Morgunblaðið - 31.07.1964, Qupperneq 8
8
MORGU N BLAÐIÐ
Föstudagur 31. júlí 1964
Baráttan gegn hungri og
fávizku — Verðugt verkefni
LÖNGUM hefur verið litið á stríð og erjur manna og þjóða
á milli, sem grimmasta óvin mannkynsins. Vart verður um
það deilt, en hins vegar á mannkynið sér annan óvæginn
og öllu mannskæðari óvin, þar sem hungrið er og þær þján-
ingar, veikindi og dauðsföll, sem af fæðuskorti leiða. Kann-
sóknir sýna að á 7. tugi tuttugstu aldarinnar, öld aukinna
tengsla og samhjálpar þjóða á milli, er þó eigi lengra komið
en svo að 1.500 milljónir manna í hinum vanþróuðu lönd-
um líða alvarlega af jafnvæigsleysi í fæðisneyzlu hvar af
talið er að 500 milljónir þjáist átakanlega af hungur sökum.
Af öllum þeim þjáningum, sem leiða af sulti og vannær-
ingu, eru þó skelfilegastar afleiðingarnar, sem bitna á
milljónum barna — saklausra barna — sem verða fórnar-
dýr fátæktarinnar, og — í flestum tilefllum — fávizkunnar.
í vissum hlutum heims deyr annað hvort barn, skömmu
eftir fæðingu og af u.þ.b. 800 milljónum barna í vanþróuðu
ríkjunum, þjáist meira en helmingur af skorti á eggjahvítu-
efnum og öðrum mikilvægum næringarefnum.
Milljónir barna bíða þess aldrei bætur, þótt þau kunni
að lifa þjáningar sultarins af.
Matvæla- og landbúnaðarstofnunin (FAO) og Barna-
hjálparsjóður Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hafa unnið
mikið starf á þessu sviði og orðið nokkurs ágengt. Starf
þessara samtaka hefur m.a. verið fólgið í að fá ríki, sem
vel eru á veg komin tæknilega, efnalega og menningarlega,
að vinna að því að vekja athygli og skilning fólks á barátt-
unni gegn sulti og hvetja til þátttöku í þeirri baráttu. í
framhaldi af því getur það ekki talizt samræmanlegt stolti
og oft stórhug okkar íslendinga að láta smæð okkar sé sam-
anburð við stærri og voldugri þjóðir draga úr okkur kjark
né hefta okkur í aðgerðum við að leggja hönd á plóginn
til aðstoðar þeim, sem minna mega sín.
Við Islendingar erum þess vel megnugir að senda hóp
ungra, sérþjálfaðra manna til að taka þátt í því víðtæka og
göfuga starfi að kenna og hjálpa vanmáttugum að hjálpa
sér sjálfir. — !>ó svo að sú hjálp sé vanþróuðu ríkjunum
hvað mikilvægust og undirstöðumest, gæti íslenzkur æsku-
lýður að sama skapi áorkað miklu með víðtækum söfnun-
um undir kjörorðinu „herferð gegn hungri“, því að hevr
er svo innrættur að hann vilji ekki leggja hönd á plóginn
þegar um er að tefla líf eða dauða lítilla, saklausra barna,
þó af öðrum litarhætti séu og í fjarlægum löndum búi.
Hér er um að ræða verðugt verkefni hinna skipulögðu
æskulýðssamtaka í landinu, sem bundizt hafa böndum í
heildarsamtökum sínum, Æskulýðssambandi fslands.
Með þvi að eiga frumkvæðið á þessu sviði og með virkri
þátttöku í þeirri samhjálp, sem stöðugt færist í aukana
þjóða á milli getur íslenzk æska sýnt hvað í henni býr
og án nokkurs vafa, mikils áorkað. i
K. Kj.
MEIRA en helmingur mann-
Uynsins þjáist af skorti á mik-
ilvægum næringarefnum o*
um 500 milljónir líða af hung-
ur sökum. Sl. 10 ár hefur
bandaríska þjóðin gefið til
hinna vanþróuðu þjóða meira
en 120 milijón tonn af mat-
vælum, svo og gífurlegt magn
af lyfjum.
Hugmynd hins fallna Banda
ríkjaforseta, John F. Kennedy,
um friðarsveitir er nú orðinn
að veruleika. Þúsundir Banda
ríkjamanna, sér í lagi ungt
fólk, starfa nú meðal íbúa
vanþróuðu ríkjanna miðlandi
af sérþjálfun sinni og kunn-
áttu undir kjörorðinu: „Hjálp-
um þeim að hjálpa sér sjálf-
ir“.
Hugmynd Kennedy hefur
víða haft áhrif og er vitaff
að þegar hafa friðarsveitir
verið stofnaðar eða hafizt
handa um stofnun þeirra i
Noregi, Bretlandi, Ástraliu,
Japan, Þýzkalandi og Kan-
ada.
Myndirnar tvær sýna meff-
Jimi friðarsveitanna að starfl
og leik.
ÍJ
V
W0Í
mm-
Hver vill ekki leggja hönd á plóginn til hjálpar þessum börnum?