninn eftir með hvítan blett á forsíðunni. Sovétasambandið ákvað nú, að almenn kröfuganga allra ^flokka skyldi haldin og dagurinn á- kveðinn til þess, 1. júlí. Opin- bera vígorðið var að heimta lýð ræðisiegt lýðveldi, „almennan KALLI KUREKI ~>f- Teiknari; FRED HARMAN PgOPESSOR, SEE THAT Blð-COTTOUWOOP? A THEBE'S A &0TTLE SETTIN’ AT TH’FOOTOT \Tl ^ YOU BETTERTEYTHIS &UNOUT."í?ETUSEDTO IT BEFORE YOU FIS-HTTH’OC-TIMERf Sjáið þér stóra tréð þarna fyrir handan, prófessor? Við rætur þess stendur flaska. Þér ættuð nú að reyna byssuna þá arna, svona til að venjast henni áður en þér leggið til orrustu við Gamla. — Karl minn eóður, mér er það bai a alveg ómögulegt. Ég er hræddur við skotvopn! — Og þá ætlið þér bara að standa þarna eins og þvara og láta Gamla skjóta yður niður! Hann er öllum slyngari að fara með skotvopn og er jafnvígur á riffil og skammbyssu. — Það eru hérumbil 500 metrar að glugga prófessorsins. Meira að segja Kalli sjálfur gæti ekki hitt flöskuna á þessu færi. — En þú átt ekki í höggi við Kalla, Gamli minn, heldur við prófessor Boggs. Og hann er heldur en ekki vigalegur með stóra riffilinn sinn. frið“ og stuðning við samsteypu- stjórnina. Að morgni hins 1. júli þustu 300.000 manns eða meira út á göturnar, og það sást brátt, að bolsjevíkarnir voru miklu lið fleirí en þá hafði nokkurntíma órað fyrir sjálfa. Þeir höfðu látið opinbera vígorðið lönd og leið, en í staðinn báru verkamenn og hermenn fána með vígorðunum frá kröfugöngunni, sem ekkert varð úr og bönnuð var í næstiið- inni viku. Frá þessum degi má telja hina fyrstu hröðu eflingu bolsjevíkaflokksins. Upp frá þessari stundu líktust athafnir þeirra meir og meir samsæri. Enginn vissi með neinni vissu, hvað hann var að gera. Lemn hvarf — var sagður veikur og hafa farið sér til hressingar til Finnlands — og menn tóku eftir því, að aðrir bolsjevíkaforingjar voru fjarverandi frá sætum sín- um í sovétasambandinu og Ex- Com. Einhver óljós órói ríkti 1- Taurishöllinni — andrúmsloftið ‘ekki ósvipað því, sem verið hafði á undan marzuppreistinni. Suk- hanov skrifar: „í hverjum króli og kima, í sovétinu, í Mariinsky- höllinni, í ibúðum fólks, á torg- unum og breiðgötunum, í her- mannaskálunum, í verksmiðjun um var fólk að tala um ein- hverja yfirjýsingu, sem væntan leg væri, ef ekki í dag, þá á mörg un . . . Enginn vissi með neinni vissu, hver ætlaði að lýsa hverju yfir, en sjálf borgin fann á sér, að einhverskonar sprenging var í nánd“. Raunverulega ástæðan til þess arar upplausnar var auðvitað sjálf styrjöldin og sú hollusta — eða öllu heldur hollustuskortur — sem henni fylgdi. Borgin var maðksmogin af vélabrögðum og hverskyns flugufregnum, enginn stjórnmálamaður gat treyst sam- verkamönnum sínum til fulln- ustu, og jafnvel svartamarkað- urinn ýtti undir þá skoðun, að ekkert væri til, sem ekki væri hægt að kaupa eða selja. Eftir marzuppreistina var til- tölulega auðvelt fyrir þýzka njósnara — mest Rússa í brauði Þjóðverja — að komast frá Sví- þjóð til Petrograd, og Stokkhólm ar varð einhver mesta miðstöð íjpur þýakar njósnir og áróður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.