Morgunblaðið - 31.07.1964, Page 15
Föstudagur 31. júlí 1964
MORGU N BLAÐIÐ
15
Saurbæjarkirkja í Eyjafiröi
Eftir Kristján Eldjárn þjóðminjavörð
SÚ var tíðin fyrr á þessari öld,
að margir lögðu leið sína að
Saurbae í Eyjafirði til þess að
Bkoða gömlu torfkirkjuna þar.
Þá var ekki ótítt, þegar ferða-
mannahópar komu til Akureyrar,
eð fara með þá fram í fjörð og
8ýna þeim þetta minnismerki
gamallar Lslenzkrar byggingar-
listar, og út voru gefin kort með
wyndum af kirkjunni. Þá stóð
einnig í Saurbæ gamli torfbær-
inn, sem var eins og runninn af
Bömu rótum og kirkjan sjálf.
í seinni tíð hefur verið hljóð-
ara um Saurbæjarkirkju en áður
var. Kemur þar líklega einkum
til, að Víðimýrarkirkja, sem ligg-
ur í þjóðbraut, hefur orðið henni
of skæður keppinautur. Þó er
Saurbæjarkirkja merkilegt hús,
sem enn er fróðlegt og skemmti-
legt að skoða, og betur er hún
nú haldin að moldum og viðum
en löngum hefur verið. Hún er,
eins ,og Víðimýrarkirkja, friðlýst
Ihús í umsjá þjóðminjavarðar, en
jafnframt notuð sem sóknar-
kirkja safnaðarins. í>að svíkur
engan að leggja dálitla lykkju
á leið sína til þess að skoða þessa
kirkju, og þarflaust er að láta
eér leiðast, þegar ekið er um hið
mikla og ágæta Eyjafjarðarhér-
að, þar sem búskapur er stærri
í sniðum en víðast hvar annars
etaðar og túnin ná saman bæ
eftir bæ.
Saurbær í Eyjafirði telst ekki
með hinum meiri háttar sögu-
stöðum þjóðarinnar, en góður
staður hefur hann verið um ald-
ir. Hann byggðist á landnámsöld
og í fornöld voru þar gildir
Ibændahöfðingjar. Tilraun var
gerð þar til klausturstofnunar
seint á 12. öld, og nefndir eru
þar ábótar fram yfir 1200. Aldrei
virðist þó hafa komizt festa á
þennan klausturlifnað, enda var
klaustrið á-Munkaþverá á næstu
grösum. Löngum sátu prestar í
Saurbæ. Árið 1867 voru Mikli-
garður og Hólar sameinaðir Saur
bæjarsókn, 1880 bættist svo
Möðruvallasókn við, en 1907 var
brauðið lagt niður og sameinað
Grundarþingum. Prestssetur var
þó enn um sinn í Saurbæ, en
síðastur presta var þar séra
Gunnar Benediktsson.
Líklegt er, að kirkja hafi verið
reist í Saurbæ þegar er land varð
kristið eða snemma í kristnum
eið. Um þau guðshús eru engar
sögur, og ógerningur er að gizka
é, hvernig þau hafa verið. Hitt
er aftur á móti nokkurn veginn
víst, að kirkjuhúsin í Saurbæ
hafa frá fyrstu tíð staðið þar sem
kirkjan er nú, eins og bærinn
ejálfur að sínu leyti. Kirkjurnar
stóðu víðast frammi á hlaðinu,
og þáð gerir Saurbæjarkirkja. Sá
grunnur, sem hún stendur á, er
þvi fornhelgur. í kaþólskum sið
var kirkjan með guði helguð
heilögum Nikulási, vini og full-
tingismanni farmanna, og heil-
agri Sesselju mey, og var hún
nafndýrlingur kirkjunnar. Af
nafni heilagrar Sesselju í Saur-
bæ eru dregin nöfnin Sesselju-
partur í Gnúpufellsskógi og Sess-
eljuhöfði í Leyningslandi, þó að
þjóðsaga vilji skýra það nafn
öðru visi.
Til eru fornir máldagar kirkj-
tmnar, sem sýna, að hún var
auðug af fasteignum, kvikfé og
kirkjugripum í kaþólskum sið,
enda skyldu í Saurbæ vera tveir
prestar og djákn. Elztur mál-
daganna er sá frá 1318 (í Auð-
unarmáldögum), og við lestur
hans fer sem löngum, að manni
blöskrar sá mikli fjöldi ágætra
listaverka, sem kirkjan átti.
Kirkjurnar voru listasöfn, jafn-
vel hér út á hjara veraldar. En
lítið sem ekki hefur bjargazt af
fornum auði Saurbæjarkirkju.
Eins og kirkjan er í dag er hún
álíka snauð að fögrum eða merk-
um kirkjugripum og aðrar ís-
lenzkar sveitakirkjur, og í henni
er nú varla nokkur hlutur frá
fyrri tíð sem vert sé að nefna.
Þó má vekja athygli á fátæklegri
grafskrift Jónasar bónda Tómas-
sonar í Hvassafelli, móðurafa
Jónasar Hallgrímssonar skálds.
Grafskriftin hefst á þessa leið:
Hel er allrar veraldar vegui',
var hann því og sameiginlegur
jafnt með öllu jarðnesku kyni
Jónasi Tómasarsyni.
Lengi þjáður, lúinn af elli,
líkaminn á Hvassa - dó - f’elli
þar með dygð var af hönum
áður
akur margra góðverka sáður.
Allur er skáldskapurinn í þess-
um dúr, en í sínu vanmætti hef-
ur þó þetta litla minningarmark
sinn sjarma.
En snúum að kirkjunni sjálfri.
Til er fáorð vísitazía Gísla bisk-
ups Þorlákssonar frá 1062 Er af
þeirri lýsingu augljóst að þá þeg-
ar er torfkirkja í Saurbæ. í vísi-
tazíubók Einars biskups Þorst-
einssonar er svo allnákvæm
lýsing á kirkjunni hin fyrsta
sem auðvelt er að átta sig
á. Ef reynt er eftir lýsingu
Einars biskups að kalla fram í
huga sér mynd af þessari gömlu
Saurbæjarkirkju, hlýtur maður
að undrast, hve lík hún er þeirri
kirkju, seyi enn stendur. Hún er
eins í öllAm aðalatriðum. Torf-
kirkja, kór tvö stafgólf, fram-
kirkja fjögur, pílárar milli kórs
og kirkju. Hið eina sem verulega
skilur á milli, er sérbyggð for-
kirkja úr timibri, og er það lík-
lega bending um, að hér hafi
verið timburkirkja á miðöldum.
Við þessa kirkju var notazt
alla 18. öld. En snemma vors
1793 skrifar þáverandi prestur í
Saurbæ, Magnús Jónsson, Sig-
urði Stefánssyni biskupi á Hól-
um, og biður leyfis að kirkjan
sé rifin og uppbyggð á því sumri,
1793. Þetta leyfir biskup þá þeg-
ar og notar tækifærið til þess
að mæla gegn forkirkjunni á
iþessa leið:
„Forkirkjan sem altíð hefur
verið ónauðsynleg, má gjarnan
og á að niðurrífast, en viðir
hennar fyrir auction burtseljast
og þeirra innkomandi andvirði
anvendast þeirri uppbyggjandi
kirkju til nota“.
Síðan var byggð ný kirkja í
Saurbæ 1793—94, og verður ekki
annað séð en að hún hafi verið
lík þeirri, sem rifin var, að öðru
leyti en því, að nú var engin
forkirkjan. Þetta virðist hafa
verið sterklegt hús, og kemur
það fram í hverri vísitazíugerð-
inni á fætur annarri allt fram
yfir miðja 19. öld. Þannig segir
séra Guðmundur E. Johnsen
prófastur í vísitazíu 1854: „Þetta
forna guðshús er með öllu í
sama ástandi og það var seinast
skoðað. Það fyrnist að visu eftir
Iþví sem við er að búast, en þó
svo, að öll líkindi eru til, að það
enn þá fái staðið mörg ár í sín-
um forna og sterka búningi1*.
Þessi ummæli eru svo endur-
tekin 1855 og 1856, og því kemur
það mjög á óvart, að við vísitazíu
1857 er búið að ákveða að byggja
kirkjuna af nýju á komandi vori,
ef guð lofar. Ekki verður séð, að
gamla kirkjan, sem aðeins var
rúmlega 60 ára, hafi verið komin
að fótum fram, og ekki var því
heldur til að dreifa, að hún þætti
of lítil eða óvegleg, því að kirkj-
an, sem nú var byggð í hennar
stað, var torfkirkja eins og hún
og af nákvæmlega sömu stærð.
Það er sú kirkja, sem nú stend-
ur í Saurbæ, byggð 1858. Skulu
nú ekki fleiri orð höfð um hugs-
anlegar ástæður þess, að kirkjan
var þá endurbyggð að því er
virðist án knýjandi nauðsynjar
og hvers vegna hún var þá ekki
byggð sem timburkirkja, eins og
þá var að verða alsiða. En lítil-
lega skal vikið að byggingu
kirkjunnar.
Prestur í Saurbæ var um þess-
ar mundir séra Einar Hallgríms-
son Thorlacius, sem þjónaði þar
í 44 ár, eða frá 1823 til 1867,
dáinn 1870. Séra Einari er svo
lýst, að honum væri flest til lista
lagt. Hann var lærdómsmaður
mikill á flesta grein, latínuskáld
gott, kennari ágætur og kenndi
mörgum ungum mönnum undir
skóla. Hann var vel metinn í hér-
aði og • vinsælL Eftir hann varð
Jón sonur hans prestur í Saur-
bæ, en hans naut ekki lengi við
eftir lát föður síns.
Að líkindum hefur séra Einar
ráðið mestu um endurbyggingu
kirkjunnar, en yfirsmiður var
Ólafur Briem, timburmeistari á
Grund alþekktur merkismaður
sinnar tíðar, skáld gott og smiður
mikill og smíðaði meðal annars
margar kirkjur. Hann var faðir
séra Valdimars Briem sálma-
sikálds. Auk Ólafs unnu nokkrir
aðrir smiðir að kirkjusmíðinni,
bæði útlærðir snikkarar og
drengir eða lærlingar, og virðist
vinna þessara manna eftir bygg-
ingarreikningnum hafa verið 218
dagsverk. Enn fremur virðist
hafa verið keyptur maður til
grjóthleðslu, en annars verður
ekki annað séð en að sóknar-
menn hafi lagt fram sjálfboða-
vinnu við að leggja grundvöll og
hlaða veggi, alls 60 dagsverik, en
reyndar varð kirkjan að kosta
handa þeim fæði á meðan og
svolítið í þokkabót, sem nú þyk-
ir skrýtið að sjá í opinberum
byggingarreikningi. Smiðunum
var ætlað kaffi og brennivín
„eftir venjunni“, og einnig er á
reikningnum „kaffi, brennivín og
svölun til hressingar þeim undir
púlinu, er óku grjóti og viðum
að kirkjunni". Alls varð kostnað-
ur við kirkjusmíðina 633 rikis-
dalir.
Kirkjan var tekin út í ágúst
1858, og lét þá Daníel prófastur
Halldórsson gera greinargóða
lýsingu hennar. Hún var þá í öll-
um atriðum eins og vér sjáum
hana í dag að öðru leyti en því
að pílárarnir milli kórs Og kirkju
eru nú öðru vísi, gerðir eftir píl-
árum, sem voru í kirkjunni næst
á undan, þeirri sem byggð var
1793. í úttektinni sést, að prófast-
ur var vel ánægður með hið
nýja guðshús. Aðaleinkunnin,
sem hann gefur kirkjunni, er
þessi: „Yfirhöfuð er smíðið á
kirkjunni fagurt, sterkt og vand-
að“. Þetta er ekki slorlegur
vitnisburður, en það sem merki-
legast má þó teljast við Saur-
bæjarkirkju er það, að hún hefur
áreiðanlega verið smiðuð mjög
eftir þeirri kirkju. sem rifin var,
en sú var aftur nauðalík þeirri.
sem á undan henni stóð og byggð
var um 1650. Á þessu 300 ára
tímabili hafa þá verið þrjú
kirkjuhús í Saurbæ, en í vissum
skilningi er það þó alltaf sama
húsið, endurbyggt hvað eftir ann
að í öllum verulegum atriðum
eins og áður hafði verið.
Þetta er merkilegt og mætti
vera allsönn mynd af hinu al-
menna. Ef farið væri nákvæm-
lega í kirkjustóla og úttektar-
bækur, mundi oft koma í ljós,
hve háðir kirkjusmiðirnir voru
þeirri byggingu, sem verið hafði
á staðnum áður. Oft hefur sama
húsið verið byggt í nýrri mynd
og tilburðir kirkjusmiða til ný-
breytni hafa belzt birzt í frávik-
um um smáatriði innanhúss. Og
í rauninni er þetta ekkert undar-
legt, þegar vel er að gáð. Ástæð-
an til þessarar fastheldni er fólg-
in í sjálfu eðli torfkirknanna.
Þessum byggingarmáta eru þröng
ar skorður settar. Byggingarlega
séð hafa torfkirkjurnar verið
hver annarri likar og margar af
mjög svipaðri stærð. Torfhúsa-
stíllinn setti stærð húsa ákveðin
takmörk, sem ekki urðu yfir-
stigin. Varla mun því ofmælt,
að Saurbæjarkirkja haldi óskert-
um þeim einkennum öllum, sem
verið hafa á fyrirrennurum henn
ar á staðnum að minnsta kosti
síðan um miðja 17. öld.
Aðalviðgerð kirkjunnar fór
fram 1959 og stóð Sigurður Egils
son frá Laxamýri fyrir því verki.
Eftir voru þá nokkur minni hátt-
ar atriði en 22. janúar 1961 var
haldinn hátíðleg guðsþjónusta i
Saurbæ og kirkjan aftur tekin
til afnota fyrir söfnuðinn. Von-
andi á hún eftir að standa lengi,
„í sínum forna og sterka bún-
ingi“, eins og komizt er að orði
í vísitazíunni.
Gamli bærinn í Saurbæ, sem nú er fyrir löngu borfinn.
Saurbæjarkirkja í Eyjafirði.